Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 1
5 4 5 4 4 4 \ 4 4 V 2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976 —103. TBL. RITSTJÓRN‘SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGRÉIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Stöðvast stœrstu byggingarf ram kvœmdir landsins ó föstudag? Breiðholt hf. ritar ráðherra og segir ekki staðið við samninga Langstærstu byggingafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæð- inu kunna að stöðvast á föstu- daginn vegna þrálátra ýfinga, sem verktakafyrirtækið Breið- holt hf. hefur nú formlega til- kynnt til æðstu stjórnvalda. Breiðholt hf. er verktaki við byggingu verkamannabústað- anna, sem kunnugt er. Hér er um að ræða á fjórða hundrað íbúðir, sem áannað hundrað verkamenn vinna við. Á að skila þessum íbúðum á tímabil- inu til 1977. Talsmenn Breiðholts hf. fara ekki dult með, að ítrekuð fyrir- varalaus greiðslutregða á sið- ustu stundu sé formanni stjórnar verkamannabústað- anna að kenna. Ekki sé eigandi undir vandkvæðum, sem af þessu hafi hlotizt og kunni að hljótast. Formaður stjórnarinn- ar er Eyjólfur K. Sigurjónsson, sem er skipaður af ráðherra. Hann er einnig gjaldkeri og endurskoðandi. í stjórn verkamanna- bústaðanna eru einnig: Magnús L. Sveinsson, Páll Magnússon, Gunnar Helgason, Hilmar Guð- laugsson, Guðmundur J. Guð- mundsson og Guðjón Jónsson. Hefur Breiðholt hf. nú ritað hverjum stjórnarmanna bréf, sem einnig hefur verið sent félagsmálaráðherra, en undir hann heyra verkamanna- bústaðir. Bendir Breiðholt hf. á, að ekki sé eigandi undir þeirri tilhögun á greiðslum fyrir verkið, sem á hafi verið og áskilur verktakinn sér allan rétt til að stöðva verkið næst- komandi föstudag, ef ekki skipast til betri vegar. Ljóst er að ef til þess kæmi tefljast framkvæmdir um ófyrirsjáanlegan tíma, og gæti hlotizt af milljónatjón. Hefur fundur i stjórn verkamannabú- staðanna verið ákveðinn, þar sem um fjallað. þetta mál verður BS Stórframkvæmdirnar í Breiðholti gætu nú stöðvazt vegna þrálátra ýfinga út af greiðslum til vertktakans (DB-mynd Björgvin). Dómsmálaráðherro: EKKERT VERÐI TIL SPARAÐ — til að flýta rannsókn Geirfinnsmálsins „Ég ætla alls ekki að fara að hafa nein bein afskipti af þessu máli," sagði Ölafur Jóhannes- son, dómsmálaráðherra í viðtali við DB í morgun. í gær átti hann fund með ríkissaksóknara og rannsóknardómurum sem unnið hafa við rannsókn Geir- finnsmálsins. „Það eina, sem fór fram á fundinum í gær var. að ráðuneytið lýsti yfir einlæg^ um vilja sínum til þess að rann- sókn þessa máls verði hraðað og ékkert til þess sparað hvorki í mannskap eða á annan hátt.” Vildi ráðherra taka það fram, að með þessu væri á engan hátt verið að gagnrýna störf þeirra er að rannsókninni hafi unnið fram til þessa. —HP. Geirfinnsmálíð: DOMARINN UR LANDI Örn Höskuldsson, rann- sóknardómari í Geirfinnsmál- inu, fór í morgun til Kaup- mannahafnar, þar sem hann ætlar að dveljast fram að helgi. Örn er í einkaerindum og hyggst hvílast fjarri hinu dag- lega — og margra mánaða — amstri, sem fylgir rannsókn málsins. Hann kemur heim á sunnu- daginn. —HP Kristjón Pétursson um rannsókn á vlnnubrögðum hans HREINAR OFSÓKNIR Ap DA/*IID — villaðfjölmiðlar Vv RvvUlt fylgistmeðyfirheyrslum Ég leyfi mér að vonast til að rannsóknum þeim, sem fyrir- skipaðar hafa verið á hendur mér og Hauki Guðmunds- syni hjá sakadómi Reykja- víkur og á Keflavikurflugvelli, verði flýtt eins og hægt er, svo okkur gefist kostur á að hreinsa okkur af þeim sakar- giftum sem á okkur eru bornar og eru ekkert annað en hreinar ofsóknir og rógur, sagði Kristján Pétursson deildarstjóri í viðtali við DB í morgun. Hann sagði að þeir Haukur hygðust fara þess á leit að fréttamenn fengju að vera við- staddir yfirheyrslur yfir þeim svo að almenningur geti fylgzt með hvað er að gerast. —G.S. Sólin hefur verið örlát við okkur undanfarna daga, a.m.k. hér suðvestanlands. Þess hefur víða mátt sjá merki, þó sérstakiega í sundlaugunum, þar sem þessar ungu stúlkur reyndu að bæta sér upp vetrarveðráttuna. 1 dag mun verða bjart veður víðast hvar á landinu, nema hvað búast má við skúrum á Suðvesturlandi. En vonandi brýzt sólin fram þegar á líður. —JB— Mosfellsprestakall: NÝI PRESTURINN KEMUR EKKI — kðnnumst ekki við það# segir biskupsembœttið Guðrún Erla: Var hún í raun og veru banamaðurinn?' — baksíða Sigurvegarinn í prests- kosningunum í Mosfellspresta- kalli 15. febrúar síðastliðinn, Sveinbjörn Bjarnason prestur í Skotlandi, hefur ákveðið að hætta við að taka við brauði sínu. Eftir að hann hafði verið skipaður í Mosfellsprestakall ákvað hann að koma heim öðru hvorum megin við páska en nú er hann sem sagt hættur við allt. Bjarni Sigurðsson fyrr- verandi sóknarprestur í Mos- fellssveit hefur þjónað brauðinu í fjarveru Svein- bjarnar og mun hann að öllum likindum gera það þar til annar prestur hefur verið. skipaður. En hver verður það? Þar eru tveir mögu- leikar fyrir hendi. Annar er sá, að frambjóðandinn. sem varð næstur á eftir son. verði skipaður. Ef svo fer ekki verður að kjósa upp á nýtt. — það er nýjar umsóknir. ný kosning, ný veiting sem sagt nýr prestur. Umsækjendur um Mosfells- prestakall voru á sínum tíma fjórir, — Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Kolbeinn Þorleifsson. Bragi Benediktsson og Svein- björn Bjarnason. Dagblaðið leitaði álits á þessu máli á biskupsskrifstof- unni í gærdag. Þar vildu menn ekkert við málið kannast og var helzt á þeim að heyra. að þeir biðu enn eftir nvja prestinum. —At—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.