Dagblaðið - 15.06.1976, Page 1

Dagblaðið - 15.06.1976, Page 1
 íriálst, nhað daffblað RITSTJÓRN SIÐUMÓLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022. Tilkiga um útisundlaug í Nauthólsvík Hvenær rætist draumurinn um sjóbaðströnd í Nauthóls- vík?. Þessi spurning hefur verið áleitin og hefur orðið þess valdandi að á síðustu 2 árum hafa tvisvar komið fram til- lögur um sjóbaðsaðstöðu. Þriðja tillagan hefur nú litið dagsins ljós. Hún kemur frá Kristjání Benediktssyni. I henni er gert ráð fyrir bráða- birgðalausn á þessum málum.Er stungið upp á því að svæði verði girt af og það jafn- Nœr hugmyndin f ram oð gangn í 4. tilraun? vel með flotgirðingu. I þessa laug, þ.e. afgirta svæðið, verði látið renna vatn sem streymir úr hitageymunum á Öskjuhlíð út í Skerjafjörð. Kristján hefur reýndar á prjónunum ráðagerð um glæsi- lega aðstöðu i Nauthólsvíkinni. Bráðabirgðalausnin er ætluð á meðan peningar liggja ekki á lausu. Kristján kvað það helzta sem stæði í veginum !.>■., til- lögunni vera gamalt skipulag sem til væri fyrir öskjuhliðina. í skipulaginu væri gert ráð fyrir að vegur lægi um strönd- ina, sem tengdist Reykjanes- brautinni. Er gert ráð fyrir að hann komi í framhaldi af Sóleyjargötunni, inn með sjónum um Fossvogsdalinn. Vegarstæðið er verið að athuga hjá þróunarstofnun. Aðrir hafa hins vegar áhyggjur af þvi að það muni koma í veg fyrir framkvæmdir að of lítið kalt vatn fáist. Er Kristján var inntur eftir mengun þarna í víkinni, sagði hann, að það væri að minnsta kosti búið að fjarlægja skilti sem bannaði sjóböð. Hugmyndin um fram- kvæmdir í Nauthólsvík kom fyrst fram fyrir 28 árum. Þá strandaði hún á féleysi. Málið liggur núna fyrir heilbrigðis- málaráði. -BA- Ég# - síbrotacerin! Tvílembd ær var fang- elsuð í lögreglustöðinni i Arbæjarhverfi í gær- morgun. Við rannsókn máls hennar kom í ljós að þetta var „síbrotaær.“ í fyrra truflaði hún flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. 1 vor var farið með hana á fjall , en hún tollir hvergi nema i sukkinu í borginni. Sjábls. 9. — sjá einnig bls. 8 2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNÍ 1976 — 129. TBL. EBE samþykkir bókun 6: NU LÆKKA TOLLARNIR AF FISKINUM OKKARI EBE-LONDUM Efnahagsbandalagið hefur samþykkt bókun 6 urn tollfríð- indi fyrir islenzkar sjávaraf- urðir í ríkjum bandalagsins. Aðeins formleg staðfesting er eftir. Fastanefnd bandalagsins hefur rætt málið, og í gær kom saman til fundar sameiginleg nefnd Islands og 'oandalagsins. Þessinefnd heldurfunditvisvar á ári. Á þessum fundi tilkynnti Frakkinn Roland De Kergorlay fyrir hönd bandalagsins, að þess væri að vænta i vikulokin, að formleg ákvörðun yrði tekin um gildistöku bókunar sex frá 1. júlí að telja. Formlega ákvörðun taka ráðherrar bandalagsins. Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, sagði í morgun, að þetta væri að öllu leyti eins og Islendingar hefðu farið fram á. Bókun 6 tæki gildi í því formi, sem um var samið árið 1973, en framkvæmd var hindruð þar til nú vegna landhelgismálsins. Með þessu munu tollar á ís- lenzkum sjávarafurðum, sem seldar verða til ríkja í banda- laginu, lækka mjög verulega. Nýir möguleikar opnast á sölu til þessara ríkja. — HH Ekki ástœða til að banna tjaldstœði á Kröf lusvœðinu — á meðan ástandið versnar ekki, segir Guðjón Petersen hjá Almannavörnum „„Ástandið á Kröflusvæðinu verður að versna töluvert áður en við lokum því fyrir tjald- stæði í sumar,” sagði Guðjón Petersen, fulltrúi hjá Almanna- vörnum ríkisins, i samtali við DB í morgun. „Við höfum engu að síður gott eftirlit með allri hreyfingu á svæðinu,“ sagði Guðjón enn- fremur, „og þar á allt að vera klárt fyrir það að flytja fólk burtu af öllu svæðinu með mjög skömmum fyrirvara. Báðar Þingeyjarsýslurnar heyra nú undir sama almannavarna- svæði og nú síðast um helgina var þingað þar fyrir norðan um þær áætlanir, sem fyrir lágu, og þær endurbættar.” Guðjón sagði að þrátt fyrir að hinum almennu og viður- kenndu tjaldstæðum yrði ekki lokað á meðan ástandið héldist óbreytt, þá yrði hann ekki sér- lega hrifinn af því að sjá fólk tjalda í Námaskarði eða á Dal- fjalli, „enda eru það óvenjuleg- ir tjaldstaðir," sagði Guðjón. Hann bætti því við, að Grjótagjá, sem hefði verið lokað vegna jarðhræringanna sl. haust, væri nú orðin það heit, að fáa fýsti að baða sig þar. „Vatnið I henni var 40-42 stiga heitt, en er nú orðið 46-47 stiga heitt, þannig að það er sjálfhætt,” sagði Guðjón Petersen. —ÖV. Meirihlutinn á móti zetu — einkum karlkynið Greinilegur meirihluti Islendinga er á móti zetunni. Þetta kom fram í skoðanakönn- un Dagblaðsins. Fimmtíu og einn af hundraði sagðist vera andvígur zetu. Rúmlega þrjátíu af hundraði voru með zetu og tæplega nítján af hundraði óákveðnir. Það er einkum karlkynið, sem er andvígt zetunni. Fólk nefndi oftast, að þessi hringlandi næði engri átt. Ur þvi að hætt hefði verið við zetu, ætti ekki að taka hana upp að nýju. Margir átöldu Alþingi fyrir að hafa eytt dýrmætum tíma í þinglokin í umræður um zetu. Stuðningsmenn zetunnar töldu margir, að málið missti mikið ef hún hyrfi. — HH Sjó bls. 14.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.