Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNl 1976.
Er fallegt orðið bannorð?
afskrœmið hefur tekið völdin
ÓI. A. Kristjánsson skrifar:
Ef gengið er um Lækjartorg
þessa dagana getur þar að líta
17 listaverk á stöllum,
almenningi til sýnis og
yndisauka.
No. 14 Fúga í D-dúr
Listamaðurinn hefir komizt
yfir nokkra búta af plaströrum
og tilheyrandi tengihlutum,
honum hefir tekizt að koma
þessu saman í einskonar vind-
hörpu, því vænta má, að í
stormi ýli nokkuð í þessum
rörbútum, og er þá mynduð
nýtízku tónlist, og þá alveg eins
í D-dúr sem öðrum
tóntegundum.
Þannig hefir listaverkið
væntanlega tvöfalt gildi, bæði
fyrir sjón og heyrn.
No. 10, Náttúrusneið
Þessum listamanni hefir
tekizt af mikilli leikni að skera
af jörðinni grastorfu um eitt
ferfet að stærð.
Nú er vor í lofti og ekki ónýtt
fyrir þessa malbiksbúa að fá, þó
ekki sé nema litla sneið af
móður jörð til að horfa á.
Hvað skyldi nú skurðmeistari
þessarar torfu meta listagildi
sitt til styrktar af almannafé?
No. 9, Box
Þarna eru tveir litlir
ryðgaðir járnkassar hlið við
hlið á stalli og mynda eina
samræmda heild. Annar
kassinn er með brúklegu loki
en hitt hefir sennilega týnzt.
En þá reynir nú á
listamanninn. Honum hug-
kvæmdist að fylla bara loklausa
kassann með steinsteypu og þar
með var verkið tilbúið til
sýningar almenningi. Þannig
eru sannir listamenn úr-
ræðagóðir.
No. 12, Steypuverk
Þarna er að líta kantaðan
steinsteypuhlunk, en til að
auka á fegurðargildi lísta-
verksins hefir listamaðurinn
skrapað saman nokkru af
ryðguðu járnarusli (en ryð
virðist mikill tízkulitur meðal
'istamanna 1 dag) og stungið
því til hálfs í blauta steypuna.
Af þessu er hið fegursta form
og augnayndi.
En þeir sem ekki skilja
listina í dag höfðu orð á því að
réttara hefði verið að láta
járnaruslið hverfa í steypuna
og kalla svo listaverkið, „Járn-
benta steinstevmi “
No. 7, Ríkiskassinn
Þar hangir mannsbúkur í
böndum. Heldur finnst mér
hann nú óhrjálegur útlimalaus
og jafnvel hauslaus.
Verk þetta kallar meistarinn
Rikiskassann. Sumir kalla þetta
hagnýta list. Þetta á að minna
fólk á að láta hvorki tóman
rikiskassa né aðra rýja sig
lengra en að skinni.
Margt er þarna á Lækjartorgi
af ryðguðu járni, sem lista-
fólkið hefir fært í hin ýmsu
form, sem erfitt er að lýsa, en
vert er að hvetja fólk til þess að
skoða þessi undur og stórmerki
með eigin augum.
Þrennt af þessu listafólki
sem á þarna verk virðist skera
sig nokkuð úr hópnum, No. 1
No. 2 og No. 11 eru víst dálítið
gamaldags.
Það þarf t.d. ekki recept frá
listamanni til þess að gera sér
nokkra hugmynd um hvað verk
þeirra eiga að tákna, það
verður séð með eigin augum.
Það væri fróðlegt að vita
nöfn þeirra ágætismanna, sem
valið hafa þessi dásemdarverk
handa almenningi til að skoða
og þroska listasmekk sinn.
Á vegum Listasafns ríkisins
eru tvær listaverkasýningar
þessa dagana. önnur sýnir verk
eftir heimsfrægan útlending
en hin verk eftir látinn
tslending, lltið þekktan sér-
vitring og það af öðru en
málaralist.
Sýning útlendingsins er
meiri að vöxtum en
tslendingurinn er talinn hafa
vinning hvaðlistagæði snertirog
verk nans vafalaust unnin af
fullri einlægni, sem er lofsvert
út af fyrir sig.
Á hvaða braut er listsköpun
heimsins í dag?
Listfræðingar keppast við að
telja fólki trú um að svart sé
hvítt og hvítt sé svart.
t dómum sínum taka þeir
gilda sem fullkomna list það
sem venjulegum apa hefir
tekizt að læra í þeim efnum á
hálfum mánuði, samanber frétt
frá Stokkhólmi fyrir nokkrum
árum.
Enginn þorir lengur að láta
sfna eigin skoðun í ljós um
listaverk, hann getur orðið að
athlægi ef einhver vitringur
heyrir til hans.
Fallegt er orðið bannorð,
ljótleikinn og afskræmið hefur
tekið völdin.
Raddir
lesenda
/
imm:
MJO BELTI
<Ertu buxnalaus ?
Xi&Á