Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976.
\ f
11
Georgíubúar hafa einnig við-
haldið Stalínsafninu stóra I
Gori, þar sem einræðisherrann
fæddist, og þar hafa þeir reist
stórt grjóthof yfir litla kofann,
þar sem Stalín fæddist.
Það hlýtur að fara í
taugarnar á einhverjum.
Og maður getur oröið vitni að
andrússneskum atburðum, eins
og þegar rússneska konan
mótmælti harðlega í kjöt-
búðinni vegna þess að ekki
hafði verið vigtað rétt. Allur
hópur viðskiptavina kjötkaup-
mannsins sneri sér þá að henni
og hrópaði:
„Það var allt í lagi hér áður
en Rússar komu hingað. Þetta
er allt ykkur að kenna.”
En þetta eru mótmæli hins
almenna borgara á götunni.
Erfitt er að ímynda sér, að
georgísk sjálfstæðishreyfing
eigi einhverja framtíð fyrir sér.
MOSKVA/
' 'lSvarta havet
x \ (
\ \GE0RGIEN)
Æm
ET |TbiJisi V' (■
Kaspiska
havet A
IPOLEN :
RUM.
TURKIET
IRAK
I R A N
Listamaðurinn
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
hóps málara í Montmartre sem
nefndur hefur verið „f’arísar-
skólinn.”
Parísarskólinn
Þar á meðal voru listamenn
eins og Pascin, Kisling, van
Dongen og Soutine. Þetta um-
hverfi og andrúmsloft var
Schneider greinilega að skapi
þvi hann gerist fljótlega
franskur ríkisborgari. Á árun-
um eftir 1930 fór Schneider æ
oftar að hverfa frá hlutveru-
leikanum í málverki sinu og
hverfa út í aístraktform í anda
Delauneys og Kandinskys. A
stríðsárunum nær hann
óhultur að þroska myndstíl
sinn og um 1944 er Schneider
kominn á þáskoðun að aðeins
frjáls, tilfinningaleg vinnu-
Vissulega hefur verið bent á, að
olía hafi fundizt innan landa-
mæra ríkisins. Þá gæti Georgía,
eins og Skotland krafizt nýs lífs
með nýunnar auðlindir.
Hingað til hefur líf Georgíu
verið mjög nátengt Rússlandi.
ÞO'ið Sjevarnadezefari léttilega
með staðreyndir þegar hann
sagðl á flokksþinginu að sólin,
sem skín yfir Georgíu risi ekki í
austri heldur í norðri yfir
Rússlandi, er ljóst, að Georgíu-
menn hafa grætt á samstarfinu
við Rússa.
„Við þökkum nú fyrirfram
þá hjálp, sem við teljum að við
munum fá,” sagði Sjevarnadeze
við þáð tækifæri. „Félagarnir í
norðri verða þá ánægðir og allt
verður auðveldara fyrir okkur.”
En þrátt fyrir að efnahag-
urinn komi til að verða betri, er
flokksleiðtoginn langt frá því
að hafa náð því takmarki sínu
að skapa nýja Georgíu.
Má þar taka sem dæmi
baráttuna gegn slæmum siðum
og svindli, sem hófst fyrir rúmu
ári. Satt að segja er lítið hægt
að benda á, sem teljast má til
framfara. Undir þá skoðun
tekur flokkstímaritið Zarja
Vastoka, eftir þing flokksins.
Þó eru margir sem álíta, að
þrátt fyrir allt sé Sjevarnadeze
ekki það versta, sem hent gat
Georgíumenn. Þvert á móti hef-
ur hann staðið fastur á rétti
þeirra og þá væri það mikið
óhapp, ef sprengjutilræðin
hefðu þau áhrif á stjórnarstefn-
una að tökin á almenningi
yrðu hert.
◄c
Mikillar óánægju hefur gætt í
Sovétlýðveldinu Georgíu en þar
hefur fjármálaspilling hvers
konar verið landlæg. Brésjnev
hefur nú skipað fyrrum
foringja í öryggisþjónustunni
sem flokksritara þar.
í Georgíu var Stalín fæddur
og þar er minningu hans enn
haldið á lofti.
Myndlist
brögð henti persónuleika sín-
um og upp frá þvi gefur hann
hinu ljóðræna og tilfinninga-
ríka í eðli sínu lausan tauminn.
