Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNl 1976. ÍÞRÓTTAKENNARASKÓLANUM SLITIÐ: Dúxinum þótti verst að missa af leiknum! „Það er engin furða þó kennarar sitji hér skælbrosandi, því við stóðum okkur með prýði,“ sagði formaður Nemenda- félagsins Magnús Pálsson, en hann mælti nokkur kveðjuorð fyrir hönd nýútskrifaðra iþrótta- kennara. Að þessu sinni voru 29 nemendur í skólanum. I skóla- slitaræðu sinni lét Árni Guðmundsson skólastjóri í ljós ánægju með árangur nemenda, en mikill meirihluti þeirra var með fyrstu einkunn og einn með ágætiseinkunn, Janus Guðlaugs- son úr Hafnarfirði, 9,05. Þetta er frábær árangur, þegar tekið er tillit til þess að fjöldi námsgreina er rúmlega 20. Lára Sveinsdóttir frjálsíþrótta- kona úr Armanni. „Auðvitað hef ég hugsað um Ólympíuleikana, og ef til vill kemst ég aftur ef vel gengur.“ „Það er bara verst að ná ekki i leikinn á móti Val,“ sagði Janus Guðlaugsson knattspyrnumaður úr FH og dúx skólans að þessu sinni. „Ég leik með félögum minum í sumar, enda var líka knattspyrna mitt valfag í vetur.“ — Þú hefur þurft að halda vel á spöðunum til að ná þessum árangri? „Við höfðum öll svo sannarlega mikið að gera. Það segir sig sjálft, við vorum í skólanum til kukkan 5 á hverjum degi og svo áttum við eftir að undirbúa næsta dag.“ Aðspurður kvaðst Janus ekki ákveðinn um starf í sumar, en það ætti varla að vera vandi fyrir hann að fá eitthvað við sitt hæfi. Við rákumst á Árna Stefánsson hressan í bragði, enda nýút- skrifaður íþróttakennari. Árni leikur með íslenzka landsliðinu í knattspyrnu og fer með til Færeyja í dag. Einnig mun hann standa í marki Fram. „Ég býst við Janus Guðlaugsson, knatt- spyrnumaður úr FH, varð dúx skólans að þessu sinni með ágætiseinkunn. ^ að taka við starfi Jóhannesar Atlasonar, í vetur sem íþrótta- kennari i Breiðholti, en hann ætlar til náms erlendis," sagði Árni. Lára Sveinsdóttir frjálsíþrótta- kona var í hópi hinna nýút- skrifuðu íþróttakennara. „Ég hef auðvitað ekki haft tíma til að æfa neitt að ráði og hef tapað niður tækni,“ sagði Lára. „Dvölin hér á skólanum hefur verið mér til góðs að því leyti að ég er miklu sterkari en áður og því betur undir það búinn að æfa af krafti. Auðvitað hef ég hugsað um Ólympíuleikana, og ef til vill kemst ég aftur ef vei gengur.“-KP. Arni Stefánsson markvorður íslenzka landsiiðsins var hress í bragði, enda nýútskrifaður Nýútskrifaðir iþróttakennarar sýndu gestum brot af þvi, sem þeir höfðu iært i tvo vetur. DB-myndir KP. WÍS; * / J íþróttir Þjóðhótíðormót í frjólsum iþróttum og sundi Þjóðhátíðarmótið í frjáisum íþróttum — 17. júní-mótið — verður að þessu sinni haldið á Meiavellinum 16. og 17. júní vegna þeirra framkvæmda, sem nú standa yfir á Laugardalsvelli. Á morgun, miðvikudag, verður keppt í eftirfarandi greinum: 110 m grindahlaupi, 200 m hlaupi karla og kvenna, 1500 m hlaupi, þrístökki, hástökki, kringlukasti karla og kvenna, 1000 m boðhlaupi og langstökki kvenna. Þjóðhátíðarmót í sundi verður haldið í sundlauginni í Laugardal 17. júní og verður þar keppt í átta sund- greinum og auk þess sundknattleik. Meðai keppnisgreina eru 100 m skrið- sund karla og kvenna, og 100 m flug- sund karla og kvenna. Foreman gegn Frazier! — í nótt í stórleik í hnef aleikum í New York George Foreman, sem iék Joe Frazier grátt síðast þegar þeir mættust í hringnum — rothögg í annarri lotu — er taiinn hafa mun meiri möguieika til sigurs, þegar kapparnir keppa í nótt — að islenzkum tíma — í Nassau Coliseum í Uniondaie í New York fylki. Veðmálin standa honum 8-5 í hag í 12 lotu leik þeirra. Það var í Kingstone á Jamaíku 22. janúar 1973, þegar George Foreman kom öllum á óvart í hnefaleikaheiminum og sló Joe Frazier sex sinnum niður í tveim lotum. Vann frá honum heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt, þrátt fyrir að veðmálin stæðu Frazier 4-1 í hag. I Zaire 1974 tapaði Foreman svo titlinum til Muhammad Ali eins og frægt er. Frazier, sem nú er 32ja ;ára, sagði i gær. — Þetta verður grimmilegur leikur. Ég ætla mér að berja á Foreman — gera hann að kjána. Hann lofaði því fyrir titilleikinn 1973 að keppa aftur við mig ef ég tapaði. En hann hélt ekki loforð sitt... og maður, sem gengur bak orða sinna er ekki mikils virði. Frazier — en það verður annað uppi á teningnum nú. I október síðastliðnum' tapaði Frazier fyrir Muhammad Ali í blóðugum leik — einum hinum mesta, sem um getur í hnefaleikum. Þar sýndi hann mikla hæfni, þrátt fyrir tapið. George Foreman, sem nú er 28 ára, keppti síðast í janúar. Þá við Ron Lyle og þó Foreman færi tvívegis í gólfið tókst honum að rétta sinn hlut og sigra I fimmtu lotu. Hann sagði í gær: „Eg veit að Frazier verður erfiður — en allt, sem hann getur gert get ég gert betur.“ — Hvor kappanna fær eina milljón dollara fyrir keppnina í nótt. „Smokin’Joe" sagðist ætla að sækja í leiknum í nótt á sinn venjulega pressu-hátt, en þó vera gætnari í vörninni en 1973. „Ég ætla aö sýna fólki að ég er betri nú en á Jamaíka. Þar hitti hann mig — og ég meiddist. Ég þekkti það ekki frá fyrri leikjum mínum — og reis strax á fætur aftur og aftur í stað þess að reyna að jafna mig. Fá skýrleika í höfuðið. Well, það er liðin tíð. Það var ekki Joe Skallagrímur vann í fyrsta leik Keppnin í D-riðli 3. deildar hófst í Borgarnesi á iaugardag. Þá lék Skailagrimur við HSS —Stranda- menn. Ursiit urðu þau, að Skalia- grímur sigraði með 4-2 eftir að staðan í hálfleik var 2-1 fyrir iiðið. Mörk Skallagríms skoruðu Guð- mundur Ilalldórsson, sem var bezti leikmaðurinn á vellinum í leiknum, Ingólfur Hannesson, Ömar Sigurðs- son og Þórður Björnsson — en fyrir HSS skoruðu þeir Andrés Jónsson og Gunnlaugur Bjarnason. I D- riðiinum leika einnig Vikingur, Óiafsvík, Grundarfjörður, Snæfell, Stykkishólmi og USVH (Hvamms- tangi). liommi álítur að hantt vcrði að rcyna að finna - stúlkuntt dularfullu. Fyrst (.r a,t finna út hvar þctta símanúmcr ,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.