Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 i 2 r \ i i ; I í Dreifing og saki fikniefna er ein helzta tekjulind ríkisins ffrr J'1‘1 '4*^ - h [E Lesandi skrifar: ,,Að selja, smygla eða dreifa fíkniefnum á meðal borgara þjóðfélagsins er undan- tekningarlaust einn ógeðslegasti og lágkúrulegasti glæpur sem hægt er að fremja.“ Þannig skrifar maður undir nafninu ,,Helgi“ í lesendadálki Dagblaðins hinn 13. ágúst síðastliðinn. Þetta er ekkert smáræði þegar á það er litið að mikilvægur tekjustofn íslenzka ríkisins er einmitt innflutningur (að vísu löglegur), dreifing og sala á fíkniefni. Meira að segja fíkniefni sem er mun hættulegra en það sem Helgi á við, s.s. áfengi. Erlendis mun hafa verið sýnt fram á það með endurteknum rannsóknum að hass og önnur kannabisefni séu að mjög litlu leyti vana- bindandi. Því er öfugt farið með fíkniefnið áfengi. Hass Það kemur álitleg upphæð árlega í ríkiskassann vegna áfengissölu. veldur minni heilarýrnum en áfengi auk þess eru menn yfirleitt ekki skaðlegir umhverfi sínu undir áhrifum þess eins og algengt er eftir neyzlu áfengis. Helgi veit greinilega ekkert hvað hann er að fara og það verður að teljast mjög hæpið að slá fram jafn alvarlegum fullyrðingum og ásökunum og Helgi gerir í grein sinni án þess að gera nokkra tilraun til að kynna sér það sem um er að ræða. Þessi „græðilegi glæpur" hans Helga er í því fólginn að koma til þeirra, sem þess óska, vímugjafa í staðinn fyrir brennivínið. Vímugjafa sem er bæði skaðlausari fyrir neytandann og umhverfi hans en áfengi. Ef ráðamenn gerðu sér þetta ljóst, og hefðu kjark í sér til að gera þennan vímugjafa löglegan.yrði það ekki einungis til að draga úr áfengisneyzlu og spara kostnað við löggæzlu og flkniefnadómstól, heldur gæti það orðið tekjulind fyrir ríkissjóð ef sölu á því væri hagað eins og áfengissölu. Þá gæti Helgi líka prófað þetta og komizt að þvi af eigin raun að langur tími myndi líða þar til þörf yrði á að „skrá nafn hans I opinberum gögnum sem fíkniefnasjúklings, og meðhöndla hann sem slíkan“, ólíkt lengri tími en eftir áfengisneyzlu. Hægt væri að stöðva ólöglegan innflutning að mestu með því að bjóða lægra verð. Þar er komið að mikilvægu atriði því megin uppistaða hinnar ólöglegu fíkniefnasölu er sala á hassi. Svo koma tímar t.d. þegar gæzlumenn hafa gómað stóra sendingu, að fram- boð á hassinu minnkar gífur- lega en þá er gjarnan útvegað raunverulega hættuleg fíkniefni og menn slá til og prófa, þ.e.a. s. ef þeir á annað borð vilja komast í vímu, því þeir eru orðnir leiðir á brennivíni. Að lokum má taka það fram að nokkur ríki í Banda- ríkjunum hafa þegar aflétt banni við neyzlu kannabis-efna. Svar tíl „húsmóður í Árbœiarhverfí" fráSVR Leiðakerfi SVR var endurskipulagt 11. apríl 1970. Til þess tíma hafði það verið í svipuðu formi frá öndverðu, nema hvað eðlilegar viðbætur voru gerðar, eftir því sem byggðin óx. Leiðakerfi almenningsvagna verður að vera i stöðugri endurskoðun til að reyna að fullnægja þörfum borgaranna, og breytingar eru óhjákvæmilegar vegna aukinnar og breyttrar búsetu í borginni, eftir því sem tímar líða. flutnings á vinnustöðum o.fl. Óheppilegt er að gera breytingar til frambúðar nema að undangenginni athugun á þörfum og óskum íbúanna. Ýmsar tilraunir þess eðlis voru gerðar í sumaráætluninni í fyrra og þær, sem þóttu hafa náð tilgangi sínum, látnar standa til frambúðar. Stjórn SVR ákvað að tillögu tæknimanna sinna að gera einnig ýmsar slíkar tilraunir í sumaráætluninni í ár. Til þessa liggja ýmsar ástæður, m.a. óskir og ábendingar frá vinnustöðum og óánægðum farþegum, sparn- aðar- og hagræðingarsjónarmið, sem í sér fela að leysa vanda fólks án þess þó að stofna til óþarfs aukakostnaðar fyrir út- svarsgreiðendur. Um sumarið fer svo fram nákvæm og stöðug athugun á því, hvort breytingarnar reynast ná tilgangi sínum. Svo er því einnig farið um breytingar á leið 10, sem „Húsmóðir í Það hefur ekki verið gengið endanlega frá akstursleið Ábæjarvagnsins númer 10. Árbæjarhverfi" gerði að umtalsefni í Dagblaðinu 11. ágúst sl. Þar er því fyrst til að svara, að gerð var grein fyrir öllum breytingum á leiðinni í „Sumaráætlun SVR 1976“, sem send var öllum fjölmiðlum, er hún tók gildi, og hefur fengizt afhent ókeypis á miðasölu- stöðum SVR þeim, sem hafa borið sig eftir henni, og stenzt því ekki sú fullyrðin „húsmóður", að ekki hafi verið haft fyrir því að auglýsa þær. Auk þess hlýtur sú aðal- umkvörtun „húsmóður" að vera á misskilningi byggð — nema vanþekkingu hennar sé um að kenna — að farþegar í Árbæjarhverfi þurfi að fara upp á ,,Suðurlandsveg“ (réttara: Bæjarháls) til þess að komast í veg fyrir vagninn á 'leið í bæinn. Hið rétta er, að farþegar geta farið nákvæm- lega eins að og áður, er þeir vilja taka vagna á leið í bæinn (þ.e. við Rofabæ), en hins vegar verða þeir að gera það upp við sig á leið úr bænum hvort þeir^fara úr vagninum á Bæjarhálsi á inneftirleið og ganga heim — yfir grasið — eða fara úr vagninum á sömu biðstöðvum og áður í bakaleið nokkrum mínútum síðar. Breyting þessi var gerö sam- kvæmt ítrekuðum tilmælum fólks á vinnustöðum norðan Bæjarháls. Er nú verið að gera nákvæma athugun á því, hvort þessi breyting (og aðrar breytingar) hefur náð tilgangi sínufn, en í ljós hefur komið, að óhagræði skapast við hana fyrir íbúa við neðanverðan Rofabæ og Hraunbæ á inneftirleið, eins og hér hefur verið getið. Verður reynt að taka fullt tillit til hagsmuna þeirra við þær breytingar, sem gerðar verða endanlega i októberbyrjun, er sumaráætlun lýkur. Rétt er að geta þess, að ekki hefur enn verið lagt í neinn kostnað af hálfu SVR til að ganga endan- lega frá biðstöðvum við Bæjarháls, s.s. með uppsetningu biðskýla, gang- brauta, götulýsingar o.þ.h. meðan á þessum reynslutíma stendur. Strætisvagnar Reykjavíkur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.