Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAl 1976. íþróttir Iþróttir íþróttir þróttir Sigur Hollands í báðum leikjunum við Belgíu! Þrátt fvrir að Belgar hefðu eins marks forustu á Hollendinga eftir fvrri hálfleik í síðari leik landanna i Evrópukeppni lands- liða í Brussel á laugardag stóðu þó Hollendingar uppi i lokin sem sigurvegarar i leiknum, 2-1. Sigruðu þeir því Belga í báðum leikjunum í áttaliða-úrslitunum — samanlagt 7-1! — Ahorfendur í Brussel á laugardagskvöld voru aðeins 25 þúsund — kannski skiljanlegt að þeir væru ekki fleiri eftir stórsigur Hollendinga, 5-0, í fvrri leik iandanna. Það var hinn ungi markvörður Belgíu, Jean Marie Pfaff frá Waregem, sem átti mestan heiður af forustu Belga í leikhléi — varði snilldarlega í fyrri hálf- leiknum, einkum frá Neeskens og van Hanegem. Hann var einn af fimm nýliðum í belgíska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleik kom eftir aukaspyrnu. Rene van der Eycken renndi knettinum til félaga síns í FC Brugge, Roger van Gool, sem spyrnti knettinum í mark án þess Piet Schrijvers í marki Hollands hefði möguleika á að verja. Holland hefði þó átt að vera búið að ná forustu áður. Marice Maertens handlék knöttinn í vítateig, og dæmd var vítaspyrna á Belga. Neekens spyrnti framhjá — illilega. Það var á sjöundu mínútu. Hollendingum tókst að jafna á 63. mín. Andrie van Kraay og Johan Cruyff léku i gegnum belgísku vörnina og Rep skoraði. Vörn Belga opnaðist oft mjög illa í leiknum. Fimmtán mín. síðar skoraði Cruyff sjálfur sigurmark Hollands — kom knettinum fram hjá Pfaff að því er virtist úr von- lausri stöðu, en belgíski mark- vörðurinn virtist þá vera farinn að þreytast eftir miklar sóknarlot- ur Hollands. Þótt hollenzku leikmennirnir sýndu flestir frábæra knatt- spyrnu varð leikurinn þó mikil vonbrigði fyrir Robby Rensen- brink, sem leikur með belgiska liðinu Anderlecht (Brussel) og var aðalmaður þess liðs í úrslitum Evrópubikars bikarhafa á dögunum. Hann kom varla við knöttinn í leiknum og eina skot hans á mark fór langt fram hjá. Island leikur við Belgíu og Hol- land í september — í Reykjavík — og við skulum því líta á liðs- skipunina á laugardag. Belgía — Pfaff (Waregem), Renquin (Standard), Dalving (Lokeren), Martens (Molenbeek), van Binst (Anderlecht), Julii ’ Cools (FC Brugge) van der Elst (Ander- lecht), van der Eycken FC Brugge), van Gool (FC Brugge), Verheyen (Lokeren), Wellens (Molenbeek). — Þeir Pfaff, Wellens, van Gool og van der Eycken léku sinn fyrsta landsleik — en þetta var fyrsta landsliðið sem nýi landsliðsþjálfarinn hjá Belgíu. Gau Thvs, valdi. — Vara- menn voru Piot (Standard), Leekens (FC Brugge). Mille- camps (Waregem) og Delesie (Waregem). Holland — Schrijvers (Ajax), Kroll (Ajax), Suurbier (Ajax), Rijsbergen (Fejenoord), Kraay (PSV), Hanegen (Fejenoord), Kerkhof (PSV), Neeskens og Cruyff (Barcelona), Rensenbrink (Anderlecht) og Johnny R'ep (Valencia). — Varamenn Jan Ruiter (Anderlecht), Meutstege (Sparta), Jan Peeters (Twente). Guðmundur Þorbjörnsson á þarna t höggi við Helga Helgason í leik Víkings og Vals. Það var ekki fyrr en Helga var vísað af velli að Guðmundi tókst að skora. DB-mynd Bjarnleifur. Allt hrundi þegar Helga var vísað af leikvelli! — og Valur sigraði Víking 3-0 íl.deild IÐNAÐARMENN wlltCe FREE WiTH AIL GOLDBLATT TILE SAWS Adjustabie ftip Ouaí AdjustaDÚ 90« Anfcle Guide DESIG.NEÐ m USE WITH COST CUTTER BLADES BELQW. (!»