Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MAt 1976. Olympíulágmðrk náðust ekki í gær fór fram sundmót KR í Laugardalslauginni sem flest okkar bezta sundfólk tók þátt í. Eitt íslandsmet var sett, sveit Ægis setti met í 4x100 metra skriósundi, synti vegalengdina á 3:59.4 sem er tveimur tíundu betri árangur en fyrra metið. Sigurður Ólafsson var einnig nærri Íslandsmeti sínu í 400 metra skriðsundi. Hann synti vegalengdina á 4:23.2 sem er aðeins einum tíunda frá metinu. Engin olympiulágmörk náðust enda kannski ekki til þess stofnað, við árangri má búast í júní og að einhverjir nái lág- mörkunum þá. Ný brezk hlaupastjarna Sovétríkin sigruðu Bretland með 428 stigum gegn 253 í lands- keppni karla og kvenna í Kiev um helgina — en marga af beztu keppnismönnum Breta vantaði. Langmesta athygli vakti árangur vélritunarstúlkunnar úr Miðlönd- uniim, Sonju Lannaman 19 ára Hún hljóp 100 m á 10.75 sek. og setti brezkt met einnig i 200 m 22.6 sek. Vafasamt að 100 m verði staðfestir sem met vegna of mik- ils vinds. Sovézku keppendurnir höfðu yfirburði á nær öllum sviðum — meira að segja sigraði Baryshni- kov í kúluvarpi Evrópumeistar- ann Geoff Capes. Sá sovézki varpaði 21.31 m — Capes 21.15 m og var mjög ánægður með þann árangur. Jafntefli KA og Þórs Á laugardag Iéku Þór og K.A. i tslandsmótinu i knattspyrnu, 2. deild. Leikurinn var mjög jafn, en þófkenndur, þar sem K.A. var betri aðilinn í fyrri hálfleik, að undanskildum fyrstu 15. min., sem voru jafnar, en Þór í þeim síðari. En knattspyrnan, sem liðin sýndu var vægast sagt Iéleg og voru það heldur K.A.-menn sem reyndu samspil. Ekki voru liðnar nema 2 mín., þegar fyrsta markið kom. Það var sjálfsmark, sem hægri bakvörður Þórs-liðsins, Oddur Öskarsson gerði, en hann ætlaði að renna boltanum til Sanúels markvarðar, sem kominn var út úr markinu og úr jafnvægi. En Adam var ekki lengi í paradís, því að á 11. min. tókst Þórsurum að skora sitt annað mark, en nú hjá andstæðingum sinum. Boltinn barst fyrir markið úr þvögu sem myndaðist við vítateigshornið og beint til Bald- vins Þórs Harðarsonar sem skallaði í markið 1-1. Ekki voru skoruð fleiri mörk og lauk leiknum því með jafntefli. Þórsarar sóttu mjög stíft, og áttu nokkur hættuleg skot i síðari hálfleik en Ævar í marki K.A. varði vel. Eins áttu K.A.-menn góð skot í þeim fyrri og hefðu bæði liðin átt að skora fleiri mörk. Lið Þórs var nokkuð jafnt, en þó bar mest á Gunnari Austfjörð og stöðvuðust ófáar sóknir K.A.- liðsins á honum. Eins var Baldvin Þór frískur á kantinum og sýnilegt, að úthaldið er að batna hjá honum, en hann var ,,sveltur“ langtímum saman. Loksins tókst liðsmönnum K.A. að þétta vörnina, en hún hefur verið vægast sagt ömurleg i síðustu leikjum liðsins, og orsökin vafalaust sú að Steinþór Iék sem bakvörður og Hörður sem aftasti maður (sveeper), en hann hefur ekki leikið þá stöðu áður en skilaði því hlutverki með sóma. Var bezti maður liðs síns ásamt þeim Guðjöni, Jóhanni (Donna), Haraldi — sem sótti sig er á leikinn leið — og einnig var Ævar markvörður nokkuð göður þrátt fyrir óöryggi og nokkur glæfraleg úthlaup. Ágætur dómari leiksins var Einar Hjartarson og