Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 11
DACiBLAÐlÐ — PKIÐ.IUDACUK 15. JUNÍ 1976._____ GRÆNLENDINGAR EIGA VIÐ NÆGILEGA MIKIL VANDAMÁL AÐ STRIÐA — Olíuiðnaðurinn ó eftir að auka enn ó þau Olíuiðnaðurinn er íhaldssöm Iðnaðargrein par sem menn vilja heldur flytja inn hæfan og menntaðan vinnukraft en að mennta upp þá sem fyrir eru. Þetta á eftir að auka bilið milli Dana og Grænlendinga enn meira. Eitt tæknilega bezt búna bor- unarskip heimsins er nú á leið til Græniands. Ákvörðunar- staðurinn er ákveðinn, um 120 km undan vesturströnd Græn- lands, úti fyrir mynni Syðri- Straumfjarðar. Fyrstu boran- irnar hefjast í þessum mánuði og hafa félagsfræðingar spáð verulegum breytingum á þjóð- og viðskiptalífi í Grænlandi. Ef ekki verður að gert snar- lega, segja þeir, getur mikill harmleikur átt sér stað. Hin skyndilega hækkun á olíuverði árið 1973 varð til þess að flýta mjög fyrir oliuleitinni við Grænland. Töluverðrar bjartsýni gætir hjá kunnáttu- fólki á þessu sviði um að eitt- hvert magn olíu kunni að finnast strax á þessu ári en fyrstu boranirnar hefjast í þessum mánuði, eins og áður sagði. Umræðan um tilvist olíulinda við Grænland hefur aðallega snúizt um þjóðhagsleg og efnahagsleg vandamál og um leið hagnaðinn af því að vera óháðir öðrum löndum með orkugjafa. Þannig er augljóst, að enginn — og jafnvel ekki Danir sjálfir — hefur velt fyrir sér þeim vandamálum sem tilvist olíu- linda kann að hafa fyrir hvern einstakan Grænlending og grænlenzkt þjóðfélag í heild. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið. Þessi afstaða er augljóst fram- hald af þeirri stefnu Dana, að kanna ekki til hlítar hvaða áhrif sú tækni- og efnislega þróun, sem abbað hefur verið upp á Grænlendinga, að þeim forspurðum, hefur haft. Þessi þróun hefur verið það ör, að Grænlendingarnir hafa hreint ekki haft tækifæri til þess að fylgjast með, hvorki í hugsunarhætti né tilfinning- um. Enn hefur litið verið gert til þess að þróa þessa hlið málsins á viðeigandi hátt. Það gru Danir sjálfir, sem skipulagt hafa uppbyggingu hins nýja Grænlands, á meðan Grænlend- ingar hafa horft á eins og við- undur. Hefðu Grænlendingar verið hafðir með í ráðum frá upphafi væri líklegra að samruni þeirra við nútímann hefði verið eðli- legri og ekki eins mikill munur á fortíð þeirra og nútíð. Þjóðfélagið hefði verið meira í þeim anda er Grænlendingar þekkja en ekki eins og nú, af- bökuð spegilmynd af dönsku samfélagi, — þjóðfélag og um- hverfi, sem Grænlendingarnir þekkja ekki og eru utanveltu í. Þetta „þróunaráfall" setur greinileg merki á þjóðfélagið í dag. Þar er áfengisnotkun mest á hvert mannsbarn í heiminum, glæpir, ofbeldisverk, vandamál barna og unglinga og önnur éinkenni samfélagssjúkdóma hafa nú gert vart við sig í æ ríkari mæli. Þessi merki mannlegs, útigangs eru mjög greinileg í stórum hluta þjóð- féiagsins, en eru t.d. afmörkuð við minni hópa í Danmörku. Viðkvœmt þjóðfélag Þjóðfélag það, sem nú á að drekkja í olíu og peningum, ef vonir manna i Danmörku rætast, er á ákaflega viðkvæmu stigi. Enn hefur það ekki náð sér eftir að hafa verið kynnt fyrir nútímanum í einni andrá og hefur því ekki náð fótfestu. Oiiuiðnaðurinn á eftir að hafa mikil áhrií í öllum greinum þjóðfélagsiris. Ef frá eru talin jákvæð áhrif aukins fjármagns og atvinnu verður að gera ráð fyrir því að mis- ræmi það er ríkir í samfélag- inu kunni að aukast enn frekar. Það er aðeins spurningin hvað leggja beri áherzlu á í þessu sambandi. Misheppnað atvinnulíf Ein af aðaluppistöðunum i ríkjandi stefnu í Grænlands- málum stjórnarinnar hefur verið að koma á fót atvinnuveg- um, sem stæðu undir sér fjár- hagslega og gætu þannig komið á jafnvægi í þjóðfélaginu. Þetta