Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 10
10 OAliBLAtMÐ. MANUDAOUK 24. MAl 1970. HMSBUÐIÐ frfálst, úháð dagblað l’tnHandi: Daí-lilartirt hf. Frainkvæmdiistjóri: Svcinn K. Kyjólfsson. Kitstjóri: .Jónas Krist jánsson. Króttastjöri: .Jón Biruit' I'ótursson. Kitstjórnarfulltrúi: lliiukur IIfl;ison Aösinö.irl n ti.i stjóri: Atli Stcinarsson. Íjiróttir: llallur Síinonarson. Hiinnun: .Jóhjiniifs Kcykthil llaiulrii Asurimur I’álsson. Blaöamcnn: Anna Bjarnason. As«cir Tómasson. Bolli Hööinsson. Bram Siuurösson. Krna \’ IiiKólfsdóttir. (Jissur Siuurösson. Hallur Hallsson. lldui Pötursson. Kairui l’álsdottir. olalui .Jónsson. Ömar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björnvin l’álsson. Ka^nar Th. Sij*urösson. (Ijaldkcri: l>ráinn l>orlcifsson. Drcifinyarstjóri: Már K.M. Ilalldórsson Askriftarujald 1000 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 50 kr. cintakiö. Kitstjórn Siöumúla 12. sími 85522. aimlýsinKar. áskriftir oj* afnrciösla Bvcrholti 2. simi 27022. Sctninjí ok umbrot: Daj4hlaðiö hf. o« .Stcindórsprcnl hf.. Armúla 5. Mynda-on pliitUKcrö: Hilmir hf.Tsíðumúla 12.Pnv.ttiQ: Arvákur hl''.. Skcifunni 10. Stormur eftir logn Stjórnarhættir í Banda- ríkjunum hafa áhrif um heim allan. Stafar það meðal ann- ars af miklum pólitískum sam- skiptum þessa auðuga og fjöl- menna ríkis við önnur ríki og af hinum samfléttuðu efna- hagstengslum Vesturlanda. Pólitískar og efna- hagslegar hræringar í Bandaríkjunum endur- óma oft í nágrannaríkjunum, þar á meðal íslandi. Það er því eðlilegt, að nágrannar Banda- ríkjanna fylgist vel með undirbúningi þess, er langvoldugasti stjórnmálamaður Banda- ríkjanna er kosinn á fjögurra ára fresti í beinni kosningu. Svo mikið er vald Bandaríkjaforseta heima og heiman. Ford Bandaríkjaforseti á í erfiðleikum, ekki aðeins gagnvart flokki demókrata, heldur einnig innan síns eigin flokks. Ekki er víst, að hann nái útnefningu flokks síns og fremur ólíklegt, að hann næði kosningu, þótt hann yrði útnefndur. Ford er traustur og heiðarlegur maður, sem tók við völdum á erfiðum tímum, þegar al- menningsálitið hafði hrakið Nixon og hirð- menn hans frá völdum. Mörgum finnst hann ekki láta nógu mikið yfir sér og er það honum f jötur um fót á tímum sjónvarps og sigurbrosa. En hann hefur að mörgu leyti reynzt farsæll í starfi. Hins vegar er Reagan, keppinautur hans í flokknum, hinn versti lýðskrumari, sem Gold- water hefur eindregið varað við. Reagan er kunnur fyrir að haga staðreyndum að vild í ræðum sínum og minnir að því leyti mjög á íslenzka stjórnmálamenn. Litlar líkur eru á, að Udall eða Brown hljóti útnefningu demókrata, þó báðir hafi gott orð á sér. Þeir hafa styrk til að spilla nokkuð fyrir Carter og gætu hugsanlega leitt til þess, að á flokksþinginu yrði aö ná samkomulagi urn mann, sem ekki hefur verið í forkosningabar- áttunni, til dæmis Humphrey. Jimmy Carter er hins vegar kominn á þá fljúgandi ferð, að draga verður í efa að sameinað afl allra andstæðinga hans geti hindrað útnefningu hans á flokksþinginu. Hann hefur að vísu tapað á einstaka stað, enda verður hann að dreifa kosningabaráttu sinni um allt, meðan keppinautarnir skipta með sér verkum og keppa aðeins í ákveðnum ríkjum. Um þessar mundir hlýtur að teljast líklegt, að Carter verði útnefndur og hljóti síðan kosningu sem næsti forseti Bandaríkjanna. í nágrannaríkjum Bandaríkjanna hljóta ^ugu manna því að beinast að þessari halastjörnu, sem svo skyndilega hefur skotið upp á himininn þar vestra. Þótt Carter brosi breitt, er hann enginn einfeldningur. Hann er harðgreindur maður og sérdeilis duglegur. Hann á gifturíkan feril aó baki og er áreiðanlega hæfur til að gegna störfum forseta. Helzta vandamál hans er, hve einþykkur hann er og ráðríkur, og kann það að gera sambúð hans erfiða við þingið og aðrar valdastofnanir, Nú cun skeið hefur verið kyrrt í Hvíta húsinu. Þar mun hins vegar verða stormasamt, ef Carter heldur innreið síni. Of snemmt er að