Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.05.1976, Qupperneq 12

Dagblaðið - 24.05.1976, Qupperneq 12
12 /■ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MAl 1976. | Staða Dagblaðsins á f/KcBrleiksheimilinuff um áramótin: Dagblaðið átti nœrri þrjár miíljónir hjá Blaðaprenti Eins og neðanskráðar fundargerðir stjórnar Blaðaprents hf. bera með sér hefur Blaðaprent hf. engan bakkröfurétt til viðbótar-auka-álags frá Dagblaðinu fyrir viðskipti á síðasta ári. Það er hins vegar Dag- blaðið, sem á bakkröfu- rétt til endurgreiðslu á aukaálagi fram til 1. desember 1975, þegar 50% álagið tók gildi. Nemur sá upphœð nœrri þremur milljónum króna og verða gerðar ráð- stafanir til að innheimta hana. A fundinum 29. ágúst var ekki ákveðið neitt ála'g, né „deponering," þar sem Dag- blaðið samþykkti gerðardóm- inn. Á fundinum 8. október var ákveðið 50% álag, en á næsta fundi, 15. október, var þeirri ákvörðun frestað um viku. Sú ákvörðun var loks tekin 19. desember og látin gilda aftur fyrir sig til. 1. desember. Sú endurskoðun, sem þar er getið, fór ekki fram á tilskildum tfma, fyrir 20. janúar 1976, og engin viðleitni höfð í þá átt af „endurskoðunarsinnum". Það er fyrst 19. maí, sem þeir kynna hin nýju sjónarmið sín og höfðu þá legið í tvo mánuði með til- búið uppkast að ársreikningi frá endurskoðanda, en þar kemur fram, að skuld Dagblaðs- ins var aðeins 189.021 kr. Það er einnig sú hin sama tala, sem færð er á viðskiptamannareikn- ing Dagblaðsins í endanlegum ársreikningi „endurskoðunar- sinna“. Þar er bakkrafan færð sérstaklega án sérstakrar tilvís- unar til Dagblaðsins, svo að ekki er mikil vissan um málstað þeirra. Þar sem Dagblaðið borgaði rúmlega 30% álag frá upphafi prentunar i Blaðaprenti til 1. desember, þegar 50% álagið tók gildi, án þess að um það liggi fyrir neinar samþykktir stjórnar Blaðaprents, er það álag ógilt og endurkröfuhæft. Á þessum tima batnaði rekstrar- staða Blaðaprents um rúmar tvær milljónir króna og kemur það fram í yfirlitum endurskoð- anda, sem lögð voru fram á stjórnarfundi 19. desember og enginn stjórnarmanna mót- mælti. Gerðardómur Ur fundargerð stjórnar Blaðaprents 29. ágúst 1975 (Ályktun fulltrúa Alþýðublaðs- ins, Timans og Þjóðviljans): „Með því að ekki verður talið, að réttur hvers hlutabréfa- flokks í Blaðaprenti sé til að prenta tvö dagblöð samkvæmt hinni sérstöku gjaldskrá, sbr. 18. grein samþykkta félagsins, ákveður stjórn Blaðaprents hf. að gefa c. hlutabréfaflokki til bráðabirgða kost á að njóta við- skiptakjara 18. greinarinnar fyrir bæði blöðin, Vísi og hið nýja dagblað, enda samþykki þau eitt af tvennu: A. að skipa hvort úm sig einn fulltrúa í þriggja manna gerðardóm, þar sem farið yrði fram á, að Hæsti- réttur skipaði oddamann. en „Aftökusveit“ meirihluta stjórnar Biaðaprents kemur af fundi hjá Vísismafiunni, ásamt lögfræðilegum ráðunauti sinum. gerðardómur þessi kvæði á um það innan fjögurra vikna, hvort dagblaðið ætti rétt á að njóta hinna sérstöku viðskiptakjara, 18. greinarinnar. B. að deponera eða leggja fram tryggingar fyrir mismuninum á hinni sérstöku gjaldskrár- greiðslu og útsölutaxta, þar til úr því verði skorið með sam- komulagi eða dómi, hvort dag- blaðið eigi rétt á að njóta viðskiptakjara 18. greinar- innar.“ Álag samþykkt ÍJr fundargerð stjórnar Blaðaprents 8. október 1975: „Kristinn Finnbogason lýsti til- lögu sinni um prentun Dag- blaðsins þess efnis: A. Að Dag- blaðið greiði 70% álag á taxta annarra blaða fyrir prentun í Blaðaprenti þar tii gerðar- dómur fellur. B. Að Dagblaðið sé ekki prentað daglega í stærra broti en 20 síður eins og gert var ráð fyrir, er prentun þess hófst. Um þetta urðu miklar umræður og lagði Eiður Bergmann fram svohljóðandi tillögu: Þar sem hin mikla aukning á útgáfu síðdegisblað- anna hefur orsakað óeðlilegt álag á prentsmiðjuna, neyðist Blaðaprent hf. til að takmarka útgáfu þeirra við 120 síður á viku hvort blað með mest 24 síður á dag. Blöðunum er frjálst að fella niður laugar- dagsútgáfur án minnkunar á útgáfumagni vikunnar. Ákvörð- un þessi gildi frá mánudegi 13. október 1975, þar til úrskurður hefur fallið um vinnslurétt Dagblaðsins og Vísis í Blaða- prenti. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu atkvæði Jónasar Kristjáns- sonar. Ennfremur, að meðan Dagblaðið er prentað í Blaða- prenti greiði það 50% álag á prentunartaxta Þjóðviljans, Alþýðublaðsins og Tímans, þar til gerðardómur fellur. Jafn- framt, að falli gerðardómur Dagblaðinu í vil, hlutist Blaða- prent til um, að álag þetta verði endurgreitt blaðinu. Tillaga þessi hlaut sömu afgreiðslu og fyrri tillagan, nema hvað Jónas Kristjánsson studdi síðari hluta síðari tillögunnar." Álagi frestað Ur fundargerð stjórnar Blaðaprents 15. október 1975: ,;Vegna gefins tilefnis sam- þykkir stjórn Blaðaprents hf. að fresta um eina viku að láta koma til framkvæmda ákvörðun siðasta fundar um álag það á prenttaxta dagblað- anna, sem Dagblaðið hefur greitt umfram það, sem tíðkazt hefur frá því að Dagblaðið hóf prentun í Blaðaprenti, Einnig að fresta um eina viku að prentunarmagn hvors síðdegis- blaðs sé 120 síður á viku, sbr. síðustu fundargerð.“ Endanleg ákvörðun Úr fundargerð stjórnar Blaðaprents 19. desember 1975: „Samþykkt, að Blaðaprent hf. taki 50% álag á prentunartaxta annarra dagblaða í Blaðaprenti hf. fyrir prentun Dagblaðsins frá 1. desember 1975 að telja. Þessi ákvörðun verði endur- skoðuð, er uppgiör ársins liggur fyrir og nánari upplýs- ingar um kostnað við prentun Dagblaðsins liggja fyrir, þó ekki síðar en 20. janúar nk. Samþykkt þessi var gerð í fram- haldi af samþykkt stjórnar- innar frá 15. október sl.“ Svefninn langi Úr bókun Sveins R. Eyjólfs- sonar á stjórnarfundi Blaðaprents hf. 19. maí 1976: „Þá vill undirritaður fara nokkrum orðum um hugmyndir fulltrúa A, B og D flokks hluta- bréfa í Blaðaprenti hf. í sam- bandi við bakreikninga vegna vinnslu Dagblaðsins í Blaðaprenti hf. Endurskoðandi sendi stjórnarmönnum uppkast að ársreikningi fyrir Blaða- prent hf. um miðjan marz síðastliðinn. Kom þar fram að samkvæmt bókum Blaðaprents hf. skuldaði Dagblaðið kr. 189.021,00 um sl. áramót. Upphæð þessi stemmdi við bókhald Dagblaðsins og við af- stemningu á þeim reikningum, sem Dagblaðið hafði fengið frá Blaðaprenti hf. Enginn sam- stjórnarmanna minna hefur haft við mig sem formann Blaðaprents hf„ eða fram- kvæmdastjóra Dagblaðsins, samband um þetta mál eða tilkynnt mér vilja sinn til að hækka þessa tölu. Nú benda samstjórnarmenn mínir á, að endanleg. skuldfærsia hali ekki farið fram á Dagblaðið fyrir prentvinnu við Dagblaðið og vitna í stjórnarbókanir í því sambandi. Ég vil því benda á, að hér hefur verið sami háttur á hafður sem i sambandi við bakkröfur á Hilmi hf„ að stjórnarmenn og núverandi framkvæmdastjóri hafa ekki kynnt sér bókanir stjórnar- funda félagsins nægilega vel áður en þeir taka ákvörðun um meðhöndlun mála. I stjórnar- fundargerð frá 19. des sl. kemur fram að stjórnin hefur samþykkt að endurskoðun á gjaldskrá fyrir Dagblaðið, sem á þeim fundi var ákveðin 50% ofan á gjaldskrá hinna blaðanna frá 1. des. 1975, skyldi fara fram eigi síðar en fyrir 20. janúar sl. Gilti það að sjálf- sögðu bæði til hækkunar sem og til lækkunar. Eins og tráiíl kemur hér á undan hafa stjórnarmenn legið með upp- kast endurskoðanda að árs- reikningi fyrir félagið í meira en tvo mánuði og hefur enginn tilkynnt Dagblað- inu að til stæði slík endur- skoðun á gjaldskrá þess, þegar það var unnið hjá Blaðaprenti hf. Er augljóst að þessi krafa kemur allt of seint fram nú er Dagblaðið hefur lokið sínu uppgjöri fyrir árið 1975. Vil ég í þessu sambandi benda á upplýsingar framkvæmda- stjóra, sem fram koma í bókun minni frá síðasta stjórnarfundi, en þar hafði hann géfið þá skýringu á að ekki fékkst sam- staða um að halda stjórnarfund i félaginu svo vikum skipti, að fulltrúar Tímans og Þjóðviljans hefðu neitað að mæta. Hefði þeim þó verið í lófa lagið að mæta á stjórnarfundi til að kynna sjónarmið sín í þessum málum þannig að tími hefði gefizt til að ná samstöðu um ársreikning fyrir félagið áður en allir framtalsfrestir rynnu út. Það er augljóst af ofangreindu að í þeirri uppstillingu af ársreikningi, sem hér er lögð fram og mér var send af endurskoðanda sl. laugardag, koma fram óákveðnir tekjupóstar, svo ekki sé fastar að orði kveðið, sem alls ekki er hægt að sætta sig við. Þess vegna mun undirritaður ekki undirrita ársreikninginn nema með tilvitnun til þessarar bókunar um afstöðu sína til uppgjörsins. Sveinn R. Eyjólfsson." -JK

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.