Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 10
10 DACHLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976. MMBIAÐW frjálst, úháð dagblað Úlju'fandi: Dauhladid hf. Framkv;i*nuiastjóri: Svcinn H. Ky'jólfsson. Kitstjóri: .lónas Kristjánsson. Krútlastjóri: Jón Biruir Kctursson. Riistjórnaifulltrúi: Iiaukur Ilcli>nson. Aóstoóarfrctta- stjóri: Atli Stcinarsson. Il»rótIir: Hallur Simonarson. Hönnun Jóhanncs Kcvkdal. Ilandrit: Ás«rímur I’álsson. Blaóamcnn: Ann'a Bjarnason. Asjicir Tómasson. Bolli Ilcóinsson. Brajii Sinurðsson, Erna V. Injiólfsdóttir. (iissur Siyurósson. Ilallur Hallsson. Ilcljji Kctursson, Katrin Pálsdóttir. Olafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Bjiirj'vin Pálsson. Kajtnar Th. Sij>urósson. (ijaldkcri: l»rámn Porlcifsson. I)rcifinj>arstjóri: Már K.M Halldórssim. Askriftarj’jald 1000 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. cintakió. Ritstjórn Síóumúla 12. simi 8TI22. auulýsinjiar. áskriftir oj> afjírciðsla Þvcrholti 2. simi 27022. Sctninj- oj> umbrot: Daj>blaóió hf>. oj> .Stcindórsprcnt hf.. Armúla 5. Mynda-oK plötu«cró: Hilmir hf . siðumúla 12J*r<v.tun: Arvakur hf.. Skcifunni líl. íánauð Bretar notfæra sér, að loftskeytamenn verða nauðugir að veita þeim þjónustu. Sú þjón- usta gerir þeim auðveldara aö stunda lögbrot sín á Islandsmið- um. Stjórnvöld hafa gert rangt í því aö knýja loftskeytamenn til þessa. Bretar lögðu undir sig að heita má loftskeyta- sambandið við Hornafjörð síðastliðinn föstu- dag. Landhelgisbrjótarnir voru í stöðugu sam- bandi viö Bretland. Sumt fór fram á dulmáli. Tvímælalaust voru útgerðarmenn í Bretlandi að stappa stálinu í sína menn á íslandsmiðum. Loftskeytamenn á Isafirði, Siglufirði og Hornafirði gerðu 12. marz samþykkt um, að þeir teldu ekki rétt aó veita brezku togurunum þjónustu, meðan þeir brytu íslenzk lög, nema í neyðar- og öryggistilvikum. Sama skyldi gilda um aðstoðarskip þeirra. Þessi samþykkt var send póst- og símamála- stjóra. Þar sem ekkert svar barst frá honum, litu loftskeytamenn svo á aö hann væri þessu ekki mótfallinn. Þá gerðist það, að einn blaðamaður Vísis fór um borð í brezkt herskip og sendi þaðan fréttir. Vísir gekk hart fram til að fá fjarskiptasam- bandi komið á. Fyrstu fréttir sínar sendi blaða- maðurinn um Bretland. Póst- og símamálastjóri tók þann kost að opna fyrir fjarskiptasambandið. Hann sendi loftskeytamönnum fyrst munnleg tilmæli þess efnis en síðan skeyti. Þar sagói, að loftskeyta- mönnum væri óheimilt aó stöðva fjarskipta- þjónustu við brezk skip hér við land nema að því er varðaði hernaðaraðgerðir brezkra stjórn- valda gegn ákvörðun íslenzkra stjórnvalda um útfærslu landhelginnar og löggæzlustarfsemi. Með því var í reynd opnað fyrir hvers konar fjarskiptaþjónustu. Loftskeytamennirnir reyndu að standa gegn þessu, en á því varð ekki stætt. Þeir áttu aðeins um þá kosti að velja að þrjózkast við og vera vikið úr starfi eða hlýða og taka upp þjónustu við brezku landhelgisbrjótana. Þeir lýstu því yfir, aö þeir beygðu sig nauð- ugir fyrir skipunum yfirvalda. Þeir lögðu áherzlu á, að þeir teldu sig einu íslendingana, sem þyrftu samkvæmt fyrirskipunum að veita beina eða óbeina aðstoð við aðila, sem væru aö brjóta íslenzk lög. Þessi þjónusta er Bretum mjög mikilvæg. Hún gerir þeim auðveldara um vik í landhelgis- deilunni. Það er ekki aðeins, að útgerðarmenn geti á ýmsan hátt stappaó stálinu í togaraskip- stjórana, sem oft á tíóum eru illa farnir í þessu taugastríði, að því er Landhelgisgæzl- an hermir. Þetta auðveldar Bretunum að fá sem mest verð