meta, hvaóa áhrif það muni hafa á samskipti Bandaríkjanna við nágrannaríkin. Fjölmennasta róðstefna Sameinuðu þjóðanna: HABITAT-RÁÐSTEFNAN UM TIL HANDA ÖLLUM ÍBÚUM Ibúiir Mexiki.’horííar, sem í dag eru 10 nulljónir, munu verrta orrtnir meira en 30 milljónir virt næstu aldamót. Þá verrtur borgin orrtin allt of stór fyrir þart landsvæði sem hún var byggrt á í upphafi og gert var ráð fyrir art nægja myndi. Fyrir flesta, sem hafa skipt sér af þessum málum, skapa þessar tölur aðeins hugmyndir i kollinum um gríðarstórar draugahorgir er endalaust og skipulega vaxa upp umhverfis artaltorgin. Gera þarf algjörlega nýjar félagslegar ráöstafanir til þess að leysa þetta vandamál. Það eitt, að flytja vestræna tækni og lausnir til þessara heimshluta, mun augljóslega ekki vera nóg. Hugmyndir um „endur- uppbyggingu", sem viðgengizt hafa fram til þessa, munu verða óhugsandi, aöeins kostnaðarins vegna. Það eina, sem stjórnvöld gætu í flestum tilfellum gert, væri að leggja vatnsleiöslur og önnur undirstöðuatriði en því er vart að treysta, miðað við ástandið eins og það er í dag. Sá sannleikur, að lífskjör ..hafandi" þjóða og ,,þurfandi“ eru svo gjörölík, mun hvíla eins og mara á ráðstefnunni. Fulltrúarnir munu jafnvel alls ekki geta skilið hver annan: Ófullkomið hús með útikamri gæti verið talið til fátækrahverfis í London en skrauthallar í vanþróuðum ríkjum heims. í þróuðu ríkjunum eru fátækrahverfin full af fólki sem ekki er fært um að „endur- bæta“ sig: I þriðja heiminum . streymir fólk til borganna í fátækrahverfin til þess eins að: „endurbæta" sig. í hungruðum löndum heims er fólk upptekið við það eitt að halda sér á lífi. 1 þróuðu löndunum berjast yfirvöld við alls kyns fylgifiska vel- megunar, gtæpi í borgum, skemmdarverk og umferðar- öngþveiti. Munu fulltrúar þessara andstæðna hafa eitthvað að segja hvor öðrum? í leiðara New York Times nú fyrir skömmu voru þéttbýlis- vandamálin lýst alþjóðleg vandamál 20. aldarinnar. „Hættan er sú að þær þjóðir, er vilja kalla yfir sig iðnaðar- stefnu og þéttbýli, hlusti alls ekki á aðvaranir eldri borganna." Sumir sérfræðingar segja að draugaborgirnar, með þétt- riðnum samgöngunetum sínum , eigi að geta kennt borgarsmióum eitthvað. „Áður en við förum að hrópa húrra fyrir okkur sjálfum," segir einn brezku nefndar- mannanna, „eigum við þá ekki að íhuga það, aö sennilega er auðveldara að deyja og verða skilinn einn eftir rotnandi i ein- hverju stál- og glerhúsi en í aumasta fátækrahverfi í Rio de Janeiro?" Þá ber einnig að hafa í huga að iðnaður og verzlun af þeirri stærðargráðu, sem nú tíðkast, hefur orðið til þess að menn hafa orðið að venja sig við að búa í borgum sem þeir kunna ekki við. Hver kemur til Manchester, Pittsburg eða Yokohama til þess að njóta lífsins? Kalkútta varð t.d. til á tímum iðnaðartímabilsins, en um mið- bik aldarinnar féll borgin i svaðið með gífurlegri örbirgð. Vænlegasta ráðið til að bjarga borginni er ekki það eitt að rifa fátækrahverfin heldur reyna að sjá fólkinu fyrir vatnsbóli á hverja 50 íbúa, steyptum gangstéttum og skolp- leiðslukerfi. Á hinum og æðri enda mælistikunnar er New York, „mesta borg heims,“ sem þessa dagana verður að herða sultar- ólina verulega til þess að forð- ast gjaldþrot. Habitat-ráðstefnan á kannski eftir að sýna að enginn hefur einkarétt á töfralausnum. Ef ekki kemur til stór- styrjaldar, sem tekur yfir allan >heiminn, mun íbúum jarðar fjölga svo mjög að byggja verður eitt hús til viðbótar fyrir hvert það sem nú stendur um heim allan. Einnig verður að reisa töluvert af skólum, sjúkra- húsum og verksmiðjum, sumir segja meira en tvöfalda slíkar stofnanir. Eitthvað þessu iíkt verður að taka til bragðs ef heimurinn á ekki að verða fátækt, hungri og heimilisleysi að bráð. Vegna þessa mun verða haldin ein stærsta ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið hingað til. 135 þjóðir munu eiga fulltrúa á henni og ráðstefnunni hefur verið gert að fjalla um búsetu mannsins