Dagblaðið - 15.06.1976, Page 8

Dagblaðið - 15.06.1976, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNl 1976. Rœtíst 28 ára — um sjóbaðstað í Nauthólsvík? „Ég lagði þessa tillögu fyrir borgarstjórnarfund á árinu 1948,“ sagði Jón Sigurðsson, fyrr- um borgarlæknir, er við báðum hann að rifja upp hugmynd sína um útivistarsvæðið í Nauthólsvík. Tillagan var á þá leið að leiðsla úr hitaveitugeymunum yrði lögð niður að sjó þar sem girt yrði af svæði. Hugmyndin var að settur yrði upp veggur milli höfðans og steinbryggjunnar. Var gert ráð Höfum til sölu vélskornar túnþökur. Tökum að okkur að leggja túnþökur EGILL OG PÁLMAR Símar 72525 á kvöldin. Grunnvíkingar sunnanlands Farið verður til Flæðareyrar föstu- daginn 9. júlí með Fagranesinu frá ísafirði, til baka mánudaginn 12. júlí. Þeir sem hafa áhuga og hafa ekki farkost, vinsamlegast hafió samband við stjórnina fyrir 1. júlí. Farið verður með rútu ef næg þátttaka fæst. Hringið í síma 41156, 71065, 73994. gamall draumur? Líkan af hugmynd Jóns Sigurðssonar um sjóbaðstað. fyrir að þetta yrði 8000 fermetra sjósundlaug. Þá var og ætlunin að koma þarna upp snyrtiaðstöðu og steypiböðum. Síðan átti að kóróna verkið með þvf að setja hvítan sand i fjöruna. Það var reyndar gert síðar en honum skolaði alltaf burt á veturna þar sem garðinn vantaði. Leiðslan úr hitaveitugeymun- um hefur verið lögð niður í víkina og rennur vatnið þar í opnum skurði rétt við steinbryggjuna. Jón var einnig með hugmyndir um víðtæka barnagæzlu. Börnin yrðu sótt í strætisvögnum á ýmsa staði í borginni og skilað heim síðdegis. Var ætlunin að þetta gæti hjálpað þeim börnum sem ekki kæmust í sveit. Tillagan gerði ráð fyrir rúmu athafna- svæði fyrir börn með vaðsvæði. Tillagan var samþykkt og Jóni ásamt borgarverkfræðingi og hitaveitustjóra falið að hafa um- sjón með framkvæmdum. Þeim var hins vegar einungis lofað pen- ingum eftir þvf sem fjárhagsáætl- anir segðu til á hverjum tíma. Tókst aldrei að hrinda ölium hug- myndunum í framkvæmd. Var Sjúklingur á Ströndunum: Varnarliðsþyrla náði í konu í Ófeigsfirði Björgunarþyrlur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sönnuðu ennþá einu sinni ágæti sitt síðasta föstudag er ein þeirra var send eftir veikri konu til Ófeigsfjarðar á Ströndum. Hefði þyrlan ekki verið til taks hefði orðið að flytja konuna langa leið með báti og síðan jeppa eftir troðningum sem fáum eru færir nema stærstu fjallabílum. Konan, sem náð var í, hafði brugðið sér í Ófeigsfjörð með kærasta sínum til dún- og eggja- töku. Hún gekkst undir alvarleg- an uppskurð fyrir ári og er auk þess komin fimm mánuði á leið. Héraðslæknirinn á Hólmavík og heimilislæknir konunnar lögðust eindregið gegn því að konan yrði flutt land- og sjóveg vegna hrist- ings. Því var þegar leitað til Slysa- varnafélagsins sem gekkst í því að fá þyrlu frá varnarliðnu til flutningsins. Varnarliðsmenn brugðust skjótt við og lögðu upp í förina klukkan 11 á föstudagskvöldið. I Ófeigsfirði var viðbúnaður góður til að taka á móti þyrlunni. Meðal annars hafði verið kveikt bál á bænum til að hann fyndist strax. Förin gekk öll að óskum og var konan komin í sjúkrahús klukkan 2 um nóttina. — AT — komið upp snyrtiaðstöðu og steypiböðum og jókst við það að- sóknin. Baðvörður var