Dagblaðið - 25.05.1976, Side 6

Dagblaðið - 25.05.1976, Side 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. Almennt viðurkenna Bandaríkjamenn nú, að þeim hafi orðið á sorgieg mistök með afskiptum sínum af styrjöldinni í Vietnam. Hér er einn af „haukunum“ við liðskönnun: Westmoreiand hershöfðingi. Kissinger iðrast vegna Víetnam Grikkland: 150.000 verkamenn í verkfalli gegn vilja verkalýðssambandsins Um 150 þúsund grískir verkamenn héldu áfram verk- falli í morgun til þess að leggja áherzlu á mótmæli sfn • gegn nýju frumvarpi rikisstjórnar- innar um verkalýðsfélög, en þeir telja að frumvarpið feli í sér vissar hömlur á möguleika til þe ss að beita fyrir sig verk föllum í stjórnmálalegu tilliti. Verkfallinu á að ljúka í kvöld en að því standa um fimmtíu verkalýðsfélög, sem ekki eru í Alþýðusambandinu gríska. Segja talsmenn félaganna, að þeir muni hvetja til verkfalls á ný, ef frumvarp þetta verður að lögum. Gríska Alþýðusambandið, en í þvi eru meira en ein milljón manna, hefur hins vegar lagzt gegn verkfalli þessu og gerði verulegar breytingar á frum- varpi ríkisstjórnarinnar. Þó hefur Alþýðusambandið gagn- rýnt rikisstjórnina fyrir að semja sérstaklega við starfsfólk ríkisfyrirtækjanna Olympic- flug og Póst og sima. Varð þetta til þess, að lítið varð úr áhrifum af verkfalli þeirra, er við sam- göngur vinna. Verkfall þetta eru fyrstu stjórn- málaátökin sem verða i landinu eftir að lýðræðislegum stjórnarháttum var komið á árið 1974, en ríkisstjórnin segir, að áhrifa þess gæti ekki vegna gáfulegrar afstöðu Alþýðusambandsins. Stjórn Karamanlisar stendur nú frammi fyrir fyrstu stjórn- málaátökum í landinu síðan lýðræðislegum stjórnarháttuni var komið á fyrir tveim árum. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefur undanfarið dvalizt í Svíþjóð, en þar var andstaða gegn stríðinu í Víetnam hvað mest hér í Evrópu. A blaðamannafundi sem haldinn var skömmu áður en heimsókn hans lauk, lýsti hann persónuleg- um sársauka vegna „sorglegra mistaka," sem Bandaríkjamenn hefðu gert í Víetnam. „Það verður að viðurkennast, að pegar á heildina er litið gerðum við mikil mistök. Það verður einnig að viðurkennast, að fólk studdi baráttu okkar í Viet- nam, vegna þess að það hélt, að frelsi annarra þjóða væri undir henni komið. Þetta var sérstak- lega sársaukafullt tímabil í sögu þjóðarinnar, þar scm fólk reyndi að gera það, sem það hélt, að væri beztfyrir Bandarikin og það, sem væri bezt fyrir aðrar þjóðir.“ Waldheim talar Sýrlendinga til Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Kurt Waldheim flýgur til Damaskus í dag til þess að fá samþykki sýrlenzkra stjórnvalda fyrir því, að friðargæzlusveitir samtakanna fái að vera áfram í Gólanhæðum. Leyfið fyrir veru 1200 manna herliðs á svæðinu rennur út á sunnudaginn kemur. A Waldheim að verða kominn til New York n.k. fimmtudagskvöld, en á föstu- dag er búizt við því að fundur verði haldinn í Öryggisráðinu til þess að fjalla um ferðina. Almennt er talið, að Sýrlend- ingar fallist á veru friðargæzlu- sveitanna en ísraelsmenn hafa fyrir sitt leyti gefið samþykki sitt á þeirri forsendu, að vera liðsins sé sjálfsögð og eigi ekki að vera háð skilyrðum af hvorugra hálfu. Framlenging síðasta dvalar- leyfis var samþykkt eftir heim- sókn Waldheims til Damaskus og með því skilyrði, að haldin yrði fundur um málefni þjóða Mið- austurlanda. Israelsmenn voru ekki við- staddir þann fund til þess að mót- mæla því, að frelsissamtökum Palestínuskæruliða hafði verið boðið að vera viðstödd umræð- urnar. Sérfræðingar búast þó við, að Sýrlendingar