Dagblaðið - 28.07.1976, Side 23

Dagblaðið - 28.07.1976, Side 23
DAC.BLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1976. 23 Selarnir, um... SELANA — frá Self ossi Siðstliðinn vetur var stofnuð hljómsveit á Selfossi. Sú hlaut nafnið Selana, sem mun vera þolfall fleirtölu m. gr. af orðinu seíur — með flámælisfram- burði?? Annan botn fær Dag- blaðið alla vega ekki í nafnið. Selana fékk að sögn heima- manns, sem sendi poppsíðunni línu, ágætis viðtökur Selfyss- inga og annarra austanfjalls- manna. Skýringin er talin sú að hljómsveitin hefur á efnisskrá sinni lög við allra hæfi og miðar hana við það sem flestir vilja heyra. Hljómsveitin hefur mest- megnis starfað fyrir austan Fjall, en í síðustu viku brá hún undir sig betri fætinum og hélt til Vestfjarða. Það ferðalag var liður í því að gefa sem flestum kost á að fá að sjá og heyra hvað Selana hefur upp á að bjóða. Að hætti stórhljómsveita hefur Selana með sér ferða- diskótek til að sarga eyru ball- gesta meðan hljómsveitin hvílir sig. Diskótek þetta nefnist Hinrik og er stjórnað af Hinriki nokkrum Óskarssyni. Þá kemur fram með Selönu Aliee Cooper þeirra Selfyssinga. Ekki tókst að afla nánari upplýsinga um þann mann þar eð hann neitar harðlega að gefa upp sitt rétta nafn svo og að láta birta af sér mynd. Anners er Selana skipuð eftirtöldum mönnum: Berg- steinn Einarsson gítarleikari, Bragi Sverrisson trommari, Sig- urður Asgeirsson leikur á bassa og Ómar Þ. Halldórzzon leikur á hljómborð. — AT — M SELANA: Frá vinstri eru Bragi Sverrisson, Sigurður Ásgeirs- son, Ómar Þ. Halldórzzon og Bergsteinn Einarsson. •• ^ V Austfirðingar fara ó dans- leiki til að skemmta sér Fjórir Egilsstaðabuar skrifa eftirfarandi: Við erum hér fjögur frá Egilsstöðum, sem viljum gjarnan fá að leggja fáein orð í belg vegna þeirra umræðna og skitkasts sem hefur farið fram milli Austfirðinga í Dagblaðinu. Við erum reyndar ekki lengur talin andlega heilbrigð hérna á Héraðinu aðsögn Fransmanna (Fáskrúðs- firðinga), en ætlum samt að láta í okkur heyra. Við héldum öll fyrst þegar farið var að skrifa um Austfjarðahljómsvoitirnar að dæma ætti danshljómsveit en ekki fram- úrstefnutónlist eða hvað hún er nú nefnd þessi tónlist, sem verið er að tala um. Við þorum að fullyrða að yfir 90% Aust- firðinga fara á dansleiki til að dansa og skemmta sér en ekki til aðsitja og hlusta á framúrstefnutónlist. sem hvergi á heima nema á tónleikum. Reyndar höfum við ekki heyrt í þessari Fáskrúðsfjarðarhljómsveit. sem kallar sig Heródes, og því síður heyrt hana auglýsta (kannski að Fáskrúðsfirðingar starfræki leyniútvarpsstöð). Við höfum hins vegar ekkert á móti því að dansa og skemmta okkur með Völundi, sem. flytur sinn gamla Einsa kalda, Pálínu og fleiri gömul, vinsæl lög. Við erum sannfærð um að fjöldi Aust- firðinga er okkur sammála um þetta. Það hofur enginn haldið þvi fram ennþá að Völundarmenn séu hámenntaðir tón- listarsnillingar. en þeir standa fyllilega fyrir þvi sem þeir eru að gora — það er að vera fólki til skemmtunar. Viö vonum bara. aö við Héraðsmenn, Rovðfirðingar. og jafnvel Fiereyingar einnig. getum skemmt okkur i friði fyrir Fáskrúðs- firðingum. Enginn biðui þá að koma á Völundardansleikina. Að síðustu viljum við taka undii það að Norðfirðingar éigi beztu tónlistarmennina hér austanlands. Ilclzla vertio hljómsveUa, verzlunarmannahelgin, vcrður um næstu helgi. Reykjavíkurhljómsvoitirnar aka þá or fljúKa mn landió þvert og endilangt. Hljómsveitin (íaldrakarlar verður engin undanlekning hvaó þaó snertir. A föstudaginn leikur hún á Amar- stapa á Snæfellsnesi, á laugardaginn að Clfljótsvatni og siðan á Borg í Grímsnesi á sunnudagskvöld. Það er svo sannarlega ekki teki^Mneðsæidinni^^erjy>(i|yjai^ess^iagana^ Nýju Haukarnir tilbúnir Gunnlaugur Melsteð æðsti- prestur hljómsveitarinnar Hauka hefur nú gert heyrin- kunnugt hverjir muni skipa nýju Haukana. Það verða þeir Magnús Kjartansson hljóm- borðsleikari; Rúnar Þórisson gítarlerikari, sem