Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAl 1976.
I Þflu eru HEIMA í stuttum heimsóknum: 1
„KANNSKI
KEM ÉG AFTUR
í SUMAR"
— segir Erlingur Vigfússon
í stuttri heimsókn
Erlingur Vigfússon óperu-
söngvari er staddur á tslandi
um þessar mundir. Hingað kom
hann frá Köln í Þýzkalandi í
stutta heimsókn í tilefni af því
að karlakórinn Fóstbræður á 60
ára afmæli.
„Því miður get ég ekki dvalið
lengur að þessu sinni, þar eð ég
er fastráðinn við óperuna i
Köln og er þar í fullu starfi,”
sagði Erlingur í stuttu rabbi við
Dagblaðið. „Ég syng þó með
Fóstbræðrum á aðalafmælis-
hátíðinni á laugardaginn og í
gærkvöld hélt ég mína eigin
söngskemmtun i Austurbæjar-
bíói.”
I júlímánuði tekur Kölnar-
óperan sér frí í sex vikur. Við
spurðum Erling að því, hvort
hann hygðist syngja hér á landi
í fríinu.
„Ef til vill kem ég hingað og
efni til hljómleikaferðalags um
landið, en lofa þó engu,”
svaraði hann.
Erlingur Vigfússon hefur
verið fastráðinn við Kölnaró-
peruna frá árinu 1971. Hann
endurnýjaði samninginn til
fjögurra ára fyrir stuttu síðan.
— Hann fer til Þýzkalands
aftur sunnudaginn 16. maí og
syngur um kvöldið í Köln í
óperunni Káta ekkjan. -AT-
ERLINGUR VIGFÚSSON á heimili systur sinnar og mágs áð
Háaleitisbraut 77. DB-mynd: Bjarnleifur.
„Hýbýlin eru glœsileg"
„í ór er söluár hjá mér,"
— segir Doddi á Pussycat, sem hyggst stofnsetja „súpeikhíbb" í Kaupmannahöfn
„Af ættmennum mínum
dvaldi bróðir minn hér á landi
öll stríðsárin, fyrst á ísafirði en
þó mest í Reykjavík. Aðallega
hélt hann sig í Landssíma-
húsinu og grunar mig að þar
hafi íslenzkukunnátta hans
komið að mestu gagni, en ég
veit ekki með vissu hvað hann
raunverulega gerði í hernum,
en hann bað mig að skoða þær
byggingar sem hann helzt
mundi eftir í Reykjavík.”
May skoðaði sig talsvert um
meðan hún dvaldi hér og naut
aðstoðar og gestrisni hjónanna
Helgu Egilsdóttur og Jóhannes-
ar Hleiðars Jóhannessonar í
Ytri.-Njarðvíkum og annarra
skyldmenna Helgu, en þær eru
þremenningar, auk þess sem
hún dvaldi hjá séra Ölafi
Skúlasyni, sem eitt sinn var
prestur þar vestra. „Ég á varla
nægilega sterk orð til að þakka
alla gestrisnina,” sagði May,
„Mér hefur verið tekið eins og
prinsessu af fólki sem ég hafði
aldrei séð og þekkti ekkert. Is-
landsferðin er því ævintýri
líkust og mér endist bara varla
ævin til að segja manninum,
börnunum og barnabörnunum
ásamt vinum mínum frá öllu
sem fyrir augu hefur borið.”
I ættfræðispjalli, sem land-
anum er jafnan mjög tamt, kom
fram að Steinþór er ættaður frá
Brekku í Mjóafirði og ættglögg-
ir menn þóttust þess vissir að
skyldleikar væru með honum
og Vilhjálmi Hjálmarssyni
menntamálaráðherra og svo
mun rétt vera, enda mátti vel
greina ættarsvip með þeim
eftir myndum sem May hafði
með sér.
,Mér finnst íslendingar búa
vel,” sagði May, „hýbýlin
glæsileg. Jafnvel í gömlum
húsum utan til að sjá var allt
nýtt innanhús. Mest gladdi mig
að sjá hvað það sem að
húsmóðurinni sneri, eldhúsin,
var aðlaðandi og góðum tækj-
um búið. emm
„Eg stoppa alltaf stutt,” sagði
Þorsteinn Viggósson, allt eins
þekktur undir nafninu Doddi á
Pussycat, er Dagblaðið hafði tal
af honum í gærkvöldi. „Ég er
nú að undirbúa að koma með
flokk af karatemönnum frá
RÝMINGARSALA
á hljómplötum — böndum — kassettum
vegna flutnings venlunarinnar.
Einnig seldir litfír kúluhátalarar fyrir bila
eða aukahátalarar kr. 1750/stk., ótrúleg
gœði lítilla hátalara.
Salan stendur aðeins til vikuloka.
HVERFITÓNAR
Laugavegi81
— segir May Herman, vestur-íslenzk kona
sem heimsœkir ísland í fyrsta sinn
Danmörku í ágúst. Þetta er
aðallega gert til að efla
áhugann fyrir þessari íþrótt
hér á landi, sem gæti síðar
orðið grundvöllurinn að öflugu
keppnisliði.”
Þorsteinn er mikill áhuga-
maður um karate. Hann hefur
stundað þessa japönsku íþrótt
síðustu sjö árin, með hléum þó.
