Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 14
14 /* n DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976. £.-5frr--=g;v-,' ir.^r-rxaay ;..,v Brezkt góanó á vegum Festi — Red Sky AtNight tíu árum á eftir tímanum RED SKY AT NIGHT: Er hljómsveitin leyni- vopn Breta, til þess œtluö aö drepa okkur meö vondri músík? DB-mynd BP. Hljómsveitin Red Sky At Night kom rækilega á óvart í Festi á laugardaginn var. Hún var meö þeim fádæmum léleg að hún dygði ekki einu sinni til að leika i Þórskaffi í miðri viku Red Sky...kom fram nokkru eftir miðnætti, að loknum leik hljómsveitanna Laufsins og Paradísar. Og svei mér ef maður fylltist ekki stolti yfir getu landans er þessar þrjár hljómsveitir voru bornar saman. Öll framkoma brezku hljómsveitarinnar og hljóðfæraleikur benti helzt til þess að fjórir brezkir togara- strákar hefðu orðið þreyttir á sjómennskunni og ætlað að verða frægir. Utlit mannanna var meira að segja með þeim fádæmum að íslenzku grúppíin, sem eru þó ekki vön að fúlsa við neinu sem brezkt er, voru með fúlmennsku- og fyrir- litningarsvip 1 Festi á laugardaginn. Ef á að gera tónlist Red Sky.... einhver skil, þá minnti hún einna helzt á það sem hljómsveitin Troggs var að gera fyrir 10-12 árum. Engin skil kunni ég á lögum hljómsveitar- innar. Þau voru öll mjög keimlík — og fóru inn um annað eyrað og út um hitt — og skildu ekkert eftir nema leiðindi í sálinni. Geta hljóðfæraleikaranna heimfærist upp á þá ályktun að þarna sé um togarasjómenn að ræða. Gitarleikararnir kepptust við að framleiða sem mestan hávaða og bassinn var falskur á köflum. Ef á að reyna af öllum vilja og mætti að finna einhvern ljósan punkt hjá hljóðfæraleikurunum þá var trommuleikarinn einna skástur, þó að standardinn hjá honum sé svipaður og hjá strák í slappri gagnfræðaskólahljóm- sveit. 1 stuttu máli: Það er að vissu leyti virðingarvert framtak hjá framkvæmdastjóra Festi að flytja inn brezka hljómsveit til að Iífga upp á popplífið. Hins vegar er það í hæsta máta til skammar að innflutningurinn sé svo lélegur að hnn sé ekki hvítum mönnum bjóðandi. Red Sky At Night, er hljómsveit sem er ekki þess virði að eyða aurunum sínum í að hlusta á og hefðu gestir Festi hiklaust átt að fara fram á að fá 2000 kallinn sinn endurgreiddan ef ekki hefði komið til ágætis frammistaða íslenzku hljómsveitanna Paradísar og Laufsins. -Asgeir Tómasson. Vikivaki gerír það gott í útlandinu — meðal annars í Marquee og Speakeasy Hljómsveitin Vikivaki: Hans, Jón og Gunnar Magnússynir og Tomm.v Eiríksson. Hljómsveitin Vikivaki, sem mörgum er vel kunn fyrir ágæt- lega heppnaðar heimsóknir hingað undanfarin tvö sumur, hefur undanfarið gert víðreist I útlandinu. Það eru bræðurnir, Hans, Jón og Gunnar Magnússynir ásamt félaga sínum Tommy Eiriksson, sem skipa hljómsveitina. Þeir hafa undan- farin ár verið búsettir í Sviþjóð, nánar tiltekið I Gautaborg, þar sem vinsældir þeirra eru veru- legar. t fyrrasumar gaf Ploydor- hljómplötufyrirtækið út 12 laga plötu með þeim og nú vinna þeir að gerð nýrrar með aðstoð elzta bróðurins, Björns, sem skapað hefur sér ágætan grund- völl sem söngvari og laga- smiður nú i vetur. Milli Svíþjóðar og Englands Björn Magnússon, einn Vikivaka-bræðranna, mun gera tólf laga hljómplötu með eigin lögum núna i haust. er í gildi gagnkvæmur samning- ur um skipti á hljómsveitum. Þeir félagar hafa orðið slíks boðs aðnjótandi og eru í London um þessar mundir, þar sem þeir leika á nokkrum klúbbum, m.a. hinum fræga Speakeasy og Maruqee.Þaðan halda þeir til Cardiff og Suffolk. Nýlega var svo gefin út hljómplata með Birni og hann mun einnig gera 12 laga plötu undir haustið. Með honum á plötunni verða frægir hljóð- færaleikarar sænskir, eins og George Wadenius og hljómsveit hans, Made in Sweden. Wadenius lék um tíma á gítar með hljómsveitinni Blood Sweat and Tears. Má þvi segja að þeir bræður hafi gert garðinn frægan er- lendis og er vonandi að vel tak- ist til hjá þeim. -HP. FRKSH: Ómar Oskarsson. Sveimi Magnússon. Tom Lansdown og Jónas Björnsson. l)B-mynd Bjoigvin Pálsson. fRii heitir sú nýjasta Um komandi helgi hefur ný hljómsveit starf á dansleikja- markaði Reykjavíkur og nágrennis. Þetta er hljóm- sveitin „Fres'h” en hana skipa Omar Öskarsson. fyrrum píanóleikari Arna og Stóla, Tom Lansdown, sem á sinum tima var i Roof Tops og Sólskini. Sveinn Magnússon, fyrrum bassaleikari Cabaret og Jónas Björnsson trommuleikari. Hann var áður með hljómsveitinni Barrock. Það er ekki langt síðan þeir félagarnir ákváðu að gera óformlegar sessionir sínar í allan vetur að formlegum æfingum með það fyrir augum að kom fram og þreifa fyrir sér meðal alntennings. „Viö vil.jum alls ekki að fólk fati að gera sér of miklar vonir." sagði Tom Landsdown. þegar við litum inn á æfingu hjá Fresh vestur í bæ eitt kvöld fyrir skemmstu. „Það hefur vakið vissar grunsemdir að við höfum verið að æfa hér í vetur en það hefur bara verið leikur, tómstundagaman." Hljómsveitin er með all- fjölbreytt lagaval og líkaði vel nýlega. þegar hún kom fram f.vrir bandaríska herntenn i einum klúbbanna á Keflavikur- flugvelli. Dýrasti sjóður hljóm- sveitarinnar er án efa Ómar Öskarsson sem er einhver albezti söngvari er fram hefur komið hérlendis um margra ára skeið. Fresh verðúr i Klúbbnum annað kvöld. Tjarnarbúð föstudagskvöld og í Hellubíói á laugardagskvöldið. -ÖV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.