Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 6
6 Kemedy vS gjaman verða forseti, en... Haft er eftir öldungadeildar- þingmanninum Edward Kennedy að hann vildi gjarnan verða forseti Bandaríkjanna, „en það getur ekki orðið nú.“ Segir Kennedy í viðtali við tímaritið Time, að hann sækist ekki eftir embættinu „vegna fjölskylduástæðna.“ „Ég get ekki farið í for- setaframboð núna og ég hef sætt mig við það. Það er einfaldlega ekki hægt, þegar á fjölskylduástæður mínar er li.tið." Talsmaður tímaritsins segir að viðtal þetta hafi verið tekið I síðustu viku, áður en fréttir í dagblaðinu New York Daily News hermdu að hann hygðist gefa kost á sér til framboðs, ef farið yrði fram á það við hann á flokksþingi demókrata 1 júlí. Kennedy bar fréttir þessar til baka, og hefur sagt tíma- ritinu að staða hans, eins og hann segir hana vera í við- talinu, sé óbreytt. Eftir að hafa lýst því yfir árið 1974 að hann myndi ekki fara í forsetaframboð mun Kennedy hafa sagt við fjölskyldu sína, að ekki kæmi til greina, að leggja það á sína nánustu, að fara út í stjórnmálabaráttu, sem einungis hefði erfiðleika í för með sér. I vikuritinu er einnig sagt, að Kennedy sé í sjálfu sér ánægður með það að vera ekki í framboði. Eins og kunnugt er Iétu báðir bræður hans, John og Robert, lífið fyrir morðingja hendi, er þeir gegndu embætti. „Sumir kunnk að halda að Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður. skrúðgangan sé að fara fram hjá mér, en hvað er hægt að gera“, segir Kennedy í viðtalinu. „Ég reyni að vera raunsær. Að heita þessu nafni hefur byrði og ábyrgð í för með sér.“ OSCAR BONAVINA SKOTINN TIL BANA Á HÓRUHÚSI í USA Skammbyssa fannst í öðru stígvéli argentínska boxarans Oscars Bonavenas, sem var skotinn til bana utan við vændishús nærri Virginia City í Nevada í Bandaríkjunum. Bonavena, sem varð 33 ára gamall, fannst dauður snemma í gærmorgun nærri Mustang Ranch-hóruhúsinu, en það er í eigu mannsins, sem annaðist auglýsingar og skipulagningu hnefaleikakeppna Bonavenas. Þrjátíu og eins árs gamall öryggis- vörður hóruhússins, Willard Ross Brymer, er hafður í haldi, grunaður um morðið. Lögreglustjórinn á staðnum sagði i símtali við fréttamann Reuters, að byssan, sem fannst í skó boxarans, hafi verið ónotuð. Hinn grunáði neitar að tala, en lögreglustjórinn neitaði því hins vegar ekki, að fjölmargar skýringar væru til á morðinu. Líkskoðun hefur leitt í ljós, aó Bonavena var skotinn í brjóstið með kraftmiklum riffli og að morðinginn var staddur á lóð vændishússins, sem er rammgirt. Talið er að Bonavena, einn þekktasti hnefaleikamáður þessa áratugs, hafi verið að reyna að komast inn í vændishúsið þegar skotið var á hann. Gegi herstöðvum áDiegoGanu Mosambík og Sovétríkin hafa hvatt til þess, að engar erlendar herstöðvar verði settar á lagg- irnar við Indlandshaf. Kemur þetta fram í sameiginlegri yf irlýsi ngu þjóðanna tveggja, en Samora Machel, forseti Mosambik hefur nú lokið sex daga opinberrf heimsókn í Sovét- ríkjunum. Segir ennfremur í yfirlýsingunni að herstöð Bandaríkjanna á eyjunni Diego Garcia sé örgun við friðinn og allar friðelskandi þjóðir. Machel forseti átti viðræður við Podgorny forseta Sovét- ríkjanna um ýmis