Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 9
I)A(iBI,AÐH). MIÐVIKUUAC.UH 12. MAÍ 1976. AUGLÝSTU BÍLINN í DB Seldur í einum grœnum og ón allra sölulauna ,,Það er ekki ofsögum sagt aö auglýsingamáttur Dagblaósins sé mikill,” sagði lesandi sem hringdi til okkar og hafói aug- lýst bíl sinn til sölu núna fyrir helgina. „Á fyrstu mínútunni, eða á slaginu átta um kvöldið, þegar mátti hringja lét sá fyrsti heyra í sér,” sagði auglýsandinn. „Síðan stoppaði ekki síminn. Næsta morgun kl. 9.30 kom sá fyrsti og skoðaði, og á meðan hringdi annar áhugasamur. Nema hvað, bílakaupin voru ákveðin í einum grænum. Við gengum frá pappírum og enn einn kaupandi kom til þess að kíkja á bílinn. Síminn hélt síðan áfram að hringja. Ég sá mitt óvænna og flýði út, en auðvitað hringdi svo fólkið bara seinna” Eins og kunnugt er þá hefur Dagblaðið tekið upp nýja þjón- ustu við lesendur sína og auglýsendur blaðsins. Er hún fólgin í því að í Þverholti 2 eru veittar leiðbeiningar um al- menn bílaviðskipti. Prentaðar leiðbeiningar liggja frammi um allan frágang skjaia varðandi kaup og sölu. Þar fá menn eyðublöð fyrir afsali og sölutil- k.vnningu. EVI Á auglýsingaskrifstofu Ðag- blaðsins í Þverholti 2 má fá þau skjöl og leiðbeiningar sem til þarf í ' sambandi við sölu bifreiðar. Seljandi sparar sér því sölulaunin. (DS-mynd R.Th.) „0f mikið gert úr ófœrð" — segir Paul Michelsen, garðyrkjubóndi í Hveragerði Það þarf víst ekki að gefa bak- arabarni brauð, en hér bítur „Palli” í banana, sem kona hans býður. F.vrirtæki þeirra á nú 20 ára afmæli. „Það er allt of mikið gert úr ófærð hér á veturna. Hún er ekki nærri eins mikil og virðist vera af tilkynningum,” sagði Paul V. Michelsen, „Palli Mikk”, garð- yrkjubóndi í Hveragerði, þegar Dagblaðið leit við í verzlun hans í Hveragerði. Hann telur sig hafa tapað miklum viðskiptum á þess- um ófærðarfréttum. Fyrirtæki hans varð 20 ára hinn 1. maí. Paul hefur unnið mörg heiðurs- merki, meðal annars fékk hann heiðúrsverðlaun og þrenn stór silfurverðlaun í samkeppni manna frá Norðurlöndum á 75 ára afmælissýningu danska garð- yrkjusambandsins. Hann hefur ásamt konu sinni, Sigríði Ragnarsdóttur, og sonum sínum lagt nótt við dag til að halda fyrirtækinu gangandi. Fjölmargir islendingar hafa komið við í verzlun hans í Hvera- gerði. —HH Stórsmyglið: VODKAGRÓÐINN VAR1300 ÞÚS. Pólverjar virðast selja hið eld- sterka 75% vodka á lágu verði heima fyrir. Skipstjóri á flutn- ingaskipinu Hvassafelli gerði inn- kaup í einni af ferðum skipsins í janúar sl. og pantaði 468 flöskur af miðinum, Á Sauðárkróki fann hann tvo kaupendur og hagnaðist skipstjorinn á sölunni um 1.3 milljónir króna, seldi hann svo til allt magnið þar á 1.450.000 krónur. Innkaupsverðið sam- kvæmt því er þá eitthvað liðlega 300 krónur flaskan. Tollgæzlan sendi frá sér í gær- dag fréttatilkynningu um mál þetta, en sagt hafði verið frá því lauslega í Dagblaðinu sama dag. Auk tollgæzlunnar hefur saka- dómur í Reykjavík, Húnavatns- sýslu og á Akureyri unnið að rannsókn málsins. Kunnugir telja að pólskt vodka 75% að styrkleika sé selt á svört- um markaði fyrir 4500 krónur flaskan. Sölumennirnir tveir hafa einnig ætlað að mata krókinn, þvi þeir hafa trúlega selt flöskurnar fyrir 1.9 milljónir króna. Tímaritið Adam kemur út múnaðar- lega og flytur m.a.: Spennandi sakamálasögur Skemmtisögur Sportþœtti Frásögn um Bermuda þríhyrninginn og ýmislegt fleira. BS útgáfan. Innköllun hlutabréffa í Flugffélagi íslands og Loftleiðum Afhending hlutabréfa í Flugleiðum hf. hefst föstudag- inn 14. maí n.k. Hluthafar fá afhent hlutabréf í Flug- leiðum gegn framsali á hlutabréfum í Flugfélagi íslands og Loftleiðum. Hlutabréfaskipti fara fram í aðalskrifstofu Flugleiða, Reykjavíkurflugvelli alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma og einnig laugar- daginn 15. maí kl. 13-17. FUIGLEIIHR HF

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.