Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR — 28. JÚLÍ 1976 — 164. TBL. RITSTJÖRN SlÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, ^UGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI i;27022 Hugfloti Flugleiða fullnýttur, segir Sigurður Helgason, forstjóri: TRISTAR BREIÐÞOTUR KOMA NÚ TIL GREINA breiðþotan tekur 345 farþega. DB-mynd GS „Við erum komnir alveg aö þakinu með flutningamögu- leika og getum ekki nýtt flutningatæki okkar meira. Því erum við nú að gera okkur grein fyrir hvernig við eigum að bregðast við aukningunni fyrir næsta sumar,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í viðtali við DB í morgun. Tilefni samtalsins við Sigurð var, að blaðið hafði fregnað að Flugleiðum hafi borizt tilboð um kaup á tveim Lockheed L- 1011 Tristar breiðþotum, sem taka 345 farþega og átti sölu- verðið að vera um 36 milljónir dollara. Sigurður hvorki játaði né’ neitaði þessu en sagði að félaginu bærist einhverskonar tilboð um flugvélakaup svo til mánaðarlega. Nýlega fór hópur Flugleióamanna út til aðskoða og kynna sér Tristar breið- þotur. I sambandi við endurnýj- un eða aukningu flugflotans nefndi Sigurður fjóra möguleika: Að bæta við einni DC-8 þotu, eins og þær, sem fyrir eru. Að kaupa Boeing 747 breiðþotu sem vafalaust væri hagkvæmastar breiðþotanna með tilliti til floginnar mílu á hvert sæti. Að kaupa Lockheed Tristar, sem væri minna stökk frá DC-8 þotunum, heldur en að fara upp í B-747, og loks að kaupa DC-10 breiðþotu, sem er mjög sambærileg við Tristar. Nei, það á ekki að fara að bora eftir olíu hér Það er ekki venjulegt að olíuborunarskip eða borunar- skip yfirleitt leggi leiðir sínar inn á íslenzkar hafnir — hvað sem verður. Það gerðist samt sem áður hér í Reykjavík í morgun og það var ekki neitt venjulegt skip, heldur hið fræga Giomar" Challenger, sem borað hefur víða um heim. Boranir þess hafa haft mikil áhrif á allan jarðfræðilegan skilning manna á hvernig jörðin myndaðist og hvernig hún heldur áfram að myndast. Glomar Challenger sem er um 10.000 tonn af stærð, kom einmitt fram með sönnunargögnin fyrir þvf að heimsálfurnar eru á stöðugri hreyfingu á jarðkúlunni eins og trébútar á tjörn. Erindi skipsins hingað er að koma veikum sjómanni, sem fékk nýrnakast á spítala. Kom -jafnframt fram ósk um að fá mann um borð í stað þess veika. Skipið mun vera á leið til Asoreyja. EVI DB-mynd Arni Páll. Holland: Kortsnoj biður um hœli Ekki stjórnmálalegar ástœður, segja Sovétmenn Larsen eykur forystuna Bent Larsen heldur öruggri forystu eftir 12 umferðir á millisvæðamótinu í Sviss og hefur fengið 1 'A vinning yfir næstu keppendur. Staðan í mótinu eftir 12. umferð er sem hér segir: 1. Bent Larsen 9 vinningar. 2. -5. Hiibner, Portisch, Byrne, Smysiov: 7 Vz vinning. 6.-9. Csom, Tahl, Sanguineti, Smejkal: 6 Va vinning. 10.-14. Anderson, Gulko, Liberzon; Matanovic, Sosonko: 6 vinn. 15. Geller: 5 Vz vinningur. 16. -17. Castro, Rogoff:4'/a vinningur. 18. Lombard: 3 vinningar 19. Diaz: ’/a vinningur. Þetta er, sem fyrr segir, staðan eftir 12 umferðir, og e-’ þá lokið biðskákum úr 11. um- ferð. Úr þeirri umferð átti Larsen biðskák við Ungverj- ann Csom og hafði Larsen ivið betrí stöðu. Ungverjanum tóksl þó að verjast harðri sókn Larsens til vinnings og halda jafntefli. I dag er ekki teflt, en 13. umferðin verður tefld á morgun. —BS Hollenski stórmeistarinn Jan Hein Donner hefur sagt, að sovézki stórmeistarinn Viktor Kortsnoj hafi beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Hollandi, þar sem hann hafi nýlega gagnrýnt sovézka skák- sambandið og sé því hræddur um, að hann fái ekki að fara á ný frá Sovétríkjunum til þess að tefla á alþjóðlegum mótum. Kortsnoj, sem er 45 ára tíð aldri, hringdi til lögreglunnar í Amsterdam og bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. Að sögn talsmanna lögreglunnar hefur beiðni hans verið send dómsmálaráðuneytinu til um- sagnar og dvelst stórmeistarinn einhvers staðar með leynd, þar til úrskurður fæst. Talsmaður Skáksambands Sovétríkjanna hefur neitað því, að einhverjar stjórnmálalegar ástæður séu að baki beiðni stór- meistarans, sem hefur ekki viljað skýra mál sitt frekar. Ekki hefur náðst samband við eiginkonu Kortsnojs, sem býr í Leningrad. Kína: w ANNAR STÆRSTIJ ARÐSKJ ALFTI SEM MÆLZT HEFUR — erlendar fréttir bls. 6-7 Þörungavinnslan: Reksturs- grundvöllur hœpinn — telur framkvœmda- stjórinn — bls. 8 Séu pabbi og mamma örugg við stýrið, — þá er unglingurinn það líka — telja sum trygginga- félögin, sjá f rétt um tjónin í umf erðinni á síðasta ári — bls.8 • Fiskimjölið hefur hœkkað meira en nokkurn óraði fyrir — bls. 9 Fiskseljendur vilja hœrra loðnuverð — baksíða • Nú berjast hcegri- menn innbyrðis í Líbanon Sjá erl. f réttir bls. 6-7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.