Dagblaðið - 28.07.1976, Side 10

Dagblaðið - 28.07.1976, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1976. SMEBIAÐIÐ fijálst, nháð dagblað IMjiofandi Dajibladid hf. Frainkva,nulast.ióri: Svoinn H. Kvjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birj»ir Pótursson. Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Holj'ason. Aðstoðarfrótta- stjóri: Atli Stoinarsson. Iþróttir: Hallur Sfntonarson. Hönnun: Jóhannes Heykdal. Handrit Asyrimur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjarnason. Asjíeir Tómasson. Berj’lind Asneirsdóttir. Brajji Siuurðsson, F.rna V. Inuólfsdóttir. (lissur Siuurðsson. Iiallur Hallsson. Helui Pótursson, Jóhanna Biruis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósmyridir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björuvin Pálsson. Haunar Th. Siuurosson (Ijaldkeri: luáinn Þoríóifsson. Dreifinuarstjóri: MárE.M. Halldórsson. Askriftavujald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Hitstjórn Siðumúla 12. sími 82:122. auulýsinuar, áskriftir ou afureiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setninu ou umbrot: Daublaðið hf. ou Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda-ou p|ö(uuei:ð: Ililmir hf . Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf . Skeifunni 19. Ótbrot spillingar Trú almennings á íslenzku rétt- arfari fer minnkandi. Spillingin, sem stendur djúpum rótum í þjóð- félaginu, brýzt nú út þar sem sízt skyldi, meðal löggæzlumanna. Þau dæmi, sem uppvís eru, má líta á sem útbrot sjúkdómsins. Dæmin eru vel þekkt af fréttum síðus.tu vikuna. Rannsóknarlögreglumaður, sem sjálfur vann að rannsókn ávísanafals, var staðinn að verki sem ávísanafalsari. Fyrrverandi lögreglu- þjónn hafði nærri banað manni meö byssu, sem hann hafði fengið að halda vegna starfs síns í lögreglunni. Tveir tollverðir, annar yfirtoll- vörður, voru teknir fyrir smygl. Þá kom fram, að margir tollverðir höfðu um árabil fengið flösku í vasann að launum fyrir afgreiðslu skipa. Fleiri dæmi mætti rekja. Tveir löggæzlumenn, sem verið hafa fremst í flokki við uppljóstrun mála og hlotið traust og lof almennings fyrir, liggja undir þungu ámæli. Atlagan gegn þeim er gerð af slíku offorsi, að jaðrar við ofsóknir. Engu að síður hefur hún dregið úr tiltrú manna á starfi þeirra og þó einkum á ástandinu í íslenzku réttarfari al- mennt. Fyrst og fremst hefur Geirfinnsmálið svo- nefnda sýnt fram á veikleika löggæzlunnar, þegar mest á reynir. Fljótt kom í ljós, að þeir íslenzku rannsóknarmenn, sem fengu málið í hendur, voru ekki færir um að greiða úr því sem skyldi. Málið hefur snúizt þannig, að það hefur eitrað afstöðu almennings til réttarfarsins í heild. Það hefur, að minnsta kosti í augum almennings, vaxið langt út fyrir þau mörk að vera almennt sakamál. „ Dómsmálaráðherra hefur tilkvatt þýzkan sérfræðing til að vinna aó lausn Geirfinnsmáls- ins. Fyrir löngu voru stjórnvöld hvött til að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar. Tilkvaðning Þjóðverjans svo seint var fyrst og fremst tilraun yfirvalda dómsmála til að gera sinn hlut skárri í augum almennings. Hún ber einkenni kattarþvottar. Afbrot nokkurra löggæzlumanna segja okkur að sjálfsögðu ekki, að stétt þeirra sé rotin. En þau hljóta að varpa rýrð á stéttina og traust almennings til hennar. Meginvandi löggæzl- unnar er, hversu illa búin og fáliðuð hún er. Þar hefur verið dregið langt úr hömlu að endurbæta í takt við breytta tíma. Dómsmálaráðherra gerði á Alþingi tilraun til að koma fram frumvörpum um umbætur, en þær strönduðu á ómerkilegu þrefi. Þjóðfélag er illa komiö, þegar almenningur hættir að treysta réttarfarinu. Þau dæmi, sem rakin hafa verið, ber öll að sama brunni. Það verður að vera meginverkefni nú þegar að gera uppskurð á dómsmálum. Öllum er ljóst, hvert stefnir, ef svo fer fram sem'verið hefur. r Myndlist r EPU, KVÍSLAR 0G HRINGIR — um sumorsýningu 3ja íslenzkra listmálara í Norrœna húsinu, Hjörleifs Sigurðssonar, Ragnheiðar Jónsdóttur Ream og Snorra Sveins Friðrikssonar ------------------- Vegurinn sem aldrei Það munu orð að sönnu, sem einhvers staðar stóðu í blaði nýverið, að við Islendingar erum of oft og um of skeyt- ingarlausir um gamlar minjar. Iðulega hefur það komið fyrir að slíkum minjum væri útrýmt án þess eiginlega að nokkur tæki eftir því, þótt stundum hafi tekist að bjar^a nokkru á síðustu stundu, eins og mér skilst að hafi orðið með merki- legar áletranir á steinum í Örfirisey fyrir skemmstu, en þær var búið að urða þegjandi og hljóðalaust vegna einhverra framkvæmda, þegar góðir menn brugðu við og fengu sumt a.m.k. grafið fram á nýjan leik. Kn það er sjaldnast sem nokkru verður bjargað eftir að eyðingarstarfið einu sinni er hafið. Hús, sem búið er að rífa, verður ekki endurbyggt, og grjótgarður, sem rutt hefur verið um koll, verður ekki hlað- inn á ný. Sé ætlunin að varð- veita einhver slík mannvirki ber að huga að því í tæka tíð og gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Ástæða þess að ég vek máls á þessu hér er sú, að í næsta nágrenni við Hafnarfjörð eru merkilegar minjar um vega- gerðar- og grjóthleðslulist f.vrri tima. Þessar minjar láta lítið yfir sér og eru ekki i alfaraleið, og af þeim sökum vita færri um þær en annars mundi vera. F.n af sömu ástæðum eru þær enn- þá til óskemmdar. Þessar minjar eru um 2ja km langur vegarspotti sem liggur í gegnum hraunið frá Kapla- krika (skammt frá FH- vellinum nýja) og inn undir Flatir í Garðakaupstað. Vegur þéssi var lagður á stríðsárunum fyrri og var þá ætlunin að hann yrði upphafið að nýjum þjóð- vegi milli Hafnarfjarðar og R-vikur bg hugsaður bæði fyrir uinferð hestvagna, bifreiða og járnbrautar. Atti vegurinn aö liggja fram hjá Vífilsstöðum, ofan við Kópavog og tengjast þjóðveginum til Reykjavíkur nálægt Elliðaánum. Það hafði lengi verið mikið baráttumál

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.