sameiginleg hagsmunamál og alþjóðlcg málefni. í yfrlýsingunni segir, að bæði löndin leggi áherzlu á, að „sameiginleg barátta Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og sósíalískra rikja sé nauðsynleg til þess að sigrast megi á heims- valdasinnum um heim allan." DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAÍ 1976.. Gamlar kempur í Cannes Ein aöaluppistaðan í kvikmyndahátíðinni í þessu sviði er myndin „Hollywood, Holly- Cannes þetta áriö er sýning gamalla söngva- wood" þar sem Fred Astaire #er með eitt^ og dansmynda. Stœrsta kvikmyndaverkiö á aðalhlutverkiö. Myndin er byggö á hlutúm úr mörgum söngva- og dansmyndum og því þótti til hlýða, að sjálfur aðalleikarinn vœri viðstadd- ur frumsýningu myndarinnar á hátíðinni. Með honum á myndinni er önnur gömul kempa, Cary Grant og leikstjórinn Gene Kelly. Flugránið á Filippseyjum: Skyndileg upplausn — og vélin stóð í Ijósum logum Hernaðaryfirvöld á Filippseyj- um sögðu í morgun, að skyndileg upplausn meðal flugræningjanna hafi valdið bardaganum u’m flug- vélina á Zamboangaflugvelli. Þrettán manns biðu þar bana. Þrír af sex ræningjum biðu bana. Að minnsta kosti nítján farþeg- anna og ræningjarnir þrír, sem eftir lifðu, voru alvarlega særðir. Ráninu lauk þremur dögum eftir að það hófst, í gærmorgun, þegar ræningjarnir — múhameðskir aðskilnaðarsinnar — sprengdu handsprengju í vél- inni og hófu skothríð í allar átti. Yfirvöld segja að hermenn hafi ráðizt að flugvélinni þegar fyrstu skotin heyrðust. Talið er að til upplausnar hafi komið þegar nokkrir þeirra 83 farþega og fimm áhafnarmanna sem voru um borð, reyndu allt í einu að komast að útgöngudyrum. Vélin sprakk síðan í loft upp. Hernaðaryfirvöld höfðu hafnað kröfum flugræningjanna, sem voru á aldrinum 17—23 ára. Þeir fóru fram á að fá flugvél til að komast til Líbýu, reiðufé og vopn. Burton og í Exorcist II Nú hefur verið, oina og oft vtll vorða i Bandaríkjunum, ákvaöið að gera nýja fram- haldsmynd, byggða á efninu um djöflatrú, sem fram kom í myndinni ,,The Exorcist" og sýnd var hár á landi við mikla aösokn. Myndin á að fjalla um efni þar sem hinni fyrri lauk og til þess að reyna að lappa upp á hlutina hefur Richard Burton verið fenginn til þess að leika eitt aðalhlutverkið, ásamt Lindu Blair, sem hér sést við hlið hans. Vesturbakki Jórdanár: ísraelskur liðsforingi fyrir herrétt Simon Peres, varnarmálaráð- herra Israels, segir að liðsforingi sá er varð ungum Araba að bana í óeirðum á vesturbakka Jórdanár nú fyrir skömmu muni verða leiddur fyrir herrétt. Arabinn lézt í varðhaldsklefa 1 borginni Salpit, eftir að hafa verið barinn af ísraelskum her- mönnum, er voru undir stjórn liðsforingjans. Peres segir ennfremur, að ástandið á hernumda svæðinu á vesturbakkanum fari nú skán- andi, eftir að beitt hefur verið nýjum aðferðum við stjórnina. Ekki tilgreindi hann nánar hvérjar þær aðferðir væru, en talið er, að hann hafi átt við þær breytingar, er gerðar hafa verið á liðsaflanum. I stað hermanna hefur landamæravörðum verið falið að halda uppi lögum og reglu, og reynt hefur verið að halda hermönnum frá þeim stöð- um, þar sem líklegast væri, að til átaka kæmi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.