Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1976.
: '■ ■ ;
■ - ;
Jarðskjálftarnir á Ítalíu:
Tveir snarpir
kippir í nótt
Fólk á jarð.skjálftasvæðunum á
NA-Ítalíu flýði heimili sín í nótt
þegar tveir snarpir jarðskjálfta-
kippir fundust þar og skóku þær
fáu byggingar, sem enn standa.
Jarðsig varð mikið.
Vegasamband við tvö þorp
rofnaði alveg vegna skriðufalla og
jarðsigs. Það verður ekki fyrr en
4C
Ungri konu er hér gefin morfín-
sprauta til að iina þjáningar
hennar. Konan var meðal þeirra
þúsunda, er slösuðust alvariega í
jarðskjálftunum á Norður-Ítalíu.
Tala látinna er nú orðin um 900.
siðar í dag, þegar þyrlur verða
tiltækar til að komast á staðinn,
að hægt verður að gera sér fulla
grein fyrir þeim skemmdum, sem
orðið hafa.
Lögregluyfirvöld í Udine á
Ítalíu segjast þó fullviss þess, að
mannskaðar hafi engir orðið,
enda voru allir íbúar þessara
tveggja þorpa fluttir á brott eftir
jarðskjálftahrinuna á fimmtudag-
inn. Tala látinna í þeim skjálfta
er nú kominn upp í rúmlega 900.
Jarðskjálftarnir í nótt urðu um
miðnættið. Fjöldi fólks hafði
snúið heim til sín aðeins nokkrum
klukkustundum áður eftir að hafa
hafzt við á berangri í fimm sólar-
hringa af ótta við að verða undir
hrynjandi húsveggjum.
Aður en kippirnir tveir urðu í
gærkvöld hafði orðið vart við
rúmlega fimmtíu smærri skjálfta,
sem engir ollu tjóni.
Líbanon:
Nýjar
tillögur
vinstri-
manna
í 6
liðum
— til
lausnar
deilunni
Vinstri sinnaðir skæruliðar í
Libanon, sem fordæmt hafa
forsetakjörið sl. laugardag,
hafa sett fram sex skilyrði
fyrir því að lausn fáist á
deilum þeim, er leitt hafa til
borgarastyrjaldar í landinu.
Þar á meðal er að finna
áðurnefnda kröfu þeirra, að
meira en 10 þúsund manna
herlið Sýrlendinga í landinu
verði kallað heim.
Kröfur þessar voru settar
fram eftir fund með Kamal
Junblatt og i tilkynningu frá
þeim segir: ,,Það sem skiptir
máli i þessu sambandi er ekki
hvaða maður gegnir embætti,
heldur það, fyrir hverju hann
ætlar að beita sér.”
Auk kröfunnar um brott-
flutning herliðs Sýrlendinga
krefjast vinstri menn þess að
rannsakað verði hversu margir
Sýrlendingar hafi komið inn i
landið dulbúnir sein I’álestinu-
menn og krefjasl að auki að
hætt verði að fá miinnum emb-
ætti eftir trúarskoðunum
þeirra.
Miklir bardagar hafa verið
undanfarna daga i fjallahéruð-
unum umhverfis Beirúl, sér-
staklega við þorpið Anitoura.
V-Þýzkaland:
Ýmislegt dularfullt við
dauðdaga Ulrike M einhof
Sprengja sprakk fyrir utan
útvarpsstöð bandaríska hersins
í Munchen seirit í gærkvöldi og
lögreglan hefur þegar haldið
því fram, að þar hafi stuðnings-
menn Baader-Meinhof sam-
takanna verið að verki til að
hefna dauða Ulrike Meinhof,
sem fannst látin í fangelsis-
klefa sínum sl. sunnudag.
Sprengingin varð í
skemmtigarði og virðist hafa
orðið fyrr en ætlað var. Einn
vestur-þýzkur hermaður
slasaðist er hann fór að fikta
við sprengjuna, sem hann hafði
fundið, að sögn lögreglunnar.
