Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 5
PAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAC.UK 28. JULÍ 1976. 5 r Uthlutun verkamannabústaðanna lokið: FLUTT í FYRSTU ÍBÚÐIRNAR í OKTÓBER Steypu- stöðvar keyrðar dagog nótt „Það er eins og orðið hafi alger sprenging við það að við ætlum að loka vegna sumarleyfa," sögðu Steypustöðvarmenn hjá Breið- holti. Þeir sögðu að svo virtist sem allir þyrftu allt í einu á steypu að halda. Framleiðslan ykist alltaf gífurlega mikið á sumrin og væri eftirspurnin eins og dagur \ hjá nótt miðað við veturinn. Er innt var eftir því hvort nokkuð hefði dregið úr bygging- um miðað við undanfarin sumur, kváðu þeir nei við. Reyndar hefði mátt búast við þvi, en menn héldu ótrauðir áfram að fjárfesta i steinsteyp- unni. Steypustöðin verður lokuð í eina viku fram til 5. ágúst. Mikið annríki er hjá steypu- stöðinni BM Vallá, en starfsmenn þar fara í sumarleyfi á fimmtu- dag. Er unnið dag og nótt og mega menn ekki láta sér bregða þótt þeir sjái steypustöðvarbíla á ferð um miðjar nætur. Framleiðsla stöðvast fram til 9. ágúst vegna sumarleyfa. Vallármenn sögðust telja að eftirspurn ykist um liðlega helming að sumrinu til. „Þetta hefur verið ósköp skikkanlegt í sumar," sagði starfs- maður Steypustöðvarinnar við Sævarhöfða. Ekki kvaðst hann hafa orðið var við það að nein sérstök eftirspurn hefði ríkt í sumar. Hins vegar væri óneitan- lega alltaf meira að gera á sunirin. —BA Slasaðist þegar hún datt út úr strœtó Slys varð í gær þegar kona var að fara út úr strætisvagni. Skrikaði henni fótur og datt um leið og hún ætlaði út úr vagninum. Þetta gerðist í strætisvagni sem ók um Réttarholtsveg. Konan var flutt á slysadeild, en hún hafði meiðzt eitthvað í andliti. — BA Nú er lokið úthlutun 308 verka- mannaíbúða, sem b.vggðar eru samkvæmt lögum um verka- mannabústaði frá 1970. — íbúð- irnar eru við Teigasel og Stranda- sel, í 3ja og 4 hæða sambýlishús- um. Fyrstu 124 íbúðirnar verða til- búnar til íbúðar um miðjan október næstkomandi, en ráðgert að smíði siðustu íbúðanna ljúki um mánaðamótin okt-nóv. 1977. Um er að ræða einstaklings- íbúðir, með einu og hálfu her- bergi, og tveggja, þriggja-og fjög- urra herbergja íbúðir. Einstakl- ingsíbúðirnar kosta frá 2.680 þús- und upp í 2.900 þús. Ibúðirnar í fjögurra hæða húsinu eru aðeins ödýrari, vegna þess að sameigin- legur kostnaður dreifist á fleiri íbúðir. Verðið á tveggja herbergja íbúðunum'er frá 4.070 þús. upp í 4.330 þús., á þriggja herbergja íbúðunum ei verðið frá 4.840 þús. upp í 5.910 þús. og á þeim sem eru fjögurra herbergja er það frá 6.570 þús. upp í 7 milljónir. 1 lögunum eru sett tvö skilyrði fyrir því að fólk komi til greina við úthlutun þessara ibúða. Það verður að eiga heimili í Reykjavik og einnig er sett ákveðið tekju- og eignalágmark. Er miðað við meðaltekjur áranna ’72, ’73 og ’74 t.d. mega meðaltekjur hjóna á þessu timabili ekki vera hærri en 685.781 kr„ og fyrir hvert barn undir 16 ára aldri mega meðal- tekjurnar hækka um 62.338 kr. Nettó eign skv. skattaframtali við síðustu áramót má ekki fara fram úr kr. 1.574.194. Þegar viðkomandi fær tilkynn- ingu um úthlutun skal hann greiða 10% af verðinu, síðan önnur 10% við afhendingu en af- gangurinn af kaupverðinu er lán- aður til allt að 42 ára og fyrir utan húsnæðismálastjórnarlánið, sem er til tuttugu ára, eru greiddir 2% vextir af láninu. Við úthlutun íbúða í þessum verkamannabústöðum er að sjálf- sögðu einnig tekið tillit til þess húsnæðis sem umsækjendur eru í, hvort fólk sé i miklum hús- næðisvandræðum og hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að verða sér úti um húsnæði á hinum almenna markaði. — A.Bj. Lausarstöður Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í Reykjavík er laus til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra, svo og starf náms- ráðgjafa. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 20. ágúst nk. Menntamálaróðuneytið, 22. júií 1976. Hótel Laugnr S-Þing & *\»i 5í I "ff.if' 8 JÍUi-gl Gisting og matur. Góð sundlaug. Stutt til Mývatns, Húsavikur og Akure.vrar. Sími 96-43120. SKÓYERZLUN S. WAAGE Domus Medica Egilsgötu 3 - Sími 18519 Vesturberg 2ja herb. íbúð á 7. hæð. Glæsilegt útsýni. íbúðin er laus. Ásvallagata 2ja herb. íbúð í kjallara. Útb. 2 millj. Ibúðin er laus. Bollagata 2ja herb. íbúð í kjallara. Hraunbœr 3ja herb. íbúð á 2. hæð. auk 1 herb. á jarðhæð með snyrt- ingu. ibúðin er laus fljót- lega. Falleg íbúð. Laugarás 4ra herb. íbúð á jarðhæð. Sérinngangur og sérhiti. Sólvallagata 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Háaleitisbraut 5 herb. íbúð á 2. hæð. Sérþvottahús og bílskúr. íbúðir í smíðum Fokheldar 3ja herb. íbúðir með bílskúr. Sœviðarsundshverfi 5 herb. íbúð á 2. hæð. Sér- þvottahús. Falleg íbúð. HIBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Sími 26277. fEtGNAÞJÓNUSTAM fASTEÍGNA- OG SKIPASALA NJÁLSGÖTUÍ3 SÍMI: 2 66 50 Til sölu m.a.: 2ja herb. íbúðir í austur- og vesturborginni, einnig í Kleppsholti og Kópavogi. 3ja herb. íbúðir í austurborginni og í Kópa- vogi (sérinng.). 4ra herb. íbúðir Mjög vönduð íbúð á annari hæð við Rofabæ. Fullbúin og góð sameign, M.a. véla- þvottahús og malbikuð bíla- stæði. Stór og góð íbúð á þriðju hæð ásamt stóru herb. og sameigl. snyrtiherb. á jarð- hæð í Breiðholti 1. Innrétt- ingar allar I sérflokki og sér þvottaherb. i íbúðinni. Laus fljótlega. Rúmgóð og snyrtileg kjallaraíbúð með sérinng. við Langholtsveg. Nljög gott raðhús við Sœviðarsund Laust strax. Teikn. á skrif- stofunni. Solum.: Hjörtur Bjarnason Solustj.: Óm Scheving Logm.: Olafur Þortáksson ggjBIABW ÞAÐLIFI! ALLIR ÚT_____ í SUMAR 0G SÓL Viðleguútbúnaður: Ullarsvefnpokar Diolinsvefnpokar 3 manna tjöld 5 manna tjöld Vindsœngur Gastœki Útigrill Viðarkol 5 kg verð fró kr. 4.560. verð fró kr. 5.650. verð fró kr. 17.400. verð fró kr. 22.600. verð fró kr. 2.400. verð fró kr. 15.040. verð fró kr. 2.094. kr. 1.150. Úrval af sólstólum. Allt fyrir veiðimanninn. Opið föstudagskvöld til kl. 10 Lokað laugardaga í sumar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.