fyrir fiskinn, auóveldar tækni- lega aóstoó við viðgerðir og vióhald og gerir þeim kleift að stunda veióar lengur en ella. Dagblaðið amast ekki við því, að íslenzkur blaóamaður sé um borð í brezku herskipi og segi fréttir þaðan. Kn það er alltof dýru verði keypt að setja loftskeytamenn í þessa ánauð. Sprengjur og fjármálaspill- ing í lýðveldi Stalíns Þaö er ókyrrt í Sovétríkinu Georgíu. Sprengja sem sprakk fyrir utan ráöuneyti í höfuðborginni Tiblisi er nýjasti óánægju- votturinn. Slíkar sprengingar hafa veriö nokkuö margar undanfarin ár, sumir segja svo hundruðum skiptir, aðrir láta sér nægja að segja um það bil 40 síðastliðin þrjú ár. Nú, hefur því verið haldið fram, að óánægja fólks stafi af mannabreytingum, sem gerðar hafa verið á stjórn ríkisins fyrir fjórum árum.. Þá var aðalritari kommúnistaflokksins settur af, eftir að uppvíst varð um mikið viðskiptahneyksli og almennar hreinsanir hófust. Eduard Sjevarnadeze, sem áður hafði verið utanríkis- ráðherra ríkisins og talinn er vera náinn vinur Brésjnevs flokksformanns var gerður að aðalritara. Er hér var komið sögu fór mikið orð af spillingunni innan Georgíu. Hún hafði grafið um sig í flokknum og ríkis- stjórninni, lögreglu, og dómstólum. Það var mikið um mútur og greiðvikni endur- goldin samvizkusamlega. Þeir sem saklausastir gátu talizt voru georgísku ávaxta-og grænmetissalarnir sem höfðu vanið sig á að græða töluvert fé með því einu að fylla nokkrar körfur af blómum eða tómötum og fljúga síðan til Moskvu, þar sem þeir seldu vöruna. Það er alltaf skortur á slikum vörum í höfuðborginni á veturna. En það voru mun fleiri sem gátu leyft sér mun glæpsam- legra athæfi. Vestrænir fréttamenn, sem höfðu undrazt þróunina I Georgíuríki og hin tíðu mannaskipti, fengu dálítið kaldhæðnislega skýringu á vandamálinu hjá sagnfræðingi i Moskvu: „Sannleikurinn er sá, að einu heiðarlegu mennirnir á þeim slóðum eru starfsmenn öryggis- þjónustunnar.” „Til eru þeir, sem láta sér fátt um umbætur innan ríkisins finnast og sem ekki geta lengur keypt sér skó fyrir framlag ríkisins til þess, eða þykjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi á þeim launum sem þeir fá. Þaö eru þessi eyðileggingaröfl, sem nú reyna að láta óánægju sína í ljós á stórhættulegan hátt. Koma verður 1 veg fyrir slíkt, bæði fljótt og vel.” Svo hljóðaði grein í tíma- ritinu Zarja Vostoka, um þing miðnefndar Georgíuríkis, sem haldið var 26. apríl sl. og fyrir að vera úr sovézku dagblaði er þetta óvenjulega opinská viðurkennig á því, að óánægju gæti og einnig að fólk sé óánægt með það, að lögreglunni takist ekki að uppræta þessi öfl. En eru það þá grænmetis- salarnir og aðrir smásvindlarar, sem hlaupa um og setja sprengjur fyrir framan rráðuneyti og óperuna og vöru- húsið „Heimur barnanna?” Eða eru það georgísku lýðveldissinnarnir, sem nú Iáta til sín heyra og lýsa þannig óánægju sinni. Lengi hafa verið til skoðanir meðal fólks í Georgíu, sem verulega eru andsnúnar Rússlandi. Fólk getur ekki gleymt því að áður en veldi Sovétrlkjanna kom til sögunnar var Tiblisi blómum skrýdd austurlandaborg, þar sem götusala og smáverzlanir blómstruðu og Armenar, Gyðingar og annað fólk bjó I sérstökum borgarhlutum. Menn hafa heldur ekki gleymt því, þegar Rauði herinn kom Sovétveldinu á með valdi árið 1921. Svo gekk Stalín ötul- lega fram í að gera landið rússneskt, svo ötullega, að Lenin sá sig tilneyddan til þess að vara fólk við allt of hörðum aðgerðum hans, er honum voru fengin stærri verkefni. Það hefur þó ekki hindrað Georgíumenn í þvíað sýna sjálf- stæðisvilja