Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNl 1976. 4 PRINSINN OG BÖRNIN Þjoöloikhusíö: LITLI PRINSINN eftir Antonie de Saint-Exupóry ÞýÖendur: Bríet Hóöinsdóttir og Siguröur Pálsson Leikstjóri: Michael Moschke Gestaleikur frá Manonettuteatern i Stokk- hólmi. Ein af stóru stundunum á fyrstu listahátíð, fyrir sex árum, það var heimsókn Michael Meschkes og Marionettuleikhússins frá Stokkhólmi. Það var ein af þeim stundum í leikhúsinu, sem færa áhorfanda heim sanninn um eitthvað nýtt, nýtt efni, vinnubrögð og úrkosti á sviðinu, og einn þeirra atburða undangenginna listahátíða sem ekki hverfa úr minni manns þótt tímar líði fram. Slíkir gestaleikir, slíkar stundir í áhorfendasal eru einmitt ein meginástæða þess að vert og rétt er að halda listahátíðir. Það var því ekki ófyrirsynju að maður beinlínis hlakkaði til að sjá sýningu Marionettuleik- hússins á listahátíð. Og auðvitað væri ómaklegt að segja að sýningin hafi valdið neinum vonbrigðum: hún er ..................... Leikhúskjallarinn: SIZWE BANSI AR DÖD efftir Athol Fugard, John Kani, Winston Ntshona Leikstjóri: Cari Mesterton Gestaleikur frá Lilla teatern í Helsingfors. Sizwe Bansi er nafn á manni. En á bantúmáli er sagt að orðin merki líka „allt fólkið” eða „þjóðin”. Það er út af fyrir sig einföld saga sem sögð er í leiknum, saga sem mætavel gæti verið dag- sönn af fréttum og frásögnum frá Suður—Afríku að dæma. En hún fær í meðförunum víð- tækara gildi, verður dæmi alls „dauðraheimsins” sem hinn svarti meirihluti í landinu byggir undir ómannlegum kynáttalögum hinnar hvítu valdstjórnar. Það er stjórnar- far sem skipulega stefnir að því að raena sína svörtu þegna hverjum snefli sjálfsvirðingar, mannlegs virðuleika, sjálfum réttinum að lifa eins og maður. Leikurinn lýsir því hvernig unnt er að lifa af slíkar kringumstæður og hvað það kostar. Höfundur leiksins, Athol Fugard, er sjálfur hvítur maður, en samdi leikinn handa og í samvinnu við tvo svarta leikara. Þeir sem hafa séð hann í frumgerð sinni lýsa áhrifa- magni hans sterkum orðum. En ádeilugildi leiksins liggur ekki síst í sennileika hans, dagslegu raunsæi frásagnarinnar af Sizwe Bansi og afdrifum hans. Augljós eru tormerki á til- færslu leiksins milli tungumála og kynþátta, inn í umhverfi og hugtæk og falleg, einkar aðlaðandi skemmtun jafnt fyrir unga og aldna leikhúsgesti. En hún er að visu öll einfaldari og yfirbragðsminni, miklu venjulegri brúðu-leiksýning en Bubbi kóngur var um árið. Það nýstárlegasta við heimsókn Marionettuleik- hússins í ár kann að vera sam- vinna leikflokksins við íslenskt leikhúsfólk og lærdómar sem af því verða dregnir. En í þetta sinn er leikurinn þýddur á íslenzku, textinn fluttur af leikurum Þjóðleikhússins, annað „aðalhlutverk” hans raunar skipað einum þeirra, Sigmundi Erni Arngrímssyni í gervi flugmannsins/höfundar. En það er eitt aðaleinkennið á sýningum Michael Meschkes og' Marionettuleikhússins að hann skipar hiklaust saman leikurum og leikbrúðum af allri stærð og gerðum, mikilli leikni og tækni ljóss og lita. Þetta fór allvel úr hendi úr áhorfendasalnum séð, og sýningin sómdi sér ágætlega á sviði Þjóðleikhússins. Helst var að vandkvæði virtust á „samleik” leikara og brúðu, flugmannsins og litla prinsir.s, hvort sem um var að kenna óvana leikarans eða áhorfanda við þessi vinnubrögð. En Sig- mundur Örn kom vel fyrir I hlutverkinu sem hann flutti með einlægni og þokka. Litli prinsinn er indæl litil saga, enda alkunn og vinsæl út um allar jarðir, einnig hér á landi í þýðingu Þórarins heitins Björnssonar. Að óreyndu hefði ég ætlað að Michael Meschke færi frjálslegar með efnið, gerði sér t.a.m. meiri mat úr stjörnugeimnum og íbúum hans hjá Saint-Exupéry en raunin varð á sýningunni. Hún auðkenndist í fyrsta lagi af trúnaði við söguna sem leikritið er samið eftir frekar það sé unnið með sjálfráðum hætti upp úr hugmyndaefni þess. Þetta er sjálfsagt rétt og