Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 7
DAUBLAÐItt. MANUDAC.UH 24. MAÍ 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Mach- ekhin farínn frá Japan Sovézki blaðamaðurinn Alexander Machekhin, sem Tokyolögreglan hafði í haldi í tíu daga vegna gruns um að hann hefði stundað njósnir um bandaríska flotann, var látinn laus á laugardaginn og hélt til Moskvu í gær, , að sögn japanska utanríkisráðuneytis- ins. Machekhin, sem var frétta- maður APN-Novosti í Tokyo, var vísað úr landi. Hann kom til Japan í október 1974. Fjölmiðlar þjóðnýttir I Angola Að sögn fréttastofu Júgó- slavíu hafa stjórnvöld í Angóla þjóðnýtt alla fjölmiðla. Þá segir fréttastofan, að um leið hafi verið sett á laggirnar ríkisfyrirtæki, er sjá eigi um alla framleiðslu og dreifingu á eldsneyti. Einnig hafa verið kynntar reglur og lög varðandi bæjar- og sveitastjórnarkjör, en það fyrsta fer fram í landinu nú í næsta mánuði. Haft er eftir fréttastofunni, að Lusio Lara, einn ráðamanna i frelsishreyfingu Angóla, MPLA, hafi sagt, að aldrei hafi verið um neitt stjórnmálasam- band milli Portúgal og Angóla að ræða, og því ekki hægt að rjúfa það. KAREN ANNt QUINLAN NBTAR AÐ DEYJA! áreiðanleguin heimildarmönn- um, að öndunarvélin hafi verið úr sambandi af og til undan- farna tíu daga. Blaðið segir enn fremur, að þessi aðferð sé venjuleg, þegar verið sé að kanna hvernig líkaminn bregðist við. Þá segir blaðið að Karen hafi á laugardagskvöldið verið flutt af gjörgæzludeild á stofu í sjúkrahúsinu. Karen Anne Quinlan hefur legið í dái í 13 mánuði. Öndunarvélin, sem læknar segja að hafi haldið Karen Anne Quinlan á lífi í þrettán mánuði, hefur verið tekin úr sambandi — án þess að það hafi nokkur sýnileg áhrif á hana, að því er segir í fréttum frá Mossistown í New Jersey. Talsmaður sjúkrahússins í Denville, þar sem Karen liggur, hefur hvorki viljað staðfesta né bera til baka fréttir í Morris- town Daily Record og New York Times þess efnis, að önd- unarvélin hafi fyrst verið tekin úr sambandi fyrir 10 dögum síðan. Karen Quinlan, sem nú er 22 ára, hefur verið miðdepill flók- inna réttarhalda, þar sem reynt hefur verið að ákvarða hvort verjandi sé að taka lungnavél- ina úr sambandi og láta stúlk- una deyja drottni sínum. Hún hefur verið meðvitundarlaus í rúmlega eitt ár. í marz úrskurðaði hæstirétt- ur New Jersey að leyfilegt væri að taka öndunarvélina úr sam- bandi, svo framarlega sem sér - stakur hópur lækna samþykkti það. I blaðinu Morristown Daily Record er í morgun haft eftir Kissinger í Sviþjóð: 15 þúsund manns hrópuðu „Kissinger er morðingi" Fimmtán þúsund manns gengu um götur Stokkhólms í Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna. gærkvöld í fjölmennustu mót- mælagöngu, sem farin hefur verið í Svíþjóð síðan á tímum Víetnam stríðsins. Tilgangur göngunnar var að mótmæla heimsókn Henry Kissingers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Göngumenn hrópuðu „Kiss- inger morðingi“ og báru spjöld, sem á voru letruð vigorð gegn stefnu Bandarikjanna í Chile, Indókína og Miðausturlöndum. Göngumenn sóttu hart að bandaríska sendiráðinu, þar sem Kissinger dvelur í þá tvo daga, sem heimsókn hans varir. I stuttu ávarpi, sem Kiss- inger flutti a á flugvellinum eftir komuna til Stokkhólms, sagðist hann gera sér' grein fyrir því, að ekki væru allir jafn hrifnir af þangaðkomu sinni. Engu að siður gerði hann sér vonir um árangursríkar við- ræður við Olof Palme forsætis- ráðherra og Sven Andersson utanríkisráðherra. Ekki kom til átaka í fram- haldi af mótmælagöngunní, sem er hin stærsta síðan gengið var um götur Stokkhólms- borgar í desember 1972 I mót- mælaskyni við loftárásir Bandarikjamanna á Hanoi. Háttsettur bandarískur embættismaður í fylgdarliði Kissingers (en svo er Kissinger nefndur þegar hann vill ekki láta hafa eitthvað beint eftir