Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 3
DACiBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976.
3
VERIÐ ÓHRÆDD
VIÐ AÐ SKILA
AFTUR GÖLL-
UÐUM VÖRUM
Guðrún skrifar:
„Ég keypti gallabuxur, sem
er svo sem ekkert í frásögur
færandi út af fyrir sig. Ég
notaði þær í tvær- vikur, þvoði
þær síðan og setti með öðru
hreinu taui inn í skáp. Viku
seinna þegar ég ætlaði að nota
buxurnar, tók ég eftir því að á
annarri skálminni og upp eftir
læri og fyrir ofan hné á hinni
skálminni voru komin göt eins
og buxurnar væru útslitnar,
pakka- eða sýrubrunnar.
Ég fór að hugsa málið, hvort
eg hefði nokkurs staðar verið
þar sem sýra var höfð um hönd.
Svo var ekki. Ég fór því í
Neytendasamtökin og kvartaði.
Þeir vísuðu mér á að tala við
verzlunina þar sem ég hafði
keypt buxurnar. Verzlunar-
maðurinn, sem ég talaði fyrst
við, sagðist ekki geta skilið
hvernig einar buxur hefðu
farið svona. Ef galli væri í
efr.inu ættufleiri að hafa skilað
buxum, en svo væri ekki. Ég
sagði honum að það væri ekki
neytandans að fylgjast með því
hvort buxum væri skilað aftur
eða hvort þær væru gallaðar frá
framleiðanda heldur
seljandans. Verzlunar-
maðurinn féllst þá á að taka við
buxunum og tala við fram-
leiðandann. Hann sagði mér
líka að koma seinna á
tilteknum tíma.
Þegar ég kom í síðara skiptið
var ekki búið að tala við
framleiðandann en sölumaður,
sem var annar en sá sem ég
talaði við í fyrra skiptið, féllst á
að skipta buxunum.
Ég vil eindregið koma því á
framfæri að ef einhver kaupir-
gallaðar vörur, tali hann þegar
við verzlunina, sem seldi
vöruna, eða Neytendasamtökin.
Það er engin ástæða til þess að
taka þegjandi við þvi sem ekki
er í lagi.”
ATHUGASEMD
FRA ORKUSTOFNUN
í til.efni af ummælum í
leiðara Dagblaðsins hinn 27.
apríl skal tekið fram að mál,
sem þar er vikið að og snertir
Orkustofnun, var meðhöndlað
af stofnuninni samkvæmt lög-
um um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins strax og
borizt hafði lögregluskýrsla um
málið. Fullyrðingar um að
stofnunin hafi ekki Séð þörf
neinna aðgerða eru algerlega
úr lausu lofti gripnar og eiga
ekki stað í veruleikanum.
JÓGÚRT
MEÐ ANANAS
— en enginn onanas, heldur eitt jarðorber
Sigurður Sverrisson skrifar:
„Það sem knýr mig til að rita
þessar línur er megn óánægja
með jógúrt þá sem er til sölu.
Ég kaupi daglega a.m.k. tvær
dósir (litlar) og reynsla mín er
vægast sagt mjög slæm.
Utan á dósunum má sjá þær
upplýsingar að 15%
innihaldsins eigi að vera
ávextir. Hvað eftir annað hefur
það borið við að ávextirnir
finnast alls ekki þrátt fyrir
nakvæma leit. Algengt er
einnig að slæðingur af öðrum
ávöxtum sé með í dósinni. Það
bezta til þessa skeði einn
morguninn. Ég opnaði dósina,
sem var merkt með ananas, en
enginn ananas. Við nánari
eftirgrennslan kom þó upp á
yfirborðið örlítið jarðarber!
Eins kemur það fyrir (þó ekki
oft) að ávextir eru u.þ.b.
helmingur innihaldsins.
Ég er hræddur um að ekki
þættu þetta merkileg vörugæði
erlendis. Vil ég því beina þeim
tilmælum til Mjólkursam-
sölunnar að hún bæti úr þessu
því aðrar vörur þaðan eru
yfirleitt ágætar.”
Raddir
lesenda
Legið
á línunni
— ómakleg skrif
um sjómenn
Sjómaður hringdi:
„Eg rakst á grein í Dag-
blaðinu um daginn sem nefnist
Háaloftið. Þar er í miklu mali
talað um símalínuhleranir eða
að liggja á línunni. Þar finnst
mer nú ekki staðið vel að
málunum, þegar farið er að
ráðast á sjómenn fyrir að tala
við fjölskyldu sína. Eftir
margra mánaða útivist er
kannski haft samband við fjöl-
skylduna og allir geta legið og
hlustað. Það geta allir er búa í
bænum og vinna á skrifstofu,
haft samband við sínar fjöl-
skyldur. Hefur sá sem skrifar
þetta Háaloft kannski tölu yfir
öll þau símtöl sem skrifstofu-
menn hringja heim til sín á
degi hverjum? Ætli þau séu
ekki nokkuð fleiri en hjá okkur
sjómönnunum?