Hlédrægni Schneiders var slík
að hann hélt ekki einkasýningu
á árunum 1920 til 1947, — en á
því ári lét hann loks til leiðast.
Eftirsóttur
„tassisti”
Sýning Schneiders í Galeri
Conti árið 1947 vakti mikla at-
hygli á honum sem listamanni
og „tassista” og hefur hann
verið eftirsóttur af galleríum
síðan og sýnt a.m.k. með
tveggja ára millibili. í verkum
sínum notar Schneider gjarnan
breiðan pentskúf, og vinnur
hratt á sterlitan bakgrunn. I
verkum hans eftir 1950 bar
mikið á svörtum litflekkjum
sem undirstrikuðu hinar skæru
litræmur málarans en undan-
farin ár hefur Schneider látið
litinn sjálfan og hreyfingu hans
á fletinum tala í æ ríkara mæli.
Til þess að grípa augnablikstil-
finninguna vinnur Schneid-
er myndir sínar oftast í einni
lotu. Hann hefur óljósa mynd-
ræna tilfinningu í huga og
hönd hans myndar snöggt,
hvelft form eða litslóða á
grunninn. Myndir hans ráðast
siðan af krafti þessa fyrsta
forms á fletinum og Schneider
teflir öðrum áherslum og litum
á móti því uns einhver mynd-
rænn sannleikur situr eftir á
myndgrunninum. Myndir hans
eru því nokkurs konar skýrslur
um hinn skapandi einstakling
og baráttu hans fyrir togstreitu
í samræmi og öfugt. Það verður
bæði fróðlegt og lærdómsríkt
að sja handbragð Gérard
Schneiders á Listahátíð.
Þú ert bóndi í Kjós
EIMREIÐIN 75
Ritstjóri: Magnús Gunnarsson.
Útgefandi: Hilmir hf. 306 bls.
Það er aðeins eitt ráð til fyrir
framsýna stjórnmálamenn,
segir í nýútkominni Eimreið,
viðtali við Ragnar í Smára:
„Þeir verða að skilja lista-
mennina og láta þá fá frið og
frelsi til að tjá hug sinn. Lista-
mennirnir líta auðvitað fyrst og
fremst á sig sem listamenn, en
ekki sem málsvara einhverra
stjórnmálamanna. En hefnd
þeirra er skæð. Sjálfstæðis-
menn hafa enn ekki gert sér
grein fyrir því hvað það er
mikilvægt að hafa listamennina
sín megin — miklu mikil-
vægara á íslandi en annars-
staðar. Listamennirnir eru
langvoldugasta afl samfélags-
ins. Það voru þeir sem komu
Adolf Hitler fyrir kattarnef. Og
það voru listamennirnir sem
lögðu Jónas frá Hriflu að velli,
pólitískt. Og ég er sannfærður
um að kommúnisminn bíður að
lokum ósigur fyrir listinni og
skyldum öflum, eins og trúar-
brögðum.”
Á galeiðunni
Þetta eru svo sem skemmti-
legar hugmyndir, eins og svo
margt fleira sem haft er eftir
Ragnari. En dálítið kann samt
að vera erfitt að koma þeim
heim og saman við veruleikann,
hvort heldur í sögulegt sam-
hengi við t.d. afdrif Hitlers og
Jónasar frá Hriflu, eða þá sam-
tíma-pólitík. Hverju skyldi það
annars muna sjálfstæðisflokk-
inn, tam. í næstu kösningum, ef
„listamenn” snerust nú af
bragði til fylgis við hann
(ásamt líka prestum í trúar-
innar heilaga nafni) — þeir
sem ekki eru áður komnir
undir árar á hinni skáldlegu
galeiðu Morgunblaðsins? Ansi
er ég hræddur um að það
mundi muna þann góða flokk
ósköp litlu.
Sannleikurinn er líka sá að
bókmenntir og listir hafa um
langt skeið ekki orðið 1 neinum
umtalsverðum mæli vettvangur
eða farvegur fyrir umræðu um
þjóðmál og pólitík, og að því
litla leyti sem upp á slíkri
umræðu hefur verið fitjað held
ég að fjarska lítið mark hafi
verið tekið á henni. Eftirtektar-
vert er líka hversu miklu betur
sjónvarpið getur notast til slíkr-
ar málafylgju. Halda menn t.d.
að Fiskur undir steini, hin um-
deilda sjónvarpskvikmynd í
fyrrahaust, eða hugmyndir
hennar öllu heldur, hefðu vakið
aðra eins eftirtekt ef þær
hefðu birst sem einhvers lags
skáldsaga eða þá sönn frásaga
af einhverju tagi? Hræddur er
ég um ekki.
