Dagblaðið - 24.05.1976, Side 11

Dagblaðið - 24.05.1976, Side 11
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAI 1976. 1ÚSNÆÐI HEIMS Austur-Evrópu, en I þeim löndum fær IBM nú mjög góðan hljómgrunn með hugmyndafræði sfna. 3. „IBM á íslandi" Yfirlýst markmið: Almenn, jákvæð kynning á fyrirtækinu og þjónustu- greinum þess. Dulið markmið: Hér gefst gott tækifæri, til að ræða við valinn hóp stjórnenda um stöðu IBM hér á landi, kynna e.t.v. umdeilda þætti í rekstri þess (t.d. fjármagns- flutning úr landi, bókhalds- hagræðingar og samnings- aðferðir) og leggja áherziu á mikilvægi alhliða þjónustu. Sfðasta atriði er einnig nefnt á ensku „pack- age deal“ eða „bundled services", en IBM hefur á undanförnum árum sætt mikilli gagnrýni erlendis og orðið að hiíta dómsúr- skurði í Bandaríkjunum fyrir þess háttar viðskipta mál. 4. „Matur" Að sjálfsögðu á kostnað IBM. 5. „Forritunarmál" Yfirlýst markmið: Fræða menn um eðli og eiginleika forritunarmála (tölvumála). Dulið markmið: Gefa mönnum góð „ráð“ Landhelgin og „vinir" okkar Hvað eru orð innantóm og hvað stuðningur f reynd? Stuðningsyfirlýsing þings Norðurlandaráðs er góðra gjalda verð, en liklega má samt þakka hana þvf, að þvfsa þingi mun ekki hafa þótt við hæfi að styðja tillögu eða yfirlýsingu sem Finn Gustavsen og fleiri róttækir vinstri menn höfðu uppá vasann. Þetta varð til þess að forsætisnefndin flutti aðra yfirlýsingu, sem alkunn er.— En „rokkarnir eru þagnaðir“ um sinn og stuðningur frænda og vina nokkuð beggja blands. Einhverjir fulltrúar dana mót- mæltu harðlega og skrif danskra blaða ýmist með eða móti íslendingum og ekkert við þvf að segja. Frá svíum heyrist fátt. Afstaða norðmanna skiptir mestu, og þar gefa stjórnmála- mennirnir tóninn. Hátíðlegt tal um norræna samvinnu er best að taka ekki alltof alvarlega, þvf „skrif- finnska og ræðuhöld virðast oft á tfðum skipta meira máli en raunhæfur árangur” segir Ellert B. Schram alþm. f Dag- biaðinu nýlega, en af öðru til- efni. Ivar Eskeland svaraði fyrir nokkru greinum tveggja norð- manna háttsettra um fiskveiði- deiluna, en þeir herrar lýstu eindregnum stuðningi við mál- stað breta. „Og gleymum þvf ekki að bretar hafa réttinn sfn megin” fullyrðir annar þessara frænda okkar. „Hvaða rétt?“ spyr Eskeland. Hafa bretar öðlast þann rétt með þvf að stunda veiðiþjófnað í íslenskri landhelgi um aldir? Ivar Eskeland er Nató-trúar að eigin sögn. Hann skilur þó vel, að íslendingar geti orðið langþreyttir á hernaði bræðra- þjóðar f Nató á fslensku um- ráðasvæði. Hann skrifar meðal an.nars: „Það sem norðmenn gera er annarsvegar að hrista höfuðið, þegar íslendingar ýja að þvf að samningnum um her- stöðina verði sagt upp, og hins- vegar að koma sér undan því að setja upp Nató-herstöðvar á norskri grund.” Það er lóðið. Sjálfir segja norðmenn að það muni kosta þá 1260 milljónir norskra króna á ári fari kaninn af Keflavíkur- beisnum. í FISKAREN 15. mars er svo harðorð grein (ritstjórnar) um Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra vegna ummæla I „14. september” f Færeyjum en þar segir Matthías berum orðum, að honum þyki lítið til stuðnings norðmanna koma. Er ráðherrann m.a. víttur fyrir að haga orðum sfnum ekki f sam- ræmi við diplómatískar siða- reglur. Þá segir I greininni að fiskverndarpólitík fslendinga hafi komið sér illa fyrir norð- menn vegna aukinnar sóknar á fiskimið þeirra. Stefna íslend- inga sé skiljanleg, en norðmenn hafi sínar hugmyndir um hvort hún sé rétt. Og ekki sé allt leyfilegt f stríði, jafnvel ekki þorskastríði.