lék með Dina- mítinu sáluga sem sprakk endanlega um daginn; Rafn Jónsson trommuleikari frá Isa- firði og siðast en ekki sízt Gunnlaugur sjálfur. Haukar leika i Árnesi uni næstu helgi en deniba sér að því loknu í hljómplötugérö. Efnið á þá plötu var svo til tilbúiö til upplöku er gömlu Haukarnir tvistruðust. —AT ,,Eg hef sambönd á réttum stöðum og get því ábyrgzt að það verður sólskin og blíða þar sem ég held skemmtanir um verzlunarmannahelgina," sagði Ámundi,eini sanni,Ámundason I viðtali við DB og við sjáum gkki ástæðu til þess að v'era neitt að fjargviðrast út af slíku. Það er bara Ámundi sem segir svona hluti og stendur við þá. En annars verður fjölbreytt úrval af samkomum fyrir alla aldursflokka um verzlunar- mannahelgina, mun meira en var í fyrra a.m.k. Fimm skemmtanir vérða haldnar á Suður- og Suðvestur- landi. Stærstu skemmtanirnar verða á Húsafelli og við Úlfljótsvatn, en sú skemmtun ber nafnið Rauðhetta. Þar verður til stórvaxin dagskrá með hljómsveitunum Experi- ment og Cabaret en auk þeirra skemmta Halli og Laddi, Þokkabót, Randver, Gísli Rúnar o.fl. o.fl. i Húsafelli verða hljómsveit- irnar Fresh, Cabaret og Celsius og þar verða einnig þeir Halli og Laddi og sjálfur Engilbert Jensen. Hann mun einnig koma fram á skemmtun í Borg í Grímsnesi, þar sem Paradís, Fresh og Galdrakarlar spila fyrir dansi. Haukar verða í Arnesi alla helgina og í Arnarstapa á Snæfellsnesi verður hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og Galdrakarlar. Eins og sjá má verða töluverð ferðalög á hljómsveitar- mönnum og má í því sambandi geta þess að Jón Heiðberg mun fljúga með Fresh um allar jarðir yfir helgina. Verð aðgöngumiða er mis- jafnt, frá 1500 krónum til 3500 á hinar stærri skemmtanir. HP VERZLUNARMANNAHELGIN: FJÖLDISKEMMTANNA 0G FL0GIÐ MEÐ FÓLK í ÞYRLU Klippt og skorið Cher fœddist sonur Bandarísku sjónvarps- stjörnunni og söngkonunni Cher fæddist sonur fyrir skömmu. Faðirinn er að sjálf- sögðu eiginmaður hennar, gítarleikarinn Gregg Allman, sem lék með Allman Brothers Band til skamms tíma. Gregg sýndi mikinn hetju- skap við fæðinguna og var við- staddur allan tímann. Það hefur væntanlega verið ströng seta hjá gítarleikaranum því að drengurinn fæddist fimni tímum eftir áætlun. Honum hefur þegar verið gefið nafn — Elijah Blue Allman skal hann heita. Cher á eina dóttur frá fyrra hjónabandi sínu með skemmti- kraftinum Sonny Bono. Cher og Gregg Allman giftust fyrir rétt rúmu ári. Nokkru eftir það krafðist Cher skilnaðar þar sem Gregg átti það til að sofna á ýmsum stöðum sem menn sofna yfirleitt ekki á. Hún hætti síðan við skilnaðinn og lifir vonandi lengi í gæfu og gengi. Stones eignast platínuplötu Nýjasta plata Rolling Stones, Black And Blue, náði því marki í júnílok að seljast I milljón eintökum í Bandarlkj- unum. Fyrir þennan árangur fær hljómsveitin platínuplötu frá útgefanda slnum sem er reyndar Rolling Stones Records. Allar plötur Rolling Stones frá upphafi hafa náð þvf að seljast fyrir milljón dollara eða meira. Fyrir það er veitt gullplata. Black And Blue er hins vegar fyrsta platan, sem nær platínumarkinu. Uriah Heep reka söngvarann David Byron aðalsöngvari brezku rokkhljómsveitarinnar úriah Heep hefur verið rekinn úr hljómsveitinni. Þetta gerðist skömmu eftir að hljóm- leikaferð hljómsveitarinnar um Bretland og meginland Evrópu lauk. Að sögn umboðsman ’S Uriah Heep, Gerry Bron. vsr full eining hjá hinum fjórum meðlimum hljómsveitarinnar um að láta Byron fara. ..I>:ió hefur borið á miklu ósamlyndi i hljómsveitinni," sagði um boðsmaðurinn. „David greimb á við alla hina um tónlista stefnuna og slíkt leiðir aídrei gott af sér." David Byron hefur verið af kastamikill lagasmiður og samið mörg af vinsælustu lög- um Ur’jah Heep. — Þegar inuh' vera búiö að ráða nýjan söngv ara i hljómsveitina, Aö siign Ken Henslevs orgelleikara mun tónlistarstefnunni verða brevtt nokkuð í frnmtiöinni

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.