*** INSTANTt-Y AÖJUSTABLE SLÍÖING TRAY Hcfum aftur fyrirliggjandi 8"-10"-14" flísasagirnar vinsœlu Ódýrar — Handhœgar Einnig litlar ódýrar gólfslípivélar Leitið upplýsinga G. ÞORSTEINSSON 0G J0HNS0N HF. Ármúla 1, sími 8-55-33 Valur vann ákafiega þýðingar- mikinn sigur í 1. deild tslands- mótsins í knattspyrnu á laugar- dag þegar liðið lagði að velii Reykjavíkurmeistara Víkings 3—0 á hinum nýja grasvelli í Laugardai. Valsmenn verðskulduðu sigur- inn í blíðunni á laugardaginn, þó sigur liðsins hafi ef til vill verið f stærsta lagi. öll mörk leiksins komu á síðustu 17 mínútum leiks- ins — Víkingsliðið hreinlega féll saman á síðasta stundarfjórðungi leiksins, eftir að Hermann Gunnarsson hafði skorað glæsi- legt mark á 28. mínútu eftir góða sendingu Guðmundar Þorbjörns- sonar fyrir markið. Skömmu síðar rak tauga- slappur og óöruggur dómari leiks- ins, Grétar Norðfjörð Helga Helgason, miðvörð Víkings af leikvelli eftir að Helgi hafði lent í samstuði við Alexander Jóhannes son. Alexander sparkaði í Helga, sem missti stjórn á skapi sínu og sparkaði til Alexanders. Grétar sýndi Helga gula spjaldið en eitt- hvað var Helgi óánægður og skipti engum togum að Grétar vísaði Helga af velli. Ástæðulaust að flestra mati. Eftir þetta atvik var nánast aðeins eitt lið á vellinum. Valur. Valsmenn sýndu skemmtilega samleikskafla enda fyrirstaðan lítil hjá 10 Víkingum. Tvívegis fyrir leikslok máttu Víkingar hirða knöttinn úr eigin netmöskv- um. Guðrnundi Þorbjörnsyni var brugðið innan vítateigs og Atla Eðvaldssyni urðu ekki á nein mis- tök úr vítinu. Síðara markið var fallegt. Hermann Gunnarsson fékk fallega sendingu frá Kristni Björnssyni og gaf vel fyrir þar sem Guðmundur Þorbjörnsson var til staðar og skoraði af stuttu færi, 3—0. Góður sigur Valsmanna í höfn. Þetta var fyrsti leikurinn sem Víkingur tapar a keppnistima- bilinu undir stjórn þjálfara síns Billy Haydock. Víkingar voru óvenju daufir í leiknum, það var rétt f.vrsta stundarfjoi ðung í.vrrt hálfleiks sem verulega kvað að þeim en þá sköpuðu þeir sér lfka þrjú góð tækifæri, það bezta er unglingalandsliðsmaðurinn Har- aldur Haraldsson átti góðan skalla rétt yfir. Eftir það náðu Valsmenn betri tökum á leiknum án þess að ógna verulega. Sama gerðist í byrjun síðari hálfleiks, Víkingar pressuðu og Óskar Tómasson fékk gott tæki- færi en var of seinn og skot hans fór í varnarmenn. Eftir það fór að kveða meir að Valsmönnum. Þeir náðu betri tökum á miðjunni en það var þó ekki fyrr en á 28. mínútu síðari hálfleiks að markið kom og eftir það opnuðust allar flóðgáttir hinnar sterku Víkings- varnar, enda nýttu Valsmenn kantana vel. Um það er engum blöðum að fletta — Valur verðskuldaði sigur á laugardaginn. Greinilegt er að Valsmenn verða með í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn í sumar. Lið Valsmanna er ákaf- lega heilsteypt. Sókn liðsins er beitt með þá Hermann Gunnars- son og Guðmund Þorbjörnsson sem aðalmenn vel studda af Albert Guðmundssyni. Miðjan er sterk, á laugardag var Atli Eðvaldsson sterkur og eins kom Kristinn Björnsson vel frá leikn- um ásamt Bergsveini Alfonssyni. Ýmsir óttuðust að vörnin yrði veikasti hlekkur liðsins —en á laugardaginn var hún þétt og gaf sóknarmönnum Víkings lítið rúm. Víkingar áttu á laugardaginn slakan leik — mikill munur á liðinu sem vann Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum, þegar Valsmenn náðu vart að komast fram yfir miðju. Miðju- menn liðsins brugðust gjörsam- lega, sáust varla í leiknum. Vörnin var sterkasti hluti liðsins — allt þangað til miðvörður liðsins. Helgi Helgason var rekinn af velli. Greinilegt er að veikust er sókn liðsins. Öskar Tómasson barðist vel en hann má sín lítils einn. Liðið saknar Stefáns Halldórssonar, sem er meiddur. I hans stað hefur unglingalandsliðsmaðurinn Haraldur Haraldsson leikið og þó hann geri margt laglegt þá er hann ekki miðherji, enda hans staða tengiliður. h halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.