Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 22
 NÝJABIO I DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1976. 11HARROWHOUSE, CHARLES GRODIN CANDICE BERGEN JAMES MASQN TREVOR HOWARD JOHN GIELGUD Spennandi og viðburðarik ný bandarisk kvikmynd með Islenzkr um texta um mjög óvenjulegt demantarán. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ Svarta gullið [OKUHOMA CRUDE) tl MMunnon’nnit '<Ær-vsm PROOUCtRIT 0« IKEHIilT II SIIHUr KSIMIR íslenzkur texti Afar spennandi ný amerísk verð- launakvikmynd í litum. Leikstjóri Stanley Kramer. Aðalhlutverk: George C. Scott. Fay Dunaway. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð innan 12 ára. 8 TÓNABÍÓ í 1 HAFNARBÍÓ Þeysandi þrenning Spennandi og fjörug ný banda- rísk litmynd. Nick Nolton, Don Johnson, Robin Mattson. íslenzkur texti Bönnuð innan 14 ára. Sýndkl.3, 5, 7, 9 og 11. - M Útvarp GAMLA BIO El Lögreglumennirnir ósigrandi Afar spennandi og viðburðárík bandarísk sakamálamynd — byggð á sönnum atburðum. Ron Leibman — David Selby, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. 8 HÁSKÓLABÍÓ 8 Þrumufleygur og Lettfeti (THUNDERBOLT AND LIGHTFOOT) Óvenjuleg, ný, bandarisk m.vnd með Clint Eastwood í aðalhlutverki. M.vndin segir frá nokkrum ræningjum, sem nota kraftmikil stríðsvopn við að sprengja upp peningaskápa. Leikstjóri: Mikael Cimino. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Jeff Bridges, George Kennedy. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. Chinatown Heimsfræg amerisk litmynd, tekin í Panavision Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Fa.v Dunaway. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. íslenzkur texti. 8 AUSTURBÆJARBÍÓ 8 LAUGARASBÍO Frumsýnir Gimsteinarónið Mjög góð ný frönsk-ítölsk mynd gerð af Claude LeLouch. Myndin er um frábærlega vel undirbúið gimsteinarán Aðalhlutverk: LinoVentura og Francois Fabian. íslenzkui lexli■ Sýndkl.7. 9 og 11.10. Æðisleg nótt með Jackie Sprenghlægileg og viðfræg, ný, frönsk gamanmynd í litum. Aðal- hlutverk: Pierre Richard, Jane Birkin. Gamanmynd í sérflokki, sem allir ættu að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Íslenzkur texti. 8 BÆJARBÍÓ 8 Forsíðan y* ÍCrtCOIC#* • PtNAWON'' A UNIVIRSAl PiCIURt Sýnd kl. 9. Bílskúrinn sýnd kl. 11. BILASALA- BÍLASKIPTI Útvarpið íkvöld kl. 19,35: Veiðimálin í 30 ár Nú er fiskirœkt og fiskeldi fastur liður „Þetta er erindi um gang veiðimála í 30 ár. í stuttum aðdraganda hef ég hugsað mér að gera yfirlit í stórum drátt- um en sl. vor voru 30 ára síðan fyrst var skipað í embætti veiði- málastjóra." Þetta sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og bætti við að laxveiðilöggjöfin 1932 hefði verið merkur viðburður þótt framkvæmdaraðilann hefði vantað. Þá varð fyrsta heildar- löggjöfin ákveðin um lax og silungsveiði og bönnuð var laxveiði í sjó. Áður hafði allt verið ákaflega losaralegt. I þessum lögum er að finna nokkuð alhliða ákvæði í veiði- málum í heild. Það verður fróðlegt að heyra hvað hefur verið gert í veiðimálum þessi 30 ár, en á þeim árum hefur orðið geysi- mikil breyting. Til dæmis hefur veiðin fjórfaldazt slðustu fimm árin. Komin er upp föst fiski- rækt sem áður var í molum og fiskeldi er orðinn nýr þáttur í starfseminni. Yfirleitt skipu- leggja nú veiðifélög víðs vegar um landið veiðina og fiskrækt- ina hvert á sínu svæði þar sem hver otaði áður sínum tota. —EVI Þór Guðjónsson talar um breytingarnar sem orðið hafa á veiðimálum sl. 30 ár. DB-mynd Arni Páll. Útvarp kl. 17,30: Á bernskuslóðum Úr œvimmningum sr. Gunnars Benediktssonar „Sr. Gunnar Benediktsson hefur skrifað margar bækur og komið víða við sögu,“ sagði Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri í viðtali við DB. Hjörtur les í dag Ur óprentuð- um minningum sr. Gunnars kl. 17.30. „Þetta verða alls fjórir lestrar, í dag og á morgun og næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Er ég ræddi við sr. Gunnar vegna