— Það þurfti ekki að koma á óvart, að norðmenn væru ekki tilkippilegir að lána okkur hraðbát. Ekki hyggilegt að styggja volduga vini, bret- ana.— En það er meira blóð f kúnni. I Tímanum 25. f.m. er þetta haft eftir Þórarni Þórarins- syni. „Norska sendinefndin (í New York) með stórhættulega málamiðlun”, sem hann segir að geti orðið íslendingum mjög óhagstæð. Hann klykkir út á þessa leið: „Ég get hiklaust sagt um þessar tilraunir Norðmanna að ég lít þær meira en alvarleg- um augum. Hér verður að treysta á, að strandríki þriðja heimsins stöðvi þessar tilraunir Norðmanna og allar slfkar til- raunir'.”— Fyrir nokkru var til umræðu á alþingi tillaga um veiðiheim- ildir handa norðmönnum og Kjallarinn Haraldur Guðnason færeyingum. Þótt ólíku sé saman að jafna, tillögum að þeim samningum og samningn um við þjóðverja, er rétt að spyrja: Um hvað á að semja? Hvaða fiskur er það sem alþm. ætla að úthluta þessum þjóð- um? Jafnvel þeir sem vilja semja viðurkenna, að ekki sé um neitt að semja. Og er ekki rætt og ritað um það, að íslend- ingar verði jafnvel að leggja stórum hluta flotans á miðju sumri?— Þá er röðin komin að vina- þjóð okkar f vestri, þ.e.a.s. ráða- mönnum. Þeir voru beðnir að lána hraðbát. En „bráðri bón hæfir óbrátt svar”. Og svo bágur var búskapurinn, að eng- an áttu þeir hraðbátinn handa okkur! Hinsvegar guðvelkomið að senda mann vestur til að skoða einn slfkan! Þegar þetta spurðist birtist í stjórnarblaðinu Tímanum stóru letri um þvera forsfðu: „Banda- rfkjamenn hafa afhent öðrum þjóðum fimm Ashviile-skip”. Grikkir fengu t.d. 2 á sfðasta ári. Og auðvitað voru blessaðir mennirnir orðnir uppiskroppa. Um svipað leyti og þetta spurðist, hittust þeir vinirnir Kissinger og Crossland. Hafa þeir sjálfsagt kysst fast og lengi að falslausum þjóðhöfð ingjasið. Eftir fregnum að dæma voru þeir á einu máli um að standa saman gegn þeirri vondu þjóð norður í hafi. Hvað voru þessir útskerjakailar að pfpa? Höfðu þeir ekki Nató-her sér til verndar?— Það bar enn til um þær mundir er Halldór E. og póst- og símamálastj. sendu loft- skeytamönnum bréf upp á það, að fyrir engan mun mættu þeir brjóta lög á bretum, en fólu þeim um leið ritskoðunarhl.verk nokkurt, að Geir forsætis birtist á skerminum með nýjan boðskap, aldrei þessu vant: Enda þótt ekkert hafi verið gert til þess að bókun 6 tæki gildi og 5 mánaða fresturinn útrunninn, skuium við ekkert hafast að. Við biðjum þjóðverja bara um skýrslu og svo bfðum við nokkrar vikur og sjáum til hvað þeim þóknast. Ekki að vita nema Eyjólfur hressist. Við höfum fengið frá þeim aflaskýrslur sem ekki er að tvíla, og ekki er vitað að þeir þhafi læðst inn í landhelgina. r En hvað sagði Einar utan- rlkis f nóvember? Ef bókun 6 hefur ekki gengið f gildi eftir 5 mánuði „mun ríkisstjórnin segja samningum upp” — og allar veiðiheimildir úr gildi. Það er nú lýðum ljóst, að orðum ráðherra okkar er í engu treystandi. Sú krafa kjósenda verður þvi með hverjum degi sem líður ákveðnari, 1) Að þessi ríkis- stjórn segi af sér, 2) og engir samningar verði gerðir um veiðiheimildir útlendingum til handa. Haraldur Guðnason bókavörður Vestmannaeyjum. stjórnun munu vera f fullu samræmi við eigin