Dagblaðið - 15.06.1976, Síða 14

Dagblaðið - 15.06.1976, Síða 14
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 15. JtJNÍ 1976. 14 6. skoðanakönnun Dagblaðsins: Ertu með eða ó móti zetunni? ## ALDREISKAPAÐ ANNAÐEN BOLVAÐ HRINGL ## „Það er sama hvorum megin hryggjar þessi zeta liggur. Við notum hana svo lítið.“ (Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Endilega að fella niður zetuna og líka y-ið.“ (Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Ég er andvígur zetu. Þingið gerði lítið úr sér með því að karpa um zetuna þegar fullt er af verkefn- um.“ (Karl í sveit). „Það vœri tómlegt ón zetunnar, eins og prentvilla.“ (Kona ó Sauðórkróki). „Hlutlaus. Zetan þvœlist fyrir mér hvort sem hún er í ritmólinu eða ekki.“ (Kona ó Reykjavíkursvœðinu). „Sé zetan slitin burt er það eins og slitið vœri líffœri úr líkama lifandi veru.“ (Karl ó Akranesi). „Zetan hefur aldrei skapað annað en bölvað hiingl.“ (Kona ó Akranesi). „Mér gekk nú afskaplega illa að lœra hana en finnst samt að hún eigi að vera í mólinu." (Karl í sveit). „Það mundi kosta of mikið að taka hana upp aftur þegar nauðsynlega vantar fjórmagn til kennslu.“ (Kona ó Reykjavíkursvœðinu). „Ég er ó móti zetu. Það er eiginlega það eina sem ég er ókveðin í.“ (Kona ó Reykjavíkursvœðinu). „Bílarnir okkar eru jú merktir með Z“ (Kona í Skaftafellssýslu). Það væru einkum hægri menn, sem styddu zetuna, en vinstri menn væru á móti. Dagblaðið bar því niður- stöður þessarar könnunar saman við niðurstöður könn- unarinnar um afstöðu til ríkis- stjórnarinnar. I ljós kom, að greinilegur meirihluti bæði stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga var á móti zetu. Zetan naut ekki, svo að heitið gæti, meira fylgis meðal stjórnarsinna en stjórnarandstæðinga. Fylgi hennar var svipað á báðum stöðum. Mest gert úr hringlandanum Andstæðingar zetunnar nefndu oftast þann hringlanda, sem væri með hana. Fólk sagði, að það svaraði ekki kostnaði og erfiði að fara að taka hana upp aftur. Margir nefndu auðvitað að reglurnar um zetuna væru býsna erfiðar. Stuðningsmenn zetunnar töldu sumir hverjir að málið mundi missa mikið ef hún yrði á burtu að fullu. Margir, bæði andstæðingar og stuðningsmenn, komu því að, að Alþingi hefði hegðað sér illa þegar það eyddi miklum tíma í rifrildi um zetu í þing- lokin meðan mörg stórmálin hefðu litla afgreiðslu fengið. — HH Þetta eru dæmi um svör fólks í skoðanakönnun Dagblaðsins um zetuna. Spurt var: Ertu með eða á móti zetunni? Alls voru 300 spurðir, 150 karlar og 150 konur. Helmingur fólksins var á Reykjavíkur- svæðinu og helmingur úti á landi. Hringt var í númer á ákveðnum stöðum í hverri opnu símaskrárinnar. Meiri andstaða hjó karlkyninu Greinilegur meirihluti reyndist vera á móti zetunni. Meðal kvenna úti á landi var mjótt á mununum, en meiri- hluti kvenna á Reykjavíkur- svæðinu var á móti zetunni. Drjúgur meirihluti karlkyns- ins, bæði á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi, var and- vígur zetunni. Alls var af 300 spurðum 91 fylgjandi zetunni, 153 voru and- vígir og 56 óákveðnir. Stundum hefur verið sagt, að zetumálið væri flokkspólitískt. Margir ávituðu Alþingi fyrir að eyða dýrmætum tima í þinglokin f rifrildi um zetuna. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Með zetu 91 eða 30’/3% Móti zetu 153 eða 51% Óókveðnir 56 eða 18%% Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu tóku, verða niðurstöðurnar þessar: Með zetu 37,3%. Móti zetu 62,7%. Slade in flame: MYND FYRIR UNGLINGA 0G ENGA AÐRA sveit verður stór. Fyrst i stað er allt skemmtilegt og spennandi, en er líða tekur á, verða með- limir Slade dauðþreyttir á öll- um látunum í kringum þá. I enda myndarinnar leysist hljómsveitin upp. Þetta er gömul saga sem flestar frægar hljómsveitir kannast við — til dæmis Beatles. Fyrir hverja er FLAME? Vafasamt er að nokkrir hafi gaman af að horfa á FLAME nema unglingar — og þá einna helzt Sladeaðdáendur. Ef með- limir Slade lékju ekki í mynd- inni væri hún nauðaómerkileg. Leikhæfileikar þeirra Holders, Hills, Lea og Powells eru ekki miklir utan þess að á sviði eru þeir á heimavelli og kunna öll brögð. Mjög erfitt er fyrir ungling- ana að fylgja söguþræði mynd- arinnar, þar sem málið á henni er mjög erfitt — frekar léleg cock.ney enska, sem fáir skilja nema innfæddir Tjallar. ís- lenzkur texti er ekki með myndinni. Að sögn sýningar- manns í Háskólabiói var ein- hver húð á filmunni sem barst til íslands. Vegna húðarinnar reyndist ógjörningur að setja textann inn á hana. Til stóð að fá nýja filmu til landsins og setja islenzkan texta á hana, en af einhverjum ástæðum var það ekki gert. Af þessum sökum á FLAME eftir að fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum áhorfendum af yngri kynslóðinni. t FLAME flytja Slade tónlist sem kom út á næstnýjustu LP plötu hljómsveitarinnar sem nefndist Slade In Flame. Fæst þeirra eru þekkt nema lagið Far, Far Away, sem er senni- lega eitt vandaðasta lag Slade. Lögin í myndinni eru öll eftir Noddy Holder og Jimmie Lea. — ÁT — Kvik myndir Háskólabíó: Slade in FLAME. Stjóm: Chas Chandler. AAalhlutverk: Dave Hill, Jimmie Lea, Don Powell, Noddy Holder. Söguþráðurinn: FLAME hefst á því, að sýnd er hljómsveit Jack Daniels og félaga, — annars flokks hljóm- sveit sem skemmtir 3ja flokks áheyrendum. Meðlim ir þessarar hljómsveitar eru all- ir Slade-félagarnir — nema Noddy Hoíder — og Jack þessi Daniels, sem leikinn er af Allan Lake. Þeim leiðist greinilega spilamennskan og áheyrend- urnir því að helzta dægrastytt- ing þeirra er að kíkja upp undir kvenfólkið á böllunum. Það er loks í Norður- Englandi sem eitthvað fer að gerast. Hljómsveit Jack Daniels kemur fram á skemmtun með annarri, sém nefnist Roy Priest And His Undertakers. Söngvar- inn Stoker, sem er leikinn af Noddy Holder, hefur þann háttinn á að koma fram lokaður í líkkistu og spretta þaðan upp eftir nokkur lög. Þetta kvöldið er kistunni læst með hengilás, svo að nota verður brunaöxi til að opna hana. Meðlimir Roy Priest ... gruna Daniels og félaga um að hafa læst kistunni og telja sig eiga eitthvað vantalað við þá. Nú hefst mikill eltingaleikur sem endar með því að annar bíllinn veltur og allir lenda í steinin- um. Þar lenda þeir Paul (Jimmie Lea) og Stoker saman í klefa. Góð kynni takast með þeim, sem leiða til þess að Stoker gengur í hljómsveit með hinum Slademeðlimunum en þeir reka Jack Daniels. Og þar með hefst frægðarsaga hljóm- sveitarinnar Flame. Enn er ósagður hlutur um- boðsmanns Jack Daniels, Ron Hardings. Hann er orðinn Ieiður á hljómsveitinni og stuttu eftir að Jack er rekinn slítur hann samstarfi við Flame. Þá tekur við annar umbi, Robert Seymour, sem tekst að gera Flame fræga með alls konar brögðum, svo sem með skotárás á þá, er þeir heimsækja sjóræningjaútvarps- stöð. Er Flame er orðin fræg vill Harding njóta eldanna, fá hljómsveitina aftur til sín og veifar samningi við Daniels og félaga málstað sínum til stuðnings. Seymour tekst aftur á móti að stela samningnum og fjallar myndin að miklu leyti um baráttu þeirra um hljóm- sveitina. Fyrir utan þessa baráttu er sagt frá þvl, hvernig smáhljóm- ÁSGEIR TÓMASSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.