Það er að vísu rétt að stjórn-
málamenn af öllum flokkum
eru sekir og margsekir um að
mismuna listamönnum af póli-
tiskum ástæðum, meta þá,
dæma og flokka til styrkja og
launa og annars þvílíks
„frama,” ekki af verkum þeirra
heldur hugmyndum sínum um
pólitískan litarhátt þeirra og at-
kvæði á kjördegi. Það væri auð-
vitað framför ef tam. sjálf-
stæðismenn legðu slíkt háttalag
niður. En ætli það verði nú
alveg í bráð, þrátt fyrir
brýningar Ragnárs i Smára og
Eimreiðarinnar?
Annað spursipál er svo það,
ef menn í raun óska eftir
auknum áhrifamætti listar-
innar og listamanna á daglegt
líf og samskipti, samfélag
okkar frá degi til dags, hvort þá
er raunhæft að óska og krefjast
þess um leið að stjórnmála-
menn „láti þá fá” frið til að tjá
hug sinn. Þvert á móti: þarf
ekki „listin” á andstæðingi að
halda ef hún á að verða vett-
vangur baráttu? Skyldi tam.
Solsénitsín vera annar eins
maður og raun ber vitni á sfð-
um Morgunblaðsins og hvar-
vetna annarsstaðar ef gamli
Krústjoff hefði veitt honum
„frið og frelsi,” eftir að sagan
af Ivan kom út, til að semja og
gefa út bækur sína heima í
Sovét?
Að trúa ó
manninn
Viðtalið við Ragnar i Smára
birtist í 3—4ða hefti Eimreiðar-
innar 1975 sem lýkur 80asta ár-
gangi ritsins, og er nú Eimreið-
in enn á ný allmyndarleg bók,
allfjölbreytt að efni frá ári til
árs. En ekki hefur forstöðu-
mönnum hennar í'sinni nýju
mynd tekist að yfirvinna þrá-
látan sjúkdóm slíkra rita, alltof
strjála og seina útkomu. Þetta
hefti, tvöfalt i roðinu, birtist
ekki fyrr en komið er fram í
apríl 76, en á árgangnum.í ár
bólar auðvitað ekki í bráð.
í tilefni af afmælisárinu er í
inngangi ritsins rifjuð upp
stefnuskrá þess, forn og ný að
sögnf Eimreiðin vill berjast
gegn múgmennsku, hópsefjun
Menningar-
mál
^ ——y
ÓLAFUR
JÖNSSON
og andlegri fátækt, en fyrir
manngildi og sjálfstæðri hugs-
uns. Áður hefur það oft og víða
komið fram að ritið aðhyllist
eitthvað sem þar er nefnt
„frjálshyggja,” en það vígorð
hafa ungir íhaldsmenn af ýmsu
tagi einatt haft á vörunum að
undanförnu, væntanlega í
nafni og minningu John Stuart
Mills á öldinni sem leið.
Það er nú svo um orðafar
af þessu tagi, að oft er fróð-
legt að snúa því við til að gá
hvað það merkir, ef nokk-
uð. Hverjir skyldu, öfugt við
Eimreiðina, aðhyllast múg-
mennsku og fátæki andans,
alveg upp á móti frjálsri hugs-
un? Frjálshyggjan helgast og
stafar af trúnni á manninn,
stóð einhverntíma í Eim-
reiðinni, eða eitthvað í þá
veru. Ef „frjálshyggja” er til í
raun sem stefna eða skoðun þá
er hún líklega öndverð annarri
skoðun eða stefnu sem þykist
heita „félagshyggja.” En það
hygg ég þó að félagshyggju eigi
sameiginlegt með frjálshýggju-
mönnum: að lika þeir séu stað-
fastir í því að „trúa á mann-
inn,” hvað sem í skerst. Hvað
eru mennirnir þá að ýtast á út
af engu?
