Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNl 1976. Listahátíð fœr tónleika að gjöf íslenzki dansflokkurinn mun sýna „La Valse“ eftir Ravel á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30. Halldór Haraldsson og Gísli ‘Magnússon sjá um tónlistina. A tónleikum þessum, sem eru á vegum Félags islenzkra tónlistar- manna og íslenzka dansflokksins, mun koma fram fjöldi lista- manna. Tónleikar þessir eru gjöf listamannanna til listahátlðar. Tvær af stúlkunum i íslenzka dansflokknum sem sýnir á Kjar- valsstöðum í kvöld. Kennari þeirra er Englendingurinn Kenneth Tillson. DB-mynd Björgvin. Hegðun skipstjóra freigdtnanna: Skráð hjá CIA og KGB „Bandaríska leyniþjónust- an CIA og hin sovézka KGB hafa nákvæmlega skrásett hjá sér ábyrgðarlausar gerð- ir brezku skipstjóranna á freigátunum," segir í á- lyktun frá „flokki skozkra þjóðernissinna á íslandi.“ I ályktuninni segir að CIA og KGB muni ef til vill not- færa sér þessar upplýsingar síðar. Starfsmönnum Land- helgisgæzlunnar er þökkuð snjöll og árangursrik barátta fyrir 200 mílunum. -HH. Blaðamenn: Eiga 47 millj. kr. Blaðamenn eiga í sjóðum síns félags samtals um 47 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi Blaðamannafélags Islands á laugardaginn. Þar var Einar Karl Haraldsson, frétta- stjóri Þjóðviljans, kjörinn for- maður félagsins fyrir næsta ár. Aðrir í stjórn voru kjörnir Fríða Björnsdóttir Tímanum, Björn Vignir Sigurpálsson Morgun- blaðinu, Kári Jónasson útvarpinu og Bragi Guðmundsson Vísi. I varastjórn sitja Atli Steinarsson Dagblaðinu. Sæmundur Guðvins- son Alþýðublaðinu og Guðjón Einarsson sjónvarpinu. Stærsti sjóður B.I. er Lífeyris- sjóðurinn en eign hans er nú tæplega 41 milljón króna. Sjóðurinn hefur lánað félags- miinnum sent i byggingum standa og er hámarkslán úr sjóðnum nú 1 milljón kr. Menningarsjóður félagsins á nú eignir sem nenta tæplega 4.2 millj. króna. Þessi sjóður veitti á sl. starfsári 20 blaðaniönnum utanfararstvrki. Neinnr sá styrkur 60 þús. kr. á hvern blaðamaim þanmg að iir Bjarni Jónasson flugmaður í Vestmannaeyjum: Byggir flugvöll í Þórsmörk og annan í Landeyjunum — fleiri vellir f yrirhugaðir Bjarni Jónasson, flugmaður í Vestmannaeyjum, er nú að byggja flugvöll í Þórsmörk og ráðgerir að hafa hann 600 til þúsund metra langan. Hingað til hefur ekki verið hægt að fljúga í Þórsmörk. Þá er hann einnig að byggja flugvöll að Bakka í Landeyjum í félagi við heimamenn, en flugtíminn milli Eyja og þess vallar verður 300 sekúndur, eða fimm mínútur og þar með ódýrasti ferðamáti milli Eyja og lands og jafnframt ódýrasta flugleið á Iandinu. Þetta kom fram er blaða- maður DB hitti Bjarna á flug- vellinum á Selfossi fyrir skömmu, en Bjarni flýgur til flugvalla frá Höfn í Hornafirði vestur til Stykkishólms. Lang- mest.flýgur hann nú á Selfoss- völlinn, eða frá einni til sex ferða á dag með farþega til eða frá Eyjum. Landeyjavöllurinn verður grasvöllur og kemst væntan- lega í notkun síðar í sumar, en Þórsmerkurvöllurinn verður malavöllur, tilbúinn innan tíðar. En Bjarni er með fleiri áform, enda á hann nú orðið tvær vélar, Cherokee og tveggja hreyfla níu farþega Islander vél, búna til blindflugs og lendinga á stuttum flug- brautum. Hann er nú að kanna vallar- gerð austan Stokkseyrar og möguleika á að endurbyggja gamlan smávöll við Þorláks- höfn. Loks er hann búinn að afla sér heimildar til flugvallar- gerðar austur á hrauni 1 Eyjum, en hann yrði mun lægri en völl- urinn, sem fyrir er, og þar mundi ekki misvinda gæta í Bjarni Jónasson hjá minni véi sinni á flugvellinum á Selfossi, en þangað flýgur hann mest. suðaustanáttinni. Sú átt stöðvar flug til og frá Eyjum langoftast. Bjarni sagðist standa 1 þessu vegna þess að hann hefði orðið var við svo eindreginn vilja eyjarskeggja að bæta sam- göngur sínar á sem flestan hátt og hefðu þeir þegar sýnt að þeir kynnu að meta þjónustu hans. — G.S. SIBR0TAR0LLA HANDTEKIN! hefuróður komizt íkastvið lögin Ekki vitum við nafnið á kind- inni sem var handtekin á Árbæjarstöð lögreglunnar í gærmorgun. Lögreglan greip hana er hún var á leið fram hjá lögreglustöðinni og stakk henni í fangaklefa á meðan frekari rannsókn á ferðum hennar fór fram. Ekki var kindin ein á ferð því að hún hafði tvö lausa- leiksbörn sín með sér. Við nánari athugun