aldarafmælis Kristínar SigfUsdóttur skáld- konu kom í ljós að hann hafði í fórum sínum óprentað bókar- handrit, er hann samdi fyrir tveimur árum. Fékk ég leyfi til þess að velja nokkra kafla Ur handritinu. Hef ég stytt þá aðeins og tengt saman. I fyrsta lestrinum rifjar sr. Gunnar upp ýmsar minningar frá bernskuárunum í Horna- firði. Segir frá því er hann lærir að lesa, frá fermingu hans og félagsmálum í sveit- inni. Um þær mundir var verið að stofna málfundafélög og ungmennafélagið. Endar frá- sögnin á því er hann fer fyrst að heiman í sumarvinnu. Fór hann þá til sjóróðra austur á firði og einnig í kaupavinnu. Kvaddi hann heimabyggð sina árið 1912. Hafði hann þá ákveðið að setjast í gagnfræða- skólann á Akureyri. Sr. Gunnar Benediktsson hefur skrifað margar bækur. Á morgun segir frá er hann hefur lokið gagnfræðaskóla- náminu og er setztur í mennta- skólann í Reykjavík, veturinn 1914—15. Segir frá högum höfundarins og einnig frá skólaballi sem var dálitið sögu- legt við hvernig hann komst á. Endar lesturinn á morgun á frásögn af kaupavinnusumri uppi í Gufunesi árið 1917,“ sagði Hjörtur Pálsson. Sr. Gunnar Benediktsson er fæddur á Viðborði á Mýrum eystra árið 1892. —A.Bj. Útvarp Miðvikudagur 28. júlí 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- inj?ar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug" eftir Storling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (.’4). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 tónleikar. 17.00 Lagið mitt. Anné-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Á bernskuslóðum. Hjörtur Pólsson les úr óprentuðum minningum séra Gunnars Benediktssonar (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Veiðimálin í 30 ór. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri fl.vtur erindi. 20.00 Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Höfundurinn leikur á píanó. 20.20 Sumarvaka. a. Eigum vð að stofna atthagasamband íslands? Séra Árelius Níelssön flvtur erindi. b. Kveðið um Skagafjörð. Jóhannes Hannesson fer með fjögur kvieði eflir Gisla Ólafsson. Áma G. Kvlands. Pétur .Jönsstm og lij.illa Jónsson. c Ólíkir timar. Agúst Vigfússon les frásöguþátt eftir Jóliannes Asgcirsson frá Pálsseli i l<«ixárdiil i Dalasýslu. d. Síðasti prestur- inn á Refsstað. Kirikur Kiriksson frá Dagverðarperði flytur frásögu af séra Sipfúsi Guðmundssyni. e. Kórsöngur: Kór Trósmiðaf elagsins í Reykjavik syngur nokkiir liig. Stinpstjóri: Guðjón B. Jónsson. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svarta- skógi" eftir Guðmund Frímann. Gisli Halldórsson leikari les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Litli dýrlingurinn" eftir Georges Simenon. Ásmundur Jónssón þýddi. Kristinn Reyr les (19). 22.40 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 23.25 Fréttir. þ.á m. íþróitafréttir frá Montreal. Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forystugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir byrjar að lesa söguna ..Kóngdótturina fögru“ eftir Bjarna M. Jónsson. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli at- riða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Tðmas Þorvalds- son i Grindavfk; þriðji þáttur (áður útv. i október). Tónleikar. Morguntón- leikar kl. 11.00: London Wind Soloists leika Divertimento eftir Haydn; Jack Brvmer stjórnar / Artur Rubinstein og Guarnori-kvartettinn leika Pianó- kvintett i f-moll op. 34 eftir Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tiíkýnn- ingar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- mnnna. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug" eftir Storling North. Þólir Friðgeirssoil þýddi. Knúlur R. Magmisson les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilk>nningar. 116.15 Veðiirfrcgnir). Tónlcikar. 16.40 Litli bamatiminn. SigniM Björns- dóttir licfur msjón mcð bömium. 17.00 Tónleikar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.