Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1976. Mcxikaninn Daniel Bautista kom mjög á óvart, þegar hann sigraói í 20 km kappgöngunni á fyrsta degi frjálsíþróttakeppninnar í Montreal. Þaö haföi ekki áhrif, að hann var minnstur af öiium, sem tóku þátt í göngunni — aðeins 1.60 m á hæð og væri með rásnúmer 13. Bandorískl w w w ■ •• jp a ny i korfu — Bandaríkin sigruðu Júgóslavíu 95- Bandaríkjamenn endurheimtu guliið í körfuknattleik þegar þeir unnu auðveidan sigur á Júgó- slavíu í nótt. Þar með er gullið komið heim! — Bandaríkjamenn hafa ávallt sigrað í körfuknatt- ieiknum á Olympíuleikunum þangað tii í Munchen, að þeir töpuðu fyrir Sovétmönnum. Voru Bandaríkjamenn þá ákaflega sárir og neituðu að taka við siifrinu — þeir vildu meina, að þeir hefðu verið rændir sigrinum. Því var, að Bandarikjamenn lögðu ofurkapp á að endurheimta gullið í þjóðaríþrótt sinni — körfuknattleik. Það tókst í nótt, og eins og áður sagði var sigur þeirra auðveldur. — Júgóslavar höfðu ekkert í hendurnar á hinum leiknu Bandaríkjamönn- um að gera, sem unnu 95—74. Bandaríkjamenn geta andað léttar — gullið er komið heim. Þegar frá upphafi var ljóst hvert stefndi — það tók Júgó- slava rúmar tvær mínútur að svo mikið sem komast á blað — þá höfðu Bandaríkjamenn skorað átta stig. Léttleikandi lið Banda- ríkjamannanna átti alls kostar við sér stærri leikmenn og hraðaupp- hlaup þeirra réðu Slavarnir ekkert við. Hvað eftir annað komust hinir eldsnöggu Banda- ríkjamenn inn í sendingar og brunuðu upp. Já, þetta var svo auðvelt, ótrúlega auðvelt. Brian Dantley var Júgóslövum erfiður — hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hann meiddist í síðari hálfleik, þá bætti hann við 12 stigum. Eins komust Phil Ford og William Buckner vel frá leiknum — hvað eftir annað komust þeir inn í sendingar.. . eftirleikurinn var svo auðveldr.r. Já, alltof auð- veldur — áhorfendur höfðu lítið gaman af — einstefna. Dragan Dalipagic var stiga- hæstur Júgóslava með 27 stig. En í heild léku Slavarnir langt undir getu — byrjunin setti þá úr jafn- -vægi. Sovétmenn áttu ekki í erfiðleik- um með Kanadamenn þrátt fyrir Þeir pólsku vería títíl sinn gegn A-Þjóðverjum Olympíumeistararnir frá Munchen og bronshafarnir frá IIM ’74 — Pólverjar tryggðu sér rétt tii að leika til úrslita í knatt- spyrnunni á Olympiuleikunum þegar þeir sigruðu Brazilíumenn nokkuð örugglega 2-0. Á meðan Pólverjar sigruðu Brazilíumenn auðveldlega háðu Sovétmenn og A-Þjóðverjar hat- ramma baráttu um úrslitasætið gegn olympíumeisturunum. í Munchen ’72 háðu þjóðirnar æðis- lega baráttu um bronsið — að lokum deildu þær því. I nótt báru A-Þjóðverjar sigur- orð af Sovétmönnum — nokkuð óvænt 2-1. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem varnir beggja liða léku stórt hlutverk. Loks eftir klukkustundarleik tókst Þjóðverjum að brjóta ísinn — Jurgen Doerner skoraði úr vítaspyrnu eftir að Stefan Resko hafði brotið illa á einum sóknar- manna Þjóðverja. Aðeins sjö mínútum síðar bættu Þjóðverjar við sínu öðru marki — Lothar Kurbjuweit hreinlega stal knettinum af Wladimir Troshkin og skoraði auðveldlega. Sovétmenn settu. tvo varamenn inn og smám saman náðu þeir betri tökum á leiknum. Þegar aðeins sex mínútur voru eftir var Oleg Blohkin brugðið innan víta- teigs og Viktor Kolatock skoraði úr vítinu. Eftir það sóttu Sovétmenn lát- laust — og oft skall hurð nærri hælum, en sterkri vörn Þjóðverj- anna tókst að halda út — ein- hvern veginn — eins og sagt er. í Toronto áttust við Pólverjar og Brazilíumenn. Hið unga lið Brassanna hafði ekkert í hend- urnar á Pólverjunum að gera — hárnákvæmar sendingar þeirra réðu Brassarnir ekkert við. Pói- verjarnir nýttu kantmenn sína vel — og var vörn Brassanna oft grátt leikin. Þrátt fyrir það var staðan í hálfleik 0-0, en Szarmach skoraði tvö mörk í síðari hálfleik — bæði eftir sendingar utan af köntum. Sigurvegari í léttþungavigtinni varð Japaniiin Kazuhiro. Hann keppti til úrslita um olympiska gullið við Ramaz Harshiladze, Sovétríkjunum. Viðureign þeirra stóð i 10 mín. — og hin mikla leikni Japanans naut sín illa gegn krafta-judó þess sovézka. En honum tókst einu sinni að komast framhjá vöðvamiklum handleggj- um mótherjans, en skoraði stig með tilraunum til kasts. Bronsverðlaunin í léttþunga- vigtinni hlutu þeir David Star- brook, Bretiandi, og Jurg Rothlis- berger, Sviss, og voru það fyrstu verðlaun Sviss á leikunum. Bret- inn sigraði franska heimsmeistar- ann í vigtinni, Jean-Luc Rouge, í fyrstu viðureign — en tapaði fyrir Sovétmanninum. Starbrook hlaut silfurverölaun f Munchen. Montreal-76 Dagskrdin Dagskrá Olympíuleikanna í dag — 11. keppnisdag leikanna. Frjálsar íþróttir: 100 metra grindahlaup kvenna — undanrásir. Lancstökk karla — Undanrásit Eins eru undanrásir i kringlukasti kvenna og 1500 metra hlaupi kvenna. Um sex leytið hefst 100 metra grindahlaup kvenna, undanúrslit. Sleggjukast karla, úrslit. 400 metra hlaup karla, undanúrslit og 200 metra hlaup kvenna, undanúrslit. 5000 metra hlaup — undanrásir. 110 metra grindahlaup karla — úr- slit. Úrslitahlaup kvenna í 200 metrunum. 3000 metra hindr- unarhlaup — úrslit. Að lokum — 400 metra hlaup kvenna — undanúrslit. Einnig verða á dagskrá hnefaleik- ar, skylmingar, kajakróður, hokkey, judó, glíma, siglingar, skotkeppni með boga og reið- mennska. Handknattleikur: Keppnin um 3.—4. sætið og loks úrsiitaleikur Rúmena og Sovétmanna. Gísli ld ef tir Gísli Þorsteinsson keppti í létt- þungavigt í gær í judó við Banda- ríkjamanninn Tommy Martin — og hafði tapað leiknum eftir aðeins 22 sekúndur. Það var ein styzta glíman í judó-keppninni á Oiympíuleikunum — og Martin tapaði svo síðar um kvöldið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.