Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 15
DACBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNÍ 1976. Laxeldisstöðin i Kollaf irði heimsótt: Kristján telur Iaxaseiði sem eiga að fara í Rangá. Þau hafa ekki mikið pláss í fatinu. En þetta er skref í áttina að frelsinu i einhverri ánni. Svo er öllu dembt í pokann... Hér er Sigurður Þórðarson með 100 seiði sem eiga að fara í Rangá. ÞAÐAN KOMA STÓRU LAXARNIR í VEIÐIÁNUM Lax, lax, lax og aftur lax. Hér snýst allt í kringum þann fisk. Við erum i Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði svo það er engin furða, DB skrapp þangað dagstund og rabbaði við Kristján Einarsson, sem sýndi akkur stöðina. „Það er nákvæmnisverk að hugsa um laxinn og það verður að vera hér maður allan sólar- hringinn," sagði Kristján. „Hér vinna 5 fastir starfsmenn allt árið.“ Kristján sýndi okkur fyrst klakhúsið. Þar voru seiði frá því í haust og þeim er ekkert gefið enn þá. Þau nærast á því sem þau hafa í kviðpokanum, en brátt verða þau færð í annað hús, þar sem þau fá innflutt fóður frá Svíþjóð. Uppistaðan í því er fiskimjöl, en það er víta- minbætt. í húsinu eru sjálfvirk fóðrunartæki, sem skammta rétt magn einu sinni á dag. Dag- lega verður að hleypa næstum Sllu vatninu úr kerjunum og endurnýja með fersku vatni. Þarna voru óteljandi laxa- seiði eins til tveggja ára gömul. Þegar þau hafa náð tveggja ára aldri er þeim sleppt til sjávar, en þau koma mjög mörg aftur til hrygningar og eru þá orðin miklu stærri og hafa marg- faldað þyngd sína. Heimtur hafa verið allt upp í 14% og er það talið mjög gott. Laxinn í Kollafirði er allur merktur áður en honum er sleppt og nú hefur verið tekin upp ný aðferð við merking- arnar. Stálflís er skotið í trjónu laxins og hefur þessi aðferð þótt gefa betri raun en sú sem var áður notuð. Og við litum inn í anriað hús í Laxeldisstöðinni. Það fyrsta sem við komum auga á þar voru litlir laxar spriklandi á hvítri tréplötu. „Hundrað," sagði Kristján Einarss. annað slagið. Hann var að telja seiði ofan í fat, og í það áttu að fara hundrað stykki í einu. Síðan var þessum greyjum dembt í plastpoka og bundið rækilega fyrir. Að sögn Sigurðar Þórðar- sonar var verið að afgreiða pöntun fra veiðifélagi fyrir austan og áttu seiðin að fara í Rangá.Þangað átti að senda 500 stykki eða fimm poka það mun kosta 40.000 kr. Einnig var búið að panta 1500 seiði sem áttu að fara í Andakílsá. Það var því nóg að gera við að telja og setja í poka. Það hefur aldrei komið fyrir að poki spryngi I flutningum. Hafa þeir hjá Lax- eldisstöðinni sent seiði út um allt land í fjölda mörg ár. Það er ekki aðeins fiskur í kerjurri innanhúss hjá þeim í KoIlafirðinum.Fyrir utan húsin eru nokkrar tjarnir. í þeim er auðvitað lax og svo einnig bleikja. Bleikjan er þriggja til fjögurra ára gömul og nokkuð af henni er selt til neytenda. Einu sinni á dag er fiskinum gefið og þá er svo sannarlega líf í tuskununv. Lætin eru mikil og silungurinn stekkur nokkuð vel yfir vatnsborðið, svo gus- urnar ganga upp á bakkann. Það er margt fleira sem hægt væri að segja frá Laxeldisstöð- inni í Kollafirði, en viðdvölin var stutt og ekki ætlunin að hafa þetta itarlega grein, svo við þökkum bara fyrir okkur.KP Það var mikill gusugangur í bleikjunum í tjörninni fyrir framan húsin. Kristján Einarsson við sjálfvirka fóörunartækið, en svona tæki eru yfir öllum kerjunum. Þeir eru ekki stórir þessir, en hver veit hvað siðar verður. DB-myndir Björgvin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.