Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MAÍ 1976. 15 X; Boi 1m má gaí lúflend- körfu! — Samþykkt á ársþingi Körfuknattleiks- sambandsins um helgina. Páll Júlíusson kjörinn f ormaður í stað Einars Bollasonar mark væri skorað. A DB-mynd Bjarnleifs að ofan sækir knötturinn í stöngin kom Loga markverði til bjargar og knötturinn hrökk úr henni í marki ÍA ið dœmt af í A í Kaplakrika 0-0 í 1. deild fyrr en síðar í sumar. Hjá FH var Ólafur Dan. beztur — og Janus Guðlaugsson var sterkur í vörn- inni. Lið FH er jafnt og eftir þessi úrslit í gær er maður hissa á stór- tapi liðsins gegn ÍBK í fyrsta leik mótsins. Skagaliðið er ekki hið sama og i fyrra og munar þar mestu að Jón Alfreðsson leikur ekki með. Framlínan var ósköp bitlaus yfirleitt — landsliðsmenn- irnir ekki í „stuði” — helzt að Karl Þórðarson kæmi einhverju spili f gang. Hann var bezti maður lA ásamt Davíð markverði. Þröst- ur Stefánsson var drjúgur sem framvörður — og Björn og Jón Gunnlaugsson þéttir fyrir i vörn- inni, Eysteinn Guðmundsson var góður dómari leiksins — og ákveðinn. Áhorfendur voru honum erfiðir — voru innan girð- ingar við hlaupabrautina, en Ey- steinn lét s.h. ekki hefjast fyrr en þeir voru komnir á sinn rétta stað. — h.sím. Arsþing Körfuknattleikssam- bands Islands var haldið um helg- ina og bar margt til tíðinda þó auðvitað beri hæst bann þingsins á innflutningi leikmanna til landsins. Körfuknattleiksmenn settu reglur um innflutning manna til að leika með íslenzkum félagsliðum. Þar kveður svo á, að leiki útlendingur með íslenzku félagsliði verði hann að hafa búið I landinu í að minnsta kosti 6 mánuði. Auðvitað jafngildir þetta engu Fjögur stig hjá ÍBV! Vestmannaeyingar hafa farið vel af stað í 2. deildinni í ár — sigrað í tveimur fyrstu leikjum sinum. A laugardag sigruðu Vest- mannaeyingar lið Völsungs frá Húsavik 2-0. Vestmannaeyingar höfðu yfir- burði í leiknum, spiluðu ágætlega úti á vellinum. Boltinn var látinn ganga á milli manna og ágæt tækifæri sköpuðust. Eru Vest- mannaeyingar ánægðir með leik sinna manna. mun meira spil er í liðinu en í fyrra. En hið unga lið Völsungs var fast fyrir, vörnin sterk. Þrátt fyrir að Völsungur ætii í vök að verjast sköpuðu norðanmenn sér ágæt tækifæri. Hörkuskot varði Arsæll naum- lega í horn og eins varð Arsæll vel þegar einn leikmanna völs- ungs komst einn inn fyrir vörn ÍBV. örn Óskarsson skoraði fyrra mark ÍBV á 20. mínútu og það var ekki fyrr en á 75. mínútu að tókst að bæta við öðru marki, Valþór Sigþórsson skoraði. Eftir það var nánast eitt lið á vellinum, ÍBV. Þó urðu mörkin ekki fleiri en greinilegt að iBV stefnir á topp 2. deildar. Ahorfendur voru á milli 3 og 400. RS/h.halls öðru en banni, þvi ekki halda félög uppi leikmanni hér í 6 mán- uði áður en hann fær að leika. Miklar deilur voru um þetta og féllu atkvæði „bannmönnum” 22:16 í vil. Það voru Framarar, ÍR-ingar og