Um leið og sprengjan sprakk,
átti lögreglan í höggi við 250
stuðningsmenn Ulrike
Meinhof skammt frá. Dreifði
lögreglari mótmælenda-
hópnum.sem hafði tekið til við
grjótkast. með kylfuhöggum og
táragasi.
Að sögn lögreglunnar ma
búast við því að óeirðírnar eigi
eftir að aukast fram á laugar-
dag, þegar búizt er við að þær
nái hámarki. Þá verður
Meinhof jörðuð í Munchen.
Verjandi leiðtoga sam-
takanna og þeir leiðtoganna,
sem nú eru fyrir rétti, Andreas
Baader, Gudrun Ensslin og Jan-
Carl Raspe hafa neitað að vera
viðstödd réttarhöld þar til
Ulrike hefur verið jarðsett en
dómsyfirvöld höfðu ekki fallizt
á það.
Lögfræðingarnir hafa einnig,
ásamt systur Ulrike, Inge
Winker-Zitzlaff, verulega
dregið í efa að hún hafi framið
sjálfsmorð og neitað að trúa
skýringum yfirvalda. Segja
þeir, að Guðdrun Ensslin hafi
rætt stuttlega við Ulrike um kl.
10 á laugardagskvöldið og þá
hafi ekkert athugavert verið í
fari hennar. Samkvæmt
skýringum yfirvalda á Ulrike
að hafa framið sjálfsmorð á
tímabilinu frá miðnætti fram
til kl. 2 um nóttina.
Enn eitt vafaatriði fjallar um
ljósaperuna í fangaklefa
Ulrike. Fangarnir höfðu sjálfir
þurft að skrúfa hana úr á
hverju kvöldi og afhenda hana
fangaverðinum. Það hafði
Gudrun einnig gert sl. laugar-
dagskvöld. En samkvæmt
heimildum er ljóst, að þegar
klefi Meinhof var opnaður á
mánudagsmorgun að viðstödd-
um lögfræðingi samtakanna,
tóku menn eftir því, að ljósa-
peran var enn í perustæðinu.
Er komið var að Meinhof um
kl. 7.30 á sunnudagsmorgun,
var Meinhof í nýrri blússu,
mjög frábrugðinni þeirri, sem
hún hafði verið í daginn áður
en hún lézt.
Lík Meinhof hefur verið
afhent systur hennar, sem kom
því til íeiðar, að framkvæmd
verður ný líkskoðun til þess að
grafast nánar fyrir um dánaror-
sök Ulrike Meinhof.
v.v.v
y.ys*
Vmislegt bendir nú til að dauðdaga Ulrike Meinhof hafi borið að
höndum á dularfullan hátt.
Liðsforingjar úr hernum
viðstaddir SS-hátíðahöld
Riddarakross ÞriAja rikisins.
Yfirstjórn vestur-þýzka hers-
ins hefur fyrirskipað rannsókn
á því, hvers vegna foringjar úr
hernum í fullum skrúða voru
viðstaddir hátíðahöld fyrrum
SS-manna Þriðja ríkisins nú
um helgina.
Meira en 700 menn voru við-
staddir hátíðahöld þessi, sem
áttu sér stað i þorpinu Stan-
hofen í Bavaríu. Foringjar
þessir voru liðsforingi og kap-
teinn, en nöfn þeirra hafa enn
ekki verið gefin upp.
Hápunktur hátíðahaldanna
var afhending riddarakrossins,
æðsta heiðursmerkis Þriðja
rikisins, til handa fyrrum SS
liðþjálfa, sem ttl hans vann
fyrir meira en 30 árum.
Heiðursmerkið afhenti SS her-
foringinn Gustav Lombard,
sem nú er 81 árs, Friedrich
Buck, sem var liðþjálfi á stríðs-
árunurn og þótti hafa sýnt vask-
lega framgöngu í umsátri
Rauða hersins um Búdapest.