Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAt 1976. 21 Ingvar Kolbeinn Ingason, Austurbrún 6, lézt 20 þ.m. Sigurjón Júníusson, Gnoóarvogi 22, lézt á Borgarspít- alanum 21. maí. Jónas Björgvinsson, Furugrund 38 Akranesi, lézt i Landspitalaum aðfaranótt 20. mai. Ágúst Haildórsson, Sólmundarhöfða Akranesi, lézt að kvöldi 20. maí. Valgerður Guðrún Hjartardóttir, Safamýri 44 Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30. Ingigerður Danivaisdóttir verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 24. maí kl. 15. Sigríður Gísladóttir, Laugavegi 139, er lézt 17. maí, verður jarðsungin frá l'ossvogs- kirkju þriðjudaginn 25. mai kl. 10.30. Sigurður F. Ólafsson forstjóri, Flókagötu 65, lézt að heimili sinu að kvöldi 21. maí. Katrín Lára Stefánsdóttir frá Borgarfirði eystra verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 15. Húsmœðrafélag Reykiavíkur Aðallunaur félagsins verður haldinn mánu- daginn 31. maí kl. 20.30 að Baldursgötu 9. Lagabreytingar. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður I kristniboðshúsinu Laufás- vegi 13 mánudagskvöldið 24. maí kl. 20.30. Reidar G. Albertsson sér um fundarefni. All- ir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Kvenfélaaið Heimaey Aðalfundur félagsins verður haldinn í Domus Medica þriðjudag 25. maí kl. 8.30. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Góðfœrðí nágrenninu Lyngdalsheiði þó enn ófœr Góð færð er nú um allar nálægar sveitir hér syðra. Þingvallavegurinn er sagður góður, einnig hringveguiinn um Þingvelli til Ölfuss og Hveragerðis. Þó er rétt að fram komi að vegurinn yfir Lyngdalsheiði til Laugavatns er enn ófær vegna snjóalaga. Margir hafa lagt upp á heiðina og jafnmargir hafa orðið að snúa við. Rétt væri af vegagerðinni að skjóta upp skilti við vegarendana meðan svo er. Sparaði það mörgum amstur og færri myndu bölva Vegagerðinni. — ASt. „Flugslysið" stöðvaði f lugumferð: Tvœr undan- tekningar ó meðan œfingin stóð yfir Meðan á aðgerðum á Reykja- víkurflugvelli stóð vegna „flug- slyssins” stöðvaðist þar öll flug- umferð. Þó voru gerðar tvær undantekningar þar á. Ölafur Jónsson læknir var að missa af flugvél til Bandaríkjanna og fékk því litla flugvél til að fljúga með sig til Keflavikur. Eftir mikið málaþras var hon- um leyft að fara í loftið. Flug- vél hans varð þó að gæta þess að koma hvergi nærri slysstaðn- um. Hitt tilvikið var, að flugvél frá Flugstöðinni var að koma til lendingar með landlækni og fleiri lækna innanborðs. Vegna farþeganna fékk vélin þegar lendingarheimild og fóru lækn- arnir þegar í leikinn með starfsbræðrum sínum. — ÁT — Vegurinn norður um mó ófœr heita ó köflum Margir f esta sig — sumir brjóta bfla sína „Það er vart hægt að segja að leiðin til Akureyrar sé fær venju- legum bílum,” sagði ökumaður einn er ók frá Reykjavík til Húsa- víkur á laugardaginn. „A löngum köflum verður hreinlega að Iæðast yfir forarvilpur og leðju- pytti, ef menn vilja ekki hætta á að brjóta bila sina og eyðileggja.” Slæmir kaflar eru í Holtavörðu- heiði beggja vegna og ætla má að hún verði ófær ef rignir. Hrúta- fjarðarhálsinn er mjög varhuga- verður. Leðjuhryggur er á miðj- um vegi og ökumenn þræða yztu kantbrúnir. Guð og lukkan ræður því, hvort kanturinn heldur, en víða eru kantar allháir. Bezti hluti leiðarinnar er frá afleggjara til Hvammstanga og til Akureyrar. Er þá undan skil- inn kafli I öxnadal. Heita má að á þessum kafla sé vegurinn sæmi- legur. Vaðlaheiðin er slæm vestantil. Fljótsheiðin frá Fosshóli til Einarsstaða í Reykjadal er afleit. Þar er sem keyrt á is, sem er að bresta. Sá er Db ræddi við lenti ofan um siikan „ís” og sat blýfast- ur. Varð að sækja hjálp til bæja til að ná bilnum upp. öllum er ráðlagt að fara ekki þessa leið nema nauðsyn beri til. Vegurinn er verri á mörgum stöðum