Njarðvíkingar, er stóðu fast að baki þessari tillögu. Það sem gerði gæfumuninn var að Breiðabliksmenn og Valsmenn voru ekki með fulltrúa á þinginu. Hins vegar geta Ármenningar og KR-ingar notað Rogers og Trukk- inn þar sem þeir hafa dvalið lengur en 6 mánuði á landinu. Nokkurs konar stjórnarbylting var gerð í stjórn KKl. KR-ingar sem hafa verið atkvæðamiklir í stjórninni eiga nú engan fulltrúa. Stjórn KKÍ skipa nú: Páll Júlíusson formaður, Bogi Þor- steinsson, Birgir örn Birgis, Haukur Hannesson og Guðni Guðnason. Hin nýja stjórn fær nóg af verkefnum. Fyrir liggur að skuldir sambandsins eru 3 millj- ónir. Það er geypipeningur fyrir ekki stærra samband en KKÍ. h.halls. Evrópumet Wolfgang Schmidt, Austur- Þýzkalandi, setti nýtt Evrópumet í kringlukasti á móti í Köln á föstudag. Kastaði kringlunni 68.60 metra — en það er 20 sm. betra en Evrópumet Ricky Bruch, Svíþjóð. Heimsmethafinn Mac Wilkins, USA, varð annar með 67.22 m. Jean Michel Bellot setti nýtt, franskt met í stangarstökki á laugardag í París. Stökk 5.46 metra, en eldra metið átti Francois Tracanelli, 5.42 metra, sett í ágúst 1973. Á sama móti náði Karl Heinz Riehm 3ja bezta árangri í sleggjukasti frá upphafi — kastaði 78.52 metra. Heimsmetið á landi hans Walter Schmidt 79.30 m. og Yri Sedykh, Sovétríkj- unum, hefur kastað 78.86 m. Gott oð vera ekki í riðli með íslendingum í HM! Svíar höfðu mikinn áhuga á landsleik Noregs og islands sl. miðvikudag í Osló, þar sem Svíar eru í sama riðli og Norðmenn í heimsmeistarakeppninni. Margir sænskir blaðamenn voru því á leiknum I Osló — og greinar þeirra eru allar á einn veg. Mjög íslandi í hag — en hins vegar skrifa þeir um að Norðmenn eigi við mikil vandamál að stríða með landslið sitt. Eftir landsleik Svía og Dana á dögunum skrifuðu norsku blöðin, að það yrði létt hjá Norðmönnum í HM-riðlinum. Leikurinn við ísland breytti þar þó öllu. En snúum okkur að sænsku blöðunum. Alls staðar kemur fram, að íslenzka liðið hefði verð- skuldað sigur gegn Norðmönnum — jafnvel stærri — en leikurinn hafi jafnframt verið lélegur á lélegum velli. „tslendingar voru hættulegir allan leikinn og eftir það, sem þeir sýndu þarna í Osló er gott að við erum ekki I sama riðli og þeir“, skrifar Bobby Byström.1 „Kannski hafa Norðmenn van- metið íslenzka liðið — en leikur þeirra var svo slakur, að sænska liðið var ekki einu sinni svo lélegt í tapleik sínum gegn Norðmönn- um,“ skrifar Byström ennfremur. íslendingar voru með þrjá at- vinnumenn í liði sínu ,og þessir þrír báru af á vellinum — með Ásgeir Sigurvinsson sem bezta mann í leiknum segja Svíarnir. | Nci. 7g Irui þér rkki. 1.r sá ;») tiún ktiin »r t)ási j þínu og þú cltir hana. . . og svo scgir þú mcr r að þú þckkir ] [ntu.nV^r '--luum ckki. A______gcfa \ xkyii'.' 'Aö ci? <‘r oröin |>rt*y11 á Jx*ssu ollu! Viö a*tluöum aö fara aö ^il’ta okkur })cjíar |)ú j á hciinskulct»an hátt ákvaöst að fara í_____________ k •.. r....