Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1976. „Halla og Ladda fan,“ skrifar: Skelfing erum við íslend- ingar íhaldssamir. Og ég verð að segja það að ég hélt að við værum komnir á svolítið hærra plan í dómum okkar, litum ekki eins hátíðlega á okkur og við gerðum. Ekki er nóg með það að einhverjir hátíða- íslendingar séu að fjargviðrast yfir eina skemmtilega útvarps- þættinum, sem borizt hefur á öldum ljósvakans til okkar, „tJt og suður,“ þeirra Hjalta og Ástu, heldur ætla menn nú að fara að rífast út af plötunni þeirra Ilalla, Ladda og Gísla Rúnars! Ég spyr, hvar á þetta að AFRAM MED HÚMORINN! enda? Með beinu útvarpi frá jarðarförum eða Alþingi frá morgni til kvölds? Einhver kona úti í bæ skrifaði fyrir stuttu um það í blaðið, hvað sér fyndist Halli og Laddi ósmekklegir. Þeir bók- staflega væru að tröllríða íslenzkri tónlistarmenningu með þvl að syngja annan texta við lagið ,,Nú andar suðrið“ sem þjáð hefur þjóðina í öllum óskalagaþáttum frá því að elztu menn muna. Ljóð Jónasar er ágætt, — því er ekki að leyna, — en ég get ekki séð að meðferð Halla og Ladda skemmi það neitt. Platan þeirra er stórsniðug og hvað er að því að gera svolítið grín að læknum? Eru þeir einhverjar heilagar kýr? Það ætti einmitt að hætta að tilbiðja þá svona eins og gert er, þá myndu þeir kannski lækka kaupið sitt. Ég fæ ckki séð, að þeir séu neitt merkilegri eða þýðingarmeiri en venjulegir bifvélavirkjar eða flugvirkjar. Maður verður líka að treysta því, að þeir kunni sitt fag. Nei, — einmitt, — reynum nú að hrista svolítið upp í húmornum, sem hingað til hefur einungis verið níð um nágrannana og skemmtum okkur við að hlýða á plötu þeirra félaga." Ofbeldi kerfisins Bjarni Sigtryggsson skrifar: í blöðunum hinn 23. þ.m. má lesa auglýsingu frá skatt- stjóranum í Reykjavík um framlagningu skattskrár. Þar er tekið fram að þeir, sem vilja kæra gjöld.verði að hafa komið skriflegri kæru í vörzlu skatt- stofunnar í síðasta lagi 5. ágúst eigi að taka kæruna til greina. Burtséð frá því að þarna er um óskammfeilna frekju hins opinbera eða kerfisins að ræða og fullkomið tillitsleysi við skattborgara, þá er stór, spurn- ing, hvort þetta sé ekki einnig brot á lögum. Að vísu má finna í lögum, misjafnlega viturlega settum, stoð fyrir því að hafa svo stuttan kærufrest, en í annan stað hafa líka verið sett lög, svonefnd orlofslög, þar sem fólki er ekki einasta heimilt heldur beinlínis skylt að taka sér fri frá störfum. Meðallengd orlofs er u.þ.b. einn mánuður. Það sér því hver sem vill, að á því tímabili sem líður frá því skattskráin er lögð fram og þar til kærufrestur er útrunninn er fjöldi fólks fjarri heimilum sínum, jafnvel erlendis, og á þess engan kost að hafa uppi varnir gegn kerfinu. Mistök geta orðið til á margan hátt, rétt eins og sagan um verkamanninn, sem fékk sex milljón króna álagningu fyrir mistök þeirra manna, sem fóðrað hafa tölvu skatt- stofunnar. En það geta líka orðið mistök á margan annan hátt — og síðast en ekki sízt er það algengt að menn verði að kæra það sem kalla mætti ofbeldi kerfisins. Meðal þess ofbeldis eru ýmsar svonefndar sektar- álögur, sem lagðar eru á ein- staka skattgreiðendur, sem ekki hafa fylgt einhverjum formsatriðum út í yztu æsar. Þessar álögur eru einhliða ákvarðaðar af starfsmönnum skattstofunnar án