Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLADIf) — MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1976.. ÞörungqvinnslanaðReykhólum: J .* Rekstrargrundvöll- urinn vofasamur? V. — þoð telur f ramkvœmdastjórmn, stjórnarf ormaðurinn segir byrjunarörðugleika enn óleysta „Miðað við þann búnað, sem við höfum hér getum við ekki aflað helmings þess þangs sem verksmiðjan þarf til að skila fullum afköstum, og þar sém þangskurðarprammar eru svo dýrir i innkáupi og rekstri miðað við afköst þeirra, tel ég tæpast rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna," sagði Páll Jóns- son framkvæmdastjóri þör- ungavinnslunnar að Reyk- hólum á Barðaströnd, í viðtali við blaðið í gær. Hann sagði að með fullum afköstum ætti verksmiðjan að geta skilað sex til sjö þús- undum tonna af þangmjöli, en til þess þyrfti 20 til 24 þúsund tonn af þangi. í sumar hefur stöðin gert tilraun með að kaupa handskorið þang af ein- staklingum við Breiðafjörð, og sagði Páll það nokkra búbót þótt það magn sem bærist með þeim hætti væri mjög óverulegt og vafalaust væri langt þar til slíkt yrði umtalsvert. I sumar stóð til að vinna 3.800 tonn af þangmjöli, en aðeins er búið að framleiða tæplega þúsund tonn og um 500 tonn þangs bíða vinnslu vegna bilana í verk- smiðjunni. Að sögn Páls hafa bilanir í þangprömmunum og tilfinnanlegur skortur á heitu vatni háð rekstrinum mest. „Á þessu stigi málsins treysti ég mér ekki til að segja til um hvenær tekst að skapa þörunga- vinnslunni eðlilegan rekstrar- grundvöll," sagði Vilhjálmur Lúðvíksson stjórnarformaður Einn þangprammanna 11, sem notaðir eru við þangskurðinn DB mynd: G.S. Þörungavinnslunnar í viðtali við DB í gær, „það eru svo margir samverkandi þættir sem valda erfiðleikunum nú og fyrst þarf að leysa þá.“ Nú vinna 11 þangskurðar- prammar og 4. dráttarbátar að þangöflun og var Vilhjáimur spurður hvort floti þessi yrði stórefldur til að tryggja verk- smiðjunni nægilegt hráefni. Taldi hann of snemmt að full- yrða um að þau tæki sem fyrir hendi eru væru ófullnægjandi, en hins vegar skiluðu þau nú mun minni afköstum en upp- haflega var vænst af þeim. Það hafi hinsvegar komið fram á þeim gallar og bilanir hafa verið tiðar og þyrfti að lagfæra þau atriði fyrst, og væri þegar búið að lagfæra sum þeirra. Þá sagði hann að vegna erfiðleika í stöðinni, einkum vegna skorts á heitu vatni og hilana í inntaks- búnaði stöðvarinnar hafi þang- skurðartækjunum ekki verið beitt til hins ýtrasta í sumar og stjórnunaraðilar hafi ekki haft aflögutíma til að einbeita sér að lagfæringum í skurðinum. Einnig mætti benda á að mann- skapurinn væri óþjáltaður og við óvanalegar aðstæður og vinnu. Vilhjálmur sagði að sér væri ekki kunnugt um að völ væri á fullkomnari prömmum. Varðandi heitavatnsskortinn sagði hann að fjárveiting væri nú fengin fyrir borunum eftir meira vatni og hæfust þær í haust, ef allt færi skv. áætlun. Að iokum sagði Vilhjálmur að til grundvallar fyrirtækinu lægi sölusamningur, sem ætti að tryggja afkomu þess og jafn- framt að tryggja hækkanir á afurðunum í samræmi við hækkanir í brezkum efnaiðn- aði. Sá samningur er til tíu ára. —G.S. 7 Póststöðvanúmer komin í notkun hér ó landi Fæstum hefði til hugar komið að