Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 1976. 2 /■ enda færi að vakna af dvala sínum félagsmönnum sínum til varnar, en sjálfsagt kemur þar bara þriðja þjóðnýtingin.” ÞAÐ ER SVO MARGT MISJAFNT FYRIR NORÐAN — og bfleigendur þurfa að borga Bragi Jónsson skrifar: ,,Fyrir nokkrum dögum héldu þingeyskir bændur ráð- stefnu á Húsavík og sendu fjöl- miðlum ál.vktun fundarins þar sem þeir kvarta sáran yfir áróðri ýmissa aðila gegn bændastétt landsins. Nú er ég ekki neinn bænda- hatari, siður en svo, því af bændum er ég kominn og sem böndi hefði ég viljað eyða æv- inni þó öðruvísi færi. Eg var á ferð um landið á síðastliðnu sumri, allt frá Ströndum og austur í Þing- eyjarsýslu. Ég sá og heyrði margt, sem að vonum vakti at- hygli mína, en mesta athygli vakti þó meðferð bænda á heyfyrningum sínum, svo og sauðfé. Ég man ekki betur en á sín- um tíma væri lagður sérstakur skattur á landsmenn vegna hækkunar á áburði og jafnvel á fóðurbæti. En hvernig farið þið bændur með töðuna sem spratt upp af þessum sama áburði? Ég fullyrði að hundruð hestburða, svo ég nefni ekki hærri tölu, hafi legið undir skemmdum eða eyðileggingu vegna lélegs frá- gangs í uppsetningu og sóða- legrar umgengni. Þetta var ekki síður áberandi í Þing- eyjarsýslu en öðrum sýslum. Þetta er bændum til skammar og hlýtur að valda hneykslan þeirra sem á horfa, því glöggt er gests augað. Verðlagsráð landbúnaðarins setti í fyrrasumar lög er stíluð voru á bíleigendur: ef bílstjóri slasaði eða dræpi kind yrói hann að borga skepnuna sam- kvæmt mati þeirra laga og voru þar margar tölur nefndar. Hver veitir verðlagsráði leyfi til slíkrar lagasetningar? Hver veitir bændum leyfi til að beita fé sínu allt sumarið á sána vegakanta? Hver borgar þessa vegi? Eru það ekki bíleigend- ur? Það vakti sérstaka athygli mína að sjá fé stórbændanna á Laxamýri á veginum við túnfót- inn, það sýnist lítill mann- dómur í slíkum slóðaskap. Margt gæti ég fleira upp talið en læt vera að sinni, en sparið stóru orðin og allar stór- yrtar yfirlýsingar. Lítið ykkur nær því tilefnið til áróðurs gegn ykkur skapið þið sjálfir. Eftir að þið komuzt á ríkisspen- ann ásamt öðrum atvinnugrein- um eruð þið að missa sjálfsvirð- ingu ykkar og sjálfsábyrgð. Ég get ekki látið hjá líða að nefna þá áráttu stjórnvalda undanfarin ár að þjóðnýta bíl- Símatíminn er frá 13—15 Hríngið í sima 83322 milfí kl. 13 og 15 eða skrifið eigendur sem árvissan tekju- stofn fyrir ríkissjóð og það er látið heita vegafé, í vegi sem við getum svo varla ekið um vegna fjárbænda sem þjóðnýta okkur líka sem tekjustofn fyrir sig og sýnist mér mál til komið að Félag íslenzkra bifreiðaeig- Frœðsla um NATO er nauðsynleg — alltaf taloð um Kanann Nokkrir járnsmiðir höfðu sam- band við DB: ,,Við lásum hér um daginn grein eftir Mats Wibe Lund um herstöðina og hún vakti athygli hér á vinnustaðnum. Það var rætt um þetta mál fram og aftur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að bak við NATO standa ca 500 milljónir manna um alla álfuna. Þó að Bandaríkjamenn séu hér á íslandi þá eru þeir hér i nafni NATO. Það á alveg tvímæla- laust að greiða fyrir þá aðstöðu sem NATO fær hér á landi. Það er gert allsstaðar þar sem þeir hafa aðstöðu, nema hjá okkur, við erum svo stoltir. Þvílíkt stolt! Það er hlegið að okkur alls staðar í heiminum fyrir það hve þetta er heimskulegt hjá okkur. Það verður