lögregl- unnar kom I ljós að þarna var síbrotakind á ferðinni. Hún var handtekin í júlí i fyrra er hún lék þann ljóta leik að trufla flugumferð á Reykjavíkurflug- velli. Nú var hún sem sagt komin á stjá aftur og hafði ósiðina fyrir lambkettlingunum sínum. Síbrotakind þessari er ekki i kot vísað. Hún er af tsólfsskála- kyni en er nú búsett á Alfta- nesi. 1 vor voru hún og lömbin flutt að Kaldárseli þar sem þau áttu að dvelja í útlegð í sumar. Þarna uppi í sveit hefur lífið hins vegar gengið of rólega fyr- ir sig fyrir kind með slíka lífs- reynslu. Borgarsollurinn virðist því ekki síður freista afbrotakinda en -manna. — AT — Hún var ekkert að hylja andlit sitt, heldur glennti sig framan í Árna Pál ljósmyndara, síbrotaroilan sem var handtekin í gær. Hún skammaðist sin ekki einu sinni fyrir að skíta á gólf fangaklefans. Heldur er þó lambkettlingurinn, sonur hennar, framlágur á svipinn enda skammast hann sin sennilega fyrir móðurmyndina. Hjtt lambið felur sig bak við móðurina. DB-mynd Árni Páli. Hótelstjórar bjartsýnir í sjóðum sjóðnum voru veittar 1.2 milljónir króna. I Orlofsheimilasjóði er nú rúmlega 1.1. millj. króna en sá sjóður er nú 4 ára gamall. Hagur félagsins er betri en nokkru sinni enda fjölgaði félags- mönnum um 50% á sl. ári vegna breyttra inntökuskil.vrða í félagið. A fundinum voru fluttar itar- legar skýrslur um hdgi sjóða og þátttöku íslenzkra blaðamanna í fundum Alþjóða- og Norræna blaðamannasambandsins, en þá fundi hafa setið af hálfu íslenzkra blaðamanna Atli Steinarsson, Einar Karl Haraldsson og Fríða Björnsdóttir. Aðalfundurinn lýsti yfir stuðningi við baráttu frétta- manna útvarps f.vrir baettum kjör- um. Fundurinn var einn sá fásótiasti aðalfundur sem haldinn hefur verið í félaginu. Sátu hann aðeins 22 félagsmenn. Dagblaðs- menn mættu ekki, að einum undanskildum. Mótmæltu þeir i bréfi til f undarins siðbúinni boð- un fundariiiN. -ASt. Tæplega áttatíu þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands á síðasta ári. Var það um fimm þúsund einstaklingum fleiri en á árinu 1974. Þess má geta að tekjur vegna erlendra ferðamanna voru á síðastliðnu ári 3 milljarðar og 10 milljónir ísl. króna. Þetta mun vera sem svarar 6,3% af heildar- verðmæti útfluttrar vöru. Til þess að fregna af horfunum i ár var haft samband við fyrir- svarsmenn nokkurra hótela. Eriing Aspelund á Hótel Loftleiðum kvaðst bjartsýnn á sumarið, það er að segja ef mark mætti taka á bókunum. Þær bentu til þess að ferðamanna- straumurinn yrði meiri en á árinu 1975. Er hann var inntur eftir því hvernig nýting hefði verið í fyrra sagði hann að hún hefði verið rúm 59% á Loftleiðum en 63% á Esju. Þessar tölur væru hins vegar inun lægri en sumar- tölurnar. Þá hefði nýtingin komizt upp i 91% á Loftleiöum. Islendinga kvað hann ekki koma inn í sumartölurnar, hins vegar gistu þeir nokkuð á veturna. Konráð Guðmundsson á Hótel Sögu kvaðst bjartsýnn á sumarið og vonast til að nýting gæti komizt upp i 83%. Er hann var inntur eftir hlut Islendingá kvað hann þá vera 38%, af gestum hótélsins. Þeir sæjust hins vegar yfirleitt ekki yfir sumarmánuðina. Nýtingin á hótelinu á síðast- liðnu ári var góð eða 71% yfir allt árið en fór yfir 80% yfir háannk- timann. Björn Vilmundarson hjá Ferðaskrifstofu ríkisins varð næstur fyrir svörum. Bókanir í ár kvað hann mjög góðar, hins vegar væri lítil reynsla komin á aðsóknina. Hótelið á Kirkjubæjarklaustri er það eina af Eddu-hótelunum, sem búið er að opna. Björn sagði að Islendingar væru stór hluti af gestahópnum. Virtust þeir laðast að ýmsum af- sláttartilboðum eins og 7 nátta gistingu sem boðið var upp á 1 fyrra. Á Akureyri var gott hljóð f hótelstjóranum á Hótel KEA. Hann var ánægður með útkomuna á síðastliðnu ári. Þá var nýtingin yfir sumartímann lægst 71%, og fór upp í 91%. íslendingar gista mikið á Akureyri, og þar er aðeins 1 af hverjum 5 gestum útlendingur. Arni Stefánsson á hótelinu á Höfn í Hornafirði kvaðst vera fremur bjartsýnn á útkomuna í ár. Bókanir hefðu verið mjög miklar. Hins vegar væri lítið farið að sjást af ferðamönnum fyrir austan og væri greinilegt að anna- tíminn hæfist seinna í ár en venjulega. Gisting var mjög mikil á Höfn í fyrrasumar. 94% af rýminu var notað vfir sumarmánuðina. -BÁ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.