línuverðir þeir Arnar Einarsson og Guðmundur Búason. -SA. Jofntefli, en KR nœr sigri — í leik Fram og KR í 1. deild á Laugardalsvelli í gœrkvöldi. Bœði lið skoruðu eitt mark KR og Fram skildu jöfn á Laugardalsvellinum í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöld, hvort liðið skoraði eitt mark. KR-ingar voru þó mun frískari lengst af og oft opnaðist vörn Fram illa án þess þó að KR tækist að skora fleiri en þetta eina mark. Það rigndi í gærkvöld, þegar leikurinn fór fram og blés af austri. Þó voru um fimm hundruð manns á vellinum, og allan tímann rigndi beint í andlit þeirra. KR-ingar tóku þegar frumkvæðið í leiknum í sínar hendur og spiluðu ágætlega, vel stjórnað af fyrirliða sínum Halldóri Björnssyni, sem nú er í ágætu formi. Illa gekk þó að koma boltanum í netið þrátt fyrir að vörn Fram væri alls ekki nógu sannfærandi. En þó stóð einn maður upp úr hjá Fram — Marteinn Geirsson, sem nú lék aftur af fyrri getu og er það ánægjulegt. Já, KR-ingum gekk illa að koma boltanum í netið, þó fékk Jóhanri Torfason, hinn harðskeytti miðherji liðsins tvö ágæt tækifæri sem ekki nýttust. En markið lá í Ioftinu og þegar það loks kom var það glæsimark. KR-ingar byggðu upp sókn vinstra megin, Hálfdán Örlygsson, hinn skemmtilegi útherji KR, fékk boltann við víta- teigshornið. Hann lék nær markinu og þrumuskot hans réð Árni Stefánsson ekki við. Markið kom á 42. mínútu. Flestir bjuggust við, að þegar leikmenn KR lékju á móti vindinurh ættu þeir í vök að verjast en svo var ekki. Vindinn Gott hjá Dönum Danir Iéku sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeistara- keppninnar, sem fram fer í Argentínu ’76. Danir Iéku viö Kýpur í Limasol — á eyjunni óróasömu í Miðjarðarhafinu. Hið sterka lið Ðana sigraði örugglega með 5-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-1. Mörk Dananna skoruðu: Lars Bastup 2, Ailan Simonsen, Níels Tune Hansen og Ole Rasmussen. lægði talsvert í síðari hálfleik og KR-ingar héldu áfram að sækja að marki Fram. Nokkrum sinnum skapaðist mikil hætta við mark Fram eftir að sóknarmenn KR höfðu slitið af sér skugga sinn og brunuðu í átt að marki Fram. Vörn Fram leikur maður á mann og síðan er Marteinn látinn leika einn. Vörnin var alls ekki sannfærandi í gærkvöld og má með sanni segja að Fram- arar hafi verið heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk en lukkan var með liðinu. Á 18. mínútu siðari hálfleiks jafnaði Fram — hornspyrna var tekin frá hægri-, boltinn gefinn vel fyrir. Magnús Guð- mundsson í marki KR ætlaði að slá knöttinn frá en tókst ekki, boltinn barst til Ágústs Guð- mundssonar, þar sem hann stóð í teignum og þrumuskot hans hafnaði í netmöskvum KR. Magnús víðs fjarri góðu gamni þar, 1-1. Eftir það var sem Fram vaknaði af dvala en hvorugu liði tókst að skapa sér tækifæri og jafntefli var staðreynd, 1-1. KR-ingar hafa verið frískir í þeim tveimur leikjum sem liðið hefur þegar leikið. Þrjú stig hafa fengizt og greinilegt að KR verður ekki við botninn eins og þó margir höfðu spáð. Halldór Björnsson var bezti maður liðsins í gærkvöld, mikill baráttumaður og átti margar sérlega fallegar sendingar. Eins kom Björn Pétursson vel