sér) sagði mótmælagönguna vera sænskt vandamál, ástæðu- laust væri að hafa áhyggjur af henni. Kissinger kom til Stokk- hólms í boði Palmes forsætis- ráðherra. Með heimsókninni er formlega bundinn endi á þá sambúðarerfiðleika, er upp komu eftir að Olof Palme lýsti loftárásunum á Hanoi um jólin 1972 sem „þjóðarmorði." Olof Palme, forsætlsráonerra Sviþjóðar. AU KAUPIR 0G GEFUR MIÐA Muhamed AIi heimsmeistarinn í þungavigt i hnefaieikum hefur margar góðar hliðar, það s_ýndi hann í Munchen á laugardag. Taisvert illa hefur gengið að selja miða á keppni Ali við Bretann Richard Dunn aðfaranótt þriðjudagsins. Keppni Ali og Dunn hefur faiiið í skuggann af knattspyrnunni Stóðu málin þannig að svo virtist sem aðstand- endur keppninnar töpuðu stórfé ef ekki tækist að selja miðana á keppnina. Ali keypti þá miða fyrir 100 þúsund dollara, samsvarar 18 milljónum ísl. krónum. Miðana gefur hann bandarískum hermönnum i V- Þýzkalandi. Aðeins 7500 sæti af 13000 hafa verið seld, enda áhugi á hnefaleikum i Þýzkalandi ekki mikiii, þeir hugsa þeim mun meir um knattspyrnu. Stjórnmálahneykslið í Bretlandi: ALLT UPPSPUNIFRÁ RÓTUM Hópur brezkra stjórnmála- manna hefur hvatt James Callaghan og Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra til þess að leggja fram tillögur til úrbóta, er komið gætu í veg fyrir að Suður-Afríkumenn geti haft áhrif á brezkt stjórnmála- líf. Kemur beiðni þessi í kjölfar tveggja sögusagna, sem báðar eru af suður-afrískum upp runa, þess efnis að þær gætu reynzt hættuleg brezkum stjórnmálamönnum, en hafa nú báðar verið bornar til baka. Nefnd stjórnarandstæðinga hefur krafizt þess á þingi, að sett verði á laggirnar nefnd, er kanni hvað hæft sé í þessum sögusögnum og um leið hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir að þær berist út. Einn þeirra hefur sagt, að viti Harold Wilson eitthvað, eigi hann auðvitað að skýra frá því, til þess að skýra stöðuna. Er Jeremy Thorpe leiðtogi Frjálslynda flokksins varð að segja af sér, vegna sögusagna um að hann hefði staðið í ástar sambandi við ungan mann, sagði Harold Wilson, að liann teldi einhvers konar fjárhags- leg öfl í Suður-Afríku standa að baki þessum ásökunum og rógsherferð. Fyrir réttum þrem dögum sagði Callaghan; „tilraunir eru gerðar til þess að skaða álit manna á þingmönnum frjáls- lyndra." Sendiráð Suður-Afriku hefur hins vegar krafizt að verða beðið vendilega afsökunar, eftir nýjasta söguburðinn, þar sem dagbiaðið The Guardian sagði að einn sendiráðsstarfs- manna, Johan Russouw, sem nú hefur verið kallaður heim, hefði átt að reyna að kaupa klámmynd af ungum manni. I myndinni átti ákveðinn framá- maður að hafa verið að gamna sér með smástelpum. í dagbiaðinu Sunday People segir ungi maðurinn hins vegar að sagan hafi öll verið upp- spuni frá rótúin og að sendi- ráðsmaðurinn hafi aldrei reynt aðkaupaaf honum neina mynd, sem iiliuui' væri ekki til. Jeremy Thorpe, fyrrum leiðtogi frjálslyndra. Norsk-sovézkar landhelgis- viðrœður Norskir og sovézkir ráðherrar munu koma saman til fundai i Moskvu á morgun til að glíma við hina vandasömu deilu um réttindi til fiskveiða á Barentshafi, sem talið er vera ein auðugustu fiskimið Evrópu. Talið er að Jens Evensen haf- réttarráðherra Norðmanna muni leggja áherzlu á kröfur Norðmanna um yfirráð yfir haf- svæði þessu. Norðmenn hafa undanfarið mjög verið áfram um að vernda fiskimið sín ágangi erlendra þjóða, enda er ofveiði þar eins og víða annars staðar. Sovétmenn eiga sem kunnugt er einn stærsta flota togara og hafa þeir nauðugir fellt sig við það, að þjóðir hafi fært út land- helgi sína, en þeir leggja á það áherzlu að beðið verði úrskurðar hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í þvi máli. Norðmenn, eins og fleiri þjóðir, segjast ekki geta beðið eftir slíku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.