en fram kom í sjónvarps- fréttum á dögunum. Hins vegar verða breytingar á veginum frá degi til dags. Haldist þurrt má ætla að ástandið skáni, en rigni þá er leiðin með öllu ófær. — AST Gangbrautarslys ó Hringbraut Enn eitt gangbrautarslysið varð á Hringbraut um klfjögur á föstudag. Þá varð rúmlega sextug kona fyrir bifreið er hún var að fara yfir gangbrautina rétt við gamla Kennaraskólann. Hún hlaut höfuðhögg og kvartaði yfir eymslum í vinstra handlegg. Konan var þegar flutt á slysadeild. Sjónvarvottar að þessu slysi bera að konan hafi gengið á bilinn sem kom á venjulegum hraða vestur Hringbrautina. Stúlka, sem ók bifreiðinni, segir að hún hafi ekki séð konuna fyrr en slys var óum- flýjanlegt. Hún ók eftir vinstri akrein. Engin umferð var á W hægri akrein þannig að ekki var því til að dreifa að umferð skyggði á konuna. -AT- Ægir klippti í morgun Ægir klippti klukkan níu I morgun á annan togvir brezka togarans Jacimta, 25 mílur frá Ingólfshöfða. Þetta er sami togarinn og Ver var að reyna að halastýfa, þegar freigátan sigldi á Ver á laugardaginn. —HH Sumarbústað- ur skemmdur í Heiðmörk — talsvert um fólk þar um þetta leyti Lögreglan handtók aðfara- nótt laugardagsins nokkra unglinga á aldrinum 15—16 ára sem höfðu gert sér það að leik að vinna skemmdarverk á sumarbústað Normannslaget í Heiðmörk. Krakkarnir gengu berserksgang i bústaðnum, brutu rúður og umsneru flestu, sem hægt var að ná til. Það var eftirlitsmaður með Heiðmörkinni sem kom að unglingunum og gerði lögregl- unni viðvart. Síðar kom einnig í ljós að á svipuðum tíma hafði verið rænt úr bíl þarna á sömu slóðum peningaveski, segul- bandsspólum og fleiru laus- legu. Skemmdarvargarnir viðurkenndu einnig þann þjófnað. — Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögregl- unni. Talsvert er um að unglingar taki sig upp og bregði sér í útilegu I Heiðmörk í tilefni þess að vorprófum er nú að ljúka. Vill þá oft bregða við að' vín sé haft um hönd og f ölæði taka krakkarnir oft upp á ýmsu misjöfnu, svo sem að vinna skemmdarverk og skemma gróður. Er DB fór um Heiðmörk á laugardagsnóttina voru þar all- mörg tjöld og fólk að skemmta sér. Yfir þessu öllu vakti svo Hafnarfjarðarlögreglan og gætti þess að fólkið gengi ekki of langt í vitleysunni. Á sunnudagsmorguninn héldu síðan skátar frá Garða- bæ I Heiðmörk til að hreinsa, rusl sem fólk hafði skilið eftir þar. — Það skal tekið fram að bannað er að tjalda í Heiðmörk og hafði lögreglan það hlut- verk meðal annars að láta fólk vita um það. — AT — w ELDURIVELSMIÐJU NJARÐVIKUR Laust fyrir klukkan átta i morgun var tilkynnt um mikinn eld í Vélsmiðju Njarðvfkur. Slökkviliðið i Keflavik fór þegar á staðinn og tókst að slökkva aðalbálið á nokkrum minútum. Er það kom á staðinn stóðu eldtuneur upp úr þaki hússins. Miklar skemmdir urðu á húsinu, — þó aðallega vesturenda þess. Timbur og einangrun brunnu mikið. Þá skemmdust tæki Vél- smiðjunnar, svo sem rennibekkir, sagir, hand- verkfæri og fleira. Er Dagblaðið fór f prentun var slökkvistarfi ekki enn að fullu lokið. Verið var að kæla súrefnisgeyma og gæta þess að eldurinn blossaði ekki upp að nýju. — at — DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SÍMI 27022 ÞVERHOLTI 2 i Til sölu i Til sölu hlaðrúm, barnabílstóll og Blaupunkt bílút- varp, 12 volt. Uppl. i síma 74665 eða 53318. Sambyggð Luren trésmíðavel til sölu. Þykktarbefill, afréttari, fræsari, sög og rennibekkur. Nánari uppl. í síma 50338. Til sölu árs gömul Silver Cross barnakerra, vel með farin. Uppl. I sima 53521 eftir kl. 8 á kvöldin. Mjög lítið notað Selmer klarinett til sölu. Einnig á sama stað 200 mm f4 Pentax linsa. Uppl. í síma 36932 eftir kl. 7. Til sölu 3 bowling brautir og auk þess ein i varahluti. Uppl. í sfma 82130. Billjardborð. Til sölu svo til nýtt billjardborð. Kjuðar og kúlur fylgja. Glæsilegur hlutur. Uppl. í síma 16090 eftir klukkan 6. Fallegar hraunhellur, þunnar og þykkar, til sölu. Sími 28604 á daginn eða eftir kl. 20 I síma 33097. Túnþökur Ii 1 sölu. Upplýsingar i sima 41896. Birkiplönlur lil siilu i miklu úrvali. Lynghvammi 4. Ilafnarfirði. Simi 50572. Hraunhellur til sölu. Uppl. i síma 35925 eftir kl. 20. Óskast keypt Hálfs-eins poka vél Vil kaupa steypuhrærivél. Uppl. í sima 94-6128. Taurulla óskast. Uppl. í síma 18618. 