Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNl 1976. 23 I Sjónvarp kl. 22.05: Umrœðuþáttur um listahátíð Á ekki að vera eins og f lugeldasýning - að allt sé búið þegar rakettunum er skotið „Við ætlum að velta fyrir okkur hvernig listahátíð geti komið að sem mestu gagni og hvaða viðhorf þyrftu að vera ríkjandi til þess að hún skilji eitthvað jákvætt eftir í okkar eigin menningarlífi. Listahátíð á ekki að vera eins og flugelda- svning, að allt sé búið þegar búið er að skjóta rakettunum." Þetta sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur, en hann stjórnar umræðuþætti í sjónvarpinu kl. 22.05 í kvöld. Þátturinn hefur hlotið nafnið: Listahátíð: Til hvers og handa hverjum? „Annars ætla ég sjálfur að taka sem allra minnstan þátt í umræðunum," sagði Thor. „Það verða þau Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri, Atli Heimir Sveinsson tón- skáld, Ragnar H. Ragnar skólastjóri frá ísafirði, Hrafn Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri listahátíðar og Aðal- steinn Ingólfsson, listrænq framkvæmdastjóri Kjarvals- staða, sem ræða saman." „Hvernig finnst þér annars hafa tekizt til með listahátfð- irnar sem haldnar hafa verið hér? „Að ýmsu leyti hefur verið að þeim mikill fengur þó alltaf megi bæta um. Það þarf fyrst og fremst að vera meiri festa, fast starfslið sem getur gert áætlanir fram í tímann.“ Það var greinilegur mikill áhugi fólks á listahátíð, strax fyrsta daginn sem miðarnir voru seldir myndaðist löng biðröð áhugafólks um listir. DB-mynd Björgvin. — Finnst þér að nokkurri listgrein hafi verió hampað á kostnað einhverrar annarrar? „Það má auðvitað alltaf deila um slíkt. Ýmsir hafa vakið máls á því að kvikmyndalist hafi að mestu leyti verið sniðgengin. En það er álitamál hvernig hefði átt að haga þeirri þátt- töku. Það ætti e.t.v. að hafa sérstaka kvikmyndahátíð, eða eins mætti hugsa sér að klassfskar kvikmyndir hefðu verið sýndar á einhverjum ákveðnum stað f borginni alveg stanzlaust á meðan á listahátíð hefði staðið. Þá hefði einnig verið hægt að sýna kvikmyndir f tengslum við aðra hluti á hátfðinni.“ — Er ekki listahátíð orðinn fastur liður hjá okkur nú? — Ég ætla bara að vona að Thor Vilhjálmsson stjórnar umræðuþætti í kvöld. svo sé. Það er vonlítið að hún geti skapað sér álit úti f heimi ef verið er að hringla með hana. Það er einnig miklu erfiðara um allt skipulag og vinnutil- högun ef það er á reiki hvort hún verður haldin eða ekki,“ sagði Thor Vilhjálmsson. —A.Bj. Útvarpkl. 19.35: Hvað er jafnrétti? Það er hugsunarhótturinn en ekki lagabókstafurinn sem rœður „Ég ætla að spjalla um fjöl- skyldulífið almennt og félags- lega aðstöðu konunnar til þátt- töku f almennu félagslifi og þar með talinni pólitfk," sagði . m (S : [ Guðjón B. Baldvinsson vili vekja fóik til umhugsunar um stöðu konunnar í heiminum í dag. DB-mynd Björgvin. Guðjón B. Baldvinsson er við spurðum hann um innihald erindis sem hann flytur kl. 19.35 f kvöld. „Ut frá þessu spinnst auð- vitað ýmislegt inn í málið. Mér hefur einnig komið til hugar að varpa fram þeirri spurningu hvort jafnrétti sé ekki fólgið í þvf að einstaklingurinn fái að njóta sín í samfélaginu? Og hvers beri þá að gæta?“ — Hefurðu barizt við hlið kvennanna i jafnréttisbarátt- unni? „Það er nú kannski mest litið. Fyrir mér vakir aðallega að vekja fólk til umhugsunar og þá sérstaklega um þá þætti sem mér finnst að minnst hafi verið rætt um í sambandi við kvenna- árið. Það er ástæðulaust að vera alltaf að tönnlast á þvf sama. Maður kemst auðvitað ekki hjá því að minnast á fordómana og karlmannaveldið. Ég vil bara leggja áherzlu á að það er hugsunarhátturinn sem ræður, en ekki lagabókstafurinn. Það þarf að breyta hugsunarhættin- um með því að breyta menntun og uppeldi." Þetta var aldeilis hressilega mælt hjá Guðjóni fannst okkur. Guðjón hefur verið starfs- maður hjá BSRB undanfarin fjögur ár. Áður vann hann hjá Skattstofunni frá árinu 1946 og þar áður hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ertu Reykvíkingur, Guðjón? „Nei, aldeilis ekki,“ sagði Guðjón og hló hressilega. „Ég er Borgfirðingur í húð og hár. Ég kom ekki hingað fyrr en ég var kominn yfir tvítugt árið 1931. —A.Bj. Þriðjudagur 15. júní 20.00 Fróttir og voöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 OfdrykkjuvandamáliA. Annar þáttur. Joseph P. Pirro frá Freeport sjúkrahúsinu í New York ræðir við sjónvarpsáhorfendur. Stjórn upptöku örn Harðarson. Þýðandi Jón O. Edwald. 