þess að viðkomandi skattgreiðandi fái þar fremur en endranær að koma nokkrum vörnum við. Menn mega jafnvel heita heppnir ef skattstofan eða em- bætti ríkisskattstjóra svarar bréfum þeirra og fyrir- spurnum. í hinni sífelldu viðleitni til félagslegra úrbóta sem jafnan á sér stað á Norðurlöndunum er nú unnið á ýmsan hátt að því að vernda einstaklinginn gegn þessu „ofbeldi kerfisins" eða hættunni á því. Þar sem slíkt kerfisvald vex óhindrað, án máttugs og beitts aðhalds. er jafnan frjór jarðvegur fyrir margs kyns misbeitingu valds og spillingar í framhaldi af því. Einstaklingurinn — litli maðurinn i frumskógi kerfisins — á aldrei neina vinnings- möguleika. Komist hann í kast við kerfið getur hann ekki leitað leiðréttingar hjá neinum máttugum málsvara. Kerfið fer með dómsvald I eigin sök. Það þarf ekki að spyrja að því hversu óheppileg áhrif þetta hefur félagslega og sið- ferðilega. Nú hefur með nýjum jafn- stöðulögum verið stigið eitt skerf í þá átt að leiðrétta mis- rétti í þjóðfélaginu og sú hlið þessa máls, sem við höfum helzt orðið vör við er breyting á at- vinnuauglýsingum. Auglýsing skattstofunnar er ekkert einsdæmi. Hótanir af öllu tagi eru fastir liðir í auglýs- ingarstarfsemi hins opinbera. Þær eru glögg dæmi um mis- réttið í þjóðfélaginu, f annarri mynd. r'Hiílrrá um lanHsúísvor ario f9/ST" Þeir, sem kæra vilja yfir gjöldum samkvæmt ofangreindri skattskrá, skattskrá útlendinga og skattskrá heimfluttra, verða aö hafa komið skriflegum kærum i vörslu skattstof- unnar eða i bréfakassa hennar i siðasta lagi kl. 24.00 ágúst 1976. Reykjavik, 22, júli 1976 ) Skattstjoirinn í keykjavik J — - — GJÖRÓMÖGULIGUR SÍMI í MOSFELLSSVEITINNI Á meðan ibúar IVIósfellssveilar þurfa að greiða fuill \<-rð fvrir simann eiga þeir heimtingu á að fá almcnnilega þjðnusln. Maður, sem búsettur er í Mosfellssveit.leit inn hjá okkur á ritstjórnarskrifstofunni og var ntikið niðri fyidr: Það er alveg með eiri- dæmum ólagið sem er á síma- málum okkar sem búum í Mos- fellssveitinni. Það næst aldrei í nokkurn mann nema hringja svona 20—30 sinnum í hvert númer áður en samband fæst. Þetta er allra verst svona á milli klukkan tvö og fjögur á daginn. Á kvöldin eftir klukkan átta, þegar hægt er að tala fyrir hálft gjald, þýðir I rauninni ekkert að reyna að ná símasam- handi.svona er þetta fram til klukkan ellefu, eða um það leyti sem venjulegir borgarar ra í rúmið. Þetta hlýtur að stafa af of fáum línum og væri óskandi að síminn sæi sér færi á að kippa þessum málum í lag hið fyrsta. Þeir félagarnir Halii og Laddi ásamt Gísla eiga stóran hóp aðdáenda og hann fer vaxandi með degi hverjum. DB-mynd Ragnar. Einkennilegur auglýsingastaður! Einn hneykslaður skrifar: Pað hefur vakið hneykslun manna, sem leið hafa átt um vertshús varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, að undan- farió hafa hangið þar uppi aug- lýsingar um útihátíðarmótið Rauðhettu, sem haldið verður að Úlfljótsvatni um verzlunar- mannahelgina. Það eru skátar sem standa fyrir þessu móti og dettur manni helzt í hug hvort þeir vænti þess að finna samkomu- gesti á þessum stöðum. Það skal tekið fram að aug- lýsingarnar eru að sjálfsögðu á íslenzku. Varla búast forráðamenn Kauðhettu vio að fá motgesti sem stunda veitingastaði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.