800-1200 litra loftkútur fyrir loftpressu óskast. Uppl. í síma 44070. Verzlun V»*rzlunin hættir. Allar vörur seldar með miklum afslætti. Allt nýjar og failegar vörur á litlu börnin. Barnafata- verzlunin Rauðhetta, Hallveigar- stíg 1, Iðnaðarmannahúsinu. ítalskar listvörur Feneyjakristall, keramik frá Meranó, styttur frá Zambelli. Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Helgi Einarsson Skólavörðustíg 4. Sími 16646. Kirkjufell, Ingólfsstræti 6. Fyrir brúðkaupið: kerti, serví- ettur, styttur, gjafir. Servíettur og styttur fyrir silfur- og gull- brúðkaup. Minnum á kertapok- ana vinsælu. Seljast ódýrt meðan birgðir endast. Opið milli ki. 1 og 6. Kirkjufell, Ingólfsstræti 6. Körfugerðin Ingólfsstræti 16. Brúðuvöggur, vinsælar gjafir, margar tegundir. Nýtízku reyr- stólar með púðum, reyrborð, barnavöggur, bréfakörfur og þvottakörfur ávallt fyrirliggjandi. Kaupið íslenzkan iðnað. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, sími 12165. Húsgögn Lítill tekkborðstofuskápur til sölu. Uppl. að Háaleiti 1, Kefla- vík, 2. hæð B. 2ja manna svefnsófi tii sölu. Upplýsingar i sima 52713. Sófasett til sölu 4ra sæta sófi og tveir stólar. Uppl. í sima 44018 á kvöldin. Til sölu danskt antik sófasett, útskorið, sófi, þrir stóiar ásamt borði. Póleruð hnota I borði og á stólörmum. Verð 350 þús. Uppl. í sima 20880. Furuhúsgögn. Nú er tíminn tii að kaupa I sumar- bústaðinn. Til sýnis og sölu sófa- sett, sófaborð, hornskápar, vegg- húsgögn o fl. Húsgagnavinniistofa Braga Eggertssonar, Smiðshöfða 13, Stórhöfðamegin. Sími 85180. Húsgagnasaia og viðgerðir. Seljutn bólstruð húsgögn og áklæði og innrammaðar myndir. Tökum alls konai húsgiign til viðgerðar. Vönduð liiina. Síini 22373. Bólstrun Jóns Arnasonar. Frakkastíg 14. Hjónarúm. Til sölu nýtt hjónarúm með nýju rúmteppi. Greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 75893. Smiðum húsgögn og innréttingar eftir binni ■hugmynd. Tökum mál og teiknum ef óskað er. Seljum svefnbekki, raðstóla og hornborifr á. verksmiðjuverði. Hagsmiði hf., Hafnarbraut 1, Kópavogi. Simi 40017. Góð skermkerra, Silver Cross, til sölu. Uppl. I sima 23681. Stór og góð barnakerra til sölu. Uppl. í síma 73931., Vel með farinn kerruvagn óskast. Upplýsingar I sima 15964. Barnaleikgrind óskast (rimla). Uppl. í síma 52592 og 92-3185. 1 Heimilistæki i Notaður ísskápur til sölu. Uppl. I síma 38209 til kl. 20 í kvöld. Isskápur—Fíat 127: Vil kaupa góðan og vel með farinn ísskáp. Á sama stað er til sölu grænn Fíat 127, árg. ’74. Uppl. í síma 10910 I dag og næstu daga. Stór fallegur amerískur Evercold isskápur til sölu. Uppl. í síma 36635 eftir kl. 5. Fatnaður Onotaður brúðarkjóll úr hvítu prjónasilki til sölu, stærð ca 40. Uppl. í síma 24918. '--------------> Fyrir ungbörn Óskaeftir aðkaupa skermkerru og barnaleikgrind. Uppl. í síma 72865. Silver Cross barnavagn sem nýr til sölu. Uppl. 1 sima 84383. Dýrahald i Fiskabúr með öllu tilheyrandi til sölu. Uppl. í síma 37727. I Hljómtæki i TII sölu lftið notað stereosett, Dual sambyggður 30 vatta magnari og plötuspilari ásamt tveim 60 vatta Dynaco hátölurum. Vero kr. 120.þúsUppl. I sima 52067. Stereo magnari og plötuspilari án hátalara til sölu. Uppl. I sima 25706. Hljóðfæri í Píanó eða píanetta óskast til kaups. Uppl. 1 síma 51418.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.