sinn í verki með því að hafa uppi af honum myndir hér og þar, sérstaklega eftir að hann féll í ónáð. Myndir af honum eru til sölu hér og þar og hægt er að sjá þær hengdar upp til skrauts í gluggum flutningabílanna. V. TogslreHa í samrœmi — um franska málarann Gérard Schneider sem sýnir að Kjarvalsstöðum á Listahátíð Fram að heimsstyrjöldinni síðari var París tvímælalaust höfuðborg listarinnar. Þar fæddist intímismi, fauvismi, kúbismi og súrrealismi og þangað komu listamenn hvaðanæva úr heiminum til þess að læra og dvelja í nám- unda við kviku listrænna hug- mynda. En þegar heimsstyrj- öldin síðari skall á og þjóðverj- ar réðust inn í París, flýðu margir helstu listamenn borgarinnar vestur á bóginn, til Ameríku — og sumir þeirra sneru ekki aftur. Listþróun á stríðsárum í New York blésu útlagarnir andagift í unga bandariska listamenn sem ótrúlega fljótt byggðu sér sér-ameríska list á þeim grunni. Tilfinningaleg og tilviljunarkennd vinnubrögð súrrealista og áhugi þeirra á goðsögnum og sálarfræði varð undirstaða listar nianna eins og Pollocks, de Kooning, Franz Kline og Clyfford Still, — geó- metría evrópumanna er að ein- hverju leyti kveikjan að mál- verkum Newmanns, — en einnig er eitthvað einstaklega amerískt við þessa New York- list. Amerísk víðátta, amerísk hraðamenning og pragmatismi, amerískt hamsleysi, — allt er þetta kannski þyngra á metun- um í þessari nýju USA-list heldur en fordæmi og kennsla Parísarútlaganna. Eftir stríð í París Þeim sem fylgdust með hrær- inum í bandarískri list á stríðs- árunum og sneru svo aftur til Parísar eftir strið fannst heldur lítið til nýrrar franskrar listar koma. Yfirborðskenndur exístentíalismi Bernards Buffet var þar „dernier mode”, eða þá að listmálarar endur- tóku í sífellu gömul afstrakt- form eins og heimsstyrjöld hefði aldrei átt sér stað. Lengi vel vildu gagnrýnendur ekki viðurkenna að neitt gott gæti komið frá Ameríku í list en margir ungir listamenn töldu aftur á móti að hinn frjálslegi „art informel” bandaríkjamann- anna væri einmitt leiðin til þess að hleypa nýju lífi í" franska list. Ungir frakkar eins og Pierre Soulages og Georges Mathieu lærðu af bandaríkja- mönnum að vinna með stór, frjálsleg form og nýta tilviljan- ir, — og sletta málningu eins og Polloek. Þegar „tassismi” þessara ungu málara var loks viðurkenndur, fóru menn að gefa gaum eldri málurum sem í raun höfðu þróað með sér frjálsa, lýríska afstraktlist í anda Kandinskys löngu fyrir stríð, eða á stríðsárunum, — án nokkurs sambands við amer- íska list. Uppgötva upp ó nýtt Einna fremstur þessara ,.ný- uppgötvuðu” listmálara var án efa Hans Hartung sem tvinnað hafði saman slæður fíngerðra litatóna og snögga, frjálslega pensildrætti af miklu öryggi. Af öðrum „tassistum”, sem skyndilega voru í sviðsljósinu. má nefna þjóðverjann Wols, sem lengi hafði búið i Frakk- landi, — svo og hinn hlédræga svisslending, Gérard Schneidetv setn verður gestur Listahátíðar I Reykjavík og sýnir 40 gvassmyndir að Kjar- valsstöðum. Schneider er nú kominn til ára sinna en er í fullu fjöri sem listamaður. Hann er fæddur 1896 í Svisslandi og nam listir hjá málaranum Cormon við Ecole des Beaux Arts í París á árunum 1916—20. Að því námi loknu sneri Schneider aftur til heimalands síns þar sem hann vann í fjögur ár að hálf- natúralískum myndverkum, en fann ekki þann hljómgrunn í Svisslandi sem hann þarfn- aðist. Fluttist hann því aftur til Parísar, þar sem hann tók þátt í félagslífi og liststarfsemi þess Gouache, 1972.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.