Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 28
SAMNINGAVKMMEÐUR UGGJA f LOFTINU Bretar munu hafa boðizt til að kalla herskipin út fyrir 200 mílur frfálst, óháð dagblað MANUDAGUR 24. MAl 1976. Capablanca-mótið: Bretar munu hafa boðizt til að fara með herskipin út fyrir 200 mílurnar til að fá samningaviðræður í gang. Þá hefur brezka útgerðin boðizt til að fara með togarana út fyrir 200 mílur í eina viku, meðan reynt verði að semja, ef brezka rikið greiði henni það, sem tapazt í veiðum. Líklegast var talið í morgun, að samningavið- ræður væru á næsta leiti. Osló er talin líklegastur samningsstaður, en Briissel hefur einnig verið nefnd. Islenzka stjórnin hefur sett það sem ófrávíkjaniegt skilyrði, að herskipin færu út fyrir mörkin, áður en viðræður færu fram. Hún hefur neitað að lofa, að brezku togararnir yrðu þá látnir afskiptalausir við veiðar. Er því ekki vita, hvað verður utn togarana, hvort brezka stjórnin mun greiða þeim styrk eða ekki, eða hvort semst um aörar leiðir. Allavega Iágu samningaviðræður i loftinu j morgun, en islenzkir ráðherrar hafá varizt allra frétta, síðan forsætis- og utanrikisráðherra komu heim í gær. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan tíu í morgun. Þar gerðu ráðherrarnir grein fyrir stöðu mála eftir funda- höldin i Osló. Menn hafa gefið þær skýringar á skuggalegum ásiglingum herskipanna á varð- skipin um helgina, aó þetta gerist oft, áður en „vopnahlé“ er samið í styrjöldum, aó þá sé atgangurinn aukinn. Brezkt blað nefndi um helgina, að samið kynni að verða um 40—50 þúsund tonna afla, sem er talsverl minna en tilboð íslendinga var í fyrra. Allt mun enn óráðið um, hvaða aflamagn Bretar munu telja sig geta unað við. —HH Áfengissjúklingur ert þú þegar... „Þegar áfengið er farið að hafa varanleg áhrif á líf þitt og ég tala nú ekki um ef það breytir því á einhvern hátt, þá er hægt að segja að þú sért orðinn áfengissjúkl- ingur,” sagði prófessor Joseph F. Pirro, sem veitir forstöðu með- ferðardeildar fyrir áfengissjúkl- inga á Freeport sjúkrahúsinu í New York. Eftir mjög vel heppn- aðan fyrirlestur að Hótel Loft- leiðum um málefni áfengissjúkl- inga ^ókum við hann tali. — Hvernig er meðferðinni hagað hjá ykkur á Freeport sjúkrahúsinu? . „Viðkomandi kemur að sjálf- sögðu sjálfviljugur og hann dvelst hjá okkur 7—14 daga i einu. Fyrstu 3 dagana gefum við sjúkl- ingunum lyf, til að þeir komist í jafnvægi og róist. Síðan tekur við nokkurs konar nám. Þar er hóp- lækningum beitt í ríkum mæli og hver og einn fær eins mikla fræðslu um þessi málefni og kostur er á. Þegar sjúkrahúsvist lýkur er mjög mikilvægt að sam- band náist við Ala-non samtökin. en þau eru fyrir aðstandendur sjúklinganna. Einnig bendi ég mínum sjúklingum á AA- samtökin, þay eru mjög mikil aðstoð í áframhaldandi meðferð.” — Hvernig er svo árangurinn? „Ef fólkið tekur því sem við höfum fram að færa og fylgir reyndir. Það væri ekki vænlegt til árangurs ef t.d. sykursjúkur maður færi leynt meó sjúkdóm sinn og aðrir úr fjölskyldunni gerðu það einnig. Hann verður að fá sína meðferð ef bati á að nást og líðanin verði góð. Það gildir það sama um áfengissjúklinginn, hann verður einnig að fá meðferð semviðá.” —KP. Kúbumoður- inn Garcia efstur ef tir 5 umferðir Kúbumaðurinn Gareia er efsturmeð 4 vinninga á Capa- blanca-mótinu á Kúbu eftir 5 umferðir. Guðmundur Sigurjónsson er í 2.—4. sæti ásamt Sovétmönnunum, Razuvaév og Gulko. Hafa þeir 3 vinninga eftir þessar 5 umferðir, en Guðmundur sat yfir í 5. umferðinni. Virðist Guðmundur Sigur- jónsson því hafa mjög góða stöðu í þessu afmælismóti heimsmeistarans fyrrver- andi, Capablanca, en hann var frá Kúbu. —BS 1 „Fólk verður að ræða þessi mál, það á ekki að fara með þau í felur," segir Joseph F. Pirro prófessor um vandamál áfengissjúkiinga. okkar leiðbeiningum þá er hægt að segja að um 50% fái bata. En ef gengið er lengra og AA- samtökin koma til að sjúkrahús- vist lokinni og ef vinnuveitandi fylgist með málum, þá vil ég halda því fram að 90% sjúkling- anna fái bót.” — Er börnum áfengissjúklinga hættara en öörum börnum að falla fyrir áfenginu? „Þessari spurningu held ég að ég geti svarað játandi. Ef ungling- urinn hefur fyrirmyndina, þá eru miklar líkur á því að hann breyti eftir henni. Ef ungur maður hefur séð föður sinn skella hurðum