eðlileg aðferð bæði vegna eðlisþokka sögunnar sjálfrar og vinsælda hennar, en hennar vegna verður sýningin einkum myndræn fremur en beinlínis Sago þúsunda upp á leiksvið þar sem allir eru fyrirfram sammála ádeilu leiksins á kynþáttakúgun og apartheid-stefnu. Lilla teatern í Helsingfors er að vísu mikið snilldarleikhús: það vita þeir gerla sem séð hafa fyrri gestaleiki þess hér á landi. Eitt aðaleinkennið á vinnu- brögðum þess virðist hin útfarna rækt sem þar er lögð við alla smámuni, hvert viðvik ieiks, og þessi nostursemi um smáatriðin á kannski hvað mestan þátt I hinu sérkennilega lífsmagni sýninganna. Einmitt þessi vinnubrögð eru leikritinu um Sizwe Bansi lífsnauðsyn. Það verður að vísu að segjast eins og er að sýning leiksins vekur ekki jafn— eindreginn, fölskvalausan fögnuð áhorf- andans eins og fyrri sýningar Lilla teaterns sem hingað hafa borist. En það var þar fyrir aðdáanlegt hversu ljóslifandi, nærtæka og trúverðuga þeim Roland Hedlund og Borgari Garðarssyni tókst að gera frá- sögn leiksins í Leikhús- kjallaranum um helgina. Frásögn leiksins, segi ég — af því að dæmigildi hans helgast alveg af því hversu trúlega þar tekst að lýsa manni, segja sögu hans. Sagan af Sizwe Bansi kann að vera Saga þúsunda. Undir kynþátta- lögunum er hann dæmdur ti. vonlausrar tilveru á svonefndu „sjálfstjórnarsvæði” negra, bantústan, þar sem rykið sem þyrlast á veginum er eina lífs- markið. Einasta vonin um mannsæmandi lífskjör fyrir hann og konu hans og börn liggur í því að hann komist til borgarinnar og fái vinnu þar í einhverri verksmiðju hinna hvítu. Sú leið liggur í gegnum pappírsmyllu kynþáttalaganna, og hún er honum bönnuð. Sizwe Bansi kemst af með því að láta nafn sitt af hendi, gangast upp í gervi annars manns, hann bjargast á stolnum skilríkjum af dauðum manni. Þannig verður hann sú undantekning sem sannar regluna um líf svarta mannsins i Suður-Afríku. Borgar Garðarsson lýsti Sizwe Bansi, með einföldum meðölum að manni virtist, þannig að maðurinn varð alveg ljóslifandi fyrir sjónum áhorfanda, umkomu- leysi hans, örbirgð og vonleysi, en líka barnslegt stolt hans, einlægni og vonartraust á fram- tíð sína þrátt fyrir allt. Muna má að þegar Leikfélag Reykja- leikræn endursögn sögunnar. Aðferðin að efninu setur leikn- um ansi þröng takmörk. En innan þess ramma var að sönnu margt fallegt, skáldlegt og skemmtilegt að sjá í Þjóð- leikhúsinu á laugardag. Mestur myndrænn íburður var sem vænta mátti í lýsingu hinna kostulegu smástirna og íbúa þeirra, sem prinsinn kynnist við á leið sinni til jarðar, en leikurinn staðnæmist sem sé við myndræna lýsingu þessa efnis. Þar á móti koma stjarna litla prinsins sjálfs með eld- fjöllunum tveimur og rósinni fögru, og svo eyðimörkin Sahara með flugmanni og högg- ormi. En með þessari aðferð, öllu látleysi sínu og þokka, tókst líka sýningunni að höndla og myndgera að sínun hætti a.m.k. eitthvað af ljóðrænni einfeldni og innileik ævintýrisins um litla prinsinn. Það er vonandi að sem flestir áhugamenn um leiklist hafi haft skímu til að sjá þessa sýningu, allra helst með börnum sínum. Hér var nýjung víkur sýndi eitt af verkum Lilla Teaterns, Leikhúsálfana eftir múmínsögu Tove Jansons, fyrir fjórum árum.sómdi Borgar sér mætavel í aðalhlutverki leiksins, gervi múmínsnáðans sjálfs. Síðan hefur hann starfað með Lilla Teatern um þriggja ára skeið, og ljóst er af þessari sýningu að vinnulag leik- hússins hefur hentað honum mætavel. Hitt er að vísu von- andi að reynsla og lærdómur Borgars úr Finnlandsvölinni eigi brátt eftir að nýtast honum á íslensku leiksviði, sem heima- manni en ekki gesti eins og í þetta sinn. Efnið í Sizwe Bansi er ömur- legt, leikurinn er skilrík heimild um ómannleg ævikjör. En sú von sem hann þrátt fyrir allt lýsir liggur I mannlýsingum hans, þeirri samblendni kímni og hlýju sem auðkénnir þær I meðförunum. Þegar Sizwe Bansi gengur fyrir Styles ljósmyndara í