Svona skrif kann ég ekki við
og mér finnst ráðizt á garðinn
þar sem hann er lægstur i þessu
efni. Það er ábyggilega margt
verðugra að skrifa um en
þetta.”
UMHUGSUNAR
trúi varnarmáladeildar. Á því
tímabili voru stöðugar erjur
milli varnarliðsmanna og ís-
lenzkra starfsmanna, eins og
lesa mátti um í fjölmiðlum frá
þeim tíma. Á þessu sviði sýndi
Kristján eins og oft áður hvað í
honum bjó. Með einstæðum
dugnaði og lipurð tókst honum
með góðu samstarfi við viðkom-
andi aðila að koma þessum mál-
um í örugga höfn. Á sviði toll-
gæzlu- og lögreglumála er
Kristján löngu þjóðkunnur sem
einn okkar afkastamesti og
snjallasti löggæzlumaður. Á
sviði eiturlyfjamála vann hann
algjört hrautryðjandastarf hér
á landi. Bréfritara er kunnugt
um þann mikla tima og fórn-
fúsa starf sem hann varði til
kynningar og rannsókna á þess-
um vettvangi. Þjóðin getur
verið honum þakklát um alla
framtíð.
Þeir framsóknarmenn sem
bera ábyrgð á rógskrifum Tím-
ans um Kristján Pétursson eru
í mínum huga ómerkilegir i alla
staði og Framsóknarflokknum
til ævarandi skammar. Ekki
kæmi neinum á óvart, sem
Kristján þekkja, að hann ætti
eftir að rassskella þá duglega,
en væri síðan vís til að rétta
þessum vesalingum. hjálpar-
hönd, enda ekki vanþörf á.
Við erum margir fram-
sóknarmenn hér á Suðurnesj-
um sem styðjum Kristján ein-
dregið, og þeim fækkar óðum
sem treysta þér lengur, Ölafur
Jóhannesson."
Þessar stúlkur sýndu nýjustu hártízkuna t Sigtúni á sýningu á
vegum samtaka hárskera- og hárgreiðslumeistara.
SKEMMTILEG EFTIR-
MIÐDAGSSTUND
í SIGTÚNI, EN...
Tízkudrós skrifar:
„Auðvitað fór ég á hártízku-
sýninguna í Sigtúni eins og svo
margir aðrir. Mér fannst þetta
mjög skemmtileg sýning og
auðséð var að hárskerar og hár-
greiðsludömur, sem stóðu að
sýningunni, höfðu vandað hana
í hvívetna. Sýningarfólkið, sem
sýndi greiðslurnar og klipping-
arnar, var mjög smekklegt og
le.vsti starf sitt mjög vel af
hendi. Það var reglulega gaman
að sjá svona margt fallegt ungt
fólk samankomið.
Þegar komið var að atriði
Karon-samtakanna var ég auð-
vitað spennt að sjá nýjustu fata-
tizkuna líka. Fötin voru mjög
falleg en sumt sýningarfólkið
lét, já. ég veit ekki eins og hv'áð.
Tilgerðin var svo mikil og
figúrugangurinn að mér blöskr-
aði hreint alveg. Nú hef ég
farið á sýningar erlendis og
aldrei séð nokkuð þessu líkt.
Það gekk hreint alveg yfir mig.
Það eru fötin, sem eru aðalat-
riðið, hefði ég haldið, en ekki sá
sem sýnir þau. Með öllum þess-
um látum falla þau bókstaflega
í skuggann og maður horfir
bara með opinn munninn á
fígúruganginn í fólkinu. Ég er
kannski sér á báti og gamaldags
og hef ekkert vit á því hvernig
þetta á að vera en ég he.vrði
fleira fólk í kringum mig láta i
Ijós undrun sina á þessu, svo ég
er ekki ein á báti. En aftur á
móti getur verið að þetta fólk sé
einnig gamaldags, eins og ég.
Eg vil þakka f.vrir mjög
skemmtilkega hártízkusýningu
og vonandi verður þetta árviss
atburður eftirleiðis. Það er allt-
af gaman að fylgjast með.
maður verður annars svo fljótt
leiður á sjálfum sér."
Hvaða
háralitur
fínnstþér
fallegastur?
Benedikt Viggósson hárskeri:
Rautt og rauðbrúnt.
Spurning
dagsins
Hallgerður Gísladóttir: Brúnn
finnst mér fallegastur. Rautt
finnst mér ljótt, ef það er litað, en
eðlilega rautt hár getur verið
mjög fallegt.
Anna Axelsdóttir nemi: Dökkt,
helzt svart. Ég vildi ekki vera
rauðhærð, mér finnst það ekkert
sérstakt.
Jens Reynisson sjómaður:
Dökkbrúnt. Ég vildi hafa mína
stelpu með þann lit á hárinu.
Rautt? Nei, alls ekki.
Guðrún Antonsdóttir nemi:
Frekar dökkt, næstum svart.
Margrét Möller húsmóðir:
Skollitað. Eg fór á hártizkusýn-
inguna um daginn og þar voru
næstum allar stúlkurnar með
rautt hár, mér fannst það of mikið
af þvi góða.