Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JULt 1976. 9 Fiskmjölsverð í heiminum hefur hœkkað meir en nokkurn óraði fyrir En markaðsverðið rokkar upp og niður — Verðiðf éll í gœr Hvert verður vérð loðnu- afurðanna sem fást af loðnu- veiðum að sumri til, sem nú eru stundaðar i fyrsta sinn? Þetta er ntikil spurning og varðar áf- komu fjðlda sjómanna. Að vanda er það heimsmarkaðs- verðið sem öllu ræður fyrir buddu islenzkra sjómanna. Dagblaðið hugðist í gær fá upp- lýsingar um horfurnar í verð- lagsmálum á heimsmarkaói í hinu háa viðskiptaráðu- neyti. Þar var hreinlega neitað um upplýsingar um mjölverð. Þó verður ráðuneytið að veita leyfi fyrir hverri sölu mjöls úr landi og tekur gjald af hverju tonni. Vísað var á út- flytjendur. Dagblaðið ræddi við þrjá þeirra og voru svör þeirra nokkuð á sömu lund. Mjölverð hefur hækkað mjög, en horfurnar eru afar óvissar En hér eru svörin: Loðnumjölið of feitt ,,Það er lægð í þessu núna og eftirspurn eftir mjöli og lýsi hefur minnkað síðustu 10-14 daga“ sagði Sveinn Benedikts- son framkvæmdastjóri. „Litlar sölur hafa farið fram, menn kaupa ekki nema eins og sagt er frá hendi til munns. Enginn vill safna birgðum á meðan verðið er svo óljóst sem raun er á“. Sveinn sagði að.verð á soja- baunum og pálmaolíum hefði lækkað og sú lækkun hefði stöðvað þá hækkun sem verið hefur á mjöli og lýsi að undan- förnu. Verð á þorskmjöli fór stöðugt hækkandi og komst prótein- einingin upp í 6,75 dollara. Gat Sveinn þess að hér væri um cif-verð að ræða og frá því yrði að draga flutningsgjöld og út- flutningsgjald. Sveinn sagði að loðnumjölið nú reyndist óeðlilega feitt og fengist því lægra verð fyrir það. Eins reyndist feitisýra í lýsinu. Sveinn sagði að sú loöna sem nú hefði veiðzt hefði geymst afar illa. Hún hefði kramizt i upphafi við dælingu úr nótum. Síðan hefðu alls staðar orðið erfiðleikar við vinnslu hennar I landi, mestir fyrst og mismun- andi miklir á hinum ýmsu vinnslustöðum. Sums staðar væri vart unnið með meira en hálfum afköstum. Markaðurinn virðist dauður Jónas Jónsson framkvæmda- stjóri á Kletti kvaðst ekkert hafa þreifað á markaðsmálum erlendis þar sem engar birgðir lægju fyrir óseldar hjá verk- smiðjunni. Hins vegar virtist markaðurinn dauður, því engir erlendir aðilar hefðu gert fyrir- spurnir síðustu vikurnar. Setti Jónas það I sambandi við verðlækkun á sojabaunum. Meiri hœkkun en menn óraði fyrir Hörður G. Albertsson fram- kvæmdastjóri fyrir G. Alberts- son sagði að mjöl síðustu loðnu- vertíðar hefði að miklu leyti verið selt á,, 4,70 dollara proteineiningin. í apríl hækkaði verðið og í mai hækkaði það enn flestum á óvart, og komst i rúmlega 5 dollara á proteineiningu. Siðan hefur þetta gengið í gusum og mjög erfitt verið að henda reiður á markaðnum. Hörður sagði að fiskmjöls- verð á heimsmarkaði mótaðist mjög af Chicago-markaðinum. Verð á sojabaunum og soyja- mjöli hefði mjög mikil áhrif á verð á þeim markaði. Undan- farnar 3 vikur hefði Chicago- verðið rokkað upp og niður með slíkum ósköpum, að alls ekki væri hægt að nefna fastar tölur um verð á fiskmjöli af þeim sökum. 1 fyrri hluta síðustu viku var markaðurinn veikur en í vikulok styrktist hann mjög. Telja má nokkuð öruggt að margir kaupendur fiskmjöls eigi eftir að kaupa ágúst og septemberþarfir sínar, en jafn- líklegt er að þeir vilji að veru- legu leyti fylgja Chicago- markaðinum um verð, hvert sem það verður. Hörður sagði að frá því í maí hefði mjölverð hækkað meira en nokkurn óraði fyrir. Ein af orsökunum væru aukin kaup Rússa á sojabaunum og korni í Bandaríkjunum og víðar. Nefnt hafi verið verð á íslenzku mjöli 6,75 dalir á einingu, en reikna mætti með að verðið væri frá 6,30 dölum á einingu upp í 6,70 eins og er. Þetta gilti s.l. föstu- dag og í fyrradag en í gær, þriðjuaag, hefðu verð- hugmyndir kaupenda gjör- breytzt niður á við vegna fallandi verðs á Chicago- markaði. Hörður skýrði einingarverðið út á þann hátt að miðað væri við 1000 kg. Síðan væri mjölið efnagreint og yfirleitt hafi verið gengið út frá að 68 proteineiningar væru í hverjum 1000 kg af ísl. mjöli. Væri umsamið verð t.d. 6 dalir fyrir próteineiningu, þýddi það 6x68 dollarar eða 408 dalir fyrir tonnið. Væru það 75235 kr. tonnið samkvæmt gengi dagsins í dag. Inn í þetta verð spiluðu til lækkunar ýmsir þættir t.d. of mikið fitumagn. Hörður varaði við því að byggja fiskverð um einhverja framtíð á hæstu tölum sem nefndar hefðu verið á mjöli, eins og t.d. 6,75 dölum á einingu nú. Markaðurinn væri svo óviss, að með því gæti fiski- mjölsframleiðendum verið sett hengingaról um hálsinn. —ASt. l-2-trio... stærsta úrval ársins! trio hústjöld fjölmargar gerðir og möguleikar. Nýir og fallegir litir! Komið og sjjúið! Opiðfró 10-22 trío universal Nothæft við allar gerðir húsvagna. Efni super acryl. trio öræfagerðin létt-vönduð- hagkvæm Tjaldbúðir Geithólsi S: 28553 Sólskýli einnig fyrirliggjandi. BINDINDIS * GLEÐIN í GALTALÆKJARSKÖGI 30.ÍÚIÍ- 2.ágúsl 1976 Enn einu sinni verður bindindisgleðin haldin í Galta- lækjarskógi með fjölbreyttri dagskrá við allra hæfi. Þetta er skemmtun allrar fjölskvldunnar en bindindis- gleðin hefur ávallt tryggt gestum sínum ánægjulega og friðsama dvöl í fögru umhverfi. Ferðir verða frá umferðarmiðstöðinni. 'vipS tí r í ftaldur 4 “Oansson JŒTUR6IWC Barnaskemmtun í umsjá Eddu Þórarinsdóttur, piiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiig Heimsþekktir sovézkjr f imleikamenn úr ólympíuliði S Sovétríkjanna sýna í íþróttahöllinni s 3., 4. og 6. úgúst | Meðal þeirra er NELLIKIM önnur bezta fimleikakona = í heiminum í dag = EINSTAKT TÆKIFÆRI | Forsala aðgöngumiða verður í íþróttahöllinni í dag, = fimmtudag og föstudag kl. 17.00—19.00 Nelli Kim FIMLEIKASAMBAND = ÍSLANDS ■niiiiiiMiiMiiiMiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.