20.50 McCloud. Handariskur sakamála- myndaflokkur. Sambönd • Nyju- Mexikó. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 ListahátíA. UmrnAuþáttur. Listahátið: Til hvers og handa hverjum? Umræðum stýrir Thor Vil hjálmsson. 22.45 Dagskrárlok. Þriðjudagur 15. |um 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 Og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 815 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbnn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Kristján Jónsson byrjar að lesa söguna „Fýlupokana“ eftir Valdísi Óskarsdóttur. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Myndin af Dorian Gray" eftir Oscar Wilde Valdimar Lárusson les þýðingu Sigurðar Einars- sonar (14). 15.00 MiAdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 17.30 „Ævintýri Sajó og litfu bjóranna" oftir Grey Owl Sigriður Thorlacius les þýðingu sina (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi flyt ur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverris- son kynnir. 21.00 Áhrifamáttur kristninnar Páll Skúla- son prófessor flytur erindi. 21.30 islenzk tónlist a. „Þjóðvísa," rap- sódía fyrir hljómsveit eftir Jón Ásgeirsson. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; Páll Pampichler Páls- son stj. b. Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. Robert Aitkin og Sinfónfuhljómsveit íslands leika; höf- undur stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: H»kk- andi stjama eftir Jón Trausta Sigriður Schiöth les (4). 22.45 Harmoníkulög Tommy Gumina leikur. 23.00 A hljóAborgi Lotte Lenya les á ensku sex stuttar frásögur eftir Franz Kafka. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 16. júní 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl. ), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55 Morgunstund bam- anna kl. 8.45: Kristján Jónsson les „Fýlupokana," sögu eftir Valdísi Óskarsdóttur (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Hándel-kórinn I Berlfn syngur andleg lög; Gúnther Arndt stjórnar. Morguntónlaikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Myndin af Dorian Gray" eftir Oscar Wilde Valdimar Lárusson les þýðingu Sigurðar Einars- sonar (15). 15.00 MiAdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 LagiA mitt. Berglind Bjarnadóttir kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Eitthvað til að lifa fyrir“ eftir Victor E. Frankl. Hólmfrfður Gunnarsdóttir les þýðingu sfna á bók eftir austurrískan geðlækni (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 islenzkar eiturjurtir og eitruA vamar- lyf Ingólfur Davíðsson grasafræðing- ur flytur erindi. 19.55 Einsöngur í útvapssal: Ingimar SigurAsson syngur fslenzk og'eilend lög. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. 20.20 Sumarvaka á. Tveir á ferð um Tungu og Hlíö Halldór Pétursson flytursfðari hluta frásöguþáttar sfns, b. Ljóö eftir Jakob Jóh. Smára Bryndis Sigurðar- dóttir les úr fyrstu ljóðabók skáldsins, Kaldavermslum. c. Forvitni-Jón. Rósa Gísladóttir Ies úr þjóðsagnasafni Sig- fúsar Sigfússonar. 21.00 Frá listahátíö: Útvarp frá Háskólabiói Pascal Rogé pfanóleikari frá Frakk- landi leikur: a. Tvær ballötur eftir Chopin, — nr. 1 I g-moll op. 23 og nr. 4 f f-moll op. 52. b. Tilbrigði og fúga op. 24 eftir Brahms um stef eftir Hándel. 21.45 Útvarpssagan: „SíAasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (40). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.25 Kvöldsagan: „Haskkandi stjama" eftir Jón Trausta Sigríður Schiöth les 3 (5). 22.50 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 23.35 Frétlir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.