Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 7
DACBI.AÐH). MIÐVIKUDACUK 12. MAÍ 1976. 7 Ráðgast um fíf og dauða Karenar Quinlan Karen Anne Quinlan Læknar Karenar Anne Quinlan í Denville í New Jersey í Bandaríkjunum hafa hafizt handa um fjölda tilrauna og prófa, sem sióareglunefnd sjúkrahússins ætlar aö hafa til hliðsjónar við að ákvarða hvort hún fær að deyja. Karen hefur verið meðvitundarlaus I rúmlega eitt ár. Prófanirnar hófust í síðustu viku og hafa til þessa gefið það eitt til kynna, að undanfarna mánuði hefur líkamsstarfsemi hennar ekkert breytzt. Karen er haldið á lífi með stállunga og fleiri tækjum. 31. marz sl. úrskurðaði Hæstiréttur New Jersey, að faðir Karenar gæti fyrir hennar hönd hafnað frekari læknis- meðferð ef hún virtist gagns- laus. England: Hundurínn Símoní Erlendar fréttir REUTER tannvið- gerðum Hundurinn Símon, sem er í eigu frúar einnar i Englandi hefur verið til tannviögerða. Hefur hann þótt vel tenntur, en er orðinn nokkuð við aldur og fór að bera á tann- skemmdum lijá honum. Tannlæknir frúarinnar brá ve.| við. — sviefði Simoii. dro úr buiidinuiu töiin og l'yllti aðra. Simoni heilsasl vel eftir atvikinn. Bandarísku forkosningarnar í Nebraska: Ford og Carter töpuðu fyrír Reagan og Church Öldungadeildarþingmaður- inn Frank Chureh sigraði Jimmy Carter óvænt í forkosn- ingum bandarísku forsetakosn- inganna í Nebraska í gær. Snemma í morgun, þegar megnið af atkvæðunum hafði verið talið, virtist Church hafa hlotið um 40% atkvæða en Carter um 35%. Önnur atkvæði skiptust á milli ýmissa fram- bjóðenda. Í herbúðum Reagans, f.vrrum ríkisstjóra Kaliforníu, var glatt á hjalla í morgun, enda virtist Reagan hafa sigrað Ford forseta í kosningunum með 53% atkvæða á móti 47%. Þessi sigur er Reagan mjög mikil- vægur, en kosningabarátta hans hefur verið rekin af aukn- um krafti undanfarið. í Nebraska var kosið um 25 kjörmenn Repúblikanaflokks- ins á flokksþingið í Kansas City í ágúst og 23 kjörmenn demókrata á fiokksþingið í New York i júlí. Þetta voru fyrstu forkosning- arnar, sem Church tekur þátt I. Hann var í sjöunda himni í morgun, þegar úrslit lágu fyrir að mestu, og sagði fréttamönn- um í Omaha að hann fyndi á sér, að ..kraftaverk" væri að gerast og að útnefning flokks- ins væri síður en svo tryggð Jimmy Carter. 1 Vestur-Virginíu sigraði Ford forseti Reagan með 57% atkvæða gegn 43%. Úrslit þar eru ekki talin skipta jafn miklu máli og í Nebraska. I Frank Church ásamt konu sinni á skátamóti f.vrir skemmstu. Þingmaðurinn gat sér gott orð sem formaður CIA- nefndar iildungadeildarinnar. Bólivískur herforingi bendir á skotsárið á brjósti Che Guevara, sem varð honum að bana. Sendiherramorðið íParís: SAMA BYSSAN VAR NOTUÐ VIÐ ÁRÁS Á SPÆNSK- AN DIPLÓMAT — i París í desember sl. Franska lögreglan skýrði frá því í morgun, að sendiherra Bóii- viu, sem myrtur var í Paris í gær, hafi orðið fyrir skoti úr sömu byssu og var notuð til skotárásar á spænskan diplómat í desember. Sendihcrrann, Joaquim Zenteno Ana.va hershöfðingi, sem var foringi hersveitanna er skutu skæruliðaforingjann Che Cuevara til bana í Bólivíu 1967, varð fyrir tveimur skotum skeggj- aðra manna nærri sendiráðinu. Hópur, sem kallar sig „Che Guevara-herflokkinn”, tök á sig áb.vrgð á morðinu. Litlar líkur eru taldar til þess að morðingjarnir finnist. 1 Bólivíu hefur verið aukinn vörður um þá menn, sem áttu þátt i drápi Guevaras eftir handtöku hans 1967. Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 - Sími 15105 Til sölu: FORD PINTO STATION árgerð'73 Skipti koma til greina á minni bíl, t.d. nýlegum Austin Mini. Uppl. á bílasölu Garöars, Borgartúni 1, sími 19615 og 18085. Fró Byggingasamvinnu- félagi Kópavogs Fyrirhuguð er stoínun bygginga- flokks um byggingu fjölbýlishúss. Tekið verður á móti umsóknum félagsmanna á skrifstofu félagsins að Lundarbrekku 2 til laugardagsins 15. maí, kl. 1 til 7 e.h. Stjórnin. Tvær dosentsstööur i klínískri handlæknisfræði við læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar. Um er að ræða hlutastöður og fer uni veiting þeirra og tilhögun samkvæmt ákvæöum 2. gr. laga nr. 67/1972. um brcyting á lögum nr. 84/1970. uni Háskóla íslands. Gert er ráð fvrir. að önnur staðan tcngist sérfræðingsstöðu við handlækningadcild Landspitalans. cn hin sérfræðings- stöðu við handla>kningadcild Landakotsspitala. Umsóknarfrestur er til 10. júni nk. Laun samkvicmt gildandi rcglunt unt launakjör dóscnta í hlutastöðum i hcknadeild i samræmi við kennsltimagn. Umsækjendur um framangreindardósentsstöður skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrsiu um vísinda- störf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. IMcnntaniálaráðuncytið. 7. ntaí 1976.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.