leyfi áframhaldandi veru herliðsins, því brottför þessi myndi aðeins auka á spennuna i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, sem er nóg fyrir vegna t.d. ástandsins í Líbanon. Efnahagsráðstefna SÞ siglir í strand Þing Sameinuðu pjóðanna um efnahagsmál (UNCTAD) sem nú er haldið í Nairobi, hefur nú hafið lokatilraunir til þess að reyna að koma í veg fyrir óhöpp og hættu á stórfelldu efnahagslegu kapphlaupi milli ríkra þjóða og fátækra. Sérstök nefnd 36 fulltrúa hefur undanfarið þingað um ráðstafanir til þess að reyna að koma skipulagi á skuldir ríkja þriðja heimsins. Fulltrúar 1 nefndinni höfðu áður sagt, að þeim hefði alls ekki tekizt að ná árangri á þessu sviði, en nú er talið, að einhver möguleiki verði á því að kynna mönnum tillögur um það, á hvern hátt ganga megi þannig frá hnútunum, að ríkar þjóðir og fátækar reyndi að brúa eða a.m.k. minnka bilið á milli sín hvað snertir tækninýjungar og efna- hagsmál. Hefur borið á örvæntingu meðal þingfulltrúa og skal engan undra. Fulltrúi Jamacia á ráðstefnunni hefur sagt, að nú dugi' ekkert nema kraftaverk og fulltrúi Belga hefur sagt, að hann trúi því, að slíkt kraftaverk geti •orðið nú á síðustu viku ráðstefnunnar. Margir þingfulltrúa hafa sagt, að þing þetta sé enn eitt dæmið um tilgangslausar kjafta- ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. Stjörnurnar sýna sig og sjá aðra í Cannes Margt stórmenna og allskonar listafólks kemur nú saman til þess aö fylgjast mefl þvi nýjasta í kvikmyndaheiminum á kvikmynda- hátíflinni í Cannos í Frakklandi. Eins og alltaf gekk á ýmsu áflur en hátiflin fór af stafl, menn voru ekki á eitt sáttir mefl val á kvikmyndum og síflan hafa menn haft áhyggjur af þvi hversu margt ógeflslegra klámmynda virflist vera afl ryflja sár til rúms. Hér má sjá brezku leikkonuna Glendu Jackson, kvikmyndaframleiflandann George Barry, bandarisku leikkonuna Fay Dunaway og þýzka leikarann Helmut Berger. Bandarískur þingmaður í kynlífshneyksli: Tvisvar í viku hitti hann skrif- stofustúlku, sem ekki kann á síma — nú er h ann kvœntur og hún atvinnulaus Ungfrú Elísabet Ray, fyrrum riiicri-eyia, h.-fiir nú vrrið rek- in úr vinnunni, — af manni þcim, er hún hafði sagt vera elskhuga sinn. Er hér um að ræða einn á- hrifamesta þingmann á Banda- ríkjaþingi, Wayne Hays, sem nú er 64 ára og hefur hann ákveðið að stefna dagblaðinu Washington Post fyrir það að birta söen unefrúr.rirsnar Elísabet, sem er 27 ára og gædd kvenlegum-yndisþokka í rikum mæli, á að hafa reynt að komast til vinnu sinnar sem einn af riturum þingmannsins, en þá hafði læsingum á skrif- stofunni verið breytt. Að sögn þingmannsins hafði hann látið ungu konuna hætta „ir.f>i!.ltega vrgns hess r,ð hön mætti illa til vinnu sinnar. Sagði hann, að það hefði hann í rauninni átt að gera fyrir löngu. Þingmaðurinn gekk i hjónaband fyrirskömmu og sagði hann að slúður ung- frúarinnar í blöð um kynferðis- legt samband þeirra á milli hefði verulega skaðað álit haris ót i, við og val.ii.1 pigir.kr.nii hans þungum áhyggjum. Áð sögn Elísabetar eiga þau einkaritarinn og vinnuveitand- inn að hafa komið saman til slíkrar iðju tvisvar sinnum í viku á heimili hennar. Máli sínu til stuðnings bendir Elisabet á að ,,ég kann ekki að vélrita, ekki að halda spjald- sicrá. — éc cet nkic: rin:: stnr.i svarað í símann!” Talið er, að mál þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir framtíð þingmannsins, sem sæti á í mörgum þing- nefndum og búizt er við að ætli í framboð sem ríkisstjóri í Ohio árið 1978.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.