og gelið nafnið „Hahitat." Er ráðstefnan hið nýjast frá sam- tökunum í röð ráðstefna um umhverfismál, mannfjölgun og fæðu. Ráðstefnuna á að halda í Vancouver í Kanada og strax eru farnar að heyrast gagn- rýnisraddir. Menn segja að þessi gifurlegi fjöldi fundar- manna og skjalamagnið muni gera ráðstefnuna að einum Babýlonsturninum enn. Einnig hefur verið bent á, að Sameinuðu þjóðirnar hafi engin völd til að skipuleggja umhverfi eða byggja íbúðarhús. En þeir, sem fyrir ráðstefnunni hafa staðið, segja að hún verði ein allsherjar upp- lýsingamiðlun og þá sé miklu náð. Vilja þeir halda því fram, að fulltrúar á ráðstefnunni eigi að geta lært af mistökum heimsins, hvernig byggja eigi þak yfir höfuðið á 4000 milljónum manna. Slík mistök verða ekki aðeins fundin í kofaræksnum fátækra- hverfa, skulum við segja Kal- kútta, heldur alveg eins í glæpum öngstræta New York borgar og í einmanaleik þeirra er búa í þrælskipulögðum út- hverfum þar sem allt er fest í skorður. Fyrir þær þjóðir, sem forðast vilja þessi mistök, er tíminn orðinn verulega naumur. Fyrir hvern einn, sem var á lífi um síðustu aldamót, eru komnir þrír í dag og þeir verða orðnir sex um næstu aldamót. Það umræðuefni, sem efst verður á baugi, er einnig sú staðreynd, að fólksfjölgunin mun verða mest i fátækustu heimshlutum. . Æ fleira fólk mun neyðast til þess að hverfa frá sveitunum og flytjast tii nú þegar yfir- fylltra borga og heimurinn mun verða að horfast í augu við fráhvarf frá byggðastefnu í stórum stil. Aðeins Kina og Kambódía eru talin verða þau lönd þar sem fólki er fremur bægt fráborgunum heldur en hitt. Samkvæmt spá Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar verða þær sjö milljónir, sem nú eru að sprengja Bombay utan af sér, orðnar 20 innan 25 ára. Milliónirnar tvær, sem byggja Lagos í dag, munu fimmfaldast á sama tíma. ISLENZKIR F0R- STJÓRAR HJÁIBM Á morgun, 25. maí, hyggst hinn bandaríski einokunar- hringur IBM bjóða útvöldum lýð íálenzkra stjóra á námskeið og í mat og drykk að Hótel Holti. Skv. boðsbréfi, sem nokkrir ísl. hafá fengirt frá „The Office of the Generai Manager, IBM World Trade Corporation. Reykjavík, Iceland“, mun nám- skeiðiö ætlað „fyrir nokkra stjórnendur stærri fyrirtækja hérlendis“. í tilefni dagsins mun yfirmaður menntastofnunar IBM í Danmörku aðstoða hér- lenda starfsmenn IBM við matreiðslu efnisins. Þar sem dagskráin sem fylgir boðsbréfinu er harla upp- lýsandi. býðst undirritaður til að fræða væntanlega þátt- takendur, undirmenn þeirra og aðra áhugamenn um eðli og tilgang þessa námskeiðs. I þessari úttekt verður greint á milli hins .vfirlýsta og hins dulda markmiðs hvers dag- skrárliðar á þessu námskeiði. 1. „Almennt um tölvur“ Yfirlýst markmið: Veita almennar tækniupp- lýsingar um tölvur. Dulið markmið: Setja „faglegt" svipmót á námskeiðið strax frá byrjun til að vega á móti tortryggni gesta. For- stjórum er nefnilega meinilla við að eyða dýrmtetum tíma sínuni i að hlusla á ..btllega" sölumennsku. 2. „Stjórnkerfi tölva/þróun" Y-firlýst markmið: Veita hlutiausan og hag- nýtan fróðleik um eðli og tilgang s'jórnkerfa. auk þess að gefa innsýn i væntanlega þróun tölvu- tækninnar á næstu árum. Dulið markmið: Sveigja hug manna, án þess að þeim sé það meðvitað, að aðalstefnu IBM: Sölu og uppsetningu stórra tölvu- miðstöðva með og án við- tengdum fjarstöðvum. Sílkar miðstöðvar eru til hér á landi. en tilvera þeirra er bezta trygging IBM við að varðveita einokunaraðstöðu sína á tölvumarkaðinum (sjá einnig grein undirritaðs i Visi 14.7.75). Þessi hugmyndafræði. se.n fyrirlesari IBM mun að öllum líkindum inæla með á morgun. verður væntanlega rökstudd með þvi að hún sé „þjóðhagslega" æskileg, að hún leiði til aukinnar hag- kvæmni i rekstrinum og að hún sé hvort eð er „það sem korna skai" alls staðar. Fyrirlosarinn ntun vamtanlega sneiða hjá að r;oða um miðstýrða stjórn- sýslu. oins og hún tíðkast i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.