Það má nú vera að raunverui-
Iegar hugmyndir „frjálshyggj-
unnar” sé fremur ráðandi af
greinum og viðtölum, tam. I
Eimreiðinni, þar sem rætt er
um einhver raunveruleg,
praktísk viðfangsefni. En ekki
er svo vel um langa „hug-
myndafræðilega” ritgerð í síð-
ustu Eimreið: Leikmaður
spjallar um lýðræði eftir
Hannes H. Gissurarson. Þar
sýnir sig að hin nýmóðinslega
frjálshyggja er reyndar lærð 1
gömlum skóla þar sem ungir
íhaldsmenn hafa iöngum tamið
sig við þrætubókarlist til þátt-
töku í stjórnmálabaráttu hinna
fullorðnu. En aðferð þeirra
liggur í stystu máli í því að
berja á bolsévíkum með
síteringum upp úr Þjóðvilja,
Tímariti Máls- og menningar
og eldfornum Rétti. Þetta er
reyndar kjarninn I dálítið
íbyggilegri umræðu Hannesar
H. Gissurarsonar um lýðræðis-
hugmyndir, og er hann líklega
hinn efnilegasti maður. En víst
kemur þetta hugmyndafar
heim við kaldastríðsskoðun á
alþjóðamálum, hinar ihalds-
sömustu úrlausnir praktískra
umtalsefna sem jafnan verða
ofan á í Eimreiðinni þar sem
um slíka hluti er rætt.
Ég kalla þig Stínu
Margt er fleira í Eimreiðinni
sem betur fer. Þar á meðal er
skemmtileg grein eftir Halldór
Laxness, Einglyrnið og kross-
inn, einskonar eftirmáli við
danska útgáfu Vefarans mikla
og saminn handa Politiken.
Smágrein eftir Halldór
Guðjónsson, Hversu ræða skuli,
fjallar skelegglega um óvit og
óstjórn í íslenskri pólitík, en
bjartsýni má það heita, hvort
sem það er frjálshyggja, ef
Halldór heldur að hægt sé með
einfaldri ákvörðun að skilja og
skipta verkum á milli „vits og
vilja” I pólitik og stjórnsýslu.
Jafnan er sitthvað af skáld-
skap í Eimreiðinni — í fyrri
heftum árgangsins smásögur
eftir Þorstein Antonsson og
Unni Eiríksdóttur, ljóð eftir
Jóhann Hjálmarsson I hinum
svonefnda „opna” stíl hans, og
heilt leikrit eftir Hrafn Gunn-
laugsson. Hrafn hefur að ég
hygg sýnt sig dugandi leik-
stjóra bæði á sviði og í sjón-
varpi, en undarlega finnst mér
skáldskapur hans alltaf
svörgulslegur. En af skáld-
skaparefni Eimreiðarinnar
hygg ég að mest sé vert um
þýðingar Kristjáns Árnasonar á
Ummyndunum Övidiusar, sem
nú hafa birst í fernu lagi í
ritinu, og er hér augljóslega um
að ræða upphaf eða uppkast að
úrvali úr verkinu I þýðingu sem
allténd er ágætlega læsileg, það
er vonandi að Kristján hafi
tækifæri til halda þessu verki
áfram, sem auðvitað þarf að
komast á bók áður en lýkur.
1 nýja heftinu er á meðal
annars ný saga eftir Þorvarð
Helgason og margt af ljóðum —
eftir Hannes Pétursson, Hrafn
Gunnlaugsson, Matthías Jo-
hannessen, Ninu Björk Árna-
dóttur, að ógleymdum bálki
smákvæða, Hringrásum, eftir
Kristján Karlsson. Þar á meðal
er þetta litla ljóð um breyti-
girnd hlutanna og heimsins
sem óðara hreif hug amk.
undirritaðs lesanda:
Ef Ijóðið er opnað,
mun þess skammt að bíða
að borgin þín stækki,
mín elskaða Fríða.
Já ég kalla þig Stínu,
en þú heitir Fríða
og ert bóndi i Kjós.
Var sóiskin og blíða?
Það er kannski torveldara að
segja af hverju en að manni
þyki svona ljóðmæli góð. Þau
eru góð samt. Og margan annan
skáldskap er hægt að fyrirgefa
Eimreiðinni á meðan þetta og
annað eins flýtur með.
|
/