að fræða okkur á hve mikill hlutur hvers lands er um sig og hvað hvert land fær frá NATO fyrir aðstöðu eða annað. Hér á landi er alltaf talað um Kanann og ekkert nema þennan Kana. En þetta er bara alls ekki allt Kaninn. Þá leigu sem við fáum svp fyrir aðstöðuna, það er alveg sjálfsagður hlutur, get'um við svo notað í einhverjar fram- kvæmdir. Okkur vantar í svo margt. Það ætti ekki að vera nokkur vandi aó koma þeim tekjum í eitthvað viturlegt. Það vantar til dæmis öryggisþjón- ustu við alla flugvelli hérlend- is. Varla þarf að minna nokkurn á að okkur vantar fleiri varðskip. Við erum staur- blönk öll sömun og samt erum Varnarliðsmenn við eitt skotbyrgið á Keflavíkurvelii. við svo stór upp á okkur að við leigu fyrir okkar eigin eign, getum ekki einu sinni þegið sem er svo sjálfsagður hlutur.” Kógskrif Timans um Kristján Pétursson hafa verið Framsóknarflokknum til skammar, segir framsóknar- maður af Suðurnesjum. RÓGSKRIF TÍMANS HAFA VAKIÐ TIL — munu verða Framsóknarf lokknum til œvarandi skammar Framsóknarmaður á Suður- nesjum skrifar: ■ • Rógskrif Tímans á undan- lörnum vikum í garð Kristjáns Péturssonar hafa vakið menn til umhugsunar um hvers konar maður Ölafur Jóhannesson dómsmálaráðherra er. Hann er formadur blaðstjórnar Tímans, sem viðhaft hefur ein mestu ósanninda- og níðskrif um einn heiðarlegasta og virtasta lög- gæzlumann hér á landi. Nú er það öllum ljóst, sem til þekkja, að þessi níðskrif Tímans eiga við engin rök að styðjast þar sem engin dæmi hafa verið til- færð um ólöglegt atferli Krist- jáns í starfi eða utan þess. Hvers konar hlutverki eiga þá þessi skrif að gegna? Eru þau til að hjálpa sakamönnum sem leitað hafa hælis og náð völdum innan 'Framsóknarflokksins? Önnur skýring er vandfundin. Hér er um alvarlegra mál að ræða en flesta grunar. Blaða- mönnum Tímans er greinilega fyrirskipað að skrifa svona níð- greinar af þeim öflum sem hræðast starfsemi Kristjáns á sviði lögreglurannsókna. Þetta er flestum landsmönnum nú að verða ljóst og jafnframt að dómsmálaráðherra er samsekur um þessi skrif sem formaður blaðstjórnar. Þeir fjölmörgu að- ilar, sem veitt hafa Kristjáni stuðning í fjölmiðlum, eru kall- aðir í Tímanum skósveinar hans sem hann noti í þeim eina tilgangi að ófrægja Ólaf for- mann. Ekki er líklegt að Ölafur þurfi að óttast pólitísk afskipti Kristjáns, þar sem hann hætti öllum afskiptum af stjórnmál- um fyrir mörgum árum vegna ágreinings við forustumenn Al- þýðuflokksins á þeim tíma. Þá eru öll nánustu skyldmenni hans eindregið framsóknarfólk, m.a. hefur bróðir hans, Hilmar Pétursson i Keflavík, verið aðaláhrifamaður flokksins þar I bæ og varaþingmaður Fram- sóknarflokksins. Hér er því syntlega ekki um pólitisk átök að ræða við Kristján heldur er verið að vernda ákveðnar var- hugaverðar hagsmunaklíkur innan Framsóknarflokksins sbr. Klúbbmálið o.fl. Bréfritari hefur þekkt Krist- ján í fjöldamörg ár og er auk þess framsóknarmaður. Kynni mín af þessum manni eru öll á einn veg. Hann er afburða dug- legur, heiðarlegur en harður og einbeittur þegar á þarf að halda. Störf hans á sviði félags- mála, sem hafa verið margþætt í gegnum árin sýna skýrt þessa hæfileika hans. Starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli hafa heldur ekki gleymt því tímabili sem hann var ráðn- ingarstjóri og vinnumálafull- ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.