og fara út og drekka, ef eitthvað blæs á móti, þá er hann líklegur til að gera hið sama í sinni sambúð.” „Fólk verður að ræða þessi mál, það á ekki að fara með þau í felur. Þaó verður að viðurkenna stað- Hótaði að skjótc konu í ókunnu húsi Ölvaður utanbœjarmaður ú f erð í Reykjavík með rrffil og 18 skot Mikið ölvaður maður ruddist óboðinn inn að Bogahlíð 16 kl. 11.25 á föstudagsmorguninn. I stigagangi kom hann að konu sem þar var að ryksuga. Hafði maðurinn engin umsvif á, en hótaði að skjóta konuna, ef hún hefði ekki hægt um sig. Konunni tókst þó að láta gera lögreglunni viðvart og var hart við brugðið. Komu lögreglu- menn í skotheldum vestum á vettvang og fóru til móts við manninn. Stóð hann þá enn efst í stiganum. Maðurinn reyndist óvopnaður þar sem hann stóð. Úti fyrir dyrum fannst hins vegar riffill og 18 skot. Vegna ummæla mannsins lék grunur á, að hann hefði einnig skamm- byssu í fórum sínum. Rannsóknarlögreglan var til kvödd og hefur nú þetta mál til rannsóknar. Maðurinn, sem er utanbæj armaður, fylgdi lög- reglunni á brott mótþróalaust. — ASt. ( ÞRJÁR STÚLKUR DÚXUÐU ) Kópavogur: Krístín œtlar að kenna vangef num Krislín tekur við viðurkenningu frá rektor menntaskólans í Kópa- vogi, Ingólfi Þorkelssyni. (I)B-mvndir Björgvin). ...—, , ....... Hafnarfjörður: Gíf uriegt nómsef ni í sumum fögum — segirSigríður Hermannsdóttir „Jú, það hefur verið líf og fjör í kringum þetta allt saman, ball í Sigtúni í fyrrakvöld og allt í fullum gangi ennþá,“ sagði Kristín Hallgrímsdóttir, dúx úr Menntaskólanum í Kópavogi, en þaðan voru í fyrsta skipti brautskráðir 53 stúdentar á laugardaginn. Kristin er dóttir Hallgríms Sæmundssonar kennara í Garðahreppi og Lovísu Öskars- dóttur. Hún útskrifaðist úr máladeild og hlaut einkunnina 8.40. Þetta var svolítið frábrugðið venjulegum prófönnum, þar sem við fengum meiri tíma til lesturs og því var það bara vinnan sem dugði," sagði hin alsæla stúdína ennfremur. „I sumar ætla ég að vinna í Noregi og síðan ferðast með vinkonum minum þar á eftir. Ég hef hugsað mér að taka árs frí og leggja síðan fyrir mig kennslustörf fyrir vangefna að námi loknu,“ sagði Kristín að lokum. Til hamingju Kristín og gangi þér allt í haginn. -JB. „Það hefur verið mikið að gera undanfarnar vikur í kringum prófin og svo útskriftina,“ sagði Sigríður Hermannsdóttir, sem vann það afrek að verða dúx yfir nýstúdenta úr menntadeild Flensborgarskólans i Hafnar- firði, en þar var útskrifaður 31 stúdent á laugardaginn. Sigríður lauk stúdentsprófi úr máladeild með ágætiseinkunn 9.40. Hún er dóttir Hermanns Þórðarsonar, flugumferðar- stjóra og Auðar Arnadóttur, verzlunarkonu. „Alagið var ekki svo frábrugðið öðrum prófum, að öðru leyti en því, að þessu fylgdi meiri vinna, þar sem námsefni var gífurlegt í sumum fögum,“ hélt Sigríður áfram. „En við erum líka að taka þetta út þessa dagana á „léttari" máta eins og alltaf fylgir stúdentsútskriftum.“ „Það hefur reynzt mér erfitt eins og fleirum að fá atvinnu, svo ég er atvinnulaus sem stendur,“ sagði nýstúdentinn ennfremur. „Hvað liggur fyrir í framtíðinni er frekar óráðið, en mig langar til að komast á skóla erlendis og leggja síðan fyrir mig störf tengd Menntaskólinn í Reykjavík: Gríska við hóskókuin nœsta vetur — segir Ragnheiður Bragadóttir „Ég stefni að lögfræði- og griskunámi í Háskóla Islands," sagði Ragnheiður Bragadóttir, nýbakaður stúdent og dúx í þokkabót úr Menntaskólanum í Reykjavík. Ragnheiður er dóttir Braga Hannessonar bankastjóra og Ragnheiðar Gunnarsdóttur. Hún lauk stúdentsprófi úr máladeild með ágætiseinkunn 9.18. „Það er frekar fátítt hér á landi að fólk fari í grískunám og þess vegna fáir sem geta lagt fyrir sig þýðingar og kennslu á þessu sviði," sagði stúdinan ennfremur. „Ég valdi fornmálasvið 1, með grísku og latínu sem aukamál, svo ég hef aðeins fengið innsýn i námið. Það er enn óákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur í sumar, en siðan er það Háskólinn næsta vetur,“ sagði Ragnheiður að lokum. Við óskum Ragnheiði til hamingju og alls hins bezta i framtíðinni. -JB- Bagnheiður Sigríður tungumalum eða félagsmál- um,“ sagði Sigríður að lokum. Og við óskum Sigríði til hamingju og árnum henni allra heilla i því sem hún leggur fyrir sig i framtíðinni. -JB.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.