Dagblaðið - 28.07.1976, Side 11
DAC.BLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1976.
11
Norræna húsið hefur nú
tekið upp þann ágæta sið að
efna til sumarsýninga íslenskra
listamanna til þess að gefa bæði
útlendingum og innfæddum
tækifæri til að skoða íslenska
list í hnotskurn. Er ætlunin að
setja upp sýningar af þessu tagi
á hverju sumri og bjóða 3—4
listamönnum að sýna saman
hverju sinni. Hugmyndin er
góðra gjalda verð og hljóta boð-
sýningar af þessu tagi að gefa
réttari mynd af framvindu ís-
lenskrar listar heldur en þær
sem ráðast af lausum leigutíma.
Einnig hljóta þær að henta vel
listamönnum sem vinna við sér-
staklega tímafreka listsköpun
og geta því ekki haldið einka-
sýningar nema á 5—6 ára
fresti, — þó ekki segi ég að
þetta eigi við þá sem hér sýna I
þetta sinn, þau Hjörleif Sig-
urðsson, Ragnheiði Jónsdóttur
Ream og Snorra Svein Friðriks-
son. Þau sýna alls 73 verk og er
bróðurpartur þeirra í olíu nema
myndir Hjörleifs sem gerðar
eru með vatnslitum.
Sameiginleg
einkenni
Við fyrstu yfirsýn virðast
þessir þrlr listamenn e.t.v. ekki
eiga mikið sameiginlegt, en við
frekari skoðun koma í ljós
nokkur sameinkenni. Öll vinna
þau þematískt, allavega á þess-
ari sýningu, og einbeita sér að
afmörkuðu viðfangsefni sem
þau kanna ítarlega. Ragnheiður
meðhöndlar epli og perur á alla
vegu, veltir þeim fyrir sér með
allskyns tilbrigðum littóna og
pensildrátta, Snorri Sveinn
sýnir m.a. 12 ný verk sem öll
fjalla um það „þegar sól vermir
jörð“ og Hjörleifur vinnur
markvisst með stöðu og hreyf-
ingu láréttra og lóðréttra lit-
borða sem hann nefnir á einum
stað í sýningarskrá því ágæta
nafni „hjómkvíslir". Lárétt
„hleðslutækni" forma er einnig
það sem tengir þá Snorra Svein
og Hjörleif á köflum og lita-
skyn þeirra Ragnheiðar og
Hjörleifs er heldur ekki
allsendis ólíkt. Sýningin hangir
því ágætlega saman og hver
einstakur sýnir hvað í honum
býr.
Einn á báti
Vatnslitamyndir Hjörleifs
hafa nokkra sérstöðu innan Is-
lenskrar listar, en þær hóf
hann að gera eftir Iangt tímabil
dálítið þyrrkingslegra geómetr-
ískra verka sem ekki virtust
ávallt henta persónuleika hans.
í vatnslitamyndunum hefur
Hjörleifur einfaldað mynd-
hugsun sína uns kjarninn einn
er eftir — lína, hálfhringur eða
bogi og vatnslitirnir mýkja svo
þessar ströngu forsendur og
gera úr þeim verk þrungin ljóð-
Ragnheiður: „Olfus‘3 (nr. 30)
rænum þokka og næstum nátt-
úrulegum tilbrigðum sem lengi
er hægt að njóta. Stundum er
þó eins og mýktin verði að
veigalítilli móðu, t.a.m. í
„Blossar" (nr. 20) og í „Fílósóf-
ískri afstraktmynd“ (nr. 36)
eru of margar tilhneigingar á
ferðinni. Mikilvægur þáttur
myndanna er pappír sá sem
Hjörleifur notar, og verða æðar
hans og ytri mörk þátttakendur
í myndheildinni. Eg er ekki frá
því að Hjörleifur mætti vinna
oftar á stærra fleti en hann
gerir og yrðu myndir eins og
t.d. „Veggur' rauður“ (nr. 34)
án efa sterkari fyrir vikið.
Sérstök vinnubrögð
Ég er oft að velta því fyrir
mér hvar I Bandaríkjunum þær
stalisystur, Ragnheiður og
Lovfsa Matthíasdóttir, hafa
numið þau vinnubrögð sem
sjást I myndum þeirra. Báðar
fjalla þær um afmarkaðan hlut-
veruleika með löngum pensil-
förum glóandi lita og báðar
hafa þær gott auga fyrir tón-
brigðum, — þótt annars séu
þær ólíkir málarar. Ragnheiður
sýnir hér mikinn földa mynda
af ávöxtum, en þeir hafa frá
örófi alda heillað listamenn —
allt frá mósalkmyndum í
Pompei og til eplanna frægu
Cézannes. Flestir hafa þessir
listamenn reynt að gera skil
bæði myndrænu hlutverki
ávaxtanna og einkennum
þeirra, en þegar líður á 20. öld-
ina fara menn að vanrækja
raunsæið og skoða epli og perur
eingöngu sem form á fleti.
Ragnheiður gerir hvoru-
tveggja, nostrar við ávexti slna
uns þeir líta út eins og flæmsk
uppstilling og leikur sér svo
með lögun þeirra og liti frjálst
og snaggaralega.
Stef
Er reglulega gaman að fylgj-
ast með þessum tilbrigðum um
stef. Ragnheiður á aðrar
myndir hér, stórar stúdíur af
kaffibollum í mismunandi
birtu, sem ekki heilluðu mig
eins mikið. Þær eru heldur
drungalegar og skortir þá
skörpu afmörkun flata sem ein-
kennir bestu myndir Ragn-
heiðar, en aftur á móti eru
landslagsmyndir hennar fullar
af krafti og sindrandi litum,
einkum nr. 30 „ölfus“.
