Dagblaðið - 28.07.1976, Side 6

Dagblaðið - 28.07.1976, Side 6
6 DACBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JULl 1976. KÍNA: ER UM AÐ RÆÐA ANNAN STÆRSTA JARÐSKJÁLFTA, SEM MÆLZT HEFUR? Talsmaður kínversku ríkis stjórnarinnar í Peking, stað- festi í gær, að mikill jarð- skjálfti hefði orðið i norðaust- urhluta landsins, nánar tiltekið í héraðinu Hopei. Sagði talsmaðurinn, að jarð- skjálftinn, sem mældist þar 7.3 á Richter-kvarða, hefði átt upp- tök sín um 150 km suð-austur af Peking, nálægt Tientsin. Bandarískir vísindamenn við jarðfræðistofnunina þarlendis segja.að upptökin séu á þeim stað, sem kínversk yfirvöld hafa látið uppi, en segja að hann hafi verið um 8.2 á Richter, sem þýðir, að hér er um annan stærsta jarðskjálfta, sem mælzt hefur, — jarðskjálft- inn í Alaska, árið 1964 var 8.6 á Riehter. Til sölu: Chevrolet ferðabíll m/dísil. Árg.: ’64. — Uppl. í síma 53221. ISLANDSAFTENI NORDENS HUS Torsdag d 29. juli kl. 20:30. Rektor Hörður Agústsson forelæser (pá dansk) om ISLANDSK BYGGESKIK I FORTID OG NUTID með lysbilleder: Filmen HORNSTRANDIR „SUMARSYNING," en udstilling af oljemalerier og akvareller i udstillingslokalerne. Velkommem Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ MAZDA61676 Af sérstökum óstœðum er til sölu nýr óekinn MAZDA 616. Skipti á eldri bíl koma til greina Uppl. í síma 71320. Styrkir til háskólanáms í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla- náms í Grikklandi háskólaárið 1977—78. — Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur hafa lokið háskölaprófi áður en styrktimabil hefst. Peir ganga að öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja stund á grískar bókmenntir eða sögu. Styrkfjárhæðin nemur 5.000 drökmum á mánuði, auk þess sem styrk- þegar frá greiddan ferðakostnað til og frá Grikklandi. Til greina kemur að st.vrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsöknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholarships Eoundation 14 L.vsicrates Street GR 119 ATllENS Greece fyrir 30. april 1977 og lætur sú stofnun jafnframt í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 22. iúIí 1976. VlKINGUR I. Tekst honum að svara því, hvort líf leynist á Mars? Víkingur 1. svarar stóru spurningunni Stór heildarmynd, sem Víkingur 1. sendi frá sér, sýnir fullkomið kerfi árfarvega og þær ár, sem runnu I fljótin úr hlíðum fjallanna í kring. Dr. Harold Sursky, sá vísindamaður, sem stjórnar för Vlkings 1. segir, að þetta renni stoðum undir þá skoðun manna að það kunni að hafa rignt á Mars einhvern tíma innan síð- ustu 100 milljón ára. Þá segir Seymour Hess aðal- veðurfræðingurinn við vísinda- stöðina í Pasadena, að úrkoma þessi hljóti að hafa orðið innan síðustu 100 milljón ára, því annars væri loftþrýstingurinn lægri á plánetunni. Nokkrar vikur eru nú þar til Víkingur 2. á að lenda á Mars. Lendingarstaður hans hefur verið ákveðinn mun sunnar á pláetunni og þar telja vísinda- menn, að margt verði forvitni- legt, þó ekki væri nema fyrir þær sakir einar, að þar á að vera mun hlýrra loftslag. Bíða menn því spenntir eftir því að sú lending verði fram- kvæmd og að hún heppnist. á föstudag Geimferja Marsflaugarinnar Víkings 1. mun teygja út gröfu- arm sinn í dag til að freista þess, að ná I jarðvegssýni, sem væntanlega munu svara þeirri spurningu, er brunnið hefur á vörum vísindamanna í margar aldir, — er líf á Mars? Svarið við því, hvort svo sé, á að geta verið komið til jarðar, — takist að ná einhverju af ryðbrúnum jarðvegi plánetunn- ar upp í gröfuarminn til smá- sjárskoðunar, — um klukkan hálf þrjú í dag. Þó telja vísindamenn, að a.m.k. nokkrar vikur kunni að liða á meðan vísindamennirnir margendurskoða niðurstöður þær, sem berast frá hinni ómönnuðu geimferju þar til endanleg niðurstaða fáist. Fréttir um það, hvort ein- hverjar fullkomnari lífverur sé að finna á plánetunni, ættu þó að geta borizt til jarðar í síðasta lagi á föstudag, er tölva mun senda til jarðar upplýsingar um það, hvort einhver lífræn efna- sambönd hafi fundizt. Finnist lífræn efnasambönd á plánetunni, mætti ganga úr skugga um, hvort þau séu af lífverum, sem nú eru á lífi, eða látnar, sem þá gætu hafa tortímzt vegna of mikillar útfjólublárrar geislunar eða vatnsskorts. Þegar hefur verið leitt I ljós, að tvenn skilyrði fyrir lífi á plánetunni séu fyrir hendi, nitrogen og svo virðist sem miklar vatnsbirgðir hafi verið á plánetunni, því að greinilegir ár- og vatnsfarvegir skera plánetuna þvera og endilanga. Hearst-réttarhöldin: PATTY VITNAR GEGN HARRIS- HJÓNUNUM réttarhöldunum vegna þess, að engin vitni komu fram. Milljónaerfinginn, sem nú er 22 ára og hefur verið við geðrann- sókn í fangelsi í San Diego, bauðst til þess að bera vitni, enda þótt framburður hennar geti verið notaöur gegn henni sjálfri síðar meir, en hún á að mæta fyrir rétti innan skamms, sökuð um sömu afbrot og Harris-hjónin. ..Þetta er eins og kjaftshögg," sagði verjandi Harris-hjónanna,' er Hearst tilkynnti ákvörðun sína. ,,Við munum auðvitað fara fram á ný réttarhöld, þar eð þetta gjör- breytir vörn skjólstæðinga minna við réttarhöldin." Mayerson, verjandi Hearst, sagði, að alls ekki hefði komið til tals. að Patty hefði verið boðin sakaruppgjöf, ef hún vitnaði gegn Hai’ris-hjónunum. Patricia Hearst hefur fallizt á að vitna gegn fyrrum félögum sínum í Symbionesiska frelsis- hernum, Willie og Entily Harris, sem nú eru fyrir rétti í Los Angeles, sökum innbrot, líkams- meiðingar og mannrán. Tilboð hennar kom aðeins nokkrum mínútum áður en verj- endur hjónanna ætluðu að fresta u l’ally llearst hefur voriö i geð- rannsókn að iindaiiföriiii.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.