Dagblaðið - 15.06.1976, Side 7

Dagblaðið - 15.06.1976, Side 7
7 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNl 1976. NýréttarhöU í máli PattyHearst? — dómarínn í málinu lézt í gœr Oliver Carter, dómari í máli Patty Hearst, lézt í San Francisco í gær. Banamein hans var hjartaslag. í kjölfar dauða hans er ekki taiið ólík- legt að ný réttarhöld fari fram í máli Patty — og víst er, að dauði dómarans mun verða til þess, að bið verður á að hún hljóti sinn dóm. Carter dómari, sem varð 65 ára, hafði dæmt Patty í bráða- birgðahámarksfangelsi i 35 ár, eftir að hún hafði verið fundin sek um þátttöku í bankaráni. En dómarinn fyrirskipaði að hún skyldi sæta nákvæmri rannsókn á andlegu og likam- legu heilbrigði áður en hún kæmi fyrir rétt á ný ekki síðar en 12. júlí. Akveðið verður í þessari viku hvaða dómari tekur við málinu. Verjendur Patty munu nota þetta tækifæri til að reyna að fá hana látna lausa skilorðsbundið þar til endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp. Myrtv fófk í kjöl far hvirfílvinds Dauði, sár og ofbeldi dundu yfir hvíta íbúa Chicagoborgar í fyrrinótt í kjölfar hvirfilvinds, sem gekk yfir borgina. Vegna flóða urðu margir hvítir bifreiðarstjórar að aka út af þjóðveginum inn til borgar- innar inn í borgarhverfi þar sem blökkumenn eru í meiri- hluta og þá notuðu glæpamenn meðal þeirra sér tækifærið og réðust á hvita fólkið. Ung hvíl rnóðir var skotin til bana fyrir framan þrjú börn sín, er eiginmaður hennar neitaði að greiða 10$ ,,vegatoll“ í einu blökkumannahverfinu. Önnur hvít fjölskylda slapp naumlega er ungir blökkumenn brutu allar rúður í bíl þeirra. Að sögn lögreglunnar urðu fimmtánmanns fyrir árásum í borginni í fyrrinótt og tveir harðir skotbardagar urðu, er lögreglan reyndi að skerast í leikinn Brezkir sjómenn í kossaflensi — foringinn lœkkaður í tign Undirforingi i brezka sjó- hernum hefur verið lækkaður í tign og orða, sem hann hafði fengið fyrir góða hegðun, tekin af honum fyrir að kyssa annan sjómann á bar í New Orleans. Undirforinginn, John Bodymore, sagði við herréttinn, að hann hefði kysst unga manninn til þess að sýna honum, hvernig það væri að vera kysstur af tannlausu fólki. Sagði hann réttinum, að hann hefði týnt fölsku tönnunum sínum kvöldið áður, er hann lét þær vega salt á nefinu á sér sem skemmtiatriði í samkvæmi. Nokkrir sjómenn af sama her- skipi kærðu undirforingjann er þeir urðu varir við kossaflens þetta, þar er þeir sögðu kossinn hafa verið „langan og blautan." Lítið er nú talið standa í veginum fyrir því, að Jimmy Carter verði forsetaefni Demókrataflokksins. Hann hefur nú tryggt sér 1200 kjörmenn af þeim 1505, sem til þarf og flestir fyrrum andstæðingar hans hafa lýst yfir stuðningi við hann. Hér má sjá Carter á framboðsfundi ásamt fjölskyldu sinni. Carter vinsœlastur FYRIR 17. JÚNÍ 37%. Væri kosið á milli Carters og Reagans fengi Carter 55.32%. Meðal demókrata nýtur Carter stuðnings 41% þeirra, sem spurðir voru, Hubert Humphrey 22% og Edmund Brown, fylkisstjóri í Kaliforníu, 15%. 1 hópi repúblikana nýtur Ford forseti mests stuðnings, eða 52% á móti 33% Reagans. Þessi skoðanakönnun var gerð dagana 10. og 11. júni. Jimmy Carter er vinsælli meðal bandarísku þjóðarinnar en bæði þeir Ford forseti og Ronald Reagan, ef marka má skoðana- könnun, sem niðurstöður voru birtar úr í morgun Það var NBC sem gerði könn- unina. Segir í niðurstöðum hennar að Carter njóti stuðnings 52% þjóðarinnar en Ford aðeins Fall Polisario MáritansKir hermenn hafa drepið um sjötíu Polisario- hermenn í bardögum í norð- vesturhluta Sahara undan- farna tvo daga, að því er sagði í fréttasendingum Nouakchott- útvarpsins, sem heyrðust í Dakar I morgun. í fréttasendingum útvarps- ins sagði einnig, að þrjátíu og þrír bílar og töluvert magn vopna hefði verið gert upp- tækt. Á fréttum, sem borizt hafa af þessum átökum að undan- förnu, má skilja að Polisario — frelsishreyfing V-Sahara — bíði nú mikið afhroð í barátt- unni við hermenn Máritaníu. Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.