Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 3
I)A(;HI,AÐ1Ð. MANUUAIíUK 24. MAl 1976. 3 Víkingaferðin í vesturheim: HVAÐ UM FULLTRÚA ÞESS ÞJÓÐFÉLAGS ER LEIFUR EIRÍKSSON SPRATT UPP ÚR? Sjómaður hringdi: „Nú skal höggva í sama knérunn og fyrir tæpum þúsund árum. Vaskir og valin- kunnir menn fara með víkinga- skipinu Leifi Eiríkssyni í „landafundinn mikla hinn síðari". Hinir vösku og valinkunnu menn munu ferðast alskeggjað- ir upp Hudsonfljót i Bandríkjunum í tilefni 200 ára afmælishátíðar fullveldis Bandaríkja Norður-Ameríku. Þeir munu koma víða við og ef að líkum lætur mun ferð þeirra hljóta mikla eftirtekt. Þess vegna voru sjö vaskir og valinkunnir menn valdir til fararinnar. Þeir eru Viggó Maack, sem verður skipstjóri, Sigurður A. Magnússon, Sveinn Sæmundsson, Kjartan Mogen- sen, Hinrik Bjarnason. Auk þessara víkinga munu Reykja- víkurborg, utanríkisráðuneytið og Blaðamannafélag tslands ætla sér sína fulltrúa i þessari skemmtilegu og frumlegu ferð. Allt klappað og klárt! Góðir fulltrúar íslenzku þjóðarinnar hljóta hnossið. Þeir munu koma fram með atgeir í hendi í hinni miklu heimsálfu I vestri — hinni miklu heimsálfu sem Leifur Eiríksson, bóndinn og sjófarandinn frá eyjunni fögru langt norður í höfum, fann fyrir tæpum þúsund árum. Hvað þá um fulltrúa þess þjóðfélags sem Leifur Eiríks- son kom frá? nefnilega sjómenn og bændur. Eiga þær stéttir sér enga fulltrúa? Hvað um bóndann, hendur hans erja hina sömu mold og forfeður okkar gerðu fyrir þúsund árum? Á hann ekki sinn fulltrúa? Hvað um sjómanninn er sækir fisk á hin sömu fiskimið og forfeður okkar gerðu fyrir þúsund árum? Á hann ekki sinn fulltrúa? Gleymdust þessar stéttir? Eða er eins og svo oft áður, þær afla þjóðinni lífsviðurværis sem aðrar stéttir þjóðfélagsins byggja á og njóta góðs af? Hin íslenzka embættis- manna- og skrifstofustétt velur hina vösku og valinkunnu fulltrúa og auðvitað koma þeir úr röðum embættis- og skrif- stofustéttanna. Nefnilega skrif- stofuþrælar er verðlauna sjálfa sig með víkingaferð á fullum launum!“ Leifur Eiríksson, hinn mikli landafundamaður, sprottinn upp úr islenzku sjómanna- og bændaþjóðfélagi. Vikingaskipið Leifur Eiríksson kiýfur úthafsöiduna fyrir þöndum seglum. Þjóðin verður að veita ríkisstjóm Geirs aðhald í landhelgismálinu! Matthías Gunnarsson skrifar: „Þrátt fyrir hótanir Nimrod njósnavélarinnar á dögunum um að skjóta á Ægi hefur ríkis- stjórnin sýnt dæmalaust þrek- leysi og ákveðið að senda utan- ríkisráðherra á fund NATO til þess að skála með NATO- kollegum sínum, kollegum er ótvírætt brugga íslenzkri þjóð launráð. Rikisstjórnin átti að sýna kjark og festu og hafna þátttöku í NATO-fundinum. Þannig hefði málstaður okkar vakið mun meiri athygli en annars og NATO-ríkin alvar- lega hugsað sinn gang. Eitt blaða þjóðarinnar, Morgunblaðið, stendur þó fastan vörð um málstað Breta, ef marka má fréttaflutning og leiðara blaðsins. Eins er hið dæmalausa viðtal við Geir Hallgrimsson í brezkum fjöl- miðli ljóst dæmi um undan- sláttarstefnu ríkis- stjórnarinnar. Þar lýsir hann því yfir að hefja megi samningaviðræður. Flotinn fari út fyrir en varðskipin murti láta togarana nokkurn veginn af- skiptalausa á meðan. Komi varðskip að togara þá hífi hann svona rétt til málamynda á meðan varðskipið siglir fram hjá. Hvað kalla menn slikt? — þetta er auðvitað ekkert annað en undanhald. Ríkisstjórnin vill losna við landhelgismálið, þá getur hún sofið værar. En auðvitað gerir ríkis- stjórnin ekkert slíkt! Þjóðin leyfir henni það ekki og mikilvægt er að þjóðin haldi vöku sinni og veiti ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar aðhald — þess er vissulega þörf. Haldi þjóðin vöku sinni er sigurinn vís, sigurinn verður okkar." OHEMJU gall abuxn aúrv al Auk þess minnum við á nýkomnar jersey skyrtur og denimvestin margrómuðu **. sn sS 48 V/ LAUG/WEGUR II BANKASTRÆTI ®-14275 &-21599

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.