sínu nýja gervi, Roberto Zwelinzima, kominn í ný föt og meira að segja með hatt, er hann ekki bara kát- legur, ekki bara mannlegur. Umfram allt er ljóst að hann gefst ekki upp, að þrátt fyrir allt er von um framtíð. Á þeirri mynd hans hefst og lýkur sögunni af Sizwe Bansi. Hún er hinsvegar felld í allýtarlega umgerð umhverfis- lýsingar. Mest hrein og bein skemmtun er kannski að upp- hafi leiksins, hinum makalausu einræðum Rolands Hedluns i gervi Styles ljósmyndara, hins glaðbeitta hentistefnumanns á ferð, nýstárleg Ilfsreynsla f leikhúsinu bæði fyrir börn og fullorðna. Og það er einn tilgangur og takmark lista- hátíðar að ná til sem allra flestra áhorfenda, endilega út fyrir hóp reglulegra áhorfenda og áheyrenda leiklistar, tón- listar, myndlistar. Til þess var Litli prinsinn mætavel fallinn. sem kann að leika á kerfið. Þessi þáttur leiksins auð- kennist af þeirri léttvígu fimi og hagleik, leikandi áreynslu- leysi sem maður á að minnast frá fyrri sýningum Lilla Teaterns. Þrátt fyrir sína góðu meiningu og samúð áhorf- andans með skoðun og boðskap leiksins, er óneitanlega sagan af Sizwe sjálfum orðin dálítið löng um það er lýkur. En víst virðist það þversögn - að þrátt fyrir samúð með skoðun, aðdáun á list og tækni leiksins skuli sýningin láta eftir sig hálfgerða tómleika- kennd, að samfara þakklæti manns fyrir heimsóknina skuli vera ósk um annað efni, eigin- legra leikhúsinu, vinnu- brögðum og listarstefnu þess, í næstu heimsókn. ÞjóðleikhútiA: Kvöld með Giselu May, 13.6. '76. Það var með blöndnum hug sein ég settist i sæti mitt í Þjóð- leikhúsinu sl. sunnudagskvöld. Ég verð að játa að ég var ekkert óskaplega spenntur, ég vissi lítið um Brechtleikkonuna Þjóðleikhúsið: „DÁIÐ ÞÉR BRECHT"? Giselu May, utan það að hún er sögð besti túlkandi hans, bjóst satt að segja við lítið skemmti- legu kvöldi. En ég var fljótur að skipta um skoðun. Þessi kynngimagnaða leikkona negldi áheyrendur sína i sætin með flutningi sínum og túlkun á lögum Kurt Weills, Hanns Eislers og Pauls Dessau. Hún talaði, sönglaði og söng, rödd hennar lýsti ótal tilfinn- ingum, gleði, sorg, auðmýkt, frekju, hún var falleg, ljót, undirgefin, háðsk, vonlaus, hrædd, hún var ung og hún var gömul. í hinum stutta leik- þætti, þegar hún er að kveðja vini og vandamenn í símanum, var leikur hennar svo sann- færandi að ég áttaði mig allt í einu á því að auðvitað var enginn hinum megin á línunni. Rödd Giselu May er dökk og djúp og sterk á neðra sviðinu og er eins og lögin við texta Brechts hafi verið samin sér- staklega með hana í huga. Hún syngur ekki vel, ef við miðum við þjálfaða óperu— eða ljóða- söngkonu, en hún syngur frá hjartanu, og ekki get ég imyndað mér lög þau sem hún söng flutt á annan máta. Röddin er ýmist rifin og tætt eða mjúk og þýð. alltaf hljóm- mikil og þrungin tilfinningum. Hún ekki einasta syngur heldur leikur og túlkar með hönd- unum. skrokknum. augunum. andlitsdráttunum. Breytingin sem varð á henni er hún fór úr gervi lífsglöðu konunnar, sem söng um dátana, varð á einu andartaki hin lifsreýnda Mutter Courage, sem tapaði öllu, og yfir í hina hræddu gyóingakonu Judith, var stór- kostleg. Hverju leikhúsi er akkur i leikkonu sem Giselu May. Lög þeirra Weills, Eislers og Dessaus eru skemmtileg. Þau veita söngvaranum frelsi, en um leið visst aðhald. stundum er eins og söngvarinn geti valið um nokkra tóna til að syngja, stundum verður hann að fylgja laglínunni nákvæmlega. Undir- leikurinn er oft eins og n.k. „honky—tonk” undir kaffi- húsasöng sem veitir söng- varanum frelsi, en oft krefst hann samfylgdar. Ekki man ég hvað píanóleikarinn heitir en hann lék létt og vel var auð- heyrt að þau eru vön hvort öðru, Gisela May og undirleik- arinn. Hafi Gisela May þökk fyrir komuna, og eins og kynnir kvöldins, Thor Vilhjálmsson, sagði, megi okkur auðnast að fá hana aftur. Tónlist 1«

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.