frá leiknum, út- sjónarsamur leikmaður. En ailt barðist liðið sem heild. Fram hefur verið spáð velgengni í sumar en aðeins eitt stig hefur fengizt i tveimur leikjum. Þó er alls ekki ástæða til að ætla annað en Fram verði ofar- lega. Hins vegar er ljóst að höfuðverkur liðsins er sóknin. Sóknarleikur liðsins er ákaflega linur og máttlaus. Helzt skapast hætta hjá Fram þegar hinir sterku varnarmenn fara upp í innköstum og hornspyrnum, og enda kom mark Fram, eina mark liðsins í íslandsmótinu í ár, upp úr hornaspyrnu. h.halls. Það vantaði ekki spennuna við mörkin f lelk FH og ÍA f gær, þó ekkert mark FH að því er virðist eftir gott skot Teits Þórðarsonar — en Knötturinn en mark — og jaf ntefli í leik FH og Það kváðu við mikil fagnaðar- hróp nokkrum sekúndum fyrir leikslok i leik FH við Islands- meistara Akraness í Kaplakrika i gær. Knötturinn Iá i marki meist- aranna — og dómarinn, Eysteinn Guðmundsson, benti á miðjuna, og dæmdi mark. En gleði hinna hafnfirzku áhorfenda var skamm- vinn — línuvörðurinn var með flagg sitt á lofti og eftir að hafa ráðfært sig við hann dæmdi Ey- steinn markið af. Hafnfirðingar fengu auka- spyrnu rétt við hornfánann og upp úr henni var fyrst bjargað á llinn leikni úlherji Klt-inga — Hálfdán Örlygsson skorar mark KR i leiknum. Hörkuskot hans réð Arni Slefánsson ekki við. Marleini Geirssvni varðfáll lil varnar. DB-mvnd Bjarnleifur. marklínu hjá ÍA áður en Helgi Ragnarsson sendi knöttinn I markið. „Línuvörðurinn, Garðar Guð- mundsson, veifaði strax eftir aukaspyrnuna, þar sem FH-ingur var rangstæður strax og hún var tekin. Mikill f jöldi leikmanna var í vítateignum og ég sá ekki til línuvarðarins. En þegar ég hafði dæmt mark og var á leið fram á miðjuna leit ég til llnuvarðarins að venju og eftir að hafa rætt við hann, var ekki vafi á þvi að markið var ólöglegt,” sagði Eysteinn eftir leikinn. Ekkert löglegt mark var því skorað í leiknum. Jafntefli 0-0 og það voru að mörgu leyti sann- gjörn úrslit. í fyrra töpuðu Skaga- menn leik sínum gegn FH i Kaplakrika. FH-ingar voru mun beittari í fyrri hálfleik — og þá slapp mark ÍA nokkrum sinnum naumlega, auk þess sem Davíð Kristjánsson átti mjög góðan leik í marki. Björn Lárusson bjargaði snilldarlega á marklínu (á lofti) eftir að Ólafur Danivalsson hafði lyft knettinum yfir Davíð og hann stefndi í autt markið. Þá spyrnti miðherji FH, Jóhann Ríkharðs- son, yfir mark ÍA í lok hálfleiks- ins úr opnu færi fyrir miðju marki — nokkrum metrum frá því. 1 s.h. snerist leikurinn Skaga- mönnum í hag. Eftir að Helgi Ragnarsson hafði farið illa með gott færi FH í byrjun varð á stundum mikil hætta við mark FH. Þannig lék Matthías Hall- grímsson í gegn — Logi varði skot hans, en knötturinn hrökk út til Teits Þórðarsonar, sem sendi fyrir markið — og boltinn rann eftir allri marklínunni án þess nokkrum Skagamanni tækist að pota í hann!! Þá átti Teitur stangarskot og Árni Sveinsson skot rétt framhjá úr góðu færi. I heild var leikurinn slakur í rigningunni á malarvellinum í Kaplakrika — en þar verða fyrstu heimaleikir FH í 1. deild háðir. Grasvöllurinn kemst ekki í gagnið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.