Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAÍ 1976. leander sigldi ó okkur ó um 30 sjómflna hraða — segir Kristinn Árnason skipherra á Ver „Við fengum freigátuna Leander þarna á okkur miðja um klukkan fimm síðdegis á laugardag,” sagði Kristinn J. Arnason skipherra á varðskip- inu Ver í samtali við Dagblaðið i gærdag. „Við höfðum verið að lóna á Öræfagrunninu um 25 sjómílur sunnan við Ingólfs- höfða frá því um morguninn. Þarna voru tveir brezkir togar- ar að veiðum er við komum að þeim um morguninn. Þeir hífðu þegar upp er þeir sáu okkur en héldu kyrru fyrir. Síðar um daginn kom Leander til okkar og þá settu togararnir vörpurnar þegar út. Við stugguðum við þeim og þeir hifðu þegar upp aftur. Þeir biðu síðan í um klukkustund þar til þeir köstuðu aftur. Við sigldum þá að öðrum tog- aranum sem mun hafa verið Jachvita FD 159, og reyndum að klippa aftan úr honum. Það tókst því miður ekki. Leander kom þá að okkur og var með alls konar tilburði og æfingar en fékk ekkert að gert. Okkur á Ver tókst að hrista freigátuna af okkur og gerðum aðra atlögu við togarann. Kom ó fulíri ferð Er við vorum um það bil 50 metra frá honum kom Leander á fullri ferð, sem er um 30 sjómílur, og stefndi í bilið á milli okkar. Þegar freigátan kom i þetta mjóa bil beygði hún snögglega og stefndi á okkur miðja. Við beygðum þá þegar á bak- borða til að fá stefni freigát- unnar ekki á okkur miðja því að þá hefði hún lent langt inn i skipið. Leander skall síðan á okkur miðskips en með litlum halla þannig að áreksturinn fór betur en á horfðist á tímabili.” Flatti út klefa 3. stýrimanns. — Hvað með skemmdir á Ver? „Jú, Leander lenti kröftug- lega á siðunni á okkur og fletti byrðingnum. Skemmdirnar eru ekki alveg kannaðar enn þá, — einhverjar leiðslur fóru í sundur, einnig fór spilið hjá okkur og fremri gálginn. Stefnið á freigátunni lenti einnig inn í klefa 3. stýrimanns og fór alveg yfir hann. Ef stýri- maðurinn hefði verið í klefan- um hefði hann ekki haldið lífi en það voru sem betur fer allir uppi er ásiglingin varð og allir sluppu ómeiddir.” — Hvernig fór freigátan? „Hún slapp náttúrlega ekki ósködduð. Það kom gat á stefnið og einnig myndaðist heilmikil sprunga aftur eftir bakborðshliðinni. Ég býst við því að freigátan verði að fara til heimahafnar til að láta gera við þessar skemmdir.” — AT — Skemmdirnar á Ver. Hér á myninni stendur einn yfirmanna á Ver á miðjum rústunum. Sem betur fór tókst að víkja varðskipinu undan svo að freigátan lenti ekki eins kröftuglega á hliðinni. Þess skai getið að innan í stigvélunum neðst á myndinni var enginn maður. — Ljósmynd Mats Wibe Lund. — sextón óra menntaskólastúlka stökk í fallhlrf ífyrstasinn ó Sandskeiði „Það var enginn tími til að óttast,” sagði Sigrún Þórodds- dóttir, 16 ára gömul mennta- skólastúlka sem stökk tvívegis í fallhlíf á laugardagsmorguninn uppi á Sandskeiði. „Ég verð að viðurkenna að ég var anzi taugaóstyrk þegar ég átti að fara um borð í flugvélina, en á fluginu og eins þegar ég átti að kasta mér út var ég eins og dofin og taugaóstyrkurinn hvarf algjörlega.” Sigrún er systir Sverris kapp- aksturskappa og flugmanns Þóroddssonar, svo flugið hefur lengi verið sjálfsagður hlutur hjá fjölskyldunni. „A ieiðinni niður var mjög skemmtilegt, ég held að ég hafi aldrei óttazt neitt eftir að ég fór frá vélinni, fallhlffin opnaðist eins og tii stóð og lendingin heppnaðist vel, nema hvað ég gieymdi að hafa fæturna saman og ég er svolítið aum eftir hana en það lagast.” Sigrún stökk tvivegis þarna um morguninn og kvaðst hún vera að hugsa um að stökkva í framtíðinni ef sér gæfist kostur á því. Aðeins örfáar stúlkur hafa lagt þessa íþrótt fyrir sig til þessa en eflaust sækja konur á f þessu sem öðru eftir kvennaárið mikla. Það virðist hafa haft mikil Ihrif á ,,hið veika kyn" si-m liafnar eiginlega með öllu þeim titli núorðið. — JBP ENGINN TIMITIL AÐ OTTAST ' Sigrún i loftinu á 1 .-2. Londingin ekki sem verst. — 3.-4. AöstoAarmaAur kemur hlaupandi á staAinn, 5.-7. ..Ckki sem verst, get ég fariA aftur? —8. 10. DB-myndii Bjorgvin Pálsson. LÖGREGLAN UM HELGINA Lítið leggst fyrir suma kappa Ekki er hægt að segja að náungakærleikur ríki alltaf I samskiptum fólks á höfuð- borgarsvæðinu. Einstaka maður virðist vel geta hugsað sér að komast áfram i lífinu með því að stela frá náung- anum. Arbæjarlögreglan fékk tvö slík mál til meðferðar um helgina. A föstudaginn var stolið 8 pokum af áburði á hlaðinu á Korpúlfsstöðum. Þarna er alltaf einhver umferð vegna hringvegar sem hægt a er að fara. Einn vegfarandi virðist hafa kippt pokunum upp í bil sinn. Urtir hans munu því væntanlega vaxa vel af stolnum áburði. A laugardag var svo tilkynnt um stuld á tveim rúllum af gaddavfr frá sumarbústað að Elliðavatnsbletti 21. Lftið leggst fyrir suma kappa., —ASt. Braut 5 stórar rúður í olœði Fimm stórar rúður voru brotnar i sumarbústað rétt hjá Rauðhólum á laugardagskvöld- ið. Við rannsókn kom f ljós að þar hafði verið að verki ungur piltur er gisti eitt af mörgum tjöldum sem unglingar slógu upp í landi Vorboðans við Rauðhóla. Kom lögreglan þar oft og fór alit vel fram, utan þessa atviks. Pilturinn náðist, reyndist aliölvaður og iðraðist synda sinna eftir á. Honum var ekið heim til sin. —ASt. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.