Hlaut hann fyrir stuttu ásamt
liði sínu, silfurverðlaun í
flokkakeppni, sem fram fór á
Jótlandi. Kennarinn í
klúbbnum, þar sem Þorsteinn
stundar karate, heitir Tanaka
og er heimsmeistari í karate.
„Eg er að vona að Tanaka geti
orðið samferða okkur til
tslands i sumar,” sagði
Þorsteinn.
Þrátt fyrir karateferil sinn er
Þorsteinn fyrst og fremát
næturklúbbaeigandi i augum
okkar Islendinga. Við spurðum
hann hvernig reksturinn gengi.
„Það gengur vel núna,”
svaraði hann. „Nýr klúbbur,
sem heitir Thordenskjold,
veitti mér þó harða samkeppni í
vetur. Það kostaði meðal
annars að hann náði frá mér
75% af fastagestunum mínum á
Bonaparte.
Annars er söluár hjá mér í
ár,” sagði Þorsteinn enn
fremur. „Mig langar til að selja
báða klúbbana og stofna einn
„súperklúbb” í staðinn. Hann
yrði að sjáifsögðu lokaður til að
losna við heimsóknir óæskilegs
fólks, sem enginn vill hafa sem
gesti.
„Island kom mér alls ekki á
óvart,” sagði May Herman,
vestur-íslenzk kona, sem dvalið
hefur hjá skyldmennum sínum
í Ytri-Njarðvíkunum að undan-
förnu í sinni fyrstu ferð til
lands forfeðranna, „ það var
líkast þeirri mynd sem ég var
búin að festa í huga minn, enda
eru samskipti okkar við gamla
landið það mikil að við vitum
hvað helzt er að gerast heima á
Fróni, sérstaklega eftir 100 ára
minningarhátíðina um land-
nám Islendinga í vesturheimi.
Þar tengdust bönd margra ætt-
menna að nýju og svo hafa
margir, sem fyrir vestan búa,
heimsótt landið.”
Þótt May Hermam. sé fædd í
vesturheimi talar hún íslenzku
reiprennandi. Aðeins nýjustu
orðin vefjast svolítið fyrir
henni, — og hún tjáir okkur að
eiginmaður hennar, sem einnig
er fæddur vestra, tali einnig
íslenzkuna ágætlega. „Annars
ætluðum við bæði að koma
hingað en þegar til kom höfð-
um við ekki efni á því svo hann
sagði mér að fara einni, — áður
en það yrði of seint, og ég fór.”
May Herman er fædd í
Mountain, sem til skamms tíma
hefur verið íslendingabyggð.
Hún man vel eftir Kristjáni
Níels Júlíussyni, kímniskáld-
inu snjalla, öðru nafni Káinn.
„Hann bjó skammt frá heimili
mínu og ég sá hann næstum
daglega þar sem hann var að
ganga á milli staða, fara með
vísur og glettast við fólk, en við
krakkarnir skiptum okkur
ekkert af honum og hann ekki
af okkur.”
„Frá Mountain fluttist ég
skömmu eftir að við Steinþór
Hermann, eða Stone eins og
hann heitir á ensku máli,
ákváðum að giftast og leiðin lá
til Seattle á vesturströndinni.
Steinþór fór á undan ásamt
Ég hef fengið nokkur
freistandi tilboð í klúbbana.
Meðal annars hefur fyrirtækið
Rank í Englandi sýnt áhuga á
að kaupa Bonaparte.”
I ár eru 10 ár liðin siðan
Þorsteinn Viggósson hóf
veitingarekstur í Kaupmanna-
höfn. Þá kom hann til
Danmerkur með 2.500 krónur
danskar í vasanum og hóf rekst-
ur kaffiteríu. Þær krónur eru
nú orðnar að tveimur glæsileg-
ustu klúbbum í Kaupmanna-
höfn. Geri aðrir betur ! -AT-
ÞORSTEINN VIGGÓSSON:
Kemur með karatelið til
landsins i ágúst næstkomandi.
DB-mynd Björgvin.
nokrum kunningjum sínum á
gömlum Fordbíl. Farareyririnn
entist þeim ekki alla leið. Þegar
þeir áttu 130 mílur ófarnar til
fyrirheitna landsins neyddust
þeir til að fá sér vinnu við epla-
uppskeru í eina viku til að
komast alla leið. Ég kom seinna
I
May Herman suður í Garði
við húsið þar sem móðir
hennar fæddist.
(DB-mynd emm)
með lest og í Seattle hófum við
búskapinn og höfum átt þar
heima síðan og okkur líður vel
þar.”
En May fékk ekki að njóta
samvistanna við eiginmanninn,
— seinni heimsstyrjöldin var
skollin á og hann var kallaður
til herþjónustu. „Það var ekki
fyrr en í stríðslok að ég sá hann
að nýju og þá beið hans einnig
lítil dóttir, sem sagði við
mömmu sína að það væri komin
gestur. Steinþór slapp skrámu-
laus gegnum stríðið. Hann var
flugvirki og dvaldi víða um
heim, meðal annars í Ástralíu
ag á hinum ýmsu eyjum á
Kyrrahafi eins og Okinawa.”