Snorri Sveinn hefur löngum
gefið sér sterkar og einfaldar
forsendur til að vinna úr og er
hringurinn það form/tákn sem
lengst hefur heillað hann, sjá
t.d. veggmyndir hans á öskju-
hlíðarskólanum. t hinni áhrifa-
miklu myndröð sinni „Þegar
sól vermir jörð“ er hringurinn
orðinn að sól sem stig af stigi
samsamast láréttum litflötum
jarðar og eftir því sem á líður
breytast litirnir úr köldum í
varma uns alit glóir og titrar.
Sumar litasamsetningar Snorra
Sveins virka nokkuð hráar við
fyrstu sýn, en virðast þó hafa
vissu hlutverki að gegna ef litið
er á myndröðina sem heild. Sér-
stæðastar hvað formhugsun og
litróf snertir eru myndir hans
nr. 13 og 16 þar sem „kaldir"
litir eru notaðir einstaklega
markvisst. Lítil myndröð
Snorra Sveins, „Svalviðri" er
ekki eins áhrifamikil. Þar er
skipting myndana 1 reiti
einum of skematísk og út-
spekúleruð, auk þess sem aðrir
málarar, t.a.m. Hringur
Jóhannesson, hafa nýtt sjón-
varpsskerminn I myndum.
En þetta er sýning margra
skemmtilegra tilþrifa og er hún
sýnehdum og húsinu til sóma.
Stendur hún fram til 15. ágúst.
var lagður
Hafnfirðinga að vegur milli
kaupstaðanna yrði lagður þessa
leið i stað vegarins yfir hálsana.
Bentu þeir á að vegarstæði væri
þar í alla staði betra og minna
um brekkur en á hinum
staðnum, og eftir að heilsu-
hælið var reist á Vífilsstöðum
bættist við sú röksemd að með
vegi á þessum stað kæmist það í
þjóðbraut. En það sem undir
bjó var að sjálfsögðu fyrst og
fremst það að með vegi þessa
leið hefði Hafnarfjörður orðið
samkeppnisfærari við Reykja-
vík um verslun sveitamanna,
því að frá vegamótunum hefði
ekki verið tiltakanlega lengra
en niður í Reykjavík. Af siimu
ásta'ðum liigðust Re.vkvíkingar
alltaf heldur gegn þessari hug-
mynd, og höfðu aðallega á orði,
hve mjög leiðin milli kaupstað-
anna lengdist ef vegurinn flytt-
ist á þennan stað.
Þegar á reyndi varð reyk-
víska sjónarmiðið jafnan ofan
á, en síðast á stríðsárunum
fyrri komst málið þó svo langt
að ákveðið var að leggja veginn,
og var sú ákvörðun m.a. gerð I
atvinnuaukningarskyni. Áttu
Reykvíkingar að leggja veginn
nokkuð suður fyrir Vífilsstaði,
en þar skyldu Hafnfirðingar
taka við. Af framkvæmdum
Reykjavikurmegin varð litið
sem ekkert, en Hafnfirðingar
hófu verkið sin megin í febrúar
1918 og unnu að því nokkuð
Kjallarinn
Kristján Bersi Ólafsson
fram undir vorið. En þá var
framkvæmdaféð þrotið og
iinnur atvinna farin að aukast
aftur, svo að verkinu var ha'tt
og það aldrei tekið upp á nýjan
leik.
Á þessum tíma voru miklir
vegagerðarmenn í Hafnarfirði,
enda höfðu þeir fengið stranga
þjálfun við gatnagerð I hraun-
inu. Vegurinn um hraunið ber
þess líka merki að þar hafi
engir viðvaningar að verið.
Verkstjóri við verkið var Sigur-
geir Gíslason, landsþekktur
vegagerðarmeistari, og hann
hafði með sér karla sem kunnu
að fella grjót í hleðslu þannig
að standa mætti um aldin
Verkið var únnið þannig að
hólar og klettar voru ruddir
ofan í gjótur, en efni flutt að úr
hrauninu á handbörum, þar
sem þurfa þótti. Mjög vlða
þurfti að hlaða veginn upp, og
það eru einmitt þær hleðslur
sem gera veginn einstakan í
sinni röð.
Fyrir fáeinuni áratugum
máti mjög viða í Hafnarfirði
sjá samskonar hleðslur í vega-
köntum, en beim hefur farið
ört fækkandi. Ég efast um að
þar eða I nágrenni bæjarins sé
nú lengur neitt að finna af
handaverkum Sigurgeirs Gísla-
sonar og grjótmeistaranna hans
nema þennan vegarspotta uppi
í hrauninu. Og það væri sárt ef
hann ætti eftir að verða fyrir
jarðýtu einhvern daginn.
Einhvers staðar I námunda
við þennan gamla veg mun
Reykjanesbrautin nýja eiga að
koma. hvenær sem það verður,
og þá er hætt við að sitthvað
fleira verði framkvæmt þarna í
hrauninu. Ekki er ólíklegt að
gamli vegurinn kunni þá að
komast í nokkra hættu, nenta
menn ákveði með nægum fyrir-
vara að hlífa honum. Og það tel
ég að ntenn eigi að ákveða nú
þegar, enda færi ekki illa á því
að eiga jafn ágætan minnis-
varða um vegagerð fyrri tíma
inn á milli hraðbrautanna.
Kristján Bersi Úlafsson,
skólastjóri.