starfs- mannapólitfk, en hún er með endemum óvinveitt stéttarvitund launþega, samstöðu þeirra og hvers konar raunverulegu at- vinnulýðræði. Forstjórarnir, sem sitja námskeiðið, munu eftir- leiðis vera sannfærðir um að í þessum efnum er IBM fulltreystandi!! hvernig þeim beri að meta eiginleika forritunarmála. Þau ráð leiða menn sjálf- virkt að þvf markmiði sem IBM hefur sett sér í upphafi: að menn velji þau forritunarmál sem binda kerfi þeirra við tölvur IBM. 6. „Skipulagning verkefna“ Yfirlýst markmið: Fræða um þá þætti, sem mynda skipulagsferil verkefna fyrir tölvu- vinnslu. Hér mun væntan- lega lögð áherzla á verka- skiptingu milli ýmissa hópa tölvumanna, s.s. notenda, kerfisfræðinga, forritara og tölvara. Dulið markmið: Aukin verkaskipting á sviði skipulagningar fyrir tölvu- vinnslu stuðlar að skipan sérhæfðra tölvudeilda, sem vinna yfirleitt í formi þjónustumiðstöðva. Eins og hefur verið sýnt hér að framan er uppsetning tölv'u miðstöðva með miðstýrðu framkvæmdavaldi horn- steinn í sölustefnu IBM, bæði hér og ei leiuiis. 7. „Rekstur tölvudeilda" Yfirlýst markmið: Veita mönnum hagnýtar upplýsingar um þaðhvornig beri að nyia „„.u. tölvudeildir méð aukinni stjórnun. Dulið markmið: Skv. boðsbréfi IBM er yfir- mönnum tölvudeilda ekki boðið á þetta námskeið, heldur ýmsum yfir- mönnum, sem ekki munu sjálfir reka tölvudeildir. Hvers vegna er þeim þá boðið að læra um „rekstur tölvudeilda"? A síðustu árum hefur sam- keppni ýmissa fyrirtækja við IBM vaxið. Tölvusér- fræðingar vita nú orðið að tölvur frá IBM eru allt of dýrar, að þær eru yfirleitt ekki í fararbroddi hvað tækni viðkemur og að hug- búnaði IBM (þ.e. forrit) er með fáum undan- tekningum ábótavant. IBM vill ógjarnan mæta tölvusérfræðingum á þessu tæknilega sviði og kýs þvf að flytja mál sitt fyrir for- stjórum og öðrum ráða- mönnum, sem ekki geta metið nógu vel hin tæknilegu sjónarmið. Þar með getur IBM komið í veg fyrir að íslenzkir tölvusérfræðingar hafi áhrif á ákvarðanir varðandi val fyrirtækja á tölvu- búnaði. Til þess að koma sér f mjúkinn hjá þessum áhrifa- aðilum, er algengt að IBM lítillækki tölvusérfræðinga í augum yfirmanna siiuia, m.a. með pvi að gef a i skyn að þeim sé ekki of vel tre.vstandi til að móta tölvu- Kjallarinn Elías Davíðsson þróun fyrirtækja vegna skorts á yfirsýn og að þeir einblíni á tæknilegar hliðar tölva. 8. „Starfsfólk" Yfirlýst markmið: Veita stjórnendum upplýsingar um val starfs- fólks til tölvuvinnu og um aðferðir við stjórnun þessa sama fólks. Dulið markmið: Án þess að segja það opinskátt er IBM að gefa í skyn að það sé á bandi at- vinnurekenda og annarra valdaaðila. Tillögur IBM í sambandi við starfsmanna- 9. og 10. „Yfirlit og Matur“ Með þessum sjálfskýrandi. dagskrárliðum lýkur námskeiðinu. Niðurstaða. Af lestri þessarar úttektar verður mönnum vonandi ljóst, hvernig IBM hyggst treysta aðstöðu sfna og orðstfr. Þessi erl. hringur ætlar sér að „mennta“ og safna um sig kjarnahóp vilhollra forstjóra og embættismanna, en mun ekki leita stuðnings hjá tölvusér- fræðingum landsins, hvað þá heldur hjá íslenzkum al- menningi. IBM veit mæta vel hverjir fara með hin raunveru- legu völd í þessu landi og hverjir halda um pyngjuna. Að lokum aðeins ein spurning: Hvaða Islendingar ætla að mæta á námskeiðið hjá IBM? Elias Daviðsson kerfisfræðingur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.