Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.06.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 15.06.1976, Qupperneq 24
Þjónn á Edduhótelinu, sem afgreiðir fastagesti hótelsins, en alls ekki þá sem aðeins eru þar í þeim tilgangi að slökkva þorstann. (DB-myndKP). Gjörið þið svo vel! — barinn er opinn, en oðeins útvöldum! „Það var ekki hægt að loka svona þegar þetta hefur verið auglýst, bæði hér og erlendis. Það er búið að ákveða margar ráðstefnur og þetta kom sér því mjög illa fyrir okkur að geta ekki staðið við okkar samn- inga,“ sagði Huld Göethe hótel- stýra Eddu hótelsins á Laugar- vatni. I sumar verður barinn á hótelinu opinn, en aðeins hótel- gestum. „Með hótelgestum á ég við dvaiargesti og matar- gesti," sagði Huld. „Það þýðir ekki að koma og kaupa sér eina brauðsneið eða svo, það kalla ég ekki matargésti." — KP. Berglind Ásgeirsdóttir blaðamaður ó Dagblaðinu Berglind Asgeirsdóttir hefur hafið störf sem blaðamaður á Dagblaðinu. Berglind er tuttugu og eins árs. Hún iauk stúdentsprófi við Menntaskólann við Tjörnina árið 1973 og hefur verið við lögfræðinám. Hún var blaðamaður á Vísi í fyrrasumar. Hún mun starfa við Dag- blaðið í sumar. -HH. Stöðugir rónaf lutn- ingor af Austurvelli Hinir svokölluðu rónar gera lögreglumönnum Mið- borgarstöðvarinnar gramt í geði þessa dágana. Eru lög- reglumenn stöðugt í stríði við þá og fjarlægja þá unn-_ vörpum úr miðbænum. A' föstudag voru milli 10 og 20 slíkir fjarlægðir af Austur- velli og götunum þar um kring. Siðasta góðviðrisdag fluttu lögreglumenn 23 ölv- aða sídrykkjumenn úr mið- bænum. Sækja þeir mjög á ferðafólk og setja ljótan blett á Austurvöll, þangað sem fjöldi erlendra og inn- lendra gesta koma til að skoða fegurð vallarins og bygginga í kring. ASt. Varðskipin tryggð hjá Samábyrgð — og 95% endurtryggt BRETINN Á AÐ GREIÐA HLUTA AF SKEMMDUNUM Brezka tryggingafélaginu Lloyds ber að greiða hluta af skemmdunum sem urðu á varð- skipunum í þorskastríðinu, að sögn Páls Sigurðssonar, for- stjóra Samábyrgðar íslands á fiskiskipum. Varðskipin öll, nema Ver og Baldur, eru tryggð hjá Samá- byrgð. „Þetta eru tugir og jafnvel hundruð milljóna, en enn er ekki á nokkurs manns færi að segja til um hve tjónið á varðskipunum hefur orðið mikið,“ sagði Páll. „Ekki er nærri allt komið i ljós.“ „Við endurtryggjum niutfu og firhm prósent af þessu, þar af tuttugu og fimm prósent hér innanlands og sjötíu prósent erlendis,“ sagði Páll. „Það er gert gegnum trygginga- miðlara í London, nokkur hluti hjá Lloyds en stærri hluti er endurtryggður vlða um heim, svo sem í Ameríku, Japan, á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu. Líklega eru endur- tryggjendurnir 50-60 og það er gert að endurtryggja svo víða til að dreifa áhættunni sem mest.“ Páll sagði að leita þyrfti samþykkis endurtryggjenda til að greiða tjón á varðskipunum. „En ég vona að það verði allt í lagi,“ sagði hann. „Við endurnýjuðum tryggingarnar um áramótin." Þá hafði þorskastríðið staðið um hrfð, en endurtryggjendur hreyfðu ekki mótbárum. -HH. frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNl 1976. Eyraifcaklri: Allt rusl er horfið úr f jörunni „Fjaran við Eyrarbakka var orðin hrein og fáguð, þá er kvartað var yfir óhreinindum og rusli þar í Dagblaðinu,“ sagði Kristján Einarsson fréttamaður DB á Selfossi. Kiwanisklúbbur Selfoss og Eyrarbakka tók sig til og hafði forgöngu um hreinsun- ina. Fóru 15 félagar á vettvang og nokkrir Eyrbekkingar bættust í hópinn. Tugum bílhlassa var ekið á hauga. Þar verður öllu brennt sem brunnið getur. Þór Hagalín sveitarstjóri hringdi einnig. Kvað hann ástæðu rusisins í fjörunni fyrst og fremst stafa frá óveðrinu í vetur er þrír bátar brotnuðu 1 spón og fleira lauslegt fauk. Var hreinsunin mikið átak, en tókst vel. — ASt Framlag landsbyggðarinnar til Listahótíðar: LEIKFÉLAG AKUREYRAR SÝNIR GLERDÝRIN TVÍVEGIS í IÐNÓ „Við buðum einfaldlega Lista- hátíð að koma suður og sýna Gler- dýrin og það var samþykkt," svaraði Eyvindur Erlendsson leikhússtjóri á Akureyri spurn- ingunni um, hvers vegna Leik- félag Akureyrar hefði fengið inni á Listahátíð frekar en önnur leik- félög. Glerdýrin verða sýnd á mið- vikudagskvöld á vegum Lista- hátíðar. Einnig heldur Leikfélag Akureyrar eina sýningu á eigin vegum á föstudaginn. Báðar þessar sýningar verða i Iðnó. Leikararnir í þessu verki eru fjórir talsins. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, sem hefur unnið með Leikfélagi Akureyrar i vetur, fyrst sem Jón Prímus í Kristni- haldi undir Jökli og síðar sem leikstjóri Glerdýranna. Þetta leik- rit var reyndar sýnt í Iðnó fyrir 18 árum og þá lék Gísli eitt hlutverk- ið, Tom Wingfield. Þýðinguna, sem notuð er núna, gerði Glsli Asmundsson kennari, leikmynd er eftir Jónas Þór Pálsson frá Sauðárkróki og aðstoðarleikstjóri er Gestur E. Jónasson. I vetur hafa sjö starfsmenn verið fastráðnir hjá Leikfélagi Akureyrar og einn í hálfu starfi. Auk Gísla Halldórssonar hafa þeir Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri og Steinþór Sigurðsson heimsótt félagið og starfað með þvi. — AT — Guðmundur varð annaráKúbu: ## Ætli maður fari ekki að ganga á fjöll ## segir stórmeistarinn, sem saf nar nú þreki fyrir ný og stór átök í Amsterdam þar sem hann og Friðrik tefla saman á IBM-mótinu Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari hafnaði í öðru sæti á eftir rússneska skákmann- inum Gulko 1 minningarmótinu á Kúbu. Guðmundur kom heim i gærkvöldi eftir langt og geysi- erfitt mót. „Eg var farinn að venjast þessum gífurlega hita,” sagði Guðmundur þegar fréttamaður DB náði sambandi við hann á heimili foreldra hans suður í Garðabæ. Hann kvaðst einnig orðinn vanur því að vinna einn að úrlausn .biðskáka sinna en Rússarnir til d.emis hafa að- stoðarmenn og eru yfirleitt margir saman og geta hjálpað hver öðruin. Guðmunui tókst annars að roku l'leyg í einokun Kússanna á Capablanca-mótinu. Gulko, ungur Rússi sem er mjög á upp- leið, sigraði, fékk 10l/i vinning, i öðru og þriðja sæti komu þeir Guðmundur og Razuvaev með 10 vinninga. I fjórða sæti var þriðji Rússinn, Beljavski, með 9 vinninga. Þá koma A-Þjóð- verjinn Voigt með 9 vinninga og Sviinn Andersson með 8 'A vinning 1 6. sæti. Guðmundur kvað mótið á Kúbu hafa verið langt og strangt. Mótttökur allar voru góðar og skipulagið Kúbu- mönnum til sóma. Hins vegar hefðu tveir menn gengið úr skaftínu á mótinu, veikindi háð mönnum og hefðu menn staðið mjög misjafnlega í mótinu. verið komnir mislangt 1 því. „Nú verð ég að safna kröftum fyrir næsta mót," sagði Guðmundur, „þá förum við Friðrik Ölafsson saman á IBM-skákmótið í Amsterdam en það hefst 5. júlí.” Guðmundur kvað það sannar- lega ræna þreki manna að tefla á svo erfiðu móti sem þessu á Kúbu. En hvernig ætlar hann að safna nýju þreki fyrir mikil átök? „Ætli ég fari ekki að ganga á fjðll," sagði stórmeistarinn og hló við. Eftir IBM-mótið munu þeir Friðrik og Guðmundur halda heim og í Re.vkjavík verður al- þjóðlegt skákmót í ágúst. -JBP- Vistheimilið í Víði- nesi opnað konum — fyrsta sinnar tegundar hérlendis „Að Vistheimilinu i Víðinesi koma allir sem vilja losna úr viðjum Bakkusar að eigin ósk. Lágmarksdvalartími er 6 mánuðir en hægt er að fram- lengja dvölina um 3 mánuði í senn,“ sagði Vilhjálmur Heiðdal, en hann er einn stjórnarmanna heimilisins. Heimilið hefur starfað frá árinu 1962 og var rekið af Bláa bandinu í fimm ár. Það hefur nú starfað sem sjálfseignar- stofnun í níu ár og fram til þessa hafa sjúklingar aðeins verið karlmenn. Þann 1. júlí nk. verður sú nýbreytni tekin upp að það verður opnað konum. Er þetta í fyrsta skipti sem konur fá möguleika til dvalar og lækninga á vist- heimili sem þessu. Aðeins hafa verið fyrir hendi stofnanir sem hafa tekið konur til skamms tlma en nú sem stendur er engin slík starfandi. Með opnun heimilisins er því bætt úr brýnni þörf og einnig er úr sögunni það misrétti sem konur hafa mátt búa við 1 þessum efnum. Nú þegar hafa 5 konur fengið pláss, sem losnað hafa, og koma því á heimilið 1. júlí. Nú er í byggingu nýtt heimili í Viðinesi fyrir 36 sjúklinga. Mun það stórbæta aðstöðuna og leysa að nokkru úr þeirri brýnu þörf sem er fyrir slíka stofnun. Heimilið hefur verið stutt myndarlega af ríki og borg og hefur það verið ómetanlegt fyrir þá sem vinna að lækningu drvkkjusjúkra. -KP.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.