Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 2
IMCBLAttltt. MÁNUDA(;UH 24. MAÍ 1976. S MÓTMÆLI MÓÐGANDI UMMÆLUM Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar hringdi: ,,Ég mótmæli móðgandi ummælum forstöðukonu Lauf- ásborgar varðandi starfs- stúlkur Sóknar sem voru á þessa leið: „Það er einungis á valdi forstöðukonu að ráða tii sín starfsfólk en ekki starfs- stúlkna að vaða uppi með alls kyns ósóma, eins og oft vill verða þegar þær eru í meiri- hluta starfsfólks." Eins og öllum er kunnugt, sem málin þekkja, hafa Sóknar- konur að miklu leyti haldið uppi barnaheimilunum og þetta orð hefur aldrei farið af þeim fyrr. Ég vil ekki svara frekar að sinni vegna þess að ég treysti því að stjórn Sumar- gjafar taki þessi ummæli til rækilegrar athugunar." SUMARGJÖF HARMAR MEIÐANDI UMMÆLI Vegna bréfaviðskipta milli starfsstúlku og forstöðukonu Laufásborgar vill stjórn Sumargjafar taka eftirfarandi fram: 1. Samkvæmt starfsreglum sér forstöðukona um ráðningu starfsfólks. 2. Varðandi uppsögn viðkomandi starfsstúlku var hún studd af framkvæmda- stjóra, þar sem um uppsögn vegna ráðningar fóstru var að ræða. 3. Stjórn Sumargjafar harmar meiðandi ummæli um stétt Sóknarstúlkna, sem Sumargjöf hefur haft mikil og góð sam- skipti við allatíð. Hvað myndi gerast ef helmingur farþega þyrfti að standa upp á endann milli Reykjavíkur og Akureyrar? Hafnfirðingur hringdi: einn þeirra sem ferðast með „Það er kannski að bera í vögnum Landleiða milli Reykja bakkafullan lækinn en ég get víkur og Hafnarfjarðar dag nú vart orða bundizt. Eg er hvern og oftsinnis verður manni hugsað til hver stjórni eða beri ábyrgð á þeim gífur- lega fjölda fólks sem troðið er í vagnana kvölds og morgna. Sérstaklega á þetta við um ferðirnar um áttaleytið á morgnana og svo tuttugu minútur yfir fimm síðdegis.Það Það verður að bæta við aukavögnum, segir Ha fnfirðingur. er svolítill munur á — hvort í vögnunum eru 50-60 manns eða hátt á annað hundrað. Mér þætti gaman að vita hvernig tryggingum er háttað, ef eitthvað kæmi fyrir, og eins vil ég benda á að þetta er sérleyfi. Það þætti víst saga til næsta bæjar ef helmingur farþega þyrfti að standa upp á endann á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eorráðamenn Landleiða: Setjið endilega inn aukavagna, þegar mest er að gera — þið vitið vel að svona lagað getur alls ekki gengið.“ CBsamB Hreinlœtistœkin skera sig hvarvetna úr vegna frábœrrar hönnunar, og ábyggilega hefur ekki áður verið boðið glœsilegra úrval. í dag sýnum við eina gerðina enn, en hœgt er að velja um átta mismunandi gerðir af settum í tólf litum ásamt handlaugum í borð og baðkerjum. Dragið ekki að panta því ennþá er sérstakur kynningarafsláttur í gildi. BRAUTARHOLTI20, 9 (ÞÓRSKAFFI)Á II.HÆÐ, SÍMI13285 Okkur vantar umboðsmenn úti á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.