Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.05.1976, Blaðsíða 15
15 ■x DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1976. 'Ein frœgustu börn heims:' Voru á heims- sýningu nokkurra mánaða gömul lífi. kom til þess aö skoða bónda- bæinn þar sem Dionne- fjölskyldan bjó í hverjum mánuði. Foreldrarnir ferðuðust um landið og sýndu kvik- myndirnar með börnum sínum, sem lokuð voru inni í kaþólsku klaustri. Hver urðu svo örlög þeirra? ★ EMILIE kafnaði i floga- veikikasti skömmu eftir að hún varð tvítug. + YVONNE hefur þrisvar sinnum reynt að ganga í klaustur en ekki fengið inngöngu. Hún leggur stund á listasögu við háskóla. ★ ANNETTE er gift og á þrjá syni. Hún býr í útborg Montreal. ★ CECILE er fráskilin. Hún eignaðist tvíbura í hjóna- bandinu en annar þeirra lézt skömmu eftir fæðinguna. ★ MARIE skildi við mann sinn árið 1966. Þremur árum seinna lét hún dætur sínar tvær í nunnuklaustur og árið eftir framdi hún sjálfsmorð. -A. Bj. Heims- meist- Raquel Welch skemmtir Krakkarnir, þeir vita hvernig segja á hlutina. Raquel Welch komst að raun um það þegar hún var uð skemmta í París á dögunum. Hún var spurð að þvi hvað hún hefði meira en líkam- ann uð sýna Parisarbúum. Raquel var fljót til svars: ,,Eg hef dansað síðan ég var barn, ég er atvinnu- manneskja á því sviði,” Síðan stóð hún upp og b.vrjaði að syngja ,,The more 1 see you” (Þvi meira sem ég sé af þér). —KL Yfir tvœr milljónir Lagið sem vann fyrstu verðlaun í Evrópusöngva- keppni sjónvarpsstöðva um daginn, „Save your kisses for me” með söngflokknum Brotherhood of Man, hefur þegar náð geysilegum vin- sældum og selzt í meira en 2ja milljóna upplagi. Martin Lee og félagar hans eru í sjöunda himni eins og nærri má geta. Dionne-fimmburarnir, sem fæddust 28. maí 1934 á litlum bóndabæ í Kanada, eru einhverjir frægustu fimmburar sem uppi hafa verið. Þegar þeir fæddust var grannkona foreldranna búin að taka á móti tveimur barnanna áður en læknirinn kom, en hann varð heimsfrægur vegna þessarar fæðingar. Hann hét Allan Roy Defoe. Telpurnar fimm: Emilie, Yvonne, Annette, Cecile og Marie lifðu af þrátt fyrir mjög frumstæðar aðstæður í bernsku sinni. Þær urðu nær samstundis tilefni til alls kyns .fimmbura- framleiðslu.” Faðir þeirra Er ekkert voðalega leiður Sögur segja að kapp- aksturshetjan James Hunt sé ekkert voðalega leiður yf- ir því að eiginkona hans, Susan, er að dandalast öllum stundum með Richard Burt- on í New York. Ung hollenzk blómarós, Anita Todd, 23 ára gömul, hefur stytt honum stundir þar sem hann dvelur i Mara- bella á Spáni. Þó veit maður það Jackie Onassis var að því spurð um daginn hvort grátt væri einhver tízkulitur, en undanfarið hefur hún oft sézt í gráum fötum. Jackie svaraði snúðugt: Ei ég nota grátt þá VERÐUR það tízkulitur.” Ekki er allt gull sem glóir Nýlega var skartgripun- um hennar Debbie Reynolds stolið úr rammgerum peningaskáp í íbúð hennar í Beverly Hills. Hún tók þetta ekkert voðalega nærri sér þvi þettævoru bara eftirlík- ingar. Ekta gripina geymdi hún bara út um allt, í hand- töskunni sitmi, og engum datt annað í hug en það væru eftirlíkingarnar! Leiðindakóngur Marisa Berensen lét það engin áhrif hafa á sig þótt Karl Gústaf Svíakonungur liti hana hýru auga í veizlu í Beverly Hills er hann var þar á ferð fyrir skömmu. „Ég hef þekkt hann lengi,” segir hún, ,,og mér hefur alltaf fundizt hann hundleiðinlegur.” Eftirlaun — hvað er nú það? ■ Kvikmyndajöfurinn frægi, Alfred Hitchcock, er orðinn 76 ára gamall. Hann lætur sér ekki til hugar koma að draga sig í hlé. Hann var í mikilli veizlu fyrir skömmu og var spurð- ur um þetta mál. „Eftirlaun, hvað er nú það?” á hann að hafa sagt. Hann lýsir leikurunum sínum sem börnum sem eyði 75% af tíma sínum fyrir framan spegilinn. skrifaði undir samning þess efnis að hafa þær til sýnis á heimssýningunni í Chicago þegar þær voru bara á fyrsta ári. Honum datt þá aldrei í hug að þær myndu lifa. Hann átti sjálfur að fá 28% af tekjunum, sem yrðu af sýningunni, og presturinn, sem var milligöngu- „ maður, átti að fá 7%- / Óprúttnir fjáröflunarmenn sáu sér leik á borði að græða á litlu stúlkunum. Þeir ráðgerðu minjagripasölu í sambandi þær, farandsýningar og kvikmyndagerð. Þá greip kanadíska stjórnin í taumana og vildi stöðva ósómann á þeim forsendum að fimmburarnir væru eign ríkisins! Áður en telpurnar urðu læsar eða skrifandi höfðu verið gerðar tvær kvikmyndir um þær. Þær voru kallaðar „Endurfundur” og „Sveita- læknirinn” og voru gerðar árið 1936. Ekki færri en þúsund manns Ekki gaman ó afmœlinu Leikarinn Ryan O’Neal átti nýlega 35 ára afmæli. Hann skemmti sér ekkert vel í veizlunni því vinkona hans, Anjelica Huston, dótt- ir leikstjórans fræga Jonn Huston, hafði yfirgefið hann og tekið á ný saman við Jack Nicholson. Ryan hefur ekki komizt yfir vonbrigðin yfir að fá ekki Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni „Barry Lyndon.” arar í dansi Norsku hjonin Kirsten og Espen Salberg frá Osló urðu heimsmeistar- ar í suður- ameriskum döns- um í heimsmeist- arakeppninni í dansi sem haldin var fvrir skömmu í Linz í Austurríki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.