\. i.... K»g nú finn cg |>i^ cltandi stúlku scm þú scgist ckki þckkja. Hvcrn crt þú aö blckkjaj^ ~ csíí.u\s Holland — Þýzkaland í úrslitin? — í Evrópukeppni landsliða Það verða Tékkóslóvakía, Holland, Júgóslavía og Evrópu- og heimsmeistarar Vestur- Þýzkalands, sem leika í úrslita- keppninni í Evrópumóti landsliða í Júgóslaviu i næsta mánuði. Dregið hefur verið um það hvaða lönd leika saman I undan- úrslitum og varð niðurstaðan þannig: Tékkóslóvakía — Holland Júgóslavía — V-Þýzkaland Sigurvegararnir i undanúrslita- leikjunum leika svo um Evrópu- meistaratitil landsliða í Belgrad — en liðin sem tapa um þriðja sætið. Það gæti því svo farið, að um endurtekningu yrði að ræða frá HM 1974 — úrslitaleikur Hollands og V-Þýzkalands. Það verða þó erfiðir leikir, sem þessi lönd eiga i undanúrslitunum — einkum þó Þjóðverjarnir þar sem Júgóslavar leika á heimavígstöðv- um. Þrír sigrar — þrjú töp Frá Símoni Simonarsyni Monte Carlo íslenzka sveitin á Olympiu- mótinu vann 3 leiki — tapaði 3 í 6 síðustu umferðunum i Monte Carlo. í 40. umferð vann island Mexíkó 16-4. Ásmundur, Hjalti, Guðmundur og Karl spiluðu. GK og við Stefán spiluðum við Panama, tap 0-20, en efstu þjóðina Braziliu, unnum við Stefán, Ásmundur og Hjalti 13-7. Sömu menn spiluðu við Spán — tap 4-16. GK og AH spiluðu tvo síðustu leikina. Unnu ísrael 12-8, en töpuðu 8-12 fyrir Austurriki. í miðjum leik okkar við Brazilíu sagði þekktasti spilari þeirra Chagas allt í einu við okkur Stefán „Farðu til helvitis" á hreinni íslenzku — og skellihló svo. Þetta hafði Jakob Möller kennt honum á Olympiumótinu 1968 og Chagas mundi orðin. Fann þarna i leiknum, að farið var að halla undan fæti — en gleði Brazilíumanna eftir að þeir höfðu sigrað á mótinu smitaði út frá sér. Sjá nánar bls. 17 um úrslit mðtsins., Þrumuveðrið hvarf í skugga leiksins — þegar Þjóðverjor unnu Spónverja 2-0 Heimsmeistararnir i knatt- spyrnu og eins núverandi Evrópu- meistarar landsliða, Vestur- Þýzkaland, tryggði sér rétt í fjögra liða úrslit Evrópukeppni landsliða á laugardag, þegar V- Þýzkaland sigraði Spán 2—0 á Olympíuleikvanginum í Miinchen. Sigur V-Þjóðverja var aldrei í hættu og hinir tæplega 80 þúsund áhorfendur næstum gieymdu þrumuveðrinu, sem geisaði i síðari hálfleik. Vörn Þjóðverja var ákaflega þétt fyrir, þar sem Beckenbauer stjórnaði eins og marskálkur. Sóknarleikur liðsins var beittur þar sem Uli Hoeness og Klaus Toppmöller, sem Þjóð- verjar kalla hinn nýja Gerd Múller, voru ávallt hættulegir. En þrátt fyrir að Þjóðverjar hefðu sigrað örugglega voru Spánverjarnir hættulegir fyrstu 15 mínúturnar. Þá átti Enriqui Quini skot í slá, Þjóðverjar brunuðu upp og Uli Höness skoraði af stuttu færi. Síðar bætti Toppmöller við öðru marki og gulltryggði sigur heimsmeistar- anna. Þjóðverjar mæta Júgóslövum í undanúrslitunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.