ráðinn til eftirlits. Adam var þó ekki lengi í Para- dís. Sjórinn varð smám saman mengaðri og bann var að lokum sett við sjóböðum. Stóran þátt I því að þetta gerðist átti sú ráðstöf- un að veita frárennslisröri Kópa- vogsbúa beint út I víkina. — B.A. Tœpur mánuður þar til áœtlunarferðir nýja Herjólfs byrja „Þá fer nú loksins að styttast í það að Vestmannaeyjar komist í samband við þjóðvega- kerfi landsins, ef svo mætti segja,“ sagði Magnús Magnús- son stöðvarstjóri Pósts og síma í Eyjum er Dagblaðið rabbaði við hann í gær. „Við hérna lítum svo á að nýja ferjan, Herjóifur, verði beinn milliliður milli vegakerf- isins í Vestmannaeyjum og á megilandinu. Afhending Herjólfs fer fram i Kristian- sund í Noregi þann 30. þessa mánaðar. Búast má við því að skipið verði komið til landsins ekki síðar en 10. júlí.“ Áætlunarferðir Herjólfs verða milli Þorlákshafnar ög Vestmannaeyja. Á báðum þessum stöðum þarf að gera nokkrar breytingar á höfnun- um til að bílaumferð til og frá ferjunni gangi greiðlega. í Vestmannaeyjum vantar enn járnasendingu frá Þýzkalandi til að ganga að fullu frá aðstöð- unni þar. I Þorlákshöfn er reiknað með að móttaka Herjólfs verði tilbúin í ágúst- byrjun. Fram til þess tíma verður að setja bíla um borð í Herjólf með krana. Það mun tefja dálítið fyrir ferðunum en ekki þó til muna. Flutningageta Herjólfs er 50—60 fólksbílar 1 hverri ferð og hámark farþega er um 400. Gjaldskrá fyrir ferðir milli lands og Eyja hefur enn ekki verið samin. Að sögn Magnúsar er þó áætlað að hjón með bil sinn þurfi ekki að greiða meira fyrir ferðina en með flugvél frá Flugfélaginu. Áætlað er að Herjólfur fari eina ferð á dag til og frá Eyjum. Þó verður hægt að bæta við aukaferðum eins og þurfa þykir. Að sögn Magnúsar Magnússonar er þegar búið að panta fjórar aukaferðir með 5—600 manns í hverri ferð. Magnús var að lokum spurður að því hve langan tíma hver ferð ætti að taka. „Við reiknuðum fyrst með tveimur og hálfum tíma,“ svaraði hann. „Nú hefur aftur á móti komið upp sú staða að enginn vill svara fyrir hraðann á ferjunni. Það kemur því ekki í ljós fyrr en í reynsluferðinni." — AT — Ónef nt fyrirtœki gaf 2 milljón króna tœki Tveggja milljón króna tæki til gjörgæzlu á hjartasjúklingum hefur verið afhent Borgarspítal- anum að gjöf. Gefandi er fyrir- tæki sem ekki óskar að nafn þess komi fram. Hér er um bandarísk tæki að ræða og eru þau mjög fullkomin. Hluti tækjanna er við rúm sjúkl- ings og tengdur honum. Sendir hann þaðan allar upplýsingar til miðstöðvar sem staðsett er í vakt- herbergi sjúkradeildar. Þaðan er þannig hægt að fylgjst með mörg- um sjúklingum samtímis og koma fram á tækjunum breytingar og truflanir á hjartslætti sjúkling- anna. Þessi búnaður kemur til við- bótar hliðstæðum búnaði sem fyrir er og bætir þessi höfðing- lega gjöf stórlega aðstöðu til læknismeðferðar hjartasjúklinga. í fréttatilkynningu frá Borgarspít alanum segir að þessi gjöf sýni höfðingslund og ræktarsemi unar Reykjavíkurborgar sem fyrirtækisins í garð sjúkrastofn- seint verði fullþökkuð. ASt. Gjörgæzlutækið við rúm sjúklings. Innsetta myndin er af tækinu i vaktherbergi. Af því má lesa allar bre.vtingar á hjartslætti sjúklings. I)B-mynd Arni Páll.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.