hefur ekki tekizt. Útflutningur- inn nægir aðeins fyrir um 10% af öllum vörum og þjónustu er kaupa verður erlendis frá. Búast menn nú við því að töluverður halli verði á útflutn- ingi fisks þrátt fyrir allt það fjármagn og tækni sem sett hefur verið í iðnaðinn. Og vilji menn reyna að gera danskt fjármagn og vinnuafl óþarft verður að skapa nýja iðnaðar- grein sem komið getur í staðinn. Það má segja að hér gæti olíuiðnaðurinn komið í staðinn þar eð hann á eftir að gefa af sér tekjur vegna greiðslna fyrir olíuleyfi og getur auk þess veitt Grænlend- ingum ýmiss konar þjónustu. Grænlendingar hafa auðvitað enga möguieika á því að hag- nýta oliuiðnaðinn sjálfir þar eð þeir hafa ekki fjármagn né tæknilega þekkingu til þess því. þar er aðalatvinnuvegurinn fiskveiðar og nýting sjávarafla. Hins vegar myndi tilkoma slíks iðnaðar í tækniþróuðu þjóðfélagi valda því að at- vinnuvegirnir myndu græða á því að sjá oliuiðnaðinum fyrir vörum og þjónustu. En eins og áður segir hafa Grænlendingar enga möguleika á slíku. Það er heldur ekki auðvelt verk að komast inn á olíumark- aðinn. Stórfyrirtækin í olíuiðn- aðinum halla sér frekar að þeim borunarfyrirtækjum sem eiga sér langa sögu innan grein- arinnar. Stórlega mismunandi laun Olíuiðnaðurinn mun því valda ýmsum vandamálum inn- an þess atvinnulífs, sem fyrir er i landinu, þar eð búast má við þvi að laun i oliuiðnaðinum og þeim byggingar- og þjón- ustugreinum, sem tengd verða honum, verði mun hærri en í öðrum greinum sem mun hafa það i för með sér að flestir iðnaðarmenn og aðrir fag- lærðir munu hópast þangað. Kostnaður við húsabyggingar og framkvæmdir á öðrum sviðum mun þvi stóraukast og einnig við þau fyrirtæki sem þó hafa sinnt útflutningi að einhverju leyti fram til þessa. Það kemur svo niður á verði útflutningsvaranna. Dönsk yfirróð önnur óheillavænleg þróun hinnar viðurkenndu stefnu i málefnum Grænlands er hinn mikli þáttur Dana í atvinnulif- inu. Þetta má sjá af því að enda þótt Danir séu ekki nema 20% íbúa sitja þeir að 33% allrar atvinnu, þéna 50% af heildar- tekjunum og eiga 70% af einka- fyrirtækjunum. Þetta eykur aðstöðumuninn milii Græn- lendinga og Dana og verður án efa til þess að minnka mögu- leika Grænlendinga til þess að ná sér á strik í framtíðinni. Danir og fyrirtæki þeirra hafa haft vit á því að verða sér úti um tiltölulega hagkvæm rekstrar- og uppbyggingarlán fyrir atvinnufyrirtæki. Sama sagan verður án efa uppi á ten- ingnum er uppbygging oliuiðn- aðarins hefst og enn sem komið er hefur enginn sýnt því áhuga að gera Grænlendingum jafn- hátt undir höfði. Þeir virðast þvi enn einu sinni verða að standa afsíðis og fylgjast með uppbyggingu nýs þjóðfélags, án þess, að fá að vera virkir þátttakendur í þeirri þróun. mjög einhæf og 85% af land- búnaðarframleiðslunni eru afurðir af nautgripum og sauðfé. Auðlindir landsins, úthag- inn, eru nýttar á sama grund- velli og auðlindir sjávarins, þ.e. sameignargrundvelli. Úthaginn ber þess greinileg merki. Erfitt mun reynast að hrekja það setn hér að framan «r rakið. enda hefur svo oftlega verið klifað á því í fjölmiðlum að óþarft ætti raunar að vera að endurtaka það hér. Hver er þá sú framtíð sem við okkur blasir? Sjávarút- vegur hefur alltaf fram á þennan dag verið burðarás efnahagslifsins. Allt þjóðfélagið hefur tottað sjávarútveginn og reytt af honum hvern eyri sem hann hefur aflað i þjóðarbúið. Abyrgir aðilar hafa tjáð mér að nú séu meira en 90% líkur fyrir því að þorskstofninum verði útrými, við séum nú þegar orðnir of seinir til þess að grípa til virkra stjórnunar- aðgerða þorskstofninum til bjargar, en þorskurinn einn stendur undir helmingnum af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða. Allt tal um veiðar á úthafsrækju og úthafskarfa, grálúðu, skarkola og fleiri Kjallarinn Reynir Hugason tegundum er hreinir loft- kastalar því bæði er, að það magn sem unnt verður að veiða af þessum tegundum er svo lítið í samanburði við það magn sem veiða mætti úr þorsk- stofninum miðað við rétta nýtingu og einnig er arðsemi þorskveiða margfalt meiri en arðsemi veiða á öðrum tegundum. Orkukostnaður er orðinn það stór liður í rekstri fiskiskipa að hann getur einn sér verið ráðandi um það hvort borgar sig að gera út á veiðar á ákveðnum tegundum fisks eða ekki. Útlitið er því ekki bjart í sjávarútvegi, nema þá að kraftaverk gerist. Vart er hægt að hugsa sér að landbúnaður taki við því hlut- verki sjávarútvegsins að verða burðarás islensks efnahagslífs, nema að lífskjörin í landinu verði færð niður mjög verulega. íslendingar byggja efnahagslega afkomu sina að verulegu leyti (um 80%) á því að selja hráefni til mat- vöruframleiðslu úr landi og kaupa í staðinn fullunnar iðnaðarvörur af iðnríkjunum. Landbúnaðarafurðir hafa um margra ára skeið verið fluttar út á hálfvirði miðað við verð á innlendum markaði. Ef flytja ætti út landbúnaðarafurðir til þess að mæta minnkuðum út- flutningi á sjávarafurðum yrði því að færa lífskjörin í landinu niður til samræmis við minni arðsemi Iandbúnaðar. Land- búnaður getur því ekki, miðað við núgildandi verðlag á land- búnaðarvörum í heiminum, borið uppi blómlegt efnahagslif á Islandi. Iðnaður er eins og áður segir þróttlítill og févana og, tækniþekking er talin vera af skornum skammti. Með þessi atriði i huga halla stjórn- málamenn sér gjarnan að er- lendum auðfélögum og gera við þau samninga um að reisa hér stóriðjuver af ýmsu tagi. Stjórnmálamönnum dettur ekki einu sinni í hug að hafa samráð við stofnanir iðnaðarins eða samtök hans um val á heppilegum stóriðjuverk- efnum. íslenzkur iðnaður hefur verið sniðgenginn af þjóðfélaginu og stuðningur við hann af hálfu rikisvaldsins hefur verið svo takmarkaður að ekki tekur þvi að vera að nefna þann stuðning á nafn. Nýjum og flóknum vanda- málum verður að mæta með nýjum aðferðum þar duga ekki smávægilegar tilfærslur eða lagfæringar. Islenskur iðnaður getur eflst mjög verulega á næstu árum ef rétt er haldið á spöðunum. Þótt umtalsverð tækniþekking sé yfirleitt ekki fyrir hendi hjá íslenskum iðn- fyrirtækjum eigum við þó tiltölulega mikið af mjög vel tæknimenntuðum mönnum, sem þó skortir í flestum tilfellum starfsreynslu, vegna þess að þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að beita tækni- þekkingu sinni í þágu íslenskra iðnfyrirtækja. Ef þjóðin ætlar íslenskum iðnaði stærra hlutverk I framtíðinni en hann hefur nú þarf fleira til að koma en smávægilegar lag- færingar á söluskattsreglum eða bætt lánaaðstaða. Islenskum ráðamönnum virðist hafa skilist á undan- förnum árum að iðnaðurinn þarf virkan stuðning ef hann á að hafa möguleika á að eflast. Sá skilningur er því miður enn þá aðeins i orði en ekki á borði. Reynsla undanfarinna ára sýnir okkur að fremur er ólíklegt að byltingarkenndar breytingar verði á viðhorfum ráðamanna gagnvart upp- byggingu islensks iðnaðar enda hefur stefna þeirra gagn- vart iðnaðinum verið bæði fálmkennd og reikandi og flestar aðgerðir þeirra því komið iðnaðinum að litlu haldi. I ljósi alls þessa virðast því íslendingar einungis eiga um eina leið að velja til þess að halda uppi þeim lífskjörum sem nú eru i landinu, en sú leið er að totta auðlindina suður á Miðnesheiði. Hvernig væri til dæmis að innheimta leigugjald af Banda- ríkjamönnum í formi fjárhags- legs og tæknilegs stuðnings við uppbyggingu öflugs iðnaðar á Islandi? Re.vnir Hugason verkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.