einhvern nýjan fróðleik væri aðfinnaá blaðsíðu 602 í símaskránni, þeirri út- breiddu og nauðsynlegu bók. Þó er það svo og ef betur er að gáð kemur í ljós að á tslandi eru til póststöðvanúmer svipuð og tíðkast hafa erlendis um langt skeið. Er landinu öllu skipt niður í póstdreifingar- svæði og fær hver póstdreif- ingarstöð á landinu sitt númer, þriggja stafa tölu, sér til auð- kenningar. Ef t.d. senda á bréf til Fáskrúðsfjarðar er ekki nóg að skrifa bara „Fáskrúðsfjörður", heldur ber að skrifa 750 Fáskrúðsfjörður“. Bréf sem t.d. á að senda að Galtará í Gufu- dalshreppi Austur- Barðastrandarsýslu, á að hafa utanáskriftina: „Galtará, 380 Króksfjarðarnes“. Vegna fjölmennis Reykjavík- urborgar er henni svo skipt niður í sjö póstdreifingarsvæði, svæði 101, 104, 105, 107, 108, 109 og 110. Er í símaskránni listi yfir allar götur í Reykjavík og stendur þar hvaða póst- stöðvarnúmeri hver gata til heyrir.Ef t.d. senda á bréf i Æsufell 52 í Breiðholti, þá til- heyrir Æsufell því hverfisem er á póststöðva'rsvæðinu 109 í Reykjavík. Utanáskriftin verður því: „Æsufell 52, 109 Reykjavík. Ekki mun algengt að almenn- ingur notfæri sér þetta kerfi að neinu ráði, en hins vegar gera stærri póstsendingaraðilar það, — m.a. er allur póstur frá Dag- blaðinu út á land merktur með póststöðvarnúmerunum. — BH Það er aldeilis makalaust hvað bílstjórar eru óvarkárir, — þessi stóri á myndinni sópaði þeim litla með sér og lét ekki staðar numið fyrr en1 búið var að bola Saab-bílnum yfir varnargarðinn (DB-mynd frá í fyrradag Sv. Þorm) Þessar srfelldu bílabeyglur eru dýrar: ÁREKSTRARNIR K0STUÐUÁ ANNAN MILU- ARÐ í FYRRA „Upphæð tryggingar í fyrsta skipti er ákaflega misjöfn, það fer til dæmis eftir því hvort foreldrar tryggingartaka hafa tryggt hjá tryggingarfélaginu voru svör eins tryggingarfélagsins hér í borginni við þvi hvað trygging kostaði. Var nefnt sem dæmi að 17 ára unglingur sem eignaðist sinn fyrsta bil þyrfti að borga 53.496 krónur á ári og væri framrúðu- trygging þá innifalin. Væri þá miðað við að foreldrar hefðu ekki tryggt hjá félaginu. Sá sem væri orðinn 19 ára þyrfti að greiða 41.760. — Mismunurinn á þessum tveimur tölum stafar af því, að sá yngri þarf að greiða 30% álag vegna reynsluleysis í akstri. Miðaldra maður sem tryggir í fyrsta skipti og hefur góðan feril að baki sem ökumaður þarf að greiða 37.848. kr. og er þá inni- falin framrúðu- og slysa- trygging. En hversu háar upphæðir eru það sem tryggingarfélögin þurfa að greiða vegna ökumanna, sem lenda í óhappi? Hafsteinn Hafsteinsson hjá Sambandi íslenzkra tryggingar- félaga sagði að heildarupphæð ábyrgðartjóna sem greidd hefðu verið á síðasta ári væri 742.064 milljónir króna. Hér eru innifalin áætluð tjónauppgjör fyrir síðasta ár, þar sem lokatölur liggja ekki fyrir. Þessi tala nær aðeins yfir tjón hjá þeim sem taka venjulega ábyrgðartryggingu. A árinu 1974 nam heildarupp- hæð ábyrgðartjóna 533 milljónum króna. Ekki er öll sagan sögð með því að tala um þessa tegund trygginga því margir telja öruggara að taka sér kaskótryggingu. Gangast menn þá inn á vissa sjálfsábyrgð sem er frá 17 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Heildarupp- hæðin sem tryggingarfélögin urðu að greiða vegna kaskó- tryggingar voru 355 milljónir króna. Hér er um nokkur áætluð tjón að ræða þar sem að loka- niðurstöðutölur lágu ekki fyrir. Hafa ber í huga að stóran hluta af því tjóni sem verður bera menn sjálfir vegna sjálfsábyrgðarinnar og sýnir þessi tala þ.a.l. ekki raun- verulegt eignatjón. Ef reiknað er með þvi sem lágmarki að bifreiða- eigendur hafi samtals borið um 100 milljón króna tjón sjálfir, þá er tjón á árinu 1975 orðið um 1,2 milljarðar. Heildarbílaeign landsmanna var á síðasta ári tæplega 72 þúsund bifreiðar. 1 ■■■■ —............................. " ' ^ „Hagstœðara" að hafa innstœðulausu dvísanirnar hdar „Það er ekki hægt að til- greina neina ákveðna refsingu, sem sá hlýtur er falsar ávisanir. Jafnvel þótt tveir menn gefi út ávísun að sömu upphæð, án þess að innsta'ða sé fyrir hendi, er ólíklegt að þeir fái sams konar dóm,“ sagði Erla Jónsdóttir, fulltrúi hjá Saka- dómi. Erla sagði að það færi eftir ýmsu hvernig tekið væri á slík- um málum. Kannað væri hvort um endurtekið i>rot væri að ræða, hversu háar upphæðir þetta væru og einnig hvorl um sönnuð svik væri að ræða. Upp- hæð sekta sagði hún að fa>ri yfirleitt eftir því hversu há ávísunin hefði verið. 6—8 óra fangelsi. Samkvæmt refsiramma hegningarlaganna yfir auðg- unarbrot varðar það fangelsi allt að 6 árum að mönnum sé komið til að aöhafast eitthvað eða láta það ógert, með því á ólögmætan hátt að hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd þeirra um atvik og hafa þannig fé af þeim. Hafi þetta hins vegar ekki svo sannað sé, verið gert í auðg- unarsk.vni, varðar það sektum, fangelsi eða varðhaldi í eitt ár. Þegar um er að ræða útgáfu falsaös skjals. sem notað er til að blekkja með i lögskiptum. getur það varðað allt að 8 ára fangelsi. Hafi aðeins verið um lítilræði að tefla eða málsbætur eru miklar má beita varðhaldi eða sektum. Erla sagði að framseljandi yrði að greiða ef engin inn - stæða væri fyrir ávísuninni. Framseljandi yrði síðan að reyna að endurkrefja útgef- anda með því að kæra til Saka- dóms Innstœðulausar óvísanir Avísanaskipti Seðlabankans fjalla um slíkar ávjsanir. Útgef endum er gert að greiða upp- ha'ð ávísunarinnar auk nokk- urrar viðbótarfjárhæðar Enda þótt menn greiði þegar krafa kemur fram um það, kunna þeir að verða kærðir til Saka- dóms. Er það ákvörðunaratriði Ávísanaskipta deildar hverju sinni. Af upphæð sem er lægri en eitt þúsund krónur verður að •greiða 250 krónur í grunngjald. Þá er krafizt 10% af upphæð- inni í innheimtugjald og loks 2% dráttarvaxta fyrir hverja 30 daga. Sé‘ upphæðin á bilinu 1000—5000 krónur veröur að greiða 500 krónur i grunngjald auk dráttarvaxta og 10% af uppha'ö ávísunar. Fari uppi’.a'ð ávisunarinnar yfir 5000 krónur eru greiddar 1000 krónur í grunngjald og hækkar það ekkert þótt ávísan- ir fari í nokkur hundruð þús- und. Þá koma dráttarvextir og innheimtugjald. Innheimtugjaldið gengur i svokallaðan tékkasjóð. Úr honum er veitt til menningar- mála. Gefir þú út 500 króna inn - stæðulausa ávísun sem á leggjast 2% dráttavextir greið- irðu 310 krónur. Sé upphæð avtsunarinnar 150.000 greiðirðu 18.000 krónur, ef á hana leggjast drátt- arvextir í einn niánuð. — B.V Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.