Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAl 1976. Álverið íStroumsvík: Álverðíð fer hœkkandi og stefnt að stœkkun í haust Uppsagnir til fastróðinna hafo verið dregnar til baka „Við höfum aflað allra heimilda og leyfa fyrir stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík en engar ákvarðanir um fram- kvæmdir hafa enn verið teknar,” sagði Ragnar Hall. 'órs- son forstjóri í viðtali við Dtí. „Horfurnar hafa vænkazt og markaður fyrir ál fer batnandi. Vonandi heldur svo áfram sem horfir og þá ætti ákvörðun um framkvæmdir við stækkun að verða raunhæf er líða tekur á sumarið. Stækkunin, ef til kemur, verður í því fólgin að skáli 11, sem nú rúmar 120 ker, verður lengdur þannig að hann rúmi 160 ker eins og skáli 1. Um 700 manns starfa nú við Alverið og frá 1. október verður unnið með fullum afköstum. Dregnar voru til baka uppsagn- ir til hóps manna, sem verið hafa í föstu starfsliði verk- smiðjunnar, en uppsagnir til lausráðinna starfsmanna eru í gildi og þeir menn munu hætta störfum í haust. Að sögn Ragnars hafa þessir lausráðnu menn aðallega unnið við við- gerðir á biluðum kerum. Álbirgðir í Straumsvík eru nú litlar. A sl. hausti voru seld 27 þúsund tonn til Alufinance og tiltölulega litlar birgðir voru þvi eftir hér, sagði Ragnar. Á þær hefur gengið ört á þessu ári. Verð áálier nú hækkandi en getur þó enn ekki talizt gott. Hæsia verð sem fengizt hefur fyrir ál frá Straumsvik, var 1100 dollarar tonnið. Var lítið magn selt héðan á því verði í ágúst 1974. Þá var skráð heims- markaðsverð 870 dollarar fyrir tonnið. Markaðsverð komst lægst í 660 dollara tonnið. Núna er markaðsverð áls um 850 dollar- ar tonnið. Skráð heimsmarkaðsverð var í aprílbyrjun sl. 950 dollarar á tonnið. Markaðsverð hefur enn ekki náð því en það er von mín og trú að markaðsverð nái skráðu heimsmarkaðsverði inn- an skamms, sagði Ragnar. Til skýringar á þessum hug- tökum skal fram tekið að heimsmarkaðsverð þýðir það ál- verð sem framleiðendur keppa að að ná og byggja áætlanir sínar á. Markaðsverð er hins- vegar gangverð á hverjum tíma á hörðum samkeppnismarkaði. ASt. Aðveitustöðin við Austurbœjarskólann: athugun nú fyrirhuguð Borgarráð hefur nú frestað allri ákvörðunartöku um hugsanlega byggingu aðveitustöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur á leiksvæði Austurbæjarskólans. Hyggst ráðið taka sér hálfan mánuð til að kanna einhverja aðra möguleika. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu mótmælti kennarafundur Austurbæjar- skólans einróma þessari skerðingu á athafnaplássi nemendanna, en eftir það sam- þykkti borgarráð að veita sfna heimild fyrir framkvæmdinni. Hávær mótmæli í kjölfar þess hafa nú leitt til að frekari athugun er nú fyrirhuguð.-G.S. Helga á Engi og 6 óra dótturdóttir stof na félag: HUÐSKJÁLF ó að hjólpa Gœzlunni „Þingmennirnir okkar framleiða hvorki smjör né mjólk. Þeir búa ekki til peninga. Allir landsmenn þurfa nú að taka höndum saman og leggja eitthvað af mörkum í þennan sjóð til að styðja útverði frelsis íslands, starfs- menn Landhelgisgæzlunnar,” sagði Helga Larsen í Engi en hún ásamt sex ára dótturdóttur sinni, Helgu Bergmann er stofnandi sjóðs til styrktar Landhelgisgæzlunni. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Hliðskjálf. „Við búum f bezta landi f heimiog ég vil vekja fólkið til umhugsunar. Það er mikilvægt að vernda fiskinn í sjónum, hann er undirstaða frelsisins, án hans værum við fátæk. Fátæktin gerir manninn ófrjálsan og frelsið er það dýrmætasta sem við eigum. En þó vildi ég heldur vera frjáls f moldarkofa, en ófrjáls i kristals höll. Við eigum ekki að trúa á Nato, Bandarfkin eða England, við eigum að trúa á guð, landið og okkur sjálf," sagði Helga og sannfæringarkrafturinn geislaði út frá henni. „Og þess vegna vil ég að þessi sjóður verði öflugur og geti orðið varðskipsmönnum okkar, sem berjast upp á líf og dauða að miklu gagni. Stofnfé sjóðsins er 36.000 krónur, ég lagði frain 30.000 en dótturdóttir mín, sem er barn varðskipsmanns, 6.000, en kveikjan að þessu hjá mér var hún Selma Júliusdóttir, hún skrifaði margar greinar í vetur og mér fundust þær góðar.” -kl. Splunkuný og dugmikil Ákerman-beltagrafan okkar er ný og dugmikil grafa, sem hentar einstaklega vel til allrar jarðvinnu. Helga Larsen og dótturdóttir hennar, Helga Bergmann, en þær eru stofnendur sjóðsins Hliðskjálf. DB-mynd Björgvin. Lítill veiði- skapurí Þing- vallavatni — voríð óhagstœtt og vatnið aðeins þriggja gróðu heitt Veiðiskapur i Þingvalla- vatni er nú mjög lélegur og gildir einu hvort um stanga- eða netaveiði er að ræða, að sögn Eiríks J. Eirikssonar þjóðgarðsvarðar. Hann sagði f viðtali við DB í gær að vatnið væri aðeins þriggja gráða heitt og að fiskurinn gengi ekki upp á grynningar f svo miklum kulda. ísa leysti fremur snemma f vor en sólarleysi f vor hefur tafið fyrir að vatni hitnaði. Bjóst Eiríkur ekki við að veiðiskapur glæddist fyrr en í júnf og benti hann á að veðrið í apríl væri þýðingarmikið upp á svifgróðurinn í vatninu, en veðrið í apríl sl. var óhagstætt. -G.S. Er eitthvað að fela í reikningum Dagsbrúnar? Reikningar Dagsbrúnar voru lagðir fram um síðustu helgi og að sögn Böðvars Indriðasonar verkamanns eru þeir ekki endurskoðaðir af felaginu og er hvergi undirskrift félagskanns að finna á reikningunum. Fékk Böðvar að skoða reikningana sem félags- maður en er hann bað um afrit til að hafa með sér var honum neitað um það. Malið fór svo, að sögn Böðvars, að formaður Dagsbrúnar, leyfði að Böðvar fengi afrit, ljósritað, og var honum sagt að hann mætti sækja það daginn eftir. Þegar Böóvar kom svo eftir afritunum á tilsettum tíma voru þau ekki fyrir hendi. Lýsti hann því þá yfir í votta viðurvist að hann teldi upphaflega neitun um þau enn i gildi. Sagði Böðvar að svo virtist sem forráðamönnum Dags- brúnar væri illa við að félags- menn br.vtu reikningana til mergjar, svo virtist sem þeir mættu aðeins renna yfir þá og búið. Böðvar sagði að svipað hefði komið f.vrir fvrir nokkrum árum og virtist sér sem stjórnarmenn hefðu eitthvað að fi'la. -G.S. Aðeins vanir menn stjórna nýju gröfunni og JCB 7-gröfunni okkar. VINNUVÉLAREKSTUR VILHJÁLMS ÞÓRSS0NAR Simar 86465 ú kvöldin og 84047 á daginn FÉU ÚT ÚR BÍL ‘Kona féll út úr bifreið sem var á ferð um Hafnarfjarðar- veginn síðla nætur á laugardag- inn. Kópavogslögreglan hafði ekki upplýsingar um það í gær hvort bílhurðin hafði opnazt óvart eða konan stigið út af misgáningi. Konan hlaut nokkrar skrámur við þetta slys. Hún